Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 76

Strandapósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 76
máttu sín, en þegar verulega út af bar var þeim um of að leysa allra vanda. Þennan mikla snjó leysti að mestu við sól og hæg- viðri, var það til hjálpar svo að betur rættist úr en á horfðist. Þetta vor flutti búferlum frá Kaldrananesi að Kúvíkum Ólafur Gunnlaugsson. Hann þótti gildur bóndi og átti hraustan og harðgerðan fjárstofn, fór orð af að hann léti fé sitt bjarga sér eftir föngum, þó var búið arðgott á þeirra tíma mælikvarða og sérlega ullargott (lagðprútt). Hey átti hann ávalt næg enda gengið rösklega að heyskap. Það sýnir að skepnur hafa gengið vel undan hörðum vetri að fært skyldi að komast með þær alla þessa leið. Kýr voru ekki margar en hross að því skapi fleiri. Margt manna var í heimili, Kaldrananes mun hafa verið fólksfrek jörð. Strax á næsta vori fækkaði að einhverju vinnufólki hjá Ólafi. Kona Ólafs var Kristín Jónatansdóttir mesta myndarkona. Hún hafði á yngri árum verið úti í Noregi og numið þar margt er sveitakonur almennt fóru á mis við á þeim árum svo sem alls- konar matreiðslu aðra en þá er að búverkum laut, hafði hún áður en hún giftist verið ráðskona við skóla, sem þá fóru fjölgandi í sveitunum. Þetta fólk var öllum ókunnugt og hafði sig fyrst til að byrja með lítið í frammi að kynnast að öðru en því er sífelldar smala- mennskur haust og vor höfðu í för með sér því fé Ólafs sótti fast til heiða, var þá að sjálfsögðu komið við í Kjós, hvílst og þeginn kaffisopi. Það var ekki fyrr en veturinn 1911-12 að Sigurður Sveinsson stjúpsonur Ólafs af fyrra hjónabandi hans gerðist umgangskennari sem kallað var, sem var í því fólgið að koma á bæina með nokkurra vikna millibili, setja börnunum fyrir það sem þau áttu að læra þar til hann kæmi næst, svo hlýddi hann yfir það sem lært hafði verið og setti fyrir að nýju. Sigurður hafði verið á Heydalsárskólanum sem var góður alþýðu- og unglinga- skóli þeirra tíma. Hann hafði sérstaka hæfileika til að ná því besta úr hverju barni, mátti segja að hann kæmi öllum til nokk- urs þroska, gerði aldrei upp á milli barna, mátulega kröfuharður og börn sem voru greind lærðu ótrúlega mikið hjá honum miðað við aðstæður. Þannig hófust kynni við þetta trausta og góða fólk sem 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.