Morgunblaðið - 17.08.2021, Side 11

Morgunblaðið - 17.08.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2021 SMÁRALIND www.skornir.is 1 Stær r -ði 36 42 Margrét Þóra Þórsdóttir maggath61@simnet.is Vinnustofa þar sem kynnt verður læknanám við Jessenius-lækna- deildina við háskólann í Martin í Slóvakíu verður í Mennta- skólanum á Akureyri nk. fimmtu- dag, 19. ágúst, kl. 14. Farsælt samstarf hefur í rúm- an áratug verið á milli MA og læknadeildarinnar ytra og hafa þó nokkuð margir nemar við báða framhaldsskólana á Akureyri auk fleiri norðlenskra skóla stundað læknanám í Martin í Slóvakíu. Jón Már Héðinsson, skóla- meistari Menntaskólans á Akur- eyri, segir að væntanlegir nemar við læknadeildina þreyti aðgangs- próf sem byggist að mestu á grunnatriðum í líffræði og efna- fræði og þeir sem standist það fái skólavist. Heimavist er við skólann en margir MA-nemar hafa reynslu af slíku fyrirkomulagi. Um 1.700 nemar eru við Jessenius-lækna- deildina, þar af um 600 erlendir, flestir frá Noregi og Íslandi. „Það hafa þó nokkuð margir fyrrverandi nemendur okkar út- skrifast frá læknadeildinni í Slóv- akíu og starfa á heilbrigðisstofn- unum hér um slóðir. Ég heyri vel látið af þeim, þeir þykja góðir og vel menntaðir starfsmenn. Þeir hafa auk læknanámsins einnig vald á pólsku sem er bónus og gott að hafa í bakhöndinni á Norður- löndunum þar sem mikið er um Pólverja. Það er ágætis valkostur við annað námsframboð á þessu sviði að geta boðið upp á námið í Slóvakíu.“ Fulltrúar frá háskólanum í Martin hafa komið í heimsókn í menntaskólann og eins hafa for- svarsmenn sveitarfélagsins heim- sótt fulltrúa Akureyrarbæjar og rætt hugsanlegt samstarf. Til stendur að fulltrúar frá MA heim- sæki háskólann ytra nú um kom- andi mánaðamót en Jón Már segir á þessari stundi ómögulegt að segja hvort af henni verður. Þar ráði þróun faraldursins miklu um hvort viðeigandi sér nú að endur- gjalda heimsóknina. Skólastarf að hefjast Skólastarf hefst við Mennta- skólann á Akureyri mánudaginn 23. ágúst næstkomandi og eru nemendur um 540 talsins, talsvert færri en þegar framhaldsskóla- nám var að jafnaði fjögur ár en ekki þrjú eins og nú. Jón Már segir að miðað við þær sóttvarnareglur sem í gildi eru nú verði þráðurinn tekinn upp frá því sem var í vor sem leið, þ.e. eins metra regla og 200 manna samkomutakmarkanir. Bekkj- arkerfi er í MA og hafði hver bekk- ur sína heimastofu og hélt sig að mestu leyti þar, en kennarar fóru á milli. Það fyrirkomulag reyndist vel og skólastarf gekk áfallalaust fyrir sig en undanfarin misseri hefur faraldurinn einna helst bitn- að á félagslífinu, sem var ekkert þegar verst lét. Miklar áskoranir „Ég er mjög heppinn með það að kennarar við skólann eru já- kvæðir, útsjónarsamir og hug- myndaríkir. Þeir hugsa í lausnum, finna aðra fleti, og hafa verið mjög flinkir og gert það besta úr hverri stöðu sem upp hefur komið. Við ætlum að efla félagslífið, skapa nýjar hefðir, mögulega annars konar félagslíf, en auðvitað vonum við að úr rætist og hægt verði að efla fjölmennt félagslíf á ný,“ segir Jón Már. Hann segir nemendur marga hverja ekki þekkja annað skóla- hald en með takmörkunum. „Það eru miklar áskoranir í aðstæð- unum en við reynum að einblína ekki á það sem ekki er hægt að gera heldur skoða leiðir til að gera eitthvað nýtt og öðruvísi. Það lítur út fyrir að við munum þurfa að lifa með kórónuveirunni áfram, að hún verði hluti af lífi okkar, svo við verðum að finna út hvernig það verður best gert, m.a. með því að skapa nýjar hefðir sem eru innan þess ramma sem okkur er settur.“ Leita allra leiða til að bæta skólastarf Jón Már segir að ávallt sé ver- ið að leita leiða til að bæta skóla- starf nemendum til hagsbóta. Eitt af því sem verið er að skoða í því sambandi er að taka upp þriggja anna skipulag í stað tveggja. „Við munum útfæra nýtt skipulag á komandi vetri og vænt- anlega taka það upp haustið 2022,“ segir hann. „Þriggja anna nám gerir að verkum að nemar eru stöðugt að, verklagið verður þann- ig að unnið er að verkefnum jafnt og þétt allan veturinn. Tíminn nýt- ist betur og þeir tileikna sér vinnu- brögð sem tíðkast í háskólum og úti í atvinnulífinu þar sem samfella er í þeim verkefnum sem tekist er á við.“ Skólameistari segir að reynsla sé fyrir hendi af þriggja anna kerfi í nokkrum skólum syðra, þeir séu áfangaskólar en bekkjarskólar hafi ekki áður tekið slíkt kerfi upp. Þá nefnir hann að við MA hafi nokkuð verið gert af því að flétta saman fleiri en einni námsgrein þannig að námið verði fjölbreytt- ara og meira í takt við samtímann. Síðastliðinn vetur unnu kennarar í náttúru- og raungreinum að því að endurskipuleggja kennslu og nám á þann hátt að það verði markviss- ara og kennarar tali og vinni meira saman. „Við verðum alltaf að hugsa málin upp á nýtt og öðruvísi, ekki festast í gömlu fari,“ segir Jón Már. „Okkar markmið er að frá skólanum brautskráist sjálfstæðir nemendur með gagnrýna hugsun.“ Menntaskólinn á Akureyri í samstarfi við læknadeild háskólans í Martin í Slóvakíu Valkostur við annað námsframboð Morgunblaðið/Margrét Þóra Akureyri Jón Már Héðinsson hefur verið skólameistari Menntaskólans á Akureyri frá árinu 2003. - Jón Már Héðinsson, skóla- meistari MA, fæddist á Pat- reksfirði árið 1953. - Hann varð stúdent frá MA árið 1974 og lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands. Hann lauk MBA-námi í stjórn- un, rekstri og stefnumótun við háskóla í Chicago í Bandaríkj- unum. - Hefur starfað við MA síð- an 1980 og skólameistari frá hausti 2003. - Jón Már er kvæntur Rósu Sigursveinsdóttur hjúkrunar- fræðingi og eiga þau tvö börn. Hver er hann? Ríkiskaup hafa auglýst eftir umsókn- um um þátttökurétt í lokuðu útboði vegna hönnunar nýbyggingar við end- urhæfingardeild Landspítalans við Grensás. Áætlaður heildarkostnaður við nýbygginguna, sem verður allt að 3.800 fermetrar, er um 2,9 milljarðar króna. Aðstæður til endurhæfingar munu gjörbreytast og endurhæfingarrým- um fjölga með nýja húsnæðinu, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að á undanförnum tveimur áratugum hafi orðið miklar breytingar á endurhæfingarstarfsemi í ljósi fram- fara í meðferð alvarlegra sjúkdóma og áverka. Þannig hafi þeim fjölgað mikið sem nú lifa með fötlun af völdum sjúk- dóma og slysa og þörf fyrir öfluga og góða endurhæfingu fari vaxandi. Eldra húsnæði nær 50 ára Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra kynnti á liðnu ári ákvörðun sína um að setja stækkun endurhæf- ingardeildarinnar í forgang og var ráðstafað um 200 milljónum króna af sérstöku fjárfestingarátaki stjórn- valda til undirbúnings. Húsnæðið á Grensási er nær 50 ára gamalt og stenst ekki nútímakröfur varðandi sjúkrahúsþjónustu, segir á vef Stjórn- arráðsins. Mikill undirbúningur hefur þegar farið fram við frumhönnun við- byggingar og hefur deiliskipulag verið samþykkt. Gert er ráð fyrir að meðferðarstof- ur sjúklinga verði ekki færri en 32 á tveimur deildum, 13 í núverandi hús- næði legudeildar og 19 í nýbyggingu. Öll þjálfunaraðstaða og meðferðar- rými verða til fyrirmyndar og mun uppbyggingin gjörbylta aðstöðu til endurhæfingar á Grensási og þar með til endurhæfingarþjónustu í íslensku heilbrigðiskerfi. Forvalið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Að loknu forvali mun verkkaupi velja fimm fyrirtæki úr hópi hæfra umsækjenda til þátt- töku í lokuðu útboði. Útboð á hönnun á nýrri Grensásdeild - Aðstæður til end- urhæfingar munu gjörbreytast Ljósmynd/Landspítalinn Grensás Nýbygging á að rísa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.