Morgunblaðið - 17.08.2021, Síða 12

Morgunblaðið - 17.08.2021, Síða 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2021 BAKSVIÐ Baldur S. Blöndal baldurb@mbl.is Ráðningar í störf stjórnenda og millistjórnenda hafa gengið sinn vangagang að sögn forsvarsmanna helstu ráðningarstofa Íslands. At- vinnuleysi er orðið minna en það var fyrir faraldur að frátöldu suð- vesturhorninu. Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi og meðeigandi hjá Hagvangi, segir sumarið hafa verið gott og alltaf ákveðna fjölgun á haustin. „Við finnum fyrir því að það er töluvert um ný störf sem er verið að auglýsa núna af fjölbreyttri gerð. Það er yfirleitt þannig á sumrin. Þá hægist aðeins á ráðn- ingum þegar sumarfrí standa sem hæst. Sumarið núna hefur þó verið mjög gott enda mikill gangur til dæmis í byggingariðnaði og greini- legt að ferðaþjónustan og fleiri geirar eru að fara hratt af stað aft- ur eftir vissar þrengingar.“ Vinnvinn sérhæfir sig í ráðgjöf við ráðningar í stöðu stjórnenda og millistjórnenda. Jensína Kristín Böðvarsdóttir er framkvæmda- stjóri og einn eigenda Vinnvinn en hún segir mikinn gang hafa verið á mannaráðningum í gegnum farald- urinn. Því séu júlí og ágúst engin undantekning en hún tekur fram að fæstar stöður séu auglýstar: „Það hefur verið aðeins meiri hreyfing í millistjórnendastöðum. Mér finnst það mjög jákvætt að þegar ég hringi í umsækjendur eru þeir oft komnir með vinnu!“ Geir- laug hjá Hagvangi segir sömu stöðu uppi þar og marga hafa úr fleiri en einni stöðu að velja. Fleiri ráðningar hjá ríkinu Thelma Kristín Kvaran, sérfræð- ingur í ráðningum og stjórnenda- ráðgjafi hjá Intellecta, segir árið í ár hafa verið með þeim allra gjöfulustu fyrir ráðningastofuna. „Í faraldrinum upplifðum við fleiri ráðningar hjá ríkinu þar sem var verið að gera ýmiss konar skipu- lagsbreytingar og fjölga stjórnenda- stöðum. Núna með haustinu gerum við ráð fyrir enn þá fleiri stöðum. Það hafa verið margar uppsagnir í gegnum Covid-tímabilið en nú er verið að manna stöður aftur. Stund- um er skipuritinu þá breytt með til- heyrandi áherslubreytingum. Stjórnendum hefur þá verið sagt upp og störfunum breytt í kjölfarið. Þá eru oft ekki forsendur fyrir því að ráða þá sömu til baka aftur.“ Hefjum störf gengið vel Birna Guðmundsdóttir, deildar- stjóri gagnagreiningar Vinnumála- stofnunar, segir átakið Hefjum störf hafa gengið vonum framar og at- vinnuleysi á Íslandi komið í betra horf en var fyrir faraldur. Enn sé það mest á Suðurlandi og á höfuð- borgarsvæðinu en töluvert minna á landsbyggðinni: „Staðan er betri en fyrir faraldur- inn, alls staðar nema á höfuðborg- arsvæðinu og Suðurnesjunum. Að hluta til vegna þess hve vel átakið Hefjum störf hefur virkað til að vinna á langtímaatvinnuleysið sem er stóra glíman í dag.“ Geirlaug segir mikil tækifæri á landsbyggðinni: „Okkar upplifun er sú að þegar störf eru auglýst á landsbyggðinni, fyrir stjórnendur og sérfræðinga, eru umsóknir tölu- vert færri en þegar sambærileg störf eru auglýst á höfuðborgar- svæðinu. Við vildum gjarnan hvetja fólk til að opna augum fyrir tæki- færum sem eru í boði úti um allt land. Það getur verið gott tækifæri fyrir fólk að fara út á land og margir horfa fram hjá þeim tækifærum sem leynast þar.“ Ekkert lát á ráðningum stjórnenda síðustu misseri Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfuðveiðar Meirihluti ráðninga sem fara fram í gegnum ráðningarstofur er ekki auglýstur. - Mörg fyrirtæki kjósa að ráða í gegnum ráðningarstofur vegna viðkvæmrar stöðu Samfélagsmiðlafyrirtækið Swipe var rekið með rúmlega sjö hundruð þús- und króna tapi á síðasta ári en árið þar á undan var hagnaður félagsins rúmar 1,8 milljónir króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi félagsins. Félagið er í jafnri eigu Nökkva Fjalars Orrasonar og Gunn- ars Birgissonar. Eignir Swipe jukust um tæplega tíu prósent á milli áranna 2020 og 2019. Þær voru rúmar átján milljónir í lok síðasta árs en árið þar á undan voru eignirnar 16,5 m.kr. Eigið fé minnkaði milli ára. Það var 5,4 m.kr. í lok síðasta árs en var 6,1 milljón árið á undan. Eiginfjárhlutfall Swipe er 30%. Rekstrartekjur Swipe minnkuðu um 12% milli ára. Þær voru 109 m.kr. árið 2019 en 95,5 m.kr. á síð- asta ári. Samningar við flott fyrirtæki Gunnar segir í samtali við Morg- unblaðið að Swipe sjái fram á 30-40% tekjuaukningu á þessu ári. Hann segir að fyrirtækið gangi vel og sé með samninga við mörg flott fyrir- tæki og áhrifavalda, en auk þess að starfa sem umboðsskrifstofa fyrir áhrifavalda, sér félagið um sam- félagsmiðlareikninga fyrir fyrirtæki og framleiðir markaðsefni. „Nýjasti miðillinn er TikTok og við sjáum um nokkra slíka reikninga fyrir fyrir- tæki,“ segir Gunnar. Um taprekstur síðasta árs segir Gunnar að fyrirtækið hafi fjárfest töluvert á árinu. „Þetta er fyrsta tap- ið síðan við hófum starfsemi árið 2018.“ Hann segir aðspurður að far- aldurinn hafi ekki haft teljandi áhrif á reksturinn. tobj@mbl.is Rekstur Swipe fjárfesti töluvert á síðasta ári að sögn Gunnars. Swipe rekið með tapi á síðasta ári - Útlit fyrir 30- 40% tekjuaukn- ingu á þessu ári Ýmsar gerðir af heyrnar- tækjum í mismunandi litum og stærðum. Allar helstu rekstrarvörur og aukahlutir fyrir heyrnartæki fást í vefverslun heyrn.is HEYRNARÞJÓNUSTA 2007 HLÍÐASMÁRI 19, 2. HÆÐ • 201 KÓPAVOGI • SÍMI 534 9600 HEYRN@HEYRN.IS • HEYRN.IS Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu 17. ágúst 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 125.81 Sterlingspund 173.91 Kanadadalur 100.5 Dönsk króna 19.901 Norsk króna 14.267 Sænsk króna 14.508 Svissn. franki 136.68 Japanskt jen 1.1414 SDR 178.8 Evra 148.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 177.2113 « Eignir íslensku tryggingafélaganna hafa aldrei verið meiri en í lok júní síðastliðins. Þá voru þær metnar á 304 milljarða króna samkvæmt ný- birtum tölum Seðlabanka Íslands. Jukust þær um 5,6 milljarða frá fyrri mánuði. Af heildareignum félaganna námu eignir skaðatryggingafélaga lang- samlega hæstri fjárhæð eða 283 milljörðum króna og eignir líftrygg- ingafélaga námu 21,3 milljarði króna. Eignir félaganna eru að langmestu leyti bundnar innanlands eða 264,9 milljarðar króna. Erlendar eignir eru 39,4 milljarðar króna. Innlendar skuldir þeirra nema 140,2 milljörðum og þar af nema vátryggingar- og líf- eyrisskuldir 122,7 milljörðum króna. Eignir tryggingafélag- anna aldrei verið meiri STUTT « Velta með bréf hlutafélaga á aðallista Kauphallar Íslands nam 2,9 milljörðum króna í gær. Mest var veltan með bréf Arion banka eða 705 milljónir króna og þá nam velta með bréf Marel 412 millj- ónum króna. Bréf Arion banka lækkuðu um 0,59% í viðskiptum gærdagsins meðan bréf Marel hækkuðu um 0,52%. Mest lækkuðu bréf Icelandair eða um 1,32% í 10 milljóna króna viðskiptum. Þá hækkuðu bréf Haga um 1,87% í 98 milljóna króna viðskiptum. Aðeins Reitir hækkuðu einnig um meira en 1% (1,12%) og nam velta með bréf þess fé- lags 242 milljónum króna. Veltan nam tæpum þremur milljörðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.