Morgunblaðið - 17.08.2021, Side 13
100 km
Talíbanar sölsa undir sig Afganistan
Hvernig héraðshöfuðborgir og loks höfuðborgin féllu á aðeins 8 dögum
PAKISTAN
ÍRAN
TÚRKMENISTAN
ÚZBEKISTAN
TADJSÍKISTAN
KABÚL
8. ágúst 9. ágúst 11. ágúst 12. ágúst 13. ágúst 14. ágúst 15. ágúst
Zaranj
Farah
Sar-e-Pul
Sheberghan
Mazar-i-Sharif
Kunduz
Pul-e-Khumri
Aibak
Taloqan
Ghazni
Pul-e-Alam
Laskhar Gah
Kandahar
Chaghcharan
Qala-i-Naw
Herat
Faizabad
Heimild: ©Mapcreator.io/©OSM
Jalalabad
Gardez
Asadabad
AFGANISTAN
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Upplausn ríkti á Kabúl-flugvelli í
gær, en þar skutu bandarískir her-
menn a.m.k. tvo vopnaða menn til
bana, sem reyndu að ryðjast að flug-
vélum á leið úr landi. Talíbanar hafa
náð völdum í nær gervöllu landinu og
víða ríkir ótti við það sem koma skal,
en þegar eru farnar að berast fregn-
ir af grimmdarverkum þeirra í borg-
um í norðanverðu landinu.
Þrátt fyrir að drjúgur meirihluti
Bandaríkjamanna hafi fyrir löngu
komist að þeirri niðurstöðu að
bandarísk íhlutun í Afganistan væri
vonlítil og þjónaði litlum tilgangi, þá
eru flestir gáttaðir á undraskjótu
falli Kabúl. Joe Biden Bandaríkja-
forseti hefur sætt miklu ámæli fyrir
ákvörðun sína og hvernig staðið var
að kynningu hennar og framkvæmd,
sem hafi beinlínis ýtt undir áreynslu-
lausa framsókn talíbana á rétt rúmri
viku, hrun afganska stjórnarhersins,
fall stjórnarinnar og landflótta nær
allra forystumanna hennar.
Útlendingar hafa reynt að flýja
Kabúl af öllum mætti, en hið sama á
við um þúsundir Afgana, sem óttast
harðstjórn talíbana, ekki þá síst þeir
sem tengjast hinni föllnu ríkisstjórn
landsins eða hafa starfað fyrir vest-
ræn stjórnvöld og hersveitir undan-
farna tvo áratugi. Þeir hafa þyrpst á
Kabúl-flugvöll í von um að komast í
flug úr landi, en með misjöfnum ár-
angri. Bandaríkjastjórn óx ekki í
áliti þegar bandarískt herlið tók eina
flugbrautina á sitt vald til þess að
láta bandarískar flugvélar eiga
óhindraða för um þær, en um leið
þurfti að fresta flugi til velflestra
landa annarra.
AFP
Einkennisbúningar Barn röltir hjá einkennisbúningum á flugbraut í Kabúl,
sem hermenn stjórnarhersins köstuðu um leið og þeir hlupu úr liðinu.
Ringulreið og skelfing
í Kabúl á valdi talíbana
AFP
Kabúl-flugvöllur Bandarískur hermaður beinir riffli að Afgana, en þús-
undir hafa komið í síðasta vígi Bandaríkjahers í landinu í von um að flýja.
AFP
Kabúl Vígamaður talíbana mundar vélbyssu ofan á pallbíl, sem ekið er um fjölfarna götu í miðborg Kabúl, höf-
uðborgar Afganistan. Eftir 20 ára stríð náðu talíbanar svo að segja öllu landinu á sitt vald á rétt rúmri viku.
- Þúsundir reyna að flýja land - Biden harðlega gagnrýndur
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2021