Strandapósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 20
renna út. Aftur voru trogin að mörgu leyti óþægilegri í notkun.
Þegar rjóminn var tekinn ofan af þeim, var handarjaðarinn
settur yfir hornið á troginu og undanrennan látin renna undir
handarjaðarinn, en rjóminn stöðvaðist við handarjaðarinn. Að
sjálfsögðu vildu góðar búkonur ná sem mestum rjóma úr mjólk-
inni og notuðu til þess ýms ráð er þær höfðu lært af mæðrum
sínum og ömmum. Hér skal lýst einni þessara aðferða, sem
notaðar voru.
Að ná rjóma úr mjólk
Tekin voru 2 lóð af sóda (natrum carbonicum crudum), en
hann fékkst í lyfjabúðum, þau voru leyst upp í 1 lítra af hreinu
vatni og það síðan geymt í flösku. Þegar mjólkin var sett, var
látin ein matskeið í hverjar 6 merkur af mjólk og mjólkin síðan
látin setjast á venjulegan hátt svo lengi sem þurfa þótti. Með
þessu var hægt að ná öllum rjómanum úr mjólkinni og annað
gott fylgdi þessu líka og það var, að það varði mjólkina fyrir að
súrna þó heitt væri í veðri.
Látin var ein matskeið af þessari blöndu í þriggja pela flösku
og flaskan næstum því fyllt með rjóma, hún þvínæst sett niður í
pott með svo miklu vatni að það náði upp á flöskuhálsinn og
vatnið hitað allt að suðu, taka þá flöskuna upp úr, setja í hana
tappa og búa vel um hana. Þá geymdist þessi rjómi án þess að
súrna í ótrúlega langan tíma.
Ef mjólk ysti við suðu, var látið dálítið af hreinsaðri pottösku í
mjólkina og hún soðin nokkra stund og hrært vel í pottinum, þá
losnaði draflinn í sundur og mjólkin varð jafngóð aftur.
Að nota hrosshár í sœngur og kodda
Til þess var notað taglhár. Hárið var spunnið á halasnældu og
haft nokkuð gróft, síðan var það undið upp á sívöl kefli, tvær til
þrjár umferðir á hvert kefli. Keflið var að sverleika eins og vænt
hrífuskaft. Því næst var endinn falinn svo ekki losnaði á keflinu.
Svo voru keflin soðin í vatni í tvær klukkustundir og því næst
þurrkuð með hárinu á, þegar hárið var orðið þurrt, var það
18