Morgunblaðið - 17.08.2021, Síða 1

Morgunblaðið - 17.08.2021, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 7. Á G Ú S T 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 191. tölublað . 109. árgangur . GETA ALLIR STUNGIÐ Í SAMBAND? UM 600 MYNDIR TEIKNAÐAR FYRIR MYNDBAND MARKMIÐIÐ AÐ FARA ÚT OG VERA ÉG SJÁLFUR SEX MÁNAÐA VERK 28 MÁR TIL TÓKÝÓ 27BÍLAR 8 SÍÐUR Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- ráðherra segir að Ísland muni axla sína ábyrgð sem aðili að Atlantshafs- bandalaginu og Sameinuðu þjóðun- um, vegna ástandsins í Afganistan þar sem talíbanar hafa náð völdum. Forgangsverkefnið á þessari stundu sé að koma þeim sjö Íslend- ingum, sem staddir eru í höfuðborg- inni Kabúl, í öruggt skjól. „Við, sem bandalagsþjóð, leggjum okkar af mörkum til að liðsinna afgönsku þjóðinni á þessum erfiðu tímum,“ segir Guðlaugur, sem kveðst hræð- ast að ekkert bendi til stefnubreyt- ingar af hálfu talíbana er varðar framgang gagnvart konum, börnum eða fólki með aðrar lífs- og trúar- skoðanir. Flóttamannanefnd stjórn- arráðsins kemur saman í dag. Joe Biden Bandaríkjaforseti varði í gær ákvörðun sína um að kalla her- inn heim. Bandaríkin hafi gefið Afg- önum öll tækifærin til að velja eigin framtíð en ekki getað fært þeim vilj- ann til að berjast fyrir þeirri framtíð. Bandaríski háskólinn í Afganist- an hýsir nú höfuðstöðvar talíbana í suðurhluta Kabúl. Árni Arnþórs- son, aðstoðarlektor háskólans, hafði í gær vakað í tvo sólarhringa og leitað leiða til að koma nemend- um og samstarfsfólki af landi brott. Talíbanar hafa lýst alla sem tengj- ast háskólanum réttdræpa. Árni vonast til þess að forða hundruðum nemenda frá klóm talíbana. Konur og ofsóttir kynþættir eru í mestri hættu. »13 og 14 Ísland muni axla ábyrgð - Flóttamannanefnd kemur saman vegna ástandsins í Afg- anistan - Biden ver ákvörðun sína um að kalla herinn heim Bólusetningar í Laugardalshöll hófust á ný í gær eftir sumarfrí. Fengu þeir, sem áður höfðu fengið bóluefni frá Janssen, þá örvunarskammta af bólu- efni Moderna. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segist hafa viljað sjá talsvert fleiri mæta. Þátttakan var dræm að hennar mati. Í dag og á morgun verður áfram bólusett frá klukkan tíu til þrjú, fyrst um sinn með bóluefni Moderna en síðan Pfizer. Búið er að senda út boð á þá sem mega mæta í bólusetningu í dag og er fólk beðið að mæta á þeim tíma sem því er úthlutað. Á morgun verður óbólusettum boðið að mæta í Höllina en þeir verða ekki boðaðir sérstaklega. Morgunblaðið/Eggert Bólusetningar hafnar á ný í Höllinni Boð hafa verið send á þá sem mega mæta í bólusetningu í dag Logi Sigurðarson logis@mbl.is Þrjátíu sjúklingar liggja inni á Landspít- alanum vegna Covid-19. Sex eru á gjörgæslu og þar af eru fjórir bólusettir. Ástandið á spítalanum er mun betra en fyrir helgi, að sögn Runólfs Páls- sonar, yfirmanns Covid-göngudeild- ar Landspítalans. Þrír voru í önd- unarvél í gær og fækkaði þeim um einn frá sunnudegi. „Það var engin innlögn í gær [fyrradag] og það munaði nú um það. Þannig að við höf- um haldist nokkuð stöðug síðustu tvo daga.“ Alls voru 1.447 manns með staðfest virkt kórónuveirusmit utan spítala 7. ágúst, þegar toppi bylgjunnar virðist hafa verið náð. Hefur þeim fækkað töluvert og voru í gær 1.173 með virkt smit utan spítala. Run- ólfur segir fróðlegt að sjá tölur næstu daga. „Við erum búin að vera með í kringum 50 til 60 smit síðustu tvo daga og við byrjuðum að sjá færri smit á föstudaginn. Við getum þó fengið bakslag en ef að fjöldinn verður á svipuðum nótum þá er það til marks um að það sé byrjandi rénun í þessu.“ Runólfur segir að enn sé þó mikið álag á Covid-göngudeildinni og að staðan sé fljót að breytast. „Við erum að sjá fjölda fólks á göngudeildinni og það er mikið álag þar áfram. Í sumum tilvikum versnar ástand fólks hratt og þá getum við allt í einu séð þrjár til fjórar innlagnir að kvöldi til, þótt allt hafi litið vel út um morguninn.“ Smitum fækkað um 274 - Ekki jafn fáir með virkt smit síðan í júlí Kórónuveiran » Alls 1.173 nú með virkt smit utan spítala. » Toppi virðist hafa verið náð 7. ágúst. » Þá voru 1.447 með staðfest virkt smit utan spítala. MErfitt að segja til um ... »4 _ Um 55% íbúa á höfuðborg- arsvæðinu og í 16 stórum bæj- arfélögum á landsbyggðinni segja að lífsskilyrði í byggðarlagi þeirra hafi batnað á síðustu árum en 15% segja að þau hafi versnað nokkuð eða mikið samkvæmt niðurstöðum könnunar á búsetu í stærri bæj- arfélögum landsins. Talsverður munur er þó á svörum eftir bæj- arfélögum hvað þetta varðar.Yf- irgnæfandi meirihluti íbúa er ánægður með búsetuna í sínu bæj- arfélagi og 70% telja ólíklegt að þau muni flytja á brott í framtíðinni fyrir fullt og allt. Fram kemur að ríflega helm- ingur þeirra sem fluttu frá höfuð- borgarsvæðinu til bæjarfélaga þar í kring nefndi kyrrð og ró sem þátt í þeirri ákvörðun sinni að flytja. Svarendur í Vestmannaeyjum, á Húsavík og Ísafirði skera sig úr fyr- ir að hafa alla jafna búið lengi í sínu bæjarfélagi en yfir 70% íbúa þess- ara bæjarfélaga hafa verið þar í meira en 20 ár skv. könnuninni sem birt er á vef Byggðastofnunar. »10 70% segja ólíklegt að þau muni flytja Margir sem flytja frá höfuðborgarsvæði segjast sækjast eftir meiri kyrrð og ró. _ Kynningarsamstarf Mennta- skólans á Akureyri við læknadeild háskólans í Martin í Slóvakíu hefur skilað þeim árangri að fjölmargir stúdentar frá norðlenskum fram- haldsskólum hafa farið í læknanám í Slóvakíu. Af um 1.700 nemum í læknanámi við skólann eru 600 erlendir, þar af flestir frá Noregi og Íslandi. Í sam- tali við Morgunblaðið segir Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, að nokkrir fyrrverandi nemar skólans séu komnir aftur heim á norð- lenskar slóðir, að loknu læknanám- inu í Slóvakíu. »11 Unglæknar skila sér heim frá Slóvakíu Töluverð bið getur verið eftir tíma hjá heyrnarfræðingum hér á landi. Biðin er mislöng eftir því hvort um er að ræða börn eða fullorðna og svo hvers kyns þjónustu fólk sækist eft- ir, að sögn Ingibjargar Hinriksdótt- ur, yfirlæknis hjá Heyrnar- og tal- meinastöð Íslands. „Það er lítill sem enginn biðtími fyrir börn en það getur verið tölu- verð bið fyrir fullorðna, eða einhverj- ir mánuðir,“ segir Ingibjörg í samtali við Morgunblaðið. Skýring á biðinni er skortur á starfandi sérfræðingum í faginu en heyrnarfræði er ekki kennd hér á landi, að sögn Ingibjargar. „Endurteknar viðræður hafa verið við háskólann um mikilvægi þess að hefja kennslu í heyrnarfræði hér en háskólinn hefur ekki talið sig geta hafið þetta nám hér á landi enn þá,“ segir hún. Erlendum sérfræðingum, sem hafa starfað við fagið hér á landi, hef- ur fækkað í kórónuveirufaraldrin- um. Hefur það lengt biðlistana hjá heyrnarfræðingum enn frekar. »2 Langur biðlisti hjá heyrnarfræðingum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.