Morgunblaðið - 13.08.2021, Side 32
Gítarleikarinn og
tónskáldið Mikael
Máni fagnar út-
gáfu annarrar
sólóplötu sinnar,
Nostalgia Mach-
ine, með útgáfu-
tónleikum í Hörpu
í kvöld, 13. ágúst,
kl. 20. Tónleikarn-
ir verða í salnum
Kaldalóni og á
þeim verður flutt
tónlist eftir Mika-
el Mána í útsetn-
ingum fyrir óhefð-
bundna fimm manna djasshljómsveit og
strengjakvartett. Einnig verða flutt lög af fyrstu sóló-
plötu Mikaels, Bobby, auk óútgefins efnis. Mikael Máni
hefur verið að þróa sinn eigin stíl innan djasstónlistar
sem fellur undir kammerdjass.
Mikael Máni fagnar útgáfu Nostal-
gíuvélarinnar í Kaldalóni í kvöld
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 225. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Karlalandsliðið í körfuknattleik byrjaði ekki vel í for-
keppni HM í Podgorica í Svartfjallalandi í gær. Þar mun
liðið leika fjóra leiki, tvo gegn Svartfjallalandi og tvo
gegn Danmörku, en ekki er leikið heima og að heiman
vegna heimsfaraldursins.
Svartfjallaland sigraði Ísland 83:69 í leik sem var
öllu jafnari en úrslitin gefa til kynna. Íslenska liðið lék
illa í sókninni í upphafi leiks og þá náðu heimamenn
frumkvæðinu. Íslensku landsliðsmennirnir reyndu
megnið af leiknum að vinna upp forskotið. »26
Slæm spilamennska Íslands
í fyrsta leikhluta hafði mikil áhrif
ÍÞRÓTTIR MENNING
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
„Maður skilur betur núna hvers
vegna fólk fer oft berfætt í píla-
grímsgöngur og annars konar hug-
leiðslugöngur,“ segir Vigdís María
Hermannsdóttir, sem gekk berfætt
upp í Gvendarskál í Hólabyrðu sl.
mánudag. Með henni í för voru móð-
ir hennar, séra Solveig Lára Guð-
mundsdóttir, vígslubiskup á Hólum í
Hjaltadal, og bróðursynir Vigdísar;
Guðmundur Ari og Þorlákur Bene-
diktssynir, sem gengu berfættir eins
og frænka þeirra. Fetuðu frænd-
systkinin þannig í fótspor biskupsins
Guðmundar „góða“ Arasonar, sem
uppi var á 13. öld. Sagan segir að
hann hafi gengið berfættur upp í
Gvendarskál til að vera í betri
tengslum við guð og náttúruna.
„Það kom á óvart hvað þetta er
auðvelt þegar maður tekur bara eitt
skref í einu. Við vorum með skó í
bakpokanum en við tókum þá aldrei
upp og fórum berfætt alla leiðina
upp og aftur niður,“ segir Vigdís í
samtali við Morgunblaðið.
Fjölskyldan tók sér góðan tíma í
gönguna enda bæði erfitt og hættu-
legt að flýta sér um of þegar maður
er skólaus, að sögn Vigdísar.
„Þessi ganga tekur vanalega
svona 1-1,5 klukkutíma en við fórum
þangað upp á 2-2,5 tímum með góð-
um pásum. Svo vorum við í svona
klukkutíma í skálinni þar sem við
borðuðum nesti og báðum bænir við
altarið sem er þar,“ segir hún.
Innt eftir því segir Vigdís unga
frændur sína lítið hafa haft fyrir
göngunni.
„Þorláki, sem er að verða 10 ára,
fannst þetta ekkert mál enda vanur
því að fara berfættur út um allar
trissur. Guðmundur Ari, sem er að
verða 14 ára, var berfættur mestalla
leiðina upp en fór svo í skó á leiðinni
niður.“
Fyrir utan það að verkja aðeins í
iljarnar segir Vigdís sér hafa liðið
vel eftir gönguna.
„Þetta var svo mikil núvitund því
maður gat ekki hugsað um neitt ann-
að en hvaða skref maður ætlaði að
taka næst. Svo tengdist maður nátt-
úrunni miklu betur en maður hefði
gert hefði maður gengið í skóm,“
sagði Vigdís.
Berfætt Vigdís María Hermannsdóttir og bróðursynir hennar, Guðmundur Ari og Þorlákur Benediktssynir.
Gengu berfætt
upp í Gvendarskál
- Fetuðu í fótspor Guðmundar „góða“ Arasonar biskups
Tásur Allar tásur komnar heim.