Morgunblaðið - 13.08.2021, Side 24
G
arðar Hilmarsson fædd-
ist 13. ágúst 1951 í
Reykjavík og ólst upp í
Camp Knox til fimm ára
aldurs, en þá flutti fjöl-
skyldan á Rauðarárstíginn og síðan í
Laugarnesið þegar hann var 10 ára,
en á þessum árum var mikil húsnæð-
isekla í bænum. Garðar gekk í Aust-
urbæjarskólann og síðan í Lauga-
lækjarskóla. Garðar byrjaði 11 ára að
bera út Morgunblaðið og Vísi. Síðan
varð hann sendill á Morgunblaðinu
eitt sumar og veturinn eftir þegar
hann var tólf ára var hann kvöldsen-
dill. „Það var mjög fínt, en bara stutt-
ir álagstímar og svo var mikið af
dauðum tíma. Ég held ég hafi náð að
lesa Moggann frá upphafi, þennan
vetur, eða alla vega þá hluta blaðsins
sem vöktu áhuga minn, en í sérstöku
herbergi voru innbundnir Moggar frá
upphafi blaðsins.“
Garðar gekk í Gagnfræðaskóla
verknáms, fyrst í Brautarholti og síð-
ar í Ármúla, þar sem nú er Fjöl-
brautaskólinn í Ármúla. Hann lærði
síðan prentiðn og starfaði við það í
tæpt ár eftir útskrift 1973, en hóf síð-
an störf hjá Skýrsluvélum ríkisins og
Reykjavíkurborgar árið 1974, sem
síðar breyttist í Skýrr. „Ég hafði mik-
inn áhuga á tölvum. Á þessum tíma
voru tölvurnar engin smásmíði og var
vinnsluminnið líklega minna en í
hefðbundnum snjallsíma í dag. Ég
vann þar í flestum deildum fyrir-
tækisins og endaði sem kerfisfræð-
ingur, en fyrirtækið bauð upp á nám
sem kallað var Skýrr-skólinn.“
Á þessum árum bætti hann einnig
við sig námi í viðskipta- og rekstr-
arfræði hjá Endurmenntun Háskóla
Íslands. Hann vann hjá Skýrr í 24 ár,
til ársins 1999. „Þá vildi ég breyta til,
langaði ekki að vera lengur í tölvu-
bransanum. Ég var snemma valinn
sem trúnaðarmaður hjá Starfs-
mannafélagi Reykjavíkur, sat í mörg-
um samninganefndum, m.a. í kjara-
samningum við Skýrr þegar það var
einkavætt, var í forsvari fyrir B-hluta
Starfsmannafélagsins sem samdi við
félög og fyrirtæki á almenna mark-
aðnum. Þetta varð til þess að ég hóf
störf hjá Starfsmannafélagi Reykja-
víkurborgar (St.Rv.) á kjarasviði þeg-
ar það bauðst og varð síðan formaður
félagsins frá 2006-2019 þegar félagið
sameinaðist SFR og varð að félaginu
Sameyki, þar sem ég varð varafor-
maður. Lauk því tveggja ára verkefni
nú á vordögum. Er ég því að renna
inn á eftirlaun.“
Hann var í stjórn BSRB frá 1994-
1997 og síðan samfellt í stjórn félags-
ins eftir að hann tók við formennsku í
Starfsmannafélaginu. „Ég kunni
mjög vel við starfið og einnig að vera
formaður félagsins. Það kom sér líka
vel að hafa reynslu í gerð kjarasamn-
inga og nóg að gera, enda næst-
stærsta félagið innan BSRB.“ Garðar
hefur einnig verið formaður Styrkt-
arsjóðs BSRB frá stofnun hans 2001
og setið í stjórn Brúar lífeyrissjóðs.
Áhugamál Garðars eru margvísleg.
„Ég byrjaði í skátunum sem strákur,
en fór þaðan í hjálparsveitina. Ég var
í Eyjum að rýma húsnæði og moka af
þökum í gosinu 1973 í tæpan hálfan
mánuð og það var mjög sérstakt en
gefandi verkefni. Að vera á svona
stað er mjög sérkennilegt, þetta var
eins og maður gæti ímyndað sér úr
myndinni Innrásin frá Mars eða þar
sem veiran léki lausum hala og bæir
tæmdust.“
Síðan eru hjólreiðar og hlaup of-
arlega á lista. „Ég byrjaði að hjóla í
og úr vinnunni þegar ég var hjá
Skýrr og svo hef ég hjólað talsvert
um landið, m.a. um Sprengisand og
Arnarvatnsheiði, ég nota enn hjólið
sem samgöngutæki hér í borginni.“
Síðan tóku hlaupin við, en Garðar hef-
ur hlaupið fjölda keppnishlaupa, bæði
hér heima og erlendis, og hefur m.a.
hlaupið fimm Laugavegarhlaup. „Svo
er golfið að sækja á og ég vonast til að
geta aukið það þegar ég er kominn í
hóp eftirlaunamanna.“
Garðar segir að í gegnum starfs-
ferilinn hafi hann eignast marga vini
Garðar Hilmarsson fv. formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar – 70 ára
Las Moggann frá upphafi
á þrettánda ári
Hjónin Hér
var Garðar að
hlaupa ultra-
maraþon um
Laugaveginn
svokallaða ár-
ið 2005 og Sig-
ríður tók á
móti honum.
Barnabörnin Hér eru barna-
börnin á Mallorca 2018, en Elísa,
sú yngsta, var þá ekki fædd.
Kína 2005 Hér er Garðar við
Kínamúrinn, en Sigríður tók
myndina. Þau hlupu hálfmaraþon
og hluti þess var á múrnum.
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2021
30 ÁRA Sylvía fæddist
á Egilsstöðum og ólst þar
upp til 8 ára aldurs. Þá
fluttist hún til Kópavogs
og gekk í Snælandsskóla
og var í fótbolta hjá HK í
nokkur ár. Eftir grunn-
skólann byrjaði hún í
Menntaskólanum í Kópa-
vogi, áður en hún tók sér
hlé frá námi. Fyrir fimm
árum ákvað hún að flytja
aftur til Egilssstaða. „Ég
var með svo mikla
heimþrá því ég hef alltaf
verið með svo sterkar
taugar hingað austur. Ég
er mikið náttúrubarn og
finnst ekkert betra en að
fara í göngutúra í sveit-
inni með hundinum mín-
um.“
Sylvía ákvað í fyrra að
fara í háskólagáttina á
Bifröst en ákvað svo að
taka samhliða diplóm-
unám í viðburðastjórnun í Háskólanum á Hólum. „Ég hef svo gaman af því
að hafa mikið að gera.“
Sylvía vinnur í sumar hjá Austurbrú, en hún hafði verið þarí verknámi í
viðburðastjórnun og skipulagði m.a. Umhverfisdaga í Fljótsdal í apríl sl. „Ég
hef fengið að kynnast fjölbreyttum, skemmtilegum og krefjandi verkefnum í
sumar, ég er stöðugt að þróast í starfi og nýt mín mjög í fjölbreytileikanum.“
Í haust er hún að fara í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík. „Ég ætla
að nýta tækifærið og taka skólann í gegnum Háskólann á Akureyri, en skól-
arnir eru í samstarfi og þá get ég sótt lotur þangað. Það munar svolítið um
þriggja eða sjö tíma akstur.“
Sylvía er nýgift Sveinbirni Árna Björgvinssyni, f. 30.3. 1984, sem vinnur á
Verkstæði Svans. Þau giftu sig núna 23. júlí.
Sylvía Helgadóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Til þín er leitað með forystu í
ákveðnu máli. En passaðu þig að ofmetnast
ekki, heldur vertu hógværðin uppmáluð.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þetta er góður dagur til að ganga frá
einhvers konar fjölskyldumálum. Líttu til
barnanna, þau kunna svo vel að koma til-
finningum sínum á framfæri við aðra.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Gættu þess að ganga ekki á rétt
annarra einstaklinga. Besta ráðlegging
dagsins er þess vegna að einbeita sér að
sínum skyldum og ábyrgð.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Vera má að fólk vanmeti eða hunsi
afrek þín á næstunni. Láttu það ekki draga
úr þér því þú veist hvað þú þarft að gera.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Einhver í kringum þig er brjálæðislega
afbrýðisamur, en þú kemst ekki að því fyrr
en þú deilir góðum tíðindum. Láttu það
ekki á þig fá og haltu þínu striki.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Láttu ekki deigan síga heldur hamr-
aðu á skoðunum þínum þangað til þær
hljóta hljómgrunn. Vertu óhrædd/ur.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Ef þú vilt eiga samskipti við einhvern
aftur skaltu stíga fyrsta skrefið í kvöld.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú getur ekki breytt heim-
inum og ættir að líta þér nær og koma jafn-
vægi á eigið líf. Hafðu í huga að þótt leiðin á
tindinn sé torsótt þá getur fallið niður tekið
fljótt af.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú átt erfitt með að standast
löngun þína til að kaupa þér eitthvað í dag.
Mikilvægt er að gefa sér góðan tíma til
þess að velta kaupunum fyrir sér.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Það er eins og þú sért að spóla
áfram með fjarstýringu lífsins. Leyfðu sam-
böndum að þróast hægt, svo þau nái að
skjóta djúpum rótum.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Það er ekki um annað að ræða
en sækja sér hjálp, ef allt er að fara úr
böndunum hjá þér vegna tímaskorts. En
næst mundu að hugsa þig tvisvar um áður
en þú samþykkir að skila tilteknu verkefni
innan ákveðins tímaramma.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú kemst ekki hjá því að gera upp
ákveðin mál innan veggja heimilisins. Und-
irmeðvitundin er á fullu að leysa vanda-
málin.
Til hamingju með daginn
sa