Morgunblaðið - 17.08.2021, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 17.08.2021, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2021 ✝ Kolbrún Þór- hallsdóttir fæddist í Reykjavík 10. nóvember 1936. Hún lést á líknar- deild Landspítalans 6. ágúst 2021. For- eldrar hennar voru Guðrún Guðlaugs- dóttir, húsfreyja og saumakona, f. 30.10. 1907, d. 6.3. 1998, og Þórhallur Friðfinns- son klæðskeri, f. 6.3. 1911, d. 29.12. 1999. Bróðir Kolbrúnar var Eyþór Ómar tannlæknir, f. 28.1. 1935, d. 23.11. 1988. Kolbrún giftist 8.11. 1959 Er- ling Aspelund, f. á Ísafirði 28.2. 1937. Foreldrar hans voru Erling Aspelund verslunarmaður, f. 4.1. 1897, d. 12.11. 1971, og Þórey Sól- veig Þórðardóttir, f. 25.3. 1911, d. 11.10. 1996. Börn Kolbrúnar og Erlings eru: 1) Erling, f. 20.11. 1961. Eig- inkona Kristín Björnsdóttir, f. 11.8. 1962. Börn þeirra: Axel Thor og Katrín Fjóla, f. 5.2. 1999. 2) Karl Ómar, f. 15.5. 1963. Eig- inkona Erna Milunka Kojic, f. 8.1. Íslands 1983 og starfaði þar til 1989 við rekstur félagins, und- irbúning funda og námskeiða og var ábyrgðar- og umsjónarmaður Tölvumála, tímarits Stjórn- unarfélagsins. Hún skipulagði ráðstefnur og sýningar um upp- lýsingatækni og hélt fjölda nám- skeiða í notkun ritvinnslukerfa tengdra stórum tölvusamstæðum. Kolbrún var stofnfélagi Sval- anna, góðgerðarsamtaka fyrrver- andi flugfreyja og flugþjóna, og sat í kirkjunefnd kvenna Dóm- kirkjunnar í fjölda ára. Kolbrún vann ötullega í báðum félögum að framgangi markmiða þeirra í góðgerðarmálum, fjársöfnunum fyrir stofnanir og spítaladeildir og styrkveitingum til félaga, fjöl- skyldna og einstaklinga. Kolbrún var læknaritari á bæklunarskurðdeild Landspít- alans og skrifstofustjóri á svæf- inga- og gjörgæsludeild frá 1990 og fram á eftirlaunaaldur. Þar vann hún m.a. að gerð og upp- setningu Sögu, forrits til skrán- ingar á sjúkrasögu einstaklinga. Kolbrún var virk í félagslífi, hvort sem um var að ræða Svöl- urnar, vinafólk þeirra hjóna frá Bandaríkjadvölinni eða í félags- starfi fyrir Dómkirkjuna. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 17. ágúst 2021, með nánustu að- standendum og vinum að ósk hinnar látnu. 1964. Þau skildu. Börn þeirra: Júlía Guðrún og Karl Mi- lutin, f. 9.1. 1995. Seinni eiginkona Brenda Jean Aspel- und, f. 28.5. 1958. Barn þeirra: Colin Thor, f. 15.6. 2002. 3) Thor, f. 4.1. 1969. Eiginkona Arna Guðmundsdóttir, f. 25.11. 1965. Börn þeirra: Erling, f. 9.11. 1993, Guð- mundur Viggó, f. 28.8. 2002, Ari Karl, f. 14.4. 2005. 4) Guðrún, f. 12.2. 1971. Eiginmaður Gunnar Jakobsson, f. 15.4. 1970. Börn þeirra: Kolbrún Hilda, f. 7.9. 2006, Kristín Rebekka, f. 30.10. 2009. Kolbrún lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands 1954. Hún starfaði um tíma hjá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna og var flugfreyja hjá Loftleiðum 1957- 59. Kolbrún og Erling bjuggu í áratug í New York en fluttu aftur til Íslands 1969. Kolbrún var ráðin fram- kvæmdastjóri Skýrslutæknifélags Þegar Kolbrún, tengdamóðir mín, var flugfreyja í lok sjötta áratugarins og átti viðkomu í New York, hitti hún þar fyrir mannsefni sitt, Erling, stöðvar- stjóra hjá Loftleiðum. Þetta var ást við fyrstu sýn og voru þau hjónin ávallt samrýmd og áttu farsælt hjónaband. Fyrstu árin bjuggu þau í New York og eign- uðust þar góða vini og kynntust nýjum siðum og venjum. New York-árin mótuðu ungu hjónin og börnin þeirra og hafa tengsl- in við Bandaríkin alltaf verið sterk. Þegar ég kynntist Kolbrúnu fyrir um fjórum áratugum, bjó fjölskyldan á Fornuströnd á Seltjarnarnesi. Þar höfðu þau Erling byggt sér fallegt og vel hannað hús. Opið rými var í miðju hússins með veglegu eld- húsi, fjölskyldurými og gengið beint út í garðinn. Rýmið var táknrænt fyrir margt af því sem Kolbrún hafði dálæti á: samveru með fjölskyldunni, eldamennsku og nálægð við náttúruna. Kolbrún var listakokkur og fannst fátt skemmtilegra en að hóa fjölskyldunni saman í mat- arboð. Hún var óhrædd við að prófa nýjar uppskriftir og var oftast búin að finna eitthvað nýtt og spennandi til að deila með okkur. Aðrir réttir voru klassískir og í miklu uppáhaldi eins og „spaghetti with meat- balls“, ekta „New York cheese- cake“ og „lemon meringue pie“. Kolbrún var glæsileg kona og alltaf vel til höfð. Okkur þótti gaman að heyra sögur frá ár- unum þegar hún var ráðin til að sýna föt og afgreiða í nýrri deild fyrir ungar konur hjá Bergdorf Goodman-versluninni á Man- hattan. Kolbrún hafði gaman af fallegum flíkum og allri hönnun enda dóttir klæðskera og saumakonu og kunni að meta gott handbragð. Kolbrún var vinmörg og þau hjónin þekkt fyrir gestrisni og höfðingsskap. Það var mikill gestagangur á heimilinu og haldnar margar skemmtilegar veislur. Vinirnir frá New York reyndust okkur Erling yngri vel þegar við fórum þangað í nám. Margir aðstoðuðu okkur við að hefja búskap í stórborginni og vil ég þar helst nefna Hildi Tob- in, Dúu Gallagher og Edith Jaffe, yndislegar konur sem ég minnist með þakklæti. Þegar tvíburarnir okkar, Ax- el og Katrín fæddust í Seattle, voru Kolbrún og Erling ekki lengi að mæta hálfa leið yfir hnöttinn til að aðstoða. Kolbrún var barngóð og naut þess að vera með barnabörnunum. Það voru farnar ótalmargar sund- ferðir, hjólaferðir, ísferðir og haldin skemmtileg spilakvöld. Kata og Axel minnast með mik- illi hlýju sumarbústaðaferð- anna. Birkiból var ævintýra- staður þar sem amma bakaði með þeim, málaði steina, gaf fuglunum, gróðursetti og synti í vatninu á sumarkvöldum. Kol- brún fylgdist vel með barna- börnunum. Hún var næm á líðan þeirra og þau áttu auðvelt með að segja henni frá lífi sínu. Hún dæmdi aldrei en veitti stuðning og góð ráð á sinn blíða og hug- ulsama hátt. Veikindi Kolbrúnar bar brátt að, en hún tókst á við þau af miklu æðruleysi. Eins og í öllu sem hún tók sér fyrir hendur var hún fyrirmynd og lagði sig fram við að veita sínum nánustu stuðning og ást. Ég kveð Kol- brúnu með trega, en er þakklát fyrir allt sem hún gaf mér og fjölskyldu minni. Minningin um góða og elskulega tengdamóður mun lifa með mér alla ævi. Kristín Björnsdóttir. Mín fyrsta minning af tengdaforeldrum mínum er fyr- ir um 30 árum þegar ég var boð- in í mat á heimili þeirra á Forn- uströndinni en þá var húsmóðirin að reyna fyrir sér í kínverskri matargerð og þau snæddu með prjónum. Hún var fljót að sjá að gestinum fannst þetta heldur framandi og bauð mér gaffal, mér til mikils léttis. Síðar urðu þau ófá matarboðin og veislurnar, fyrst í glæsilega húsinu sem þau létu teikna að amerískri fyrirmynd, síðan í Lækjargötu og loks á Tómasar- haganum. Alltaf var Kolbrún búin að prófa eitthvað nýtt og smávegis öðruvísi, stundum hafði hún fundið nýja uppskrift á netinu til að fá sköpunarkraft- inum í eldhúsinu útrás. Og sem betur fer erfði Thor sonur henn- ar þessa dásamlegu hæfileika til að elda góðan mat og bjóða til veislu. Mér fannst hún alltaf vera heimskona. Alin upp í Vestur- bænum, gekk í Verslunarskól- ann og starfaði sem flugfreyja á 6. áratugnum þar til hún kynnt- ist Erling og þau hófu sinn bú- skap. Hún hafði margar venjur og siði sem hún tileinkaði sér eftir ótal ferðalög um heiminn og áralanga búsetu í New York- borg. Þetta sást bæði í fáguðu fasi, glæsilegum klæðaburði og hefðum á heimilinu. Á sprengi- daginn var boðið upp á spag- hetti og ítalskar kjötbollur í stað saltkjöts og eftirrétturinn var oftar en ekki lemon meringue pie eða amerísk gulrótarkaka. Þegar Kolbrún átti von á sínu fyrsta barnabarni bað hún um að fá að kaupa „layettið“ fyrir barnið. Það væri hefð fyrir slíku. Ekki hafði ósigld tengda- dóttirin hugmynd um hvað það var. Kolbrún fór í fína verslun- armiðstöð, Macy’s á Manhattan, og keypti það sem ætti að vera tiltækt fyrir fæðingu barnsins, þ.m.t. samfellur, heilgalla, handklæði, þvottaklúta og barnateppi. Allt í gulum og grænum pastellitum þar sem óvíst var um kynið. Þetta voru svo vandaðar og fallegar vörur að þær entust árum saman, allt í hennar anda. Önnur nýleg minning er af af- mælisveislu unglings á heim- ilinu þar sem við ákváðum að fara út að borða á veitingahús í nágrenni við heimili okkar. Þeg- ar við mættum á staðinn beið pakki á borðinu sem við áttum frátekið. Amma K hafði þá mætt fyrr um daginn og skilið þar eft- ir stóran skreyttan pakka handa afmælisbarninu sem vakti auð- vitað bæði athygli og ómælda ánægju. Hugulsemi, næmi og einstak- lega náið samband við barna- börnin er það sem kemur upp í hugann. Eftir sitjum við hnípin en með minningar um geislandi greinda og glæsilega konu sem við erum staðráðin í að minnast með miklum veislum þar sem við eldum upp úr uppskrifta- heftinu hennar en prófum svo kannski eitthvað örlítið nýtt í bland henni til heiðurs. Arna Guðmundsdóttir. Þegar ég var tíu ára gamall fluttist Kolbrún, föðursystir mín, ásamt manninum sínum, Erling Aspelund, og börnum til Íslands frá New York þar sem þau höfðu búið um árabil. Það markaði þáttaskil í lífi okkar hinna í stórfjölskyldunni því að þeim fylgdi glæsilegur og heimsborgaralegur lífsstíll sem hristi upp í fábrotinni tilveru okkar hér á Fróni. Erling hafði verið stöðvarstjóri hjá Loftleið- um á Kennedyflugvelli en varð hótelstjóri á Hótel Loftleiðum hér heima. Eldri strákarnir þeirra, Erling yngri og Karl Ómar (Kalli), urðu bestu vinir mínir og við brölluðum ótal- margt, ekki síst í öruggu skjóli ömmu okkar og afa á Víðimel sem höfðu óendanlega þolin- mæði fyrir uppátækjum okkar. Þeir bræður töluðu oft saman á ensku og mér var því nauðugur einn kostur að reyna að babla við þá á þeirri tungu líka til að geta tekið þátt í leikjunum með þeim. Enskukunnáttan var í raun aukaafurð af þessum sam- skiptum okkar en hefur komið að góðum notum í lífinu. Þegar yngri systkinin, Thor og Guð- rún, bættust við urðu þau líka óaðskiljanlegur hluti af hópn- um, þrátt fyrir nokkurn aldurs- mun. Ásamt systkinum mínum, Guðrúnu og Ragnari, og foreldr- um okkar allra var lengi fastur passi hjá okkur að hittast heima hjá ömmu og afa, sem þá voru flutt á Tómasarhaga, og sá siður var áfram við lýði eftir að tengdabörn og barnabörn komu til sögunnar. Athvarf okkar hjá gömlu hjónunum, Guðrúnu og Þórhalli, þjappaði fjölskyldunni saman og gerði það eflaust að verkum að við urðum nánari en ella hefði orðið. Þessi góðu tengsl hafa haldist í gegnum ár- in og eru ómetanlegur hluti af tilveru okkar allra. Kolbrún, eða Keitý eins og hún var oftast kölluð, lét sér vel- ferð fjölskyldunnar miklu varða og stóð þétt við bakið á börnum sínum enda hafa þau öll skarað fram úr svo að eftir er tekið, hvert á sínu sviði. Hún var alla tíð einstaklega náin foreldrum sínum og það er merkileg til- viljun að þau Keitý og Erling áttu síðar eftir að flytja í næsta hús við ömmu og afa á Tómasar- haganum þótt gömlu hjónin væru þá fallin frá. „Þetta er súr- realískt,“ sagði Keitý við mig þegar þessa staðreynd bar á góma – en kannski var þetta engin tilviljun því að nálægðin við heimili foreldranna var tákn- ræn fyrir þetta sterka samband. Keitý tók við keflinu þar sem amma skildi við og hélt skemmtileg boð á Þorláksmessu fyrir ættingja og vini sem hringdu inn jólin í hugum okkar allra. Kolbrún Þórhallsdóttir var tíguleg kona sem hafði mikla út- geislun, fágun og reisn. Ég hitti hana síðast nú fyrr í sumar í fermingarveislu barnabarns hennar og nöfnu, Kolbrúnar Hildu, og tók sérstaklega eftir því hvað hún ljómaði af gleði og glæsileika þótt ég vissi ekki þá að hún væri farin að kenna sér þess meins sem varð henni að aldurtila. Það er ljúft að eiga þá góðu minningu um þessa glæsi- legu frænku mína sem var alla tíð svo ríkur þáttur í tilveru okkar í fjölskyldunni. Ég votta heiðursmanninum Erling eldri og börnunum, Er- ling yngri, Kalla, Thor og Guð- rúnu og fjölskyldum þeirra, innilega samúð og skila hlýjum kveðjum frá öllu mínu fólki. Þórhallur Eyþórsson. Í dag kveðjum við mæta konu, Kolbrúnu Þórhallsdóttur. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni; helgidómnum fagra sem henni þótti vænt um og bar mikla umhyggju fyrir. Við Kolbrún kynntumst í gegn- um safnaðarstarf Dómkirkjunnar fyrir um áratug. Hún og Erling, eiginmaður hennar, hafa unnið ómælt og þakkarvert starf fyrir Dómkirkjuna. Erling var formað- ur sóknarnefndar og Kolbrún í stjórn kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar. Nú er sonur þeirra Thor einnig öflugur sókn- arnefndarmaður. Kolbrún starfaði í kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar í áratugi. Kirkjunefndin var stofnuð 1930 til þess að standa að prýði Dómkirkj- unnar og vinna að líknarmálum. Fyrir 5 árum, þegar kirkju- nefndin átti 85 ára afmæli, tók Kolbrún sig til og setti saman myndband um sögu og sjálfboða- starf kirkjunefndarkvenna. Kolbrún var glæsileg, fögur og fáguð. Hún var góðum gáfum gædd, greind, jákvæð og skemmtileg. Kolbrún Þórhallsdóttir á klúbbinn og hét hann SÓL. Eitt sinn þegar ég átti að hafa matarboðið þá spurði ég Óskar hvað hann vildi og ekki þurfti ég að bíða eftir svari, læri með öllu og læri var það. Óskari var tíðrætt um að hann langaði að fara utan með okkur Lauf- eyju og var ákveðið að fara með hann til Óslóar. Sú ferð var hreint út sagt frábær, Ósk- ar var orðinn aðeins lélegur til gangs svo við fengum lánaðan hjólastól á hótelinu og skoð- uðum Ósló og fórum út að borða, vá hvað Óskar naut sín vel í þessari ferð. Samband Laufeyjar og Ósk- ars var einstakt, þeim þótti svo vænt hvoru um annað og skiln- ingurinn á milli þeirra þurfti oft ekki orð heldur sá maður samskiptin í augum þeirra á milli. Allir þurfa að eiga eina svona Laufeyju. Eftir að hann flutti á Mýr- arásinn fór maður oft í heim- sókn til hans og þeirra sem bjuggu þar og þá var ávallt ís með í för, enda eitt af því besta sem Óskar fékk, oft fór Sara barnabarnið mitt með enda sagði hún oft: „Eigum við að heimsækja Óskar vin minn?“ Þeim fannst báðum ís- inn góður og oftar en ekki urðu þeir tveir. Það skiptir ekki málið hver aldurinn var, allir voru vinir Óskars. Ekki er hægt annað en að nefna hversu frábæra fjöl- skyldu Óskar átti, foreldrar hans, öll hans systkini og frændsystkini sem hann ólst upp með, já hann ólst upp í stórum barnahópi með systk- inabörnum sínum, umvafinn ást. Ég vil votta bróður hans og frændsystkinum og öllum hans ástvinum mína dýpstu samúð. Missir að góðum dreng er mik- ill en nú er hann í faðmi sinnar konu og allra sinna ástvina sem farnir eru yfir móðuna miklu. Ég kveð þig elsku vinur og hlakka til að fá kossa og knús þegar ég hitti þig í sumarland- inu. Þín vinkona Svanhvít. Þegar ég kveð Óskar, elsku- legan frænda minn og uppeld- isbróður, sækja að mér enda- lausar góðar minningar. Það væri trúlega efni í nokkrar bækur að telja þær allar upp Við ólumst upp á Brávalla- götunni í húsi afa míns og ömmu og þar sem foreldrar mínir bjuggu einnig. Þar sem aðeins var ár á milli okkar, varð samvera okkar mjög náin. Við áttum margar góða stundir sem börn og vorum svo nánir að við þróuðum með okkur eig- ið tungumál, sem ekki fór of vel í foreldrana þannig að við vorum sendir til talmeinafræð- ings sem átti að kenna okkur mannamál. Eftir það áttum við engin leyndarmál. Við Óskar áttum ófáar ferðir upp í sumarbústað í Sléttuhlíð, rétt ofan við Hafnarfjörð og stundum var dvalið þar sum- arlangt. Þá var vegurinn mjög hæðóttur, þannig að við Óskar, sem sátum í aftursætinu, hoppuðum til og frá líkt og við værum á sjó. Þar lærðum við okkar fyrsta dægurlag, sem var Ship-o-hoj. Þetta lag gát- um við raulað saman allt fram á sjötugsaldur. Óskar var snillingur í tin- dátaleik, þar sem hersveitum var raðað upp og glerkúla not- uð til að skjóta niður andstæð- inginn. Mikið var lagt í miðið hjá Óskari og öðru auganu hallað til að ná sem bestu miði og helst reynt að skjóta niður loftskeytamanninn. Hann taldi að þá yrði samskiptaleysi hjá herfylkingunni, og það þótti mér nokkuð djúp hugsun. Óskar var frábrugðinn fjöld- anum en átti alltaf var hjá okk- ur systkinunum og í raun hjá öllu hverfinu sem gætti hans. Ef einhver utan hverfis áreitti Óskar var séð til þess að við- komandi gerði það ekki aftur. Óskar hafði þann einstaka eiginleika að ná góðum sam- skiptum við fólk. Þegar ég var í menntaskóla hittumst við stundum í strætó. Óskar sat alltaf fremst í vagninum og yf- irleitt í góðu spjalli við bíl- stjórann þegar ég kom inn í vagninn. Þá var sagt „bless- aður“, og ég að sjálfsögðu sett- ist hjá honum og við byrjuðum að spjalla. Afmæli voru stórar stundir fyrir Óskar. Og eftir að hann og Jóhanna byrjuðu að búa saman var mikið lagt í veit- ingar og kiknuðu borð undan kræsingum. Ég var alltaf þess heiðurs aðnjótandi að þegar ég kom í veisluna hvíslaði Óskar að mér: „Má ekki bjóða þér smá koníak?“ Þar sem það var ekki í boði fyrir aðra gesti var ekki hægt að afþakka það. „Bara smá,“ var viðkvæðið. Hann fór þá langt inn í skáp og gróf upp gamlan pela og hellti upp í hálft glas. „Það er kannski of mikið í glasinu því ég þarf að keyra heim,“ sagði ég. Og þá var svarað: „Þú læt- ur bara konuna keyra,“ og leit á Huldu, sem kinkaði kolli og sagði „Ókei“, maður neitar ekki svona ástarjátningu. Hann sá ekki bara um sitt afmæli. Ég á afmæli í desem- ber og í nóvember hringdi hann gjarnan í mig til að láta mig vita að hann væri búinn að kaupa „desembergjöfina“. Og þá var fyrirséð að haldin skyldi veisla 10. desember. Þegar Óskar mætti sagði hann gjarnan: „Maggi, núna er eitt ár á milli okkar,“ og brosti sínu einstaka brosi. Óskar var einstakur félagi og vinur og fyrir mér var hann meira bróðir en frændi. Heim- urinn verður ekki samur án þín, Óskar minn. Þinn Margeir (Maggi). Hann var góður maður, hjartans elsku Óskar frændi minn, og ég mun sakna hans mikið um ókomna tíð. Við ól- umst upp í sama húsi, fjöl- skylduhúsi í Vesturbænum í Reykjavík, og taugakerfi okk- ar flæktist eins og rætur blóma í potti. Sorgin lamar, ekki bara mig heldur marga. Óskar var þeim eiginleikum gæddur að hann kallaði fram það besta í fólki. Hann var mikill húmoristi en húmornum hans fylgdi svo mikil virðing, sem er einstakur eiginleiki og aðeins á færi fólks með skarpa greind. Óskar var vissulega skarpgreindur. Það er ekki hægt að minnast Óskars án þess að hafa Jóhönnu með. Þau kynntust ung og ég var ellefu ára þegar þau bjuggu sér dásamlegt heimili á efstu hæð Brávallagötu 26. Þar var ég heimagangur og átti ófáar gæðastundir í nærveru þessa dásamlega fólks. Við áttum saman ævintýri; mikil gleði, góður matur, hnallþórur og bjór … já og hlátur … mikið af hlátri. Æ hvað ég sakna þeirra beggja. Ég vil þakka sam- fylgdina, elsku besti Óskar minn. Þín litla Lilja Giss. Óskar Helgi Sig- urjón Margeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.