Morgunblaðið - 13.08.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2021
✝
Reynir Berg-
mann Skafta-
son fæddist á Ak-
ureyri 13. júlí 1941.
Hann lést 19. júlí
2021 á bráða-
móttöku LSH í
Fossvogi. For-
eldrar hans voru
Guðrún Árnadóttir
frá Akureyri, f.
23.6. 1912. d. 27.8.
2001, og Gunnar
Skapti Kristjánsson frá Sigríð-
arstöðum í Ljósavatnsskarði, f.
10.2. 1912, d. 23.9. 1990. Stjúp-
faðir Reynis var Snorri Jónsson,
f. 25.2. 1910, d. 25.1. 1990.
Bræður Reynis sammæðra
voru Óli Fossberg Guðmunds-
son, f. 13.5. 1936, d. 18.9. 2010,
giftur Báru Guðmundsdóttur, f.
3.9. 1936, d. 24.7. 2019, og Há-
isdóttir, f. 16.8. 1963, gift Stef-
áni Péturssyni, f. 17.11. 1968,
þau eiga tvær dætur og þrjú
barnabörn. 2) Guðrún Berg-
mann Reynisdóttir, f. 6.8. 1965.
3) Karl Bergmann Reynisson, f.
28.9. 1967, giftur Kristbjörgu
Viðarsdóttur, f. 1.5. 1979, þau
eiga fimm börn og fjögur
barnabörn. 4) Reynir Bergmann
Reynisson, f. 3.12. 1980, maki
Sólveig Ýr Sigurjónsdóttir, f.
14.1. 1993, þau eiga þrjár dæt-
ur.
Reynir fæddist á Akureyri og
ólst þar upp fram að 15 ára
aldri en flutti þá til Reykjavíkur
með fjölskyldu sinni. Reynir tók
sín fyrstu skref á vinnumark-
aðnum sem messagutti og svo
síðar háseti á togurum. Síðan
tók við vinna á þungavinnu-
vélum og vann hann lengst hjá
Veli. Seinustu árin á vinnu-
markaðnum starfaði Reynir hjá
Ölgerðinni Agli Skallagríms-
syni. Reynir var mikill áhuga-
maður um tónlist.
Útför Reynis fór fram í kyrr-
þey að hans ósk.
kon Eiríksson, f.
13.10. 1942, d. 26.7.
1982. Systur Reyn-
is samfeðra eru
Guðný Fischer, f.
30.5. 1945, gift
Frank Fischer, og
Sveinbjörg Gunn-
arsdóttir, f. 19.9.
1950, gift Heiðari
Breiðfjörð. Fóst-
ursystir Reynis er
Hulda Yodice, f.
14.9. 1938, gift John Yodice.
Reynir kvæntist 1.2. 1964 Jó-
hönnu Cronin, f. 23. mars 1945,
foreldrar hennar voru Anna
Cronin úr Reykjavík, f. 7. apríl
1924, d. 12.8. 1996, og James
Cronin frá Kilmaloc á Írlandi, f.
8.11. 1919, d. 8.6. 1988.
Börn Reynis og Jóhönnu eru.
1) Anna Bergmann Reyn-
Elsku pabbi minn, nú ertu
fallinn frá og eftir situr stórt
tómarúm í hjarta mér. Ég hugsa
um allar minningarnar og stund-
irnar sem við áttum saman og
ég er svo þakklát fyrir.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
okkur systkinin þegar við þurft-
um á að halda og studdir okkur
í einu og öllu. Við pabbi áttum
margt sameiginlegt og þar ber
helst að nefna áhuga á tónlist.
Við gátum eytt miklum tíma í að
hlusta á klassíska tóna með
Frank Sinatra og Bítlunum. En
þegar ég hugsa til baka er
sennilega það sem tengdi okkur
mest áhugi á fólki, við gátum
gleymt okkur í löngum samræð-
um yfir góðum kaffibolla eða
tveim.
Eftir að ég veiktist og flutti á
Mörkina varstu duglegur að
koma og heimsækja mig og átt-
um við svo margar gæðastundir.
Þess má til gamans geta að þeg-
ar þú komst í heimsókn varstu
iðulega búinn að heimsækja alla
á ganginum líka. Hann pabbi
var nefnilega með hjarta úr gulli
og vildi allt fyrir alla gera.
Síðasta stundin sem við áttum
saman í áttræðisafmælinu þínu
hinn 13. júlí síðastliðinn er mér
svo dýrmæt. Við vorum bæði
hress og glöð og það var ynd-
islegt að geta sungið fyrir þig
afmælissönginn. Pabbi, þú varst
alveg einstök manneskja og það
er svo mikill missir að þér.
Ég kveð þig með trega í
hjarta með þessum orðum sem
maðurinn minn orti:
Enginn veit og enginn sér
hver leiðin er né hvert mann ber
því lífsins braut er þyrnum stráð
þótt stundum sé hún spott og háð.
Enginn veit og enginn sér
hvar endinn er né hvenær ber
og enginn vill víst vita það
hvenær tími er að leggja af stað
(S. Pétursson)
Hvíldu í friði elsku pabbi
minn.
Þín
Anna Bergmann.
Hér sit ég fyrir framan tölv-
una og það streyma í gegnum
hugann ómetanlegar hlýjar og
fallegar minningar um elsku
pabba minn. Verð ævinlega
þakklát fyrir að hafa getað verið
honum til halds og trausts þá
fimm mánuði sem hann var
veikur og átt ómetanlegar
stundir með honum.
Pabbi elskaði að hlusta á
músík, horfa á góðar bíómynd-
ir, segja skemmtilegar sögur og
læða sínum gullmolum og
svarta húmor inn á milli. Pabbi
var stoltur af fjölskyldunni
sinni og var mikill dýravinur.
Dugnaður hans, samviskusemi
og snyrtimennskan bar af.
Pabbi átti alltaf flottustu græj-
urnar og var duglegur að
monta sig af þeim og gleyma
sér með heyrnartólin á eyrun-
um og njóta tónlistarinnar í
botn. Allt sem hann keypti varð
helst að vera það flottasta eins
og sjónvarp, bílar og annað; allt
varð að vera það besta fyrir
fjölskylduna hans. Pabbi var
alla sína ævi mikill vinnuþjark-
ur, duglegur og samviskusamur
enda alltaf vel liðinn í vinnu.
Hann var mikið að heiman að
vinna úti á landi, svo við sáum
ekki mikið af honum á yngri ár-
um, en mamma stóð þá sína
vakt og hélt utan um fjölskyld-
una okkar. Stundum fékk ég að
fara með honum út á land þeg-
ar hann var að vinna og þá var
hann stoltur að sýna mér stóru
vinnuvélarnar sem hann vann
á. Við áttum svo sannarlega
okkar stundir saman, við fórum
ansi oft saman í bíó og á rúnt-
inn og bara öll samtölin sem við
áttum um lífið og tilveruna
enda bæði alltaf með hugann á
fullu. Ég er þakklát fyrir svo
margt sem pabbi kenndi mér
eins og að vera ávallt réttsýn,
heiðarleg, góð manneskja og
bera alltaf virðingu fyrir
náunganum og ganga ekki að
neinu sem sjálfsögðum hlut í
lífinu. Ég er ávallt stolt af því
að vera svo lík pabba á svo
mörgum sviðum.
Fjölskyldan er ómetanlega
þakklát fyrir að fengið að fagna
áttræðisafmælinu hans pabba
með honum hinn 13. júlí síðast-
liðinn. Pabbi var mjög glaður
þennan dag og vorum við öll
samankomin að gleðjast með
honum. Við verðum ævinlega
þakklát fyrir þessa samveru-
stund sem við áttum og mun
hún lifa í hjörtum okkar.
Ég hvíslaði í eyrað á pabba
rétt áður en hann kvaddi að ég
skyldi passa upp á mömmu eins
vel og ég gæti. Tómarúmið
hennar mömmu er stórt, að vera
búin að missa lífsförunautinn
sinn til 56 ára, sem hún elskaði
svo mikið og vildi allt gera fyrir.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið að faðma pabba og halda
í höndina á honum þegar hann
kvaddi, horfa á fallega andlitið
hans verða friðsælt og laust við
allar þjáningar. Elsku pabbi
minn, hjarta mitt er brotið og ég
sakna þín óendanlega. Eitt veit
ég að einn daginn mun ég geta
brosað og glaðst yfir góðum
minningum.
Sofðu rótt elsku pabbi minn,
takk fyrir ferðalagið okkar sam-
an. Hafðu þökk fyrir allt og allt,
guð veri með þér í sumarlandinu
góða elsku engillinn minn, við
sjáumst síðar.
Miklar tilfinningar þér
fylgdu, væntumþykja þín svo
tær.
Þú varst stoð mín gegnum líf-
ið, vinur minn í kærleika sem
neyð.
Ást þín var skilyrðislaus, rétt-
lætiskenndin þín svo heil.
Þín dóttir,
Guðrún (Gunna).
Elsku afi, nú höfum við kvatt
þig í hinsta sinn og okkur systur
langar að skrifa nokkur falleg
minningarorð um þig. Það fyrsta
sem kemur upp í hugann er
þakklæti fyrir allar þær ynd-
islegu stundir sem við áttum
með þér í gegnum árin.
Við vorum svo lánsamar að
búa alltaf í næstu götu við ykk-
ur ömmu og því mikill umgang-
ur. Við vorum alltaf velkomnar
til ykkar og þú tókst alltaf glað-
ur á móti okkur með þínu besta
faðmlagi. Þú kunnir ógrynni af
skemmtilegum sögum og það
var svo gaman að hlusta á þær
og heyra um öll ævintýrin sem
þú hafðir lent í á þínum yngri
árum.
Afi var líka alltaf til staðar
þegar á þurfti að halda og vildi
allt fyrir alla gera. Hann var
með stórt hjarta og sá aðeins
það fallega og góða í öllum. Það
er vel við hæfi að enda þetta á
ljóði sem samið var til afa á sjö-
tugsafmælinu hans:
Afi, við okkur ert
svo ákaflega góður
þú getur alla glaða gert
og einstaklega fróður.
Hann sagði sögur um fjarlæg lönd
um margt sem mátti hann þola
og laumaði oft í litla hönd
ljúffengum konfektmola.
Elsku besti afi minn
þú alltaf tíma hefur
gleði, yl og koss á kinn
okkur systrum gefur.
(S. Pétursson)
Þínar
María Ósk og Hanna Karen.
Reynir Bergmann
Skaftason
✝
Áshildur
Öfjörð Magn-
úsdóttir fæddist í
Skógsnesi í Flóa 29.
september 1930.
Hún lést á Heil-
brigðisstofuninni á
Sauðárkróki 31.
júlí 2021. Foreldrar
hennar voru hjónin
Magnús Þórarins-
son Öfjörð, f. 21.
júlí 1888, d. 24. apr-
íl 1958, og Þórdís Ragnheiður
Þorkelsdóttir, f. 10. mars 1892,
d. 15. apríl 1950. Áshildur var
yngst sinna systkina en þau eru:
Þórarinn, f. 1921, d. 1937;
Guðný, f. 1922, d. 1937; Margrét,
f. 1923, d. 2004; stúlka óskírð, f.
1924, d. 1924; Ragnheiður, f.
1924, d. 1996; Skúli, f. 1928, d.
2007.
Fram á unglingsár ólst Ás-
hildur upp í Skógsnesi en þá
flutti fjölskyldan í Gaulverjabæ
ofar í Flóanum.
Árið 1955 giftist hún Valberg
maí 1973, kona hans er Árný
Anna Svavarsdóttir.
Barnabörnin eru 16, barna-
barnabörnin 17 og barnabarna-
barnabörnin 12.
Áshildur flutti að Melbreið í
Fljótum 1955, þar bjuggu þau
Valberg ásamt foreldrum hans
til ársins 1963 er þau fluttu að
Nýrækt í sömu sveit. Árið 1972
flytja þau að Sólgörðum og 1992
fluttu þau á Sauðárkrók.
Líf Áshildar var samofið
skólastarfi í Fljótum, þar sem
Valberg var kennari og skóla-
stjóri. Hún var listræn og málaði
mikið, kenndi teikningu í Sól-
garðaskóla. Áshildur var fé-
lagslynd, hún var lengi í sókn-
arnefnd Barðskirkju og vann
margvísleg störf í þágu kirkj-
unnar. Hún var kvenfélagskona
og fararstjóri í orlofsferðum
skagfirskra kvenna um árabil.
Frá árinu 2003 bjó Áshildur á
Selfossi með Eiríki K. Eiríkssyni
frá Gafli í Flóa, f. 25. mars 1926,
d. 12. júní 2010.
Útför Áshildar fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 13.
ágúst 2021, klukkan 14. Streymt
verður frá athöfninni á slóðinni:
https://tinyurl.com/umuju89k
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Hannessyni frá
Melbreið í Fljótum,
f. 14. mars 1922, d.
17. september 1993.
Þau eignuðust sam-
an sex börn, en Ás-
hildur átti tvö börn
fyrir: 1) Þórdís
Ragnheiður Eð-
valdsdóttir, f. 30.
maí 1950, maður
hennar er Konráð
Óli Fjeldsted. 2)
Bergur Ketilsson, f. 27. október
1951, kona hans er Gunnur
Sigdís Gunnarsdóttir. 3) Rögn-
valdur Sigurður, f. 4. febrúar
1956, kona hans Hrönn Gunn-
arsdóttir. 4) Aðalbjörg Jóna, f. 4.
júní 1957, hennar maður er Örn
Þorkelsson. 5) Valdís Sigrún, f.
29. september 1958, hennar
maður er Jóhannes Snorrason.
6) Hannes, f. 24. júlí 1962, kona
hans er Flor Maria Flores Cas-
tagnoli. 7) Magnús Öfjörð, f. 6.
október 1964, d. 31. október
1982. 8) Snæbjörn Freyr, f. 25.
Skagafjörður blasti við út um
gluggann á herbergi mömmu,
klukkan um sjö að morgni 31.
ágúst, spegilsléttur og fagur
með eyjarnar í fjarska. Mamma
var loksins sofnuð eftir erfitt
lokastríð við biluð lungu og
þreyttan líkama. Í huga mér
koma upp huggunarrík orð úr
Ritningunni þar sem segir í 15.
kafla fyrra Korintubréfs:51: Sjá,
ég segi yður leyndardóm: Vér
munum ekki allir sofna, en allir
munum vér umbreytast í einni
svipan, á einu augabragði, við
hinn síðasta lúður. Því lúðurinn
mun gjalla og þá munu hinir
dauðu upp rísa óforgengilegir,
og vér munum umbreytast.
Þetta forgengilega á að íklæðast
óforgengileikanum og þetta
dauðlega að íklæðast ódauðleik-
anum. En þegar hið forgengi-
lega íklæðist óforgengileikanum
og hið dauðlega ódauðleikanum,
þá mun rætast orð það, sem rit-
að er: Dauðinn er uppsvelgdur í
sigur.
Dauðinn er aldrei gleðiefni, þó
gott sé að sjúkir og aldnir fái
hvíld. Okkur er ætlað miklu
meira og Kristur kom á sínum
tíma til að upplýsa mannkynið
um það. Hann sýndi okkur hvað
raunverulegur kærleikur snýst
um og gaf sjálfan sig í dauðann
svo við mættum sjá sigur hans
og mátt í upprisunni. Hann
sagðist koma aftur þegar hann
hefði lokið undirbúningsverki
sínu á himnum. Þessu trúi ég
einlæglega og það gefur von og
styrk. Þegar Jesús kemur í
mætti og dýrð til að sækja sitt
fólk þá verða líkamir upprisinna
ungir, heilbrigðir og fullkomnir
eins og sköpunin var í upphafi.
Enginn hefur getað útskýrt
hvað eða hvers vegna fiðrilda-
lirfan umbreytist í ofurfagurt
fiðrildi, enginn hefur getað sagt
hvernig slíkt gat þróast, það er
leyndardómur. Aðeins Guð get-
ur sýnt og skýrt út í fyllingu
tímans hvernig dánir lifna og
öðlast nýjan líkama, óforgengi-
legan. Ég treysti almáttugum
Guði fyrir móður minni og
hlakka til að sjá hana brosandi,
heilbrigða og glaða á stað þar
sem dauðinn er ekki lengur til,
sorg og afskræming er horfin.
Þar sem umhverfið er jafnvel
þúsund sinnum fegurra en fjörð-
urinn þennan morgun, þegar
hún kvaddi okkur. Þangað til
megi hún sofa og hvílast eins og
heilög Ritning segir um dauð-
ann. Þökk fyrir að vera þraut-
seig og glöð, þrátt fyrir stundum
erfitt hlutverk. Þökk fyrir húm-
orinn, allt grúskið, fræðsluna og
ljóðalesturinn. Mamma var
náma af fróðleik og hefði orðið
merkilegur fræðimaður af hærri
gráðu hefði tækifæri boðist í
menntun. Hún var líka með list-
ræna hönd og margir eiga fal-
legar myndir eftir hana. Mamma
var sérstök og ógleymanleg
þeim sem kynntust henni. Hug-
ur hennar var frjór alveg til
loka, ef hún gat setið og spjallað
gat hún ráðið krossgátur á met-
tíma, svarað ættfræðispurning-
um eða sagt brandara. Þannig
var mamma, litrík og skemmti-
leg. Eftir því sem við eldumst
sjáum við foreldra okkar í öðru
ljósi og ég dáist að móður sem
fæddi mig fyrir 71 ári, fátæk
sveitastúlka, sem hafði ekki
þann stuðning sem einstæðar
mæður eiga kost á nú. Þökk sé
henni. Megi Guð blessa og
styrkja alla ástvini og afkomend-
ur hennar.
Ég vil sérstaklega þakka öllu
starfsfólki Sjúkrahússins á
Sauðárkróki sem hefur hjúkrað
og annast hana síðastliðin ár.
Þórdís Ragnheiður
Malmquist.
Heimavistin í barnaskólanum
á Ketilási var á heimili Ásu og
Valla á Nýrækt þegar ég var í
skóla þar. Nú er hún Ása horfin,
eins og hann og það er svo ótrú-
legt. Jafn full af lífskrafti, gleði
og hlátri sem hún var. Áhuga-
söm um allt milli himins og jarð-
ar og já á framlífshnetti. Í dag á
fæðingardegi pabba, 13. ágúst,
er hún borin til grafar. Ása var
óþreytandi að segja okkur frá og
fræða, frábær kennari í teikn-
ingu eins og þá hét og í afleys-
ingum í íslensku eða öðrum fög-
um. Að hlusta á hana lesa ljóð
eða sögur var svo eftirminnilegt
að enn í dag hafa aðrir ekki
toppað það í mín eyru. Hún var
gamansöm, sagði skemmtilega
frá og hló sínum dillandi hlátri
milli þátta sem hreif alla með.
Spjallaði við okkur og hug-
hreysti þegar hið óvænta varð
ógnvekjandi eins og oft vill
verða á bilinu 9-14 ára. Hló og
stríddi en umfram allt stóð með
okkur gegnum súrt og sætt.
Setti upp leikrit með okkur
krökkunum í skólanum, þá var
sko hlegið. Við Alla vinkona og
dóttir Ásu vorum einmitt að rifja
það upp í sumar og þá var aftur
hlegið. Hún gat líka alveg orðið
fokvond en stundum ástæða til
og hún setti okkur mörk.
Ása varð vinkona gegnum líf-
ið. Síðast þegar ég heyrði í henni
símleiðis var líkamlega af henni
dregið en andinn var skýr.
Ég er þakklát fyrir vináttu
mína við börnin hennar og sagði
henni það. Við vorum báðar
þakklátar fyrir allt og allt. Þakk-
lætið er móðir allra góðra til-
finninga og þær lifa áfram með
minningu Áshildar fóstru minn-
ar og áhrifavalds.
Samúðarkveðjur til ykkar
elsku vinir og fjölskyldna ykkar.
Vilborg Zoëga
Traustadóttir.
Líklega er það dálítið sérstakt
að hljóta nafngift eftir landsvæði
en mamma sagði mér að Magn-
ús afa hafi dreymt Áshildarmýri
og þar með var komið nafnið á
yngstu dótturina.
Það var alltaf gaman þegar
Ása móðursystir kom að Skógs-
nesi svo sprellfjörug og til í að
atast með okkur krökkunum. Í
eitt skipti í maí fórum við fram á
mýrina til að skoða álftahreiður
sem við vissum af í Hólmaflóð-
inu. Það var sólarlaust og frem-
ur hráslagalegt veður en Ása
vildi kanna varpið, gerði sér lítið
fyrir, smellti sér úr utanyfirföt-
unum og synti út í hólmann á
baksundi. Þá kom hreiðureig-
andinn með miklu vængjablaki á
sundi og hugðist ráðast að henni
en Ása flýði í land og uppskar
aðdáun okkar fyrir tiltækið.
Ása hafði listrænan hug og
hönd og fór snemma að teikna,
mála og semja lög og var bók- og
ljóðelsk. Hún teiknaði á það blað
sem hendi var næst og hestar
voru hennar uppáhaldsmynd-
efni. Ekki þurfti nema vax- eða
klessuliti og skrúfjárn til að
koma léttstígum fáki töltandi
eftir grundu í skini mánans.
Svo kynntist hún honum Valla
og flutti norður í Fljót að Mel-
breið. Ég held að systrunum
sem eftir urðu fyrir sunnan, hafi
næstum fundist að Ása væri að
flytja á norðurpólinn svo óra-
langt var í Fljótin og á þessum
tíma voru oft mikil snjóalög og
erfitt með allar samgöngur. En
hún kunni fljótt að meta skag-
firsku fjöllin og var ekki í vand-
ræðum með að kynnast fólki þar
nyrðra. Ég kom til hennar bæði
að Nýrækt og Sólgörðum þar
sem Valli var skólastjóri.
Þegar ég fór að hanga á Kan-
arí kynntist ég fyrrverandi ná-
granna Ásu frá Gaulverjabæjar-
árunum – honum Vigni í
Vöðlakoti sem var nokkrum ár-
um yngri en Ása og þá um ferm-
ingaraldur. Jú, hann mundi nú
vel eftir henni Ásu. „Mér fannst
hún alltaf svo falleg og við fórum
saman á skauta á (Gaulverja-)
Bæjarvatni,“ sagði hann með
stjörnur í augunum. Seinna
sýndi ég Vigni dagsgamlar
myndir af Ásu þar sem verið var
að skíra afkomanda hennar
norður á Sauðárkróki. Ég rétti
Vigni símann minn. Hann velti
myndinni fyrir sér og sagði svo:
„Er þetta Ása? Ég sé það svo
sem á svipnum,“ bætti hann við.
Þessa mynd hefði ég líklega ekki
átt að sýna Vigni því að þarna
hrundi örugglega myndin af
ljóshærðu skautadrottningunni á
svanavatninu úr huga hans.
Ég hafði alltaf samband við
Ásu eftir að móðir mín féll frá og
í síðasta skipti núna seinnipart-
inn í vetur töluðum við saman í
símann í hálfa aðra klukkustund.
Hún sagði mér þá frá nýlegum
draumi sínum þess efnis að hún
var stödd á æskuheimili sínu –
Skógsnesi. Þóttist hún þar koma
af engjum að túnhliðinu sem
löngu er horfið. Sagðist hún þá
sjá hvar stærðar gimsteinn kem-
ur fljúgandi austan frá Heklu og
skellur hann niður í túnið. Í
draumnum kom fram að þetta
væri „minningarsteinn.“
Ég þakka Ásu góð kynni og
votta öllu hennar fólki samúð
mína.
Þórdís Kristjánsdóttir.
Áshildur Öfjörð
Magnúsdóttir