Morgunblaðið - 13.08.2021, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2021
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Þörungaverksmiðjunnar hf. verður
haldinn föstudaginn 20. ágúst 2021
kl. 13.00 á skrifstofu félagsins,
Karlsey, 380 Reykhólum.
Dagskrá: Aðalfundarstörf skv.
samþykktum félagsins.
thorverk.is
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi Samfélagshús Opin vinnustofa kl. 9-12.30, botsía kl. 10-
11. Bingó, spjaldið kostar 250 kr., spjöld seld frá kl. 13, spilað á milli kl.
13.30-14.30. Leir ogTye dye - opin smiðja fyrir alla. Kaffi kl. 14.30-
15.20. Nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu eða í síma 411-2701
og 411-2702.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11.
Opin Listasmiðja kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Síðdegiskaffi
kl. 14.30-15.30.
Árskógar Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin vinnustofa kl.
9-12.Tæknilæsi opin kennsla kl. 9-12. Upplestur með Hafsteini kl. 11-
11.30. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Heitt á könnunni. Allir velkomnir.
Sími 411-2600.
Garðabær Jónshús, félags- og íþróttastarf, sími 512-1501. Opið í
Jónshúsi og heitt á könnunni. Hægt er að panta hádegismat með
dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45. Pool-
hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Áfram skal
gæta að handþvotti og smitvörnum.
Gjábakki Sumarvinir halda bingó í dag, föstudaginn 13. ágúst kl.
13.30, skemmtilegir vinningar í boði.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Handa-
vinna - opin vinnustofa kl. 10.30. Leikfimi með Hönnu kl. 11.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag byrjum við daginn á botsía kl.
10.30 og á sama tíma hittist kaffihópur í handverksstofunni okkar. Eftir
hádegi verður spilað æsispennandi bingó kl. 13.30 og svo verður
vöfflukaffi beint á eftir kl. 14.30. Verið öll velkomin til okkar á Vitatorg.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum frá kl. 9, pútt á flötinni við Skóla-
braut kl. 11.
Atvinnublað
Morgunblaðsins
fimmtudaga og laugardaga
Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað?
Sendu pöntun á atvinna@mbl.is
eða hafðu samband í síma 569 1100
Allar auglýsingar birtast í
Mogganum, ámbl.is og finna.is
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Nýr Hyundai Tucson Plugin
Hybrid Premium
Erum með flæði af þessum bílum til
afhendingar strax. Nokkrir litir í boði
á afar hagstæðu verði.
Kr. 6.490.000,-
Þú verður að vera snöggur ef þú
ætlar að ná í einn af þeim !
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
✝
Þorleifur Sig-
urlásson fædd-
ist í Vestmannaeyj-
um 16. mars 1930.
Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Hraunbúðum
í Vestmannaeyjum
31. júlí 2021.
Foreldrar hans
voru Sigurlás Þor-
leifsson, verkamað-
ur í Vestmanna-
eyjum, f. 13.8. 1893 á
Miðhúsum í Hvolhreppi, d.
27.11. 1980, og Þuríður Vil-
helmína Sigurðardóttir hús-
móðir, f. 31.10. 1907 í Garðabæ
í Vestmannaeyjum, d. 27.11.
1992. Þau bjuggu lengst af á
Reynistað í Vestmannaeyjum.
Þorleifur var annar í röð 14 al-
systkina frá Reynistað. Systkini
Þorleifs eru: Eggert (látinn),
Kristín (látin), Ásta (látin),
Anna (látin) Ólöf, Jóna (látin),
Gústaf, Helgi, Reynir (látinn),
Erna (látin), Margrét, Geir og
Linda. Hann átti eina systur
sammæðra, Sigurlaugu (látin).
Einnig átti hann þrjú hálfsystk-
ini samfeðra: Margréti Freyju,
Huldu og Baldur, en þau er öll
látin.
Þorleifur kvæntist, hinn 23.2.
Barnabarnabörn Þorleifs og
Aðalheiðar eru níu.
Þorleifur bjó alla sína tíð í
Vestmannaeyjum. Hann ólst
upp í stórum systkinahópi á
Reynistað við Vesturveg. Hann
fór ungur á sjóinn og stundaði
hann fram á miðjan sjöunda
áratuginn. Eftir að hann kom í
land hóf hann að vinna við
pípulagnir hjá mági sínum
Adolf Óskarssyni. Hann lauk
námi í pípulögnum og öðlaðist
síðar meistararéttindi í grein-
inni. Hann stofnaði fyrirtækið
Nippil í samstarfi við svila sinn,
Svavar Steingrímsson, og starf-
aði við það þar til hann fór á
eftirlaun.
Á sjötta áratugnum byggðu
Þorleifur og Aðalheiður sér
hús að Hólagötu 41 í Vest-
mannaeyjum og þar var þeirra
heimili í yfir 60 ár. Segja má
að húsið og garðurinn hafi
verðið þeirra líf og yndi. Fengu
hjónin viðurkenningu Vest-
mannaeyjabæjar fyrir garðinn.
Þorleifur var bridge-spilari
og stundaði þá íþrótt til
margra ára og vann til margra
verðlauna. Hann var mikill
íþróttaunnandi og var knatt-
spyrna í miklum metum hjá
honum.
Þorleifur var meðlimur í Frí-
múrarareglunni á Íslandi og
virkur í starfi í stúkunni Hlé í
Vestmannaeyjum.
Útför Þorleifs fer fram frá
Landakirkju í dag, 13. ágúst
2021, klukkan 13.
1957, Aðalheiði
Óskarsdóttur, f.
8.11. 1934 í Vest-
mannaeyjum. For-
eldrar hennar voru
Óskar Ólafsson og
Kristín Jónsdóttir.
Þorleifur og Að-
alheiður eignuðust
fimm börn. Þau
eru: 1) Sigurlás
skólastjóri. f. 15.6.
1957, d. 24.4. 2018,
maki Karen Tryggvadóttir
stuðningsfulltrúi. Barn hans er
Kolbrún og börn þeirra eru
Jóna Heiða, Sara, Kristín Erna
og Þorleifur. 2) Kristín Ósk
grunnskólakennari, f. 2.1. 1959,
maki Jens Guðjón Einarsson
grunnskólakennari. Dætur
þeirra eru Aðalheiður Krist-
björg og Kristbjörg María. 3)
Kári plötusmiður, f. 17.11.
1962, maki Agnes Einarsdóttir
skrifstofustjóri. Börn þeirra
eru Einar Kristinn og Andrea.
4) Hafþór grunnskólakennari,
f. 7.11. 1967, maki Helga
Hauksdóttir lögfræðingur.
Dóttir þeirra er Urður. 5) Erna
grunnskólakennari, f. 18.7.
1972, maki Valdimar Krist-
insson málarameistari. Dóttir
þeirra er Vigdís.
Hinsta kveðja til
tengdaföður
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn,
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín geta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ók.)
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til elsku Öllu tengda-
mömmu og fjölskyldunnar allrar.
Elsku tengdapabbi:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Valdimar Briem)
Þín tengdadóttir,
Karen.
Allt hefur sinn tíma. Í dag
heldur elsku pabbi í sína hinstu
för. Líf hans hefur verið langt,
gott og gjöfult, en þó ekki án
sorgar og áfalla. Síðustu árin
báru þess merki að líkaminn væri
farinn að gefa sig og ef til vill var
hann hvíldinni feginn. Það var
ekki gassagangurinn og lætin í
kringum hann pabba. Hann var
mikill rólyndismaður og maður
fárra orða. Hann kom úr stórum
systkinahópi og þurfti fljótt að
hafa fyrir lífnu og vinna fyrir sér.
Vinna og dugnaður var honum
eðlislægt og féll honum aldrei
verk úr hendi. Hann beið ekki eft-
ir því að aðrir gerðu hlutina fyrir
hann, en gekk sjálfur í verkin. Á
6. áratugnum byggðu hann og
mamma framtíðarheimili sitt að
Hólagötu 41 í Eyjum. Húsið og
garðurinn varð þeirra líf og yndi
og ber dugnaði þeirra og eljusemi
gott vitni. Flestum sumarstund-
um eyddu þau í garðinum, þeim
til ánægju og yndisauka. Kominn
vel á níræðisaldur, mátti sjá
pabba í stiga að hreinsa þakrenn-
urnar okkur hinum til lítillar
ánægju.
Samband pabba og mömmu
varði í næstum sjötíu ár og áttu
þau 64 ára brúðkaupsafmæli í
febrúar síðastliðnum. Þau voru
mjög samrýnd og máttu vart af
hvort öðru sjá, sérstaklega í
seinni tíð. Missir mömmu er mik-
ill og syrgir hún nú lífsförunaut
sinn.
Síðustu ár dvaldi pabbi á
hjúkrunarheimilinu Hraunbúð-
um í Vestmannaeyjum. Viljum við
fjölskyldan þakka starfsfólki
Hraunbúða fyrir einstaka umönn-
un og góðvild í garð pabba og okk-
ar allra.
Hvíldu í friði elsku pabbi,
Kristín Ósk, Kári,
Hafþór og Erna.
Elsku afi Lilli okkar. Síðustu
daga höfum við yljað okkur við
allar þær yndislegu minningar
sem við eigum um þig. Þrátt fyrir
að vera feiminn og fremur fámáll
að Reynistaðasið þá varstu ljúfur
og bauðst okkur, ásamt ömmu,
alltaf svo velkomin á Hólagötuna
og sveipaðir okkur væntumþykju.
Það er gott að rifja upp allar góðu
stundirnar sem við áttum heima
hjá ykkur og í fallega garðinum
ykkar sem þið hugsuðuð svo vel
um. Svo kom náttúrlega aldrei til
greina að fara svangur frá ykkur
en þið amma voruð svakalegt
teymi í eldhúsinu. Þvílík sam-
vinna! Matarboðin standa líka
upp úr þar sem við fjölskyldan öll
hittumst reglulega og borðuðum
dýrindis kræsingar frá ykkur.
Svo var spjallað fram eftir kvöldi
um pólitík og að sjálfsögðu fót-
bolta á meðan yngstu krakkarnir
léku sér með bolta í kjallaranum
með tilheyrandi látum.
Við munum sakna þín sárt en
þú munt lifa í hjörtum okkar og
við munum hugsa til þín með bros
á vör.
Þú varst gjöf frá Guði
góðum, afi kær.
Þig skal mætan muna
meðan hjartað slær.
Orðin aldrei gleymast
elskulega hlý.
Vögguvísur þínar
vaka minni í.
Hljóp ég elsku afi,
upp í faðminn þinn,
hönd um háls þér lagði,
höfuð þér við kinn.
Þá var kysst á kollinn,
klappað vangann á.
En hve blítt þú brostir,
besti afi þá.
(Sigurlaug Cýrusdóttir)
Jóna Heiða, Sara, Kristín
Erna og Þorleifur.
Elsku besti afi okkar, nú kveðj-
um við þig í hinsta sinn. Að hugsa
sér hvað við höfum verið heppnar
að fá að njóta samvista með þér
lengi. Þakklæti er okkur efst í
huga. Það er alltaf gott að ylja sér
við góðu minningarnar sem við
áttum saman og þessi hinsta
kveðja mun gera það líka. Þegar
við minnumst þín eru hlutir sem
að skilgreindu þig eins og nagla-
þjölin, vasahnífurinn, afainn-
iskórnir, stuttermaskyrturnar,
hvítu hlýrabolirnir og ófáu vasa-
klútarnir í öllum regnbogans lit-
um. Þú varst maður fárra orða en
góðmennska þín og blíða leyndi
sér ekki. Við áttum margar gæða-
stundir saman. Í sjónvarpsher-
berginu á Hólagötunni horfðum
við á hasarmyndir bannaðar
börnum en ef það voru ekki bíó-
myndir voru það íþróttir, Alþingi,
„Leiðindarljós“ eða fréttatíminn,
þú máttir alls ekki missa af þessu.
Að fá ópal hjá þér sem þú geymd-
ir í brjóstvasanum er eitthvað
sem situr okkur fast í minni. Við
systur vorum uppátækjasamar
og áttum það til að fara svolítið
fram úr okkur. Þegar við frænd-
systkinin fórum í vatnsblöðruslag
í garðinum æstust leikar sem
endaði með því að við unnum smá
skemmdarverk á djásninu í garð-
inum, gosbrunninum. Þú sagðir
ekki neitt en stormaðir út í garð,
ekki par hrifin af þessum uppá-
tækjum í krakkaskrílnum. Þú
varst þó aldrei reiður heldur kom
bara smá fát á þig. Þær útlanda-
ferðir sem við höfum eytt með þér
og ömmu voru líka fullar af fjöri
og óútskýranlegri væntumþykju
og ást. Í hvert skipti sem við
heyrum lagið La bomba er okkur
hugsað til þín og ömmu að dilla
ykkur í sólinni á Spáni með okkur.
Eftir átakanlegar bræluferðir
með Herjólfi úr Þorlákshöfn voru
ætíð kræsingar á borðum. Hóla-
gatan var eins og okkar annað
heimili. Það skipti ekki máli hver
kom með manni í heimsókn, þeim
var tekið eins og einum af fjöl-
skyldunni. Minnisstæðustu kvöld
lífs okkar voru matarboðin á
Hólagötunni með stórfjölskyld-
unni. Þú varst svo hrifin af elda-
mennskunni hennar ömmu, enda
ekki annað hægt. Þú fórst svo
fögrum orðum yfir ömmu enda
varstu bálskotinn í henni allt frá
því vegferð ykkar hófst sem kær-
ustupar fyrir meira en 70 árum.
Þegar við systur bjuggum um tíð
á Hólagötunni varstu okkur ávallt
góður. Það var gott að leita til þín
og þú varst alltaf til staðar. Þú
varst svo flinkur í höndunum og
gast lagað hvað sem var. Þegar
þú varst kominn á níræðisaldur
sprangaðir þú um í garðinum
annaðhvort að reita arfa með
vasahnífnum góða eða að príla í
þverhníptum stiga að taka lauf-
blöðin úr þakrennunum. Þið
amma hafið verið okkur svo góð
alla tíð og okkur hefur líka komið
svo vel saman. Að lokum viljum
við segja það að við berum þakk-
læti til ykkar ömmu fyrir að hafa
haldið svona vel utan um fjöl-
skylduna okkar. Við frændsystk-
inahópurinn höfum alist upp
meira eins og systkini heldur enn
frændur og frænkur og eigum
enn þann dag í dag ómetanlegan
vinskap og skemmtilegar sögur
að segja frá þökk sé þér og ömmu.
Elsku afi, nú ertu kominn í
draumalandið á vit ævintýranna
eins og þeirra sem þú upplifðir
forðum í æsku. Takk afi fyrir allt!
Við elskum þig að eilífu.
Aðalheiður Kristbjörg Jens-
dóttir og Kristbjörg María
Jensdóttir.
Þorleifur
Sigurlásson
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi minn,
Stuttermaskyrta og góður
vasaklútur,
Með rauðan ópal sem dugði sem
mútur.
Þú prílaðir út um allt,
Á níræðisaldri, okkur þótti það
ekki snjallt.
Í þig gátum við alltaf klagað,
Og allt gast þú með þínum sterku
höndum lagað.
Á hvert orð þú hlustar,
Og af gömlu dóti rykið dustar.
Segir ekki við mann allt of mikið,
Þó maður fari yfir strikið.
Að tala við þig það var svo gaman,
Á þeim stundum sem við vorum
saman.
Amma bakaði sætindi sem þú
borðaðir með hraði.
Enda var ekkert meira sem afi
elskaði.
Barnabörn þú áttir mörg,
sem voru þín lífsbjörg.
Nú ert farinn í himnaríki,
afi minn ástríki.
Kristbjörg María
Jensdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar