Morgunblaðið - 17.08.2021, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þegar horft er
til helstu
frétta-
punkta í nýliðinni
tilveru Joe Bidens
er það fremur dap-
urleg sjón, jafnvel
grátleg. Hann tók
nýverið á móti
flokkssystur sinni, ríkisstjór-
anum í Michigan, sem rætt hafði
verið um að yrði varaforsetaefni
hans. Sú heitir Gretchen Whit-
mer. Joe Biden þakkaði „Jenni-
fer“ kærlega fyrir ágæt orð í
sinn garð.
Sjónvarpsstöðvar sýndu einn-
ig frá því er forsetinn kom úr
þyrlu sinni, gekk áleiðis til skrif-
stofunnar (Oval office). Einir
þrír öryggisverðir voru honum
innan handar. Hann gekk eftir
steinlögðum stíg sem beygði svo
til hægri í átt til skrifstofunnar.
Vörðurinn sá að forsetinn sem
ótal sinnum hafði farið þar um,
virtist ekki fylgja stígnum og
reyndi að beina honum á stíginn
sem blasti við áhorfendum. For-
setinn gerði ekkert með það,
gekk út á grasið og þegar hann
var kominn í ógöngur gekk hann
í gegnum gerði og fór nýja leið í
átt að inngangi hússins. Allt í
einu var þetta ekki lengur fynd-
ið.
Það getur hent alla að eldast
verr en vonir stóðu til. En vand-
inn er sá að á meðan Biden var
enn frambjóðandi sameinuðust
stærstu sjónvarpsstöðvar lands-
ins, sem studdu demókrata ákaft
í kosningunum eins og jafnan,
rétt eins og NYT og Washington
Post hafa einnig gert í áratugi,
og tóku nú þátt í að fela fyrir
fólkinu í landinu hvernig komið
var.
Fyrir fáeinum dögum var
Biden spurður um hvort ekki
væri hætta á að sveitir talíbana
færu hraðar yfir en áætlanir
gerðu ráð fyrir og gætu náð höf-
uðborg Afganistans á sitt vald á
fáeinum mánuðum. Forsetinn
sagði það fráleitt. Rakti hann
minnismiða sína um hve her
stjórnarinnar í Kabúl væri
margfalt fjölmennari en sveitir
talíbana, og vopnabúnaður hers-
ins væri margfalt betri en fyrr-
nefndra sveita. Sýndi forsetinn
áhyggjuleysi sitt með fríi íCamp
David.
Frú Psaki, blaðafulltrúi for-
setans fór einnig í vikufrí. Eina
tengingin við blaðamenn var
sjálfvirkur símsvari.
Biden hafði hafði sagt að
Bandaríkin og sveitir Nató
myndu taka sér góðan tíma til að
koma Afgönum, sem starfað
höfðu fyrir bandamenn, í skjól
fyrir morðsveitum talíbana. Bi-
den hafði varla lokið máli sínu og
komist í þyrluna þegar upplýst
var að talíbanar hefðu umkringt
höfuðborgina Kabúl og tækju
hana á næstu klukkutímum.
Háværar kröfur eru nú uppi
uppi um að utan-
ríkisráðherrann
Blinken, sem og
varnarmálaráð-
herrann, sem Bi-
den gat ómögulega
komið fyrir sig
hvað héti, síðast
þegar hann reyndi,
segðu þegar af sér. Austin
varnarmálaráðherra er sagður
líta á starfa sinn sem „félags-
legt verkefni“ og brýnast alls
sé að tryggja að herinn starfaði
fullkomlega eftir sjónarmiðum
um „Woke“ (vera meðvitaður
um óréttlæti og rasisma á öllum
sviðum).
Ekki verður betur séð en að
augu margra Bandaríkjamanna
séu að opnast yfir því öngþveiti
sem örþrifaráð demókrata um
Joe Biden hefur valdið. Það átti
að tryggja að sósíalistinn Ber-
nie Sanders sigraði ekki í próf-
kjöri demókrata. Miklar efa-
semdir voru innan flokksins um
þá niðurstöðu.
Það var beinlínis hryllilegt
að horfa á herflutningavélar
Bandaríkjanna taka á loft frá
flugvellinum í Kabúl með fólk
sem í angist sinni hékk utan á
þeim. Þegar þær voru komnar
hátt á loft og á mikinn hraða,
tók það að falla til jarðar! Joe
Biden fullyrti fyrir örskömmu
að engin hætta væri á að nokk-
uð líkt því sem gerðist í Saigon í
Víetnam myndi gerast í Kabúl
nú. En hið stórbrotna klúður
Bandaríkjahers og Nató hefur
þegar slegið fyrri óhugnað
margfaldan út.
Nú eru rúmir 9 mánuðir frá
því að Biden var kjörinn for-
seti. Hann hefur ekki enn, þrátt
fyrir margar áskoranir, treyst
sér til að koma að suður-
landamærum ríkis síns eftir að
fljótfærnislegar ákvarðanir
„hans“ hafa komið málum þar í
vita stjórnlaust ástand. Eitur-
lyfjabarónar hafa tekið öll völd
þar, skófla inn auðæfum í bland
við smyglarana sem blessað
fólkið borgar óhemju fjármuni
fyrir að koma sér norður fyrir,
en tilkynnt var á fyrstu dögum í
embætti að Biden byði alla
hjartanlega velkomna til
Bandaríkjanna. Hann er nú
tekinn að bera á móti því að
þessi boð hefðu verið í hans
nafni!
Fólkið sem flæðir inn er að
stórum hluta sýkt af kórónu-
veirunni og fer án nokkurs
skipulags eða raunverulegs
eftirlits til einstakra fylkja
landsins, sem vita ekki hvaðan
á sig stendur veðrið. Nú er eftir
því tekið að „fréttaveitur“ eins
og CNN, CBS, NBC og ABC
treysta sér ekki lengur til að
láta eins og ekki hafi nokkur
skapaður hlutur gerst.
Kannski ranka fleiri frétta-
stofur við sér áður en lýkur
nösum.
Bandaríkin hafa
ekki áður á válegum
tímum verið svo
grátlega stjórnlaus.
Það verður þeim
dýrkeypt}
Traustið veikist
Á
föstudaginn, 20. ágúst, boða ég til
heilbrigðisþings um framtíðarsýn
í heilbrigðisþjónustu við aldraða.
Þetta er fjórða heilbrigðisþingið
sem ég efni til í þeim tilgangi að
styrkja stoðir heilbrigðiskerfisins og efla heil-
brigðisþjónustu við landsmenn. Bætt heilbrigð-
isþjónusta við aldraða hefur verið eitt af helstu
forgangsmálum mínum á kjörtímabilinu.
Áhersla hefur verið lögð á að efla þjónustu við
aldraða í heimahúsum, fjölga úrræðum og auka
sveigjanleika þjónustunnar, samhliða átaki í
uppbyggingu hjúkrunarheimila. Ákvörðun um
að helga heilbrigðisþing 2021 heilbrigðisþjón-
ustu aldraðra er í samræmi við þessa áherslu.
Vegna Covid-19 verður þinginu streymt raf-
rænt og hægt að taka þátt í umræðum á
þinginu á forritinu Slido. Dagskrá þingsins má
sjá á vef þingsins, heilbrigdisthing.is.
Á dagskrá þingsins er kynning á stefnudrögum Hall-
dórs S. Guðmundssonar, dósents við Háskóla Íslands, um
þjónustu við aldraða, en fyrr á þessu ári fól ég Halldóri að
móta drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu við aldraða til
ársins 2030. Í henni er dregin upp sýn að heildarskipulagi
þjónustu við aldraða, samþættingu milli heilbrigðisþjón-
ustu og félagslegrar þjónustu og þverfaglegs samstarfs
milli þjónustustiga. Einnig er horft til nýrra áskorana og
fjallað um mögulegar breytingar á skipulagi þjónust-
unnar með hliðsjón af nýsköpun og þróun hérlendis og
hjá nágrannaþjóðum. Stefnan var birt í samráðsgátt
stjórnvalda til umsagnar í byrjun júlí síðast-
liðnum.
Einnig eru á dagskrá, örfyrirlestrar frá fag-
fólki um málefnið, myndbandsinnslög og pall-
borð. Meðal fyrirlesara á þinginu eru Díana
Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar
Suðurlands, Ólafur Þór Gunnarsson, öldr-
unarlæknir og þingmaður, Steinunn Þórðar-
dóttir, yfirlæknir heilabilunardeildar Land-
spítala, Alma Möller landlæknir og dr. Janus
Guðlaugsson. Dr. Samir Sinha, læknir og dr. í
félagsfræði, flytur einnig fyrirlestur á þinginu.
Dr. Sinha hefur víðtæka reynslu og þekk-
ingu á heilbrigðisþjónustu við aldraða, er eft-
irsóttur stefnumótandi á því sviði og hefur
veitt ráðgjöf til spítala og heilbrigðisyfirvalda
víða um lönd. Árið 2012 var hann skipaður af
stjórnvöldum í Ontario til þess að stýra stefnu-
mótun á þessu sviði á svæðinu og vinnur hann nú að heild-
stæðri landsáætlun fyrir Kanada. Utan Kanada hefur dr.
Sinha veitt ráðgjöf til spítala og heilbrigðisyfirvalda í
Bretlandi, Kína, Singapúr, Bandaríkjunum og á Íslandi
um framkvæmd og umsjón með einstökum, samþættum
og nýstárlegum líkönum um öldrunarþjónustu sem draga
úr sjúkdómsbyrði, bæta aðgengi og getu og stuðla að lok-
um að bættri heilsu aldraðra.
Ég hvet öll til að fylgjast með þinginu og taka þátt í um-
ræðum. Sjáumst á rafrænu heilbrigðisþingi 20. ágúst.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Fylgist með rafrænu heilbrigðisþingi
Höfundur er heilbrigðisráðherra
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Þ
rátt fyrir rómaða náttúru-
fegurð í miðju Karíbahafi
er Haítí engin hitabeltis-
paradís. Þar virðist hver
ógæfan elta aðra, svo engan enda tek-
ur, en þá er nokk sama hvort horft er
til þessarar viku, síðustu áratuga eða
alda.
Stjórnvöld á Haítí hafa enn ekki
gefið út endurskoðaðar tölur um
manntjónið af völdum 7,2 stiga jarð-
skjálfta, sem reið yfir vesturhluta
Haítí á laugardagsmorgun, en á
sunnudag var sagt að nærri 1.300
manns hefðu farist í honum. Hundr-
uða er enn saknað og þúsundir eru
slasaðar í landi þar sem heilbrigð-
isþjónusta er lítil og léleg á góðum
degi.
Eignatjón er einnig gríðarmikið
og tilfinnanlegra en ella, þar sem
þorri þjóðarinnar bjó við sára fátækt
fyrir. Lítið liggur þó fyrir um það
enn, en sérfræðingar Bandaríkja-
stjórnar telja að heimili um 1,5 millj-
ón manna hafi orðið fyrir alvarlegum
skemmdum. Bandarísk stjórnvöld
hafa þegar komið að hjálparstarfi á
Haítí með beinum hætti, en Ariel
Henry, forsætisráðherra landsins,
hefur játað að viðbrögð stjórnar sinn-
ar hafi valdið vonbrigðum.
Það er þó ekki aðeins þessi
skjálfti, sem hrjáir Haíta. Þjóðin hef-
ur ekki enn jafnað sig eftir 7 stiga
jarðskjálfta í höfuðborginni Port-au-
Prince árið 2011, en þá létust á milli
220 og 300 þúsund manns, en 1,6
milljón manna var heimilislaus eftir.
Fjöldi þeirra var enn heimilislaus og
hafðist við í tjöldum og hreysum þeg-
ar skjálftinn á laugardag dundi yfir.
Eins má segja að þjóðin, sem er lið-
lega 11 milljónir manna, hafi ekki
heldur jafnað sig eftir pólitískan
skjálfta í liðnum mánuði, þegar Jove-
nel Moïse, forseti landsins, var myrt-
ur, en það mál er enn óleyst. Haítar
hafa ekki heldur farið varhluta af
heimsfaraldrinum.
Ekki ein báran stök
Eins og Haítar hefðu ekki nóg á
sinni könnu eftir skjálftann fór hita-
beltislægðin Grace þar yfir í gær-
kvöldi, en henni fylgdi úrhelli og
stormur. Ekki er ljóst um afleiðingar
hennar þegar þetta er ritað, en óttast
er hún valdi flóðum og aurskriðum
með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Þær geta alla jafnan verið gríðar-
miklar, en eftir öflugan jarðskjálfta,
þegar fjöldi mannvirkja er stórlask-
aður, kunna þær að reynast skelfi-
legri en gera má sér í hugarlund. Við
bætist svo auðvitað að hundruð þús-
unda sofa undir berum himni án
skjóls eftir skjálftann, en í slíkum
veðrum hefur það sínar afleiðingar.
Til þess að gera illt enn verra eykst
hættan á farsóttum við það enn frek-
ar, en þær sigla iðulega í kjölfar jarð-
skjálfta.
Sem fyrr segir er eignatjón mik-
ið, en það virðist hafa sérstaklega
bitnað á kirkjum landsins að þessu
sinni, enda jafnan með hæstu bygg-
ingum. Það hamlar svo verulega
starfi á vegum kirkjunnar í landinu,
en hún hefur til þessa verið ein heil-
legasta samfélagsstofnun Haítí og
jafnan leikið lykilhlutverk í hjálpar-
starfi þar.
Haítar hafa aldrei verið auðugir,
allt frá því landið öðlaðist sjálfstæði
eftir þrælauppreisnina undan
franskri valdstjórn árin 1791-1804,
sem hófst í miðri frönsku stjórn-
arbyltingunni. Einangrun landsins og
harðstjórn Duvalier-feðga á liðinni
öld, veik og spillt stjórn síðustu ára-
tugi, óöld skipulagðra glæpagengja í
bland við tíðar náttúruhamfarir hefur
ekki orðið til þess að létta lands-
mönnum lífið. Og enn syrtir í álinn.
Endalaus örbirgð og
eyðilegging á Haítí
AFP
Eyðilegging Fólk í Port-à-Piment á Haítí safnar saman eigum sínum eftir
skjálftann á laugardag. Óttast er að hátt í tvö þúsund manns hafi farist.
Haítí er ríki á vestanverðri eyj-
unni Hispaníólu í Karíbahafi,
austan Kúbu, en Kristófer Kól-
umbus nam þar land árið 1492
og stofnaði þar fyrstu nýlendu
Spánverja vestanhafs. Hún varð
frönsk árið 1697, en síðan hefur
þar verið töluð franska og haít-
ísk kreólska. Frakkar hófu þar
mikla sykurrækt og fluttu inn
fjölda þræla frá Vestur-Afríku til
þess að vinna á ekrunum, en ný-
lendan varð ein sú auðugasta í
heimi. Þeir gerðu þrælauppreisn
og öðluðust sjálfstæði snemma
á 19. öld, en landið var samt
mjög einangrað og varð lítið úr
auðlindunum. Stjórnarfar var
mjög óstöðugt og Bandaríkin
hernámu landið frá 1915-1934.
Eftir seinni heimstyrjöld tók við
ógnarstjórn Papa Doc Duvalier,
sem eldaði grátt silfur við
Bandaríkin. Sonur hans missti
völdin 1986, en stjórnarfar hefur
verið afar brothætt síðan og fá-
tækt landlæg.
Úr ánauð til
nauðþurfta
HAÍTÍ