Strandapósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 102
Barnabasmessa. Hún er kennd við Barnabas, einn af 70 lærisvein-
um Krists. Hann var lengi með Páli postula, en ævilok hans eru
sögð hafa verið þau, að Gyðingar á eynni Kýpur gerðu aðsúg að
honum, bundu reiptagl um hálsinn á honum, drógu hann á bál
og brenndu hann til bana.
Vítusmessa Vítus þessi var ítalskur að ætt og var drepinn 12 ára
gamall af Díókletían keisara, ásamt móður sinni, sem hét Cres-
centía og kennara sínum Modestusi. Faðir Vítusar var heiðingi
og vildi kúga son sinn til að afneita kristinni trú, en hann stóð
óhagganlegur og gat gert hvert kraftaverkið öðru meira. Díó-
kletían keisari lét kasta honum í ketil fullan af sjóðandi biki og
þegar það kom fyrir ekki, var honum kastað fyrir björn, en hér
fór allt á sömu leið, þó gat keisarinn loksins unnið á honum með
því að hengja hann. A Vítusmessu var áður fyrr talinn lengstur
dagur, samanber vísuna Lúcía nótt þá lengstu gefur, lengstan
daginn Vítus hefur, Gregoríus og Lambert lætur, lengdina jafna
dags og nætur.
Dominicusardagur. Þessi dagur var helgaður spánskum dýrlingi
sem hét Dominicus de Gusman og var fæddur árið 1170 í borg-
inni Calarvejo í Kastilíu á Spáni. Hann var aðalsmaður að ætt
og var ofsatrúarmaður, vildi láta ofsækja eða drepa alla þá, sem
ekki voru fullkomnir páfatrúarmenn. Þetta var upphafið að
„Rannsóknarréttinum“, á Spáni, sem hófst árið 1198 og var í
langan tíma til smánar og svívirðingar fyrir kristna trú á Spáni.
Ótölulegur fjöldi saklausra manna var píndur til dauða eftir
dómi rannsóknarréttarins. Með þessum og líkum tiltektum kom
Doninicus sér svo vel í mjúkinn hjáHonoríusi páfa þriðja, að
hann leyfði honum að stofna munkareglu eftir sínu höfði, sem
ýmist er kölluð Dominicusarregla eða predikararegla. Á íslandi
var aðeins Kolbeinsstaðakirkja helguð Dominicusi og var hún þó
ekki helguð honum einum.
Valborgarmessa. Valborg var konungsdóttir á Englandi og varð
síðan abbadís í Benediktsklaustri í Heidenheim í Bæjaralandi.
100