Strandapósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 68
þau tóku sér fyrir hendur og þá áhugi beggja jafn vakandi og
óskeikull. Það áttu þau og sameiginlegt, að þau voru mjög
frændrækin og vinaföst við þá sem þau tóku tryggð við. Þau
höfðu unun af því að taka á móti og ræða við gesti. Lá Kristín þá
aldrei á meiningu sinni við nokkurn mann, en ætlaðist líka til, að
sér yrði svarað á sama veg. Rolu- og kveifarskap þoldi hún illa og
hafði á slíku hina mestu vanþóknun, og hikaði sízt við að láta
það í ljós og það svo að um munaði.
Ungur kynntist ég þeim systkinum, er foreldrar mínir fluttust
frá Kvennabrekku í Dalasýslu að Prestsbakka í Hrútafirði. Var
ég þá tæpra tíu ára, vorið 1928, og var mér fljótlega boðið í
heimsókn að Fjarðarhorni. Voru þau systkin, Guðmundur og
Kristín, skyld mér, þar sem Ögmundur Bjarnason faðir þeirra,
áður bóndi á Fjarðarhorni, var albróðir Jóns Bjarnasonar, fyrr-
um bónda á Fögrubrekku, sem var langafi föður míns, í móður-
ætt hans. Kann það að koma kynlega fyrir sjónir, að svo hafi
getað verið, þar sem Jón Bjarnason fyrrnefndur var fæddur árið
1800, en Ögmundur bróðir hans 1810, en hvort tveggja var, að
Jón Bjarnason átti Jón, er lengi bjó í Hvítuhlíð í Bitru, og var
faðir Guðrúnar móður Jóns föður míns, árið 1824, þá ungur
maður, en Ögmundur átti Guðmund son sinn 1869 og Kristínu
1873, þá orðinn roskinn maður. Ögmundur átti þau með síðari
konu sinni, Guðbjörgu Sigurðardóttur frá Skinþúfu í Haukadal í
Dalasýslu. Hálfbróður, miklu eldri, höfðu þau systkin átt, en sá
hét Kristján, fæddur 1830, fyrst bóndi á Fjarðarhorni árin
1854-67, en síðar á Litlu-Hvalsá í Hrútafirði til æviloka, en hann
andaðist 1898. Móðurbróðir Fjarðarhornssystkina var Jón Sig-
urðsson, tengdasonur Jóns Bjarnasonar á Fögrubrekku, svo þar
voru eins nánar tengdir.
Þau Fjarðarhornssystkin ólu upp frænda sinn, en föðurbróður
minn, síra Einar Guðnason í Reykholti, tóku hann að sér ungan,
er hann missti móður sína, og reyndust honum sem beztu for-
eldrar. Eftir að þau brugðu búi árið 1954, áttu þau sin síðustu ár
í skjóli hans í Reykholti, enda var hann þeim eigi síður trúr sonur
en þau honum foreldrar.
Nú er það ekki meining mín, er þessar línur ri'ta, að skrifa hér
66