Strandapósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 61
miðjan vetur inn á Húnaflóahafnirnar með vörur og strand-
ferðabátarnir voru oft svo snemma á ferð að vorinu að þeir urðu
á undan hafísnum, þótt hann kæmi síðar.
Um skemmtanalíf á Borðeyri á þessum umræddu árum er
ekki margt að segja, bæði var það að fólkið var fátt og húsakynni
lítil ekkert sjerstakt samkomuhús, þó voru dansskemtanir oft um
helgar og þá oftast á Hótelinu, á hátíðum var reynt að búa út
samkomusal svo stóran að allir gætu komið þar saman til að
skemmta sjer á einhvern hátt. Að vetrinum var einnig gjört
töluvert að því að spila og þá oftast uppá peninga, það var líka
gjört töluvert að því að tefla skák á kvöldin, einkum var það þau
árin sem Finnbogi Jakobsson var á Borðeyri, um það leyti var
einnig húskennari hjá Theódór, Jónas Ólafsson frá Mýrum
þessir menn voru báðir góðir skákmenn og kenndu okkur sem
yngri vorum. Fleiri góðir skákmenn voru þá i Bæjarhrepp t.d.
Finnur á Kjörseyri, Kristján Gíslason á Borðeyrarbænum og
Jósef á Melum og fleiri.
Að sumrinu var það helst til skemmtunar á sunnudögum,
þegar sól og sumar var, að menn riðu eitthvað út til að lyfta sjer
upp og reina gæðingana, voru þá stundum margir í hóp farið
snemma á stað og matur og drykkur haft með í ferðinni og
stansað og borðað í fallegum brekkum eða hvömmum, ekki
komið heim fyrr en að kvöldinu, voru allir glaðir og í góðu skapi,
þetta þótti ágæt skemmtun og hressandi og svo mun vera enn að
góðir hestar eru skemmtilegustu farartækin, þegar ekki þarf
langt að fara og ekkert liggur á.
Á meðan verzlanirnar voru tvær á Borðeyri heyrði jeg sagt að
sambúð þeirra á milli hafi að vísu verið illindalaus, en fremur
þurr og samstarf lítið, þær munu hafa reynt hver í sínu lagi að
skara eld að sinni köku, enda mun lengi framanaf hafa verið
nokkuð svipuð umsetning þeirra, en eins og jeg hefi áður getið
um var Brydesverzlunin á fallanda fæti þegar jeg kom til Borð-
eyrar, og þá að spila út sínum síðustu trompum. Engar sam-
göngur voru á milli þessara húsa Bryde og Bjerrings húsanna og
sjaldan töluðust þeir við, ef það kom fyrir, þá var það útivið. Að
öðru leyti var sambúð fólksins á Borðeyri ágæt og samgöngur
59