Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 61

Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 61
miðjan vetur inn á Húnaflóahafnirnar með vörur og strand- ferðabátarnir voru oft svo snemma á ferð að vorinu að þeir urðu á undan hafísnum, þótt hann kæmi síðar. Um skemmtanalíf á Borðeyri á þessum umræddu árum er ekki margt að segja, bæði var það að fólkið var fátt og húsakynni lítil ekkert sjerstakt samkomuhús, þó voru dansskemtanir oft um helgar og þá oftast á Hótelinu, á hátíðum var reynt að búa út samkomusal svo stóran að allir gætu komið þar saman til að skemmta sjer á einhvern hátt. Að vetrinum var einnig gjört töluvert að því að spila og þá oftast uppá peninga, það var líka gjört töluvert að því að tefla skák á kvöldin, einkum var það þau árin sem Finnbogi Jakobsson var á Borðeyri, um það leyti var einnig húskennari hjá Theódór, Jónas Ólafsson frá Mýrum þessir menn voru báðir góðir skákmenn og kenndu okkur sem yngri vorum. Fleiri góðir skákmenn voru þá i Bæjarhrepp t.d. Finnur á Kjörseyri, Kristján Gíslason á Borðeyrarbænum og Jósef á Melum og fleiri. Að sumrinu var það helst til skemmtunar á sunnudögum, þegar sól og sumar var, að menn riðu eitthvað út til að lyfta sjer upp og reina gæðingana, voru þá stundum margir í hóp farið snemma á stað og matur og drykkur haft með í ferðinni og stansað og borðað í fallegum brekkum eða hvömmum, ekki komið heim fyrr en að kvöldinu, voru allir glaðir og í góðu skapi, þetta þótti ágæt skemmtun og hressandi og svo mun vera enn að góðir hestar eru skemmtilegustu farartækin, þegar ekki þarf langt að fara og ekkert liggur á. Á meðan verzlanirnar voru tvær á Borðeyri heyrði jeg sagt að sambúð þeirra á milli hafi að vísu verið illindalaus, en fremur þurr og samstarf lítið, þær munu hafa reynt hver í sínu lagi að skara eld að sinni köku, enda mun lengi framanaf hafa verið nokkuð svipuð umsetning þeirra, en eins og jeg hefi áður getið um var Brydesverzlunin á fallanda fæti þegar jeg kom til Borð- eyrar, og þá að spila út sínum síðustu trompum. Engar sam- göngur voru á milli þessara húsa Bryde og Bjerrings húsanna og sjaldan töluðust þeir við, ef það kom fyrir, þá var það útivið. Að öðru leyti var sambúð fólksins á Borðeyri ágæt og samgöngur 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.