Morgunblaðið - 13.08.2021, Síða 11

Morgunblaðið - 13.08.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2021 Mokveiði hefur verið hjá strandveiði- bátunum í ágúst og óttast strand- veiðimenn að aflaheimildirnar, sem veiðunum er úthlutað, verði fullnýtt- ar áður en veiðitímabilinu lýkur. Biðla þeir til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að auka heim- ildirnar þrátt fyrir að Hafrannsókna- stofnun hafi komist að því að stærð þorskstofnsins hafi verið verulega of- metin undanfarin ár. Á fyrstu fimm dögum mánaðarins var meðalþorskafli á dag 278 tonn sem er 46% meira en í júlí. „Ef fram heldur sem horfir verður útgefin við- miðun uppurin um miðja næstu viku,“ segir í færslu á vef Landsam- bands smábátaeigenda (LS). Þá hafa samtökin sent ráðherra sjávarútvegsmála bréf þar sem beðið er um að komið verði í veg fyrir „ótímabæra stöðvun veiðanna“. Segir LS aðeins eina leið færa og það sé að breyta reglugerð um strandveiðar og auka þær aflaheim- ildir í þorski sem veiðunum er úthlut- að. Ljóst var í júlí að heimildir til strandveiða myndu ekki duga og ákvað Kristján Þór Júlíusson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, að auka þær um 1.171 tonn. Við það varð heildarmagn veiðiheimilda strand- veiða í þorski 11.171 tonn. Talið var að aflaviðmiðun myndi duga út ágúst þegar tekið var mið af þróuninni á þessu ári og gang strandveiða í ágúst í fyrra þegar dagsaflinn nam 175 tonnum að meðaltali. „En fiskveiðar falla ekki alltaf inn í excelskjölin þó það sé óbrigðult hjá Hafrannsóknastofnun. Strandveið- arnar nú eru gott dæmi um þetta. Var viðmiðunarstofn þorsks í fyrra raunverulega 982 þúsund tonn en ekki 1.208 þúsund tonn eins og áður var talið, eða tæplega 19% minni. Viðmiðunarstofn þorsks í ár er talinn nema 941 þúsund tonnum,“ segir á vef LS. Vilja auka veiði- heimildirnar - Strandveiðibátar að klára kvótann Morgunblaðið/Alfons Finnsson Strandveiði Góð veiði hefur verið að undanförnu kringum landið. Rebekka Líf Ingadóttir rebekka@mbl.is Landhelgisgæslan hefur haft í mörg horn að líta í allt sumar og þá sér- staklega undanfarnar vikur í ágúst- mánuði. „Það hefur verið mikið að gera, bæði í júlí vegna slysa og veikinda og sömuleiðis í ágúst hafa verið fjölmörg útköll. Þannig að það hefur verið mik- ið álag á þyrlusveit Landhelgisgæsl- unnar,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæsl- unnar. Hann segir að í síðustu viku hafi verið gert ráð fyrir því að tvær þyrlur Gæslunnar af þremur væru til taks, á meðan ein væri í langtíma við- haldsskoðun. Síðan hafi ein þyrlanna, TF-GNÁ, bilað snemma í þeirri viku. Varahluta var þá beðið að utan og komst hún aftur í lag á mánudag. Þá var ein þyrla til taks, TF-EIR, á meðan beðið var varahlutanna en hún bilaði síðan einnig á miðvikudag og var því sólarhringur þar sem eng- in þyrla var til taks hjá Landhelg- isgæslunni. „Þannig virkar þetta fyr- irkomulag, að með þremur þyrlum þá er kappkostað að hafa tvær til taks á meðan ein er í viðhaldi, þar sem að loftför almennt þurfa mikið viðhald og þá sérstaklega þyrlur,“ segir Ásgeir. „Síðan auðvitað bila þyrlur og þá getur þessi staða komið upp eins og við lentum í í síðustu viku,“ segir hann og vísar til sólar- hringsins þar sem engin þyrla var til taks vegna bilana og segir mjög óvanalegt að slíkt gerist. Áhöfnin á TF-EIR hefur sinnt tveimur útköllum í vikunni vegna slysa við gosstöðvarnar á Reykja- nesi. Í færslu Landhelgisgæslunnar á Facebook-síðu þeirra kemur fram að bæði slysin hafi átt sér stað í mikl- um bratta á Langahrygg og að erfitt hafi reynst að flytja viðkomandi landleiðina. Þá sinnti þyrlusveit Gæslunnar fjórum útköllum vegna slysa og veikinda á þriðjudag. Eitt útkallanna var í Vestmannaeyjum þar sem sjúkraflugs var þörf og þar sem sjúkraflugvél gat ekki lent á Heimaey vegna flugbrautarfram- kvæmda var TF-EIR send til Eyja. Ljósmyndir/Landhelgisgæslan Þyrluskýlið Þyrlur Landhelgisgæslunnar í skýlinu á Reykjavíkurflugvelli í vikunni, TF-EIR og TF-GNÁ eru nú til taks á meðan TF-GRÓ er í langtíma viðhaldsskoðun. Kappkosta að hafa tvær til taks - Sólarhringur leið þar sem engin þyrla Landhelgisgæslunnar var til taks - Talið óvanalegt að slíkt gerist - Mikið álag hefur verið í júlí og ágúst - Tvö útköll voru við gosstöðvarnar í vikunni TF-EIR Þyrlan lendir við skýlið með sjúkling sem fluttur var á Landspítala. OTTA VÖ TÆ Af . . NÝJAR VÖRUR FRÁ ZIZZI Stærðir 14-32 eða 42-60 veg . . Hreyfilshúsi nsásveg 08 Reykjavik ím 81-155 ww.curvy.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.