Morgunblaðið - 13.08.2021, Side 18
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR,
áður búsett á Brimhólabraut 13,
Vestmannaeyjum,
lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum
föstudaginn 6. ágúst. Útförin fer fram frá
Landakirkju föstudaginn 20. ágúst klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög.
Streymt verður frá athöfninni á vef Landakirkju:
https://www.landakirkja.is
Hjálmar Guðmundsson Pálína Úranusdóttir
Ólafur Guðmundsson Hrefna Guðjónsdóttir
Sigurjón Guðmundsson
Guðni Guðmundsson Þórdís Njarðardóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
ömmu- og langömmubörn
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2021
✝
Jódís Dagný
Vilhjálms-
dóttir fæddist í
Reykjavík 8. jan-
úar 1942. Hún lést
á Landspítalanum
31. júlí 2021.
Jódís var dóttir
Vilhjálms Eyþórs-
sonar, f. 25.7.
1912, d. 27.8.
1972, og Guðrúnar
Þorgeirsdóttur, f.
17.7. 1915, d. 25.6. 1999 Systir
hennar var Hildur, f. 26.8.
1936, d. 6.5. 1974.
Jódís giftist 20. júní 1964
Jóni Péturssyni, f. 30.6. 1939.
Foreldrar hans voru Pjetur
Daníelsson, f. 4.2. 1906, d.
22.7. 1977, og Benedikta Jóns-
dóttir, f. 8.5. 1908, d. 18.4.
1983.
Börn Jódísar og Jóns eru: 1)
Steinar, f. 2001. 3) Pétur
Gauti, f. 18.11. 1974, fé-
lagsráðgjafi.
Jódís fæddist í Reykjavík og
bjó á Öldugötu 25a með for-
eldrum sínum og stórfjöl-
skyldu, ömmu, afa, móð-
ursystkinum og börnum
þeirra. Tvítug flytur hún að
heiman og þau hjón búa lengst
af á Sunnuflöt í Garðabæ og
frá 1996 á Bjarkargötu 4 í
Reykjavík.
Starfaði hún hjá Búnaðar-
bankanum og síðan í fyrirtæki
þeirra hjóna JP innréttingum
til ársins 1988.
Athvarf og griðastaður
þeirra hjóna var á Laug-
arvatni þar sem hún dvaldi
mikið frá barnæsku og allt til
æviloka.
Jódís verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í dag, 13. ágúst
2021, klukkan 15.
Vefstreymi, stytt slóð, að at-
höfninni er:
https://tinyurl.com/y2vhytdy
Virkan hlekk á streymi má
finna á
https://www.mbl.is/andlat
Vilhjálmur, f.
30.12. 1963,
húsgagna-
smíðameistari
Garðabæ, giftur
Agnesi Margréti
Eiríksdóttur, f.
23.10. 1964. Börn
þeirra eru: a)
Ólafur, f. 1983. b)
Jódís, f. 1991,
sambýlismaður
Sigurlaugur. Barn
þeirra er Sæunn Sara, f. 2019.
c) Sara Björk, f. 1999 sam-
býlismaður Ingi Már. 2) Bene-
dikt, f. 20.6. 1970, flugstjóri
Kópavogi, giftur Unni Evu
Jónsdóttur, f. 13.5. 1972, kenn-
ara. Börn þeirra eru: a) Sóley
Ósk, f. 1994, sambýlismaður
Guðlaugur Helgi. Barn þeirra
er Elmar Breki, f. 2019. b)
Berglind Ýr, f. 1998. c) Jón
Það er sárt að mamma sé farin,
sárt að hún gat ekki hitt nýjustu
langömmustelpurnar sem koma í
september, fengið aðeins lengri
tíma, en ekkert gat stöðvað þenn-
an sjúkdóm sem hún glímdi við
síðustu ár. Fékk samt ótrúlegan
bata í tvö ár og naut þess tíma til
fulls með sínu fólki sem hún elsk-
aði og var ekki spör á að sýna og
segja, útréttur armur og faðmlag.
Með pabba gerði hún veröld og
æsku okkar bræðra ævintýri,
Laugarvatn er staðurinn sem hún
dýrkaði meira en allt. Þangað
byrjaði hún að fara sem lítil stelpa
í Birkilaut og nánast allar helgar
og sumur síðan. Pabbi og mamma
voru aldrei annað en á leiðinni
austur og undir það síðasta var
hún enn á leiðinni austur, „fer
bara í næstu viku“ sagði hún og
pokarnir sem hún fann til og bjútí-
boxið bíða núna sem sorgleg
áminning í anddyrinu á Bjarkar-
götunni eftir að hún komi og drífi
sig austur.
Þar var fólkið hennar, fjallið og
heiti potturinn, húsið, trén, læk-
urinn og gönguferð í rauðu úlp-
unni í Birkilaut og stundum aðeins
lengra, allt var eins og átti að vera.
Það var sama hvar mamma og
pabbi byggðu sér heimili; þau
vógu hvort annað upp, stórhugur-
inn í pabba og meðfæddur hæfi-
leiki mömmu til að gera allt smart.
Hún hafði mjög næmt auga fyrir
því fallega, dekoreraði, og hennar
heimili báru þess merki.
Snemma missti hún systur sína
Hildi og börn hennar elskaði hún
sem sín eigin og samband þeirra
Guðrúnar Hrundar, dóttur Hild-
ar, var sterkt allt til loka.
Ekkert annað kom til greina en
amma Gu flytti til okkar þegar afi
féll frá 1972 og henni búið fallegt
heimili þar sem hún bjó svo hjá
mömmu og pabba í 27 ár.
Mamma hugsaði vel um heils-
una alla tíð, var í stofnhópi leikfimi
Jane Fonda á sínum tíma. Síðan
jóga, sund, göngur og vildi hún
helst aldrei taka lyf nema í neyð,
hugaði vel að mataræði en allt
kom fyrir ekki; hún fékk blóð-
tappa 2002 og missti málið en náði
því að einhverju leyti til baka, en
fyrir var hún mikil tungumála-
manneskja, talaði góða ensku og
frönsku. Hún hafði húmor fyrir
sjálfri sér eins og þegar hún kíkti í
búðir á Laugaveginum, þá var
henni oft boðin taxfree-kvittun
þar sem sumir héldu að hún væri
færeysk! Hún tók þessari breyt-
ingu af æðruleysi, 2018 fékk hún
krabbamein í höfuð og sigraðist á
því en nú í vor tók það sig upp aft-
ur og þá í hálsi og ekkert varð við
ráðið og meðferðin varð henni í
raun um megn.
Samband Gauta bróður og
mömmu var einstakt og fallegt,
hann skildi hana best eftir að hún
átti erfitt með mál og var gaman
að heyra þau tala eins og vindur-
inn í eldhúsinu um það sem dreif á
daginn. Og var umönnun og hug-
ulsemi hans fyrir mömmu engu lík
þegar veikindin sögðu til sín.
Takk fyrir allt, elsku mamma.
Benedikt (Benni).
Elsku amma okkar það er rosa-
lega erfitt að sætta sig við að þú
sért farin frá okkur. Þú varst svo
mikið uppáhaldsmanneskjan okk-
ar, svo innilega skemmtileg og
góð. Við eigum alveg dásamlegar
minningar um þig sem við gleym-
um aldrei og fylgja okkur að eilífu.
Allra bestu minningarnar eru frá
Laugarvatni, það var svo gaman
að fara með ykkur afa í sveitina.
Þið voruð svo dugleg að taka okk-
ur barnabörnin með í bústaðinn
um páskana þegar við vorum
yngri, það var það allra skemmti-
legasta við páskafríið þegar þið
sóttuð okkur og við fórum og
fengum okkur pulsu á leiðinni og
áttum svo yndislegar stundir í
sveitinni með ykkur. Þú varst líka
svo dugleg að bjóða okkur í leik-
hús. Okkur þótti svo vænt um allt
sem þú gerðir með okkur, svo
áhugasöm um allt sem við vorum
að gera eins og þegar við æfðum
ballett þá mátti alltaf treysta á að
þú mættir á sýningar enda varstu
okkar helsti aðdáandi. Það sem
við eigum eftir að sakna allra mest
eru bestu knúsin sem þú gafst
okkur alltaf þegar við hittumst.
Gleðin og hlýjan var alltaf í kring-
um þig, þú varst alltaf svo þakklát
og glöð að sjá okkur þegar við
komum í heimsókn og það var svo-
leiðis alveg fram á síðustu heim-
sókn. Jólin voru líka svo yndisleg-
ur tími að kíkja á Bjarkargötuna
til ykkar, Þorláksmessa, rauði
jólakjólinn þinn, heimsóknin frá
ykkur á aðfangadag og fallegu
skreytingarnar sem þú gafst okk-
ur á hverju ári voru það allra
besta við jólin. Þú varst svo sterk-
ur karakter, skemmtileg og alltaf
gaman að vera með þér. Þú varst
svo oft að grínast og flissa og sýna
okkur hvað þú varst liðug, og þú
varst sko ein sú liðugasta! Þegar
Sæunn Sara kom í heiminn varstu
svo spennt og varst svo dugleg að
sinna henni. Þú hringdir reglulega
til að heyra hvernig hún hefði það
og við erum svo þakklát fyrir að
Sæunn hafi þekkt elsku ömmu
löngu eða „löngu“ eins og Sæunn
segir þegar hún sér mynd af þér.
Það verður erfitt að vera á Laug-
arvatni án þín en við munum
heiðra minningu þína með því að
vera þarna sem oftast að njóta
lífsins því þetta var allra besti
staðurinn þinn. Við verðum dug-
legar að gefa afa tvöföld knús og
passa upp á hann. Elsku amma
okkar, við getum ekki útskýrt
hversu mikið við söknum þín og
hversu erfitt það er að sætta sig
við það að þú sért farin en við
munum geyma allar minningarn-
ar með þér á góðum stað í hjart-
anu.
Blómin ungu elska þig
eins og fyrr í bernsku minni,
spjátrungsleg þau sperra sig
og spegla sig í skuggsjá þinni.
(Jóhann Sigurjónsson)
Jódís Dagný Vilhjálmsdóttir og
Sara Björk Vilhjálmsdóttir.
Hún Jódís var alla tíð eins og
systir okkar enda gat skyldleikinn
vart verið meiri – feður okkar
voru bræður og mæður okkar tví-
burar. Sá elsti okkar fæddist
sama árið og Jódís og saman vor-
um við alin upp í fjölskylduhúsinu
á Öldugötu 25a í Reykjavík í
stórum hópi skyldmenna ásamt
afa og ömmu.
Jódís var alla tíð einstaklega
glaðlynd, kát og skemmtileg
manneskja, mikill húmoristi og
hafði fágaðan smekk en hann kom
fram í öllu sem hún tók sér fyrir
hendur. Vafalaust hefur dvöl í
Frakklandi á yngri árum haft
áhrif á hana að ýmsu leyti. Heim-
ilið og sumarbústaður þeirra
hjóna bera þess merki og við ef-
umst ekki um að hún hefur átt
þátt í velgengni og vinsældum JP-
innréttinga þar sem hún starfaði
með eiginmanni sínum, Jóni Pét-
urssyni, að hönnun og framleiðslu
innréttinga um árabil.
Þau hjón eignuðust snemma
landskika í Laugardal austan
Laugarvatns þar sem tekið var til
við skógrækt og rösklega gengið
til verks. Það lýsir vel stórhug
þeirra að þótt plönturnar væru
smáar, sem gróðursettar voru í
byrjun, hét skikinn fljótlega
Stóruskógar. Hann stendur sann-
arlega undir nafni í dag. Þar undi
hún sér vel og ekki síst nú seinni
árin. Það var henni mikið kapps-
mál eftir að veikindin fóru að hrjá
hana að komast í sveitina – kom-
ast í heita pottinn, slaka á og njóta
náttúrunnar. Laugardalurinn var
henni hjartkær allt frá yngri árum
en þar dvöldum við öll sumur í
sumarbústað sem foreldrar henn-
ar og okkar áttu sameiginlega.
Við kveðjum í dag með miklum
söknuði og sorg góðan vin og ætt-
ingja og sendum aðstandendum
hennar okkar innilegustu samúð-
arkveðjur. Megi minningin um
Jobbu frænku lengi vara.
Þorgeir, Eyþór, Hildur,
Hilmar og Sólveig Baldurs-
börn og fjölskyldur.
Elsku Jobba besta frænka.
Sorgin er mikil en minningarnar
um góðu, hlýju og skemmtilegu
frænku mína ylja. Jobba var
nefnilega ekki bara frænka hans
pabba heldur líka ein af bestu vin-
konum mömmu, þannig að sam-
gangurinn var mikill. Þegar ég
var lítil var Jobba vön að klípa mig
fast í stóru kinnarnar mínar og
tala við mig barnamál. Þetta gerði
hún áfram þótt ég yrði unglingur
og fullorðin, sem mér fannst alltaf
jafn dásamlegt.
Það var alltaf svo notalegt að
koma til þeirra hjóna hvort sem
var heim eða í sveitina. Við vorum
vön að kíkja við á Bjarkargötunni
þegar eitthvað var um að vera í
bænum til að kasta kveðju á
Jobbu bestu frænku. Ég man sér-
staklega eftir einu skipti þegar við
hjóluðum í bæinn, komum við á
Bjarkargötunni og ætluðum að fá
að geyma hjólin okkar þar. Það
var enginn heima þegar við kom-
um en við ákváðum að fara samt
með hjólin inn í garð. Á meðan við
komum hjólunum fyrir í garðinum
komu Jobba og Jón labbandi
heim. Jobba grimm á svip út af
pakkinu sem væri að laumast í
garðinum og labbaði mjög rösk-
lega í áttina til okkar tilbúin að
húðskamma okkur. Þegar hún sá
hver þetta var breyttist svipurinn
snarlega í sólskinsbros og hún
kleip okkur mæðgur allar þétt-
ingsfast í kinnarnar og bauð okk-
ur inn. Svona var hún Jobba ein-
mitt, ákveðin og fylgin sér en samt
svo ljúf og góð og alltaf stutt í
húmorinn. Það eru til svo margar
skemmtilegar sögur frá því að við
Gauti vorum lítil og það þurfti oft
ekki nema eitt orð til þess að koma
mömmu, Jobbu, mér og Gauta í
hláturskast – gæruskinn er gott
dæmi um það.
Elsku Jón, Gauti, Benni, Villi
og fjölskylda, um leið og við kveðj-
um Jobbu með þökk fyrir sam-
fylgdina sendum við ykkur öllum
innilegar samúðarkveðjur.
Hanna María og fjölskylda.
Hún bar nafn ömmu okkar og
ættmóður, Jódísar Ámundadótt-
ur. Við ólumst upp saman, fjórar
fjölskyldur á þremur hæðum og
risi á Öldugötu 25A, húsi sem afi
Þorgeir byggði „í hjáverkum“ frá
verkamannavinnu á Eyrinni.
Systurnar voru þrjár og áttu sam-
tals fjórtán börn sem óhætt er að
segja að hafi átt í sameiningu
þrjár mæður, slíkt var systralag-
ið.
Mynd Jódísar Vilhjálms er
sterk í frændsystkinahópnum, svo
full af fjöri og gáska sem ein-
kenndi jafnt barnið, unglinginn og
hina fullorðnu konu. Það voru for-
réttindi að njóta samvista við
þessa skemmtilegu frænku í upp-
vextinum, þótt hún ætti líka til að
vera stríðin, eiginleiki sem hún
tók í arf frá föður sínum, Villa,
sem var æringi. Eitt sinn, á þeim
árum þegar maður var svo sjálf-
meðvitaður að mátti engu muna
að maður næði að setja annan fót-
inn fram fyrir hinn, rákumst við
saman í Lækjargötunni á móts við
tröppurnar sem liggja upp að
Menntaskólanum. Ég var að hefja
skólagöngu, en Jódís komin á
steypirinn að frumburðinum, Villa
yngri. Og gerir sér nú lítið fyrir,
tekur mig undir arminn og leiðir
mig upp skólatröppurnar fyrir
allra augum, áður en hún sprakk
og lét mig lausan.
Ég held að ekki sé á neinn hall-
að þótt fullyrt sé að Jódís hafi ver-
ið með glæsilegri kvenkostum
sunnan heiða á sjöunda áratug
síðustu aldar. Hnossið hreppti
ungur og vaskur húsgagnasmiður,
Jón Pétursson, og saman byggðu
þau upp fyrirtækið JP-innrétting-
ar sem varð fljótlega leiðandi á
sínu sviði á Íslandi.
En til hliðar við veröldina í
bænum skópu þau aðra austur á
Laugarvatni, þar sem foreldrar
Jódísar, Gunna og Villi, áttu í fé-
lagi við Baldur og Siggu (en Bald-
ur var bróðir Villa og Sigga tví-
burasystir Gunnu) lítinn kofa á
lófastórum bletti. Þarna hafðist
stórfjölskyldan við á sumrum og í
endurminningunni dansar enda-
laus röð af sólardögum og gospill-
ur sem fóru langt með að breyta
bæjarlæknum í sódastrím. Í kall-
fjarlægð frá þeim sælureit föstn-
uðu ungu hjónin sér skika sem
ljósmyndir votta að hafi verið mói,
en þau breyttu í stærðarinnar
skóg. Þar í rjóðri byggðu þau bú-
stað sem óx og dafnaði eftir ein-
hverju kórallögmáli þar sem allt
bar hugkvæmni og handbragði
húsráðenda fagurt vitni. Hér
fundu þau sköpunargleði sinni
farveg í stækkandi hópi niðja vet-
ur sumar vor og haust.
En sorgin gleymir engum og
fyrir átján árum kenndi Jódís
heilsubrests sem fór langt með að
svipta hana málinu, henni sem
aldrei var orðs vant og átti þessa
fallegu rödd. En fjarri því að láta
hugfallast tókst henni með harð-
fylgi að heimta aftur það sem
þurfti til að lifa sem því næst
venjulegu lífi og halda uppi sam-
skiptum við ástvini, þótt auðvitað
væri ekki nema bergmál af því
sem áður var.
En svo á hinn bóginn, úr hverju
eru persónutöfrar? Þar gerir útlit
litla stoð, hvað þá staða eða stétt
eða yfir höfuð nokkuð sem nöfn-
um tjáir að nefna. Það er eitthvað
sem er fyrir utan og ofan öll orð og
Jódís átti í svo ríkum mæli. Það
var eins og fylgdi henni birta, það
birti yfir um leið og hún birtist. Og
ljósið fylgdi henni allt til loka.
„Það syrtir að er sumir kveðja,“
segir í ljóði Davíðs. En er ekki um
leið eins og birti yfir ævi hins
liðna, næstum eins og á leiksviði
þegar leikararnir stíga fram í lok-
in, lausir við gervin og hver og
einn uppsker eftir sinni frammi-
stöðu.
Og gleðileikurinn um Jódísi Vil-
hjálmsdóttur mun lengi í minnum
hafður.
Pétur Gunnarsson.
Elsku Jódís, mín uppáhalds-
frænka! Í barnaskap mínum
fannst mér að hún yrði eilíf. Hún
sem var alltaf svo hress og svo
dásamlega skemmtileg.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar af Sunnuflötinni. Það var
alltaf svo spennandi og gaman að
fara upp til Jódísar og þeirra allra.
Það að vera boðið með í sveitina
var náttúrulega toppurinn á til-
verunni!
Þegar ég hugsa um Jódísi þá
detta mér í hug orðin „lifandi“ og
„björt“. Jódís var alltaf svo „lif-
andi“ og létt í lund. Ég minnist
hennar með bros á vör enda var
hún óskaplega skemmtileg og gott
að vera í nærveru hennar.
Mikið er ég þakklát að hafa get-
að kvatt þig á spítalanum og sagt
þér að þú værir uppáhaldsfrænka
mín.
Þín frænka
Hildur Georgsdóttir.
Elsku amma. Hjartahlýja, ynd-
islega, besta vinkona og fyrir-
myndin okkar. Allar okkar minn-
ingar af þér eru yndislegar og
erum við svo þakklát fyrir þær all-
ar. Það er erfitt að sætta sig við
það að við fáum ekki að skapa
fleiri minningar með þér. Amma
okkar, sem alltaf var svo jákvæð,
hlý, í góðu skapi og með góða nær-
veru, er núna farin frá okkur og
við söknum hennar sárt.
Mikið af okkar minningum er
úr sveitinni okkar á Laugarvatni
en við vörðum óteljandi stundum
þar saman. Það verður sorglegt að
sjá ekki ömmu sitjandi úti á palli í
sveitinni á sólríkum degi með upp-
litaða rauða sólhattinn sinn og
brosandi úti að eyrum. Við erum
þakklát fyrir allar stundirnar sem
við áttum saman og munum við
halda áfram að eiga góðar stundir
í sveitinni og erum við viss um að
þú fylgist með okkur og verður
áfram hjá okkur.
Alltaf þegar maður fór í heim-
sókn til ömmu þá tók hún fast ut-
an um okkur og kyssti okkur þeg-
ar við komum og fórum. Við áttum
saman gott „spjall spjall“ og
amma sannfærði okkur um að við
gætum gert allt sem við vildum
með því að segja „sóó“ þegar við
efuðumst. Amma lagði áherslu á
öll lýsingarorð með því að bæta
„ægilega“ fyrir framan. Þannig
sýndi hún virkilegan áhuga á öllu
sem fólkið hennar gerði. Það var
einmitt þannig sem amma leit á
lífið, lífið var ægilega gott að
hennar mati.
Amma lét alltaf í ljós hvað
henni þótti vænt um okkur og
hvíslaði því nokkrum sinnum að
okkur í hverri heimsókn. Amma
hvatti okkur alltaf til þess að lifa
drauma okkar og sinna áhuga-
málum okkar, sama hvað við tók-
um okkur fyrir hendur var hún
alltaf stolt af okkur. Við erum svo
þakklát fyrir það að amma hafi
séð okkur elta draumana okkar
og fylgjast með okkur vaxa úr
grasi. Það er gott að vita að sama
hvað við tökum okkur fyrir hend-
ur í framtíðinni þá mun amma
alltaf fylgjast með okkur og vera
stolt af okkur. Við erum svo stolt
barnabörn að hafa átt ömmu Jóu
og reynum við eftir fremsta
megni að fylgja hennar lífsgildum
og gera hana áfram stolta af okk-
ur.
Amma nýtti hvert tækifæri til
þess að koma allri fjölskyldunni
saman. Hún var dugleg að halda
boð við minnstu tilefni og var yf-
irleitt öllu tjaldað til. Hún vildi
helst ekki vera í sviðsljósinu og
vildi frekar láta allt snúast um
börnin og barnabörnin. Þannig
var hún amma, lifði fyrir alla sína
nánustu og vann statt og stöðugt
að því að láta okkur líða vel og
vera hamingjusöm.
Amma náði vel til allra sama á
hvaða aldri þau voru. Hún og
Elmar Breki langömmubarnið
hennar hafa átt svo góðar stundir
saman og þau áttu sitt yndislega
samband og mun minningin um
ömmu löngulöngu lifa áfram í
gegnum Elmar Breka og öll kom-
andi langömmubörn.
Hvert sem við förum vitum við
að amma verður í hjarta okkar og
munum við halda minningu henn-
ar lifandi í gegnum allt sem við
gerum. Okkur þykir svo vænt um
þig elsku amma Jóa, þú ert og
verður alltaf besta vinkona okkar.
Við trúum því að þú sért á betri
stað núna og hafir hitt allt fólkið
þitt aftur, brosir á himnum og
fylgist með okkur með stolt í
hjarta.
Þín ömmubörn,
Sóley Ósk Benediktsdóttir
Berglind Ýr Benediktsdóttir
Jón Steinar Benediktsson.
Í fáum orðum langar mig að
minnast hennar Jobbu frænku.
Hún var mikill fagurkeri, einstak-
lega glæsileg, bar sig vel og var
örugg í fasi þannig að eftir henni
var tekið. Hún var glettin og
skemmtileg, með góðan húmor og
hafði gaman af því að fíflast í
góðra vina hópi. Ég var svo hepp-
Jódís Dagný
Vilhjálmsdóttir