Morgunblaðið - 17.08.2021, Side 20
Minningarvefur á mbl.is
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
" 3,0'*2 ,5 (1 .''( *!!4&)#'/(5 *2
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
(1 +-'%*2 $/ (15(5 /(/'4,/(5 *!!4&)#'/(5
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Minningar
og andlát
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2021
✝
Guðrún Indr-
iðadóttir,
Rúna, fæddist 18.
júní 1955 í Reykja-
vík. Foreldrar
hennar voru Indr-
iði Indriðason, f.
16.4. 1932, d. 7.2.
2015 og Valgerður
Sæmundsdóttir, f.
6.4. 1931, d. 4.12.
2000. Rúna átti
eina systur, Sól-
veigu „Systu“, f. 1956.
Rúna kynntist manni sínum
Jóni Ágústi Sigurjónssyni árið
1975 og giftu þau sig 18.6. 1977.
Þau eiga saman fjögur börn.
Bjarka Rafn, f. 1979, Völu Sif, f.
að Tumastöðum þar sem Indriði
faðir hennar var skógarvörður,
og má því segja að skógrækt og
útivera hafi verið henni í blóð
borin.
Rúna var lærður leiksskóla-
kennari og vann um hríð á Skóg-
arborg (leikskóli hjá Borgarspít-
alanum), Síðar vann hún t.d. á
endurskoðunarskrifstofu, heil-
brigðisráðuneytinu, Orkunni,
Rauða krossinum og síðustu 14
árin hjá Hótel Cabin við reikn-
ingshald ásamt ýmsum öðrum
aukastörfum eins og þrifum, að
bera út blöð og vinna við kosn-
ingar. Hún var einnig í hinum
ýmsu stjórnum félagasamtaka í
gegnum árin.
Blálförin fer fram frá Graf-
arvogskirkju 17. ágúst 2021
klukkan 13 og verður streymt
frá útför, stytt slóð:
https://tinyurl.com/26ruu6dw
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
1982, Sindra Frey,
f. 1990, maki er
Noémie Gutleben,
f. 1992, og Veru
Björk, f. 1992,
maki er Þórður Ás-
þórsson, f. 1988.
Barnabörnin eru
fimm og það sjötta
á leiðinni. Þau eru:
Börn Völu: Ágústa
Rún, f. 2003, Lilja
Mist, f. 2005. Börn
Veru: Tómas Ingi, f. 2011,
Haukur Viðar, f. 2015. Dóttir
Bjarka: Snædís Aríella Lóa, f.
2014. Barn Sindra er vænt-
anlegt í október.
Rúna ólst upp í Fljótshlíðinni,
Mig deymdi draum!
Eldsnemma morguns, við Rúna
saman á hjólum að bera út blöðin.
(Hún hafði borið út blöðin í áratugi
í Grafarvoginum en aldrei á hjóli
og ekki í miðbæ Reykjavíkur og ég
var hættur að bera út blöðin með
henni fyrir mörgum árum síðan).
Hún er rétt á eftir mér, hlaðin
blöðum í pokum yfir báðar axlirn-
ar í kross og við erum að fara fram
hjá tjörninni við Fríkirkjuna þeg-
ar ég tek eftir því að Rúna er horf-
in. Ég sný við til að kanna hvað
tefur og hjóla og hjóla og hjóla og
er svo allt í einu kominn upp í
bratta fjallshlíð og hjólastígurinn
er alveg við brúnina á djúpu og
bröttu jarðsigi í fjallshlíðinni. Úti á
brúninni sé ég niður í bratta hlíð-
ina þar sem ég sé Rúnu á hjólinu
enn þá með öll blöðin í blaðapok-
unum yfir axlirnar og er að reyna
að komast upp bratta hlíðina með
allar birgðirnar og prjónar á hjól-
inu hvað eftir annað í tilraun til að
komast upp. Hún var í sjálfheldu
og ég gat ekkert gert til að bjarga
henni. Það eina sem ég gat var að
kalla í sífellu á hana hentu helv.
blöðunum, hentu helv. blöðunum
og vaknaði svo með andfælum.
Rúna mín var í sjálfheldu og ég
gat ekkert gert til að bjarga henni.
Það er svo ólýsanlega sárt að
missa þig Rúna, lífsförunautur
minn síðustu fjörutíu og sex árin
og ert mér svo kær og algjörlega
ómissandi.
Nei, það getur ekki verið að hún
Rúna mín sé dáin. Þú lofaðir að
hugsa um mig þegar ég yrði gam-
all og veikur.
Heimurinn með minni sterku
og traustu Rúnu er hruninn og
verður aldei samur aftur og tóma-
rúmið óþolandi.
Maður heldur áfram einhvern
veginn, held ég. Lífið heldur áfram
og nú er tíminn til að styrkja bönd-
in við fjölskyldu og vini sem hafa
verið mér mikill stuðningur í
þessu áfalli. Það hefði Rúna gert,
en ég er að reyna að vera sterkur
eins og hún var alltaf. Hvern á ég
að treysta á núna? Vertu bjart-
sýnn, þetta bjargast, myndi Rúna
segja!
Hún var allt í öllu og alltaf
bjartsýn. Það var ótrúlegt hvað
hún áorkaði og afkastaði, eins og
hún væri með fleiri tíma í sóla-
hringnum en við hin.
Hún var ótrúlega sterk og rétt-
sýn kona, dugleg, skynsöm, mál-
efnaleg og áreiðanleg.
Sannur vinur vina sinna, ætt-
rækin og var mikil ættfræðingur
eins og Indriði afi hennar. Hún
elskaði að komast á ættarmót og
ræktaði ættartengslin alla tíð af
miklum áhuga og mundi nöfn og
afmæli flestra ættingja langt aft-
ur, marga ættliði. Gönguferðir
voru í miklu uppáhaldi síðustu 20
árin og hún fór í fleiri tugi göngu-
ferða innanlands og utan með vin-
um sínum.
Hún prjónaði ótal peysur,
sokka og vettlinga á alla fjölskyld-
una og var dugleg að ná sér í nýja
þekkingu með því að fara á alls
kyns námskeið í keramik, glerlist,
vefnaði, prjóni og bókaldi. Rúna
lifði fyrir samveru með fjölskyldu
og vinum og gönguferðir í góðra
vina hópi voru hennar líf og yndi.
Ástarþakkir fyrir lífið með þér
elsku Rúna mín!
P.s.
Rúna sagði eftirfarandi þegar
hún greindist með krabbameinið:
Ég fékk bara þetta verkefin og
verð að klára það!
Og í lokin sagði hún við mig:
Þetta átti ekki að fara svona!
Það er bara svona!
Þinn lífsförunautur,
Jón Ágúst Sigurjónsson.
Elsku mamma mín það er sárt
að missa þig. Ég er svo týnd án
þín. Ég á mjög erfitt með að halda
áfram með lífið án þín, það er bara
svo erfitt að vera mömmustelpa og
hafa ekki mömmu mína hjá mér.
Ég veit ekki hvernig ég á að vera
jákvæð án þín. Þú varst alltaf ljós-
ið og jákvæðnin í mínu lífi. Ég
sakna þín svo mikið og það eina
sem ég vill gera núna er að halda í
höndina þína.
Mig langar að þakka þér fyrir
að vera mamma mín, ég var rosa-
lega heppin að eiga svona þolin-
móða og góðhjartaða mömmu. Þú
varst alltaf tilbúin til að berjast
fyrir mig ef eitthvað á reyndi. Þú
varst mögnuð og einstök kona, þú
lést ekkert stoppa þig sama
hversu erfiðir hlutirnir voru og
lést það líta út að vera ekkert mál.
Ég elska þig svo mikið, ég vona að
ég verði jafn góð mamma fyrir
strákana mína og þú varst fyrir
mig, það verður erfitt því það kom-
ast fáir með tærnar þar sem þú
hafðir hælana.
Ég man stuttu eftir að þú
greindist með krabbameinið var
ég að tala við þig í símann, ég var
að reyna að halda aftur tárunum
því ég var svo hrædd um að missa
þig og vildi ekki að mín neikvæðni
og svartsýni myndi hafa áhrif á
þig. Þá sagðir þú: „Vera Björk, ég
heyri að þér líður illa og þú mátt
tala við mig. Þótt ég sé veik þá er
ég enn þá mamma þín og er enn þá
til staðar.“ Þú varst svo sterk,
sama hvað gekk á.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
átt bestu mömmu í heimi sem
gerði allt fyrir mig og ég vona að
ég hafi sýnt þér hversu heitt ég
elska þig og hversu þakklát ég er
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
mig , ég hlakka til þess dags sem
einhver segir við mig „þú ert alveg
eins og mamma þín“. Ég mun taka
því stolt og ánægð að hafa náð svo
langt í lífinu. Þú varst alltaf já-
kvæð og bjartsýn og algjör Pol-
lýanna. Ég man hvað það fór oft í
taugarnar á mér sem unglingur en
í dag ætla ég að taka þetta til mín
og reyna að vera þessi Pollýanna
sem þú varst.
Ég elska þig mamma mín og ég
vona að þér líði vel í faðmi foreldra
þinna.
Þín ástkæra dóttir,
Vera Björk.
Elsku besta mamma,
þá er komið að kveðjustund
móðir mín, en þó ekki alveg, þar
sem þú munt alltaf eiga þér stað í
hjarta mínu. Þú varst fyrirmyndin
mín á svo marga vegu, bæði í
gjörðum og einnig í þeim karakter
sem þú hafðir að geyma. Þú leist
ávallt á björtu hliðarnar alveg
sama hvað bjátaði á, þér var annt
um fólkið í kringum þig og varst
sannur vinur vina þinna, þú hafðir
mikla réttlætiskennd og stóðst
alltaf upp fyrir þá sem minna
máttu sín og varst einnig mjög
umhverfisvæn. Þetta eru allt gildi
og lexíur sem þú hefur kennt mér í
gegnum árin, gildi sem ég mun lifa
með og kenna börnum mínum
þegar þar að kemur. Takk fyrir
allt, elsku besta mamma mín, ég
mun aldrei gleyma því þegar þú
söngst mig í svefn; „Sofðu, unga
ástin mín“, nú er tími fyrir þig að
sofa og komið að okkur systkinun-
um að geyma gullin þín.
Þinn sonur
Sindri Freyr.
Elsku mamma, mig langar að
reyna að segja þér hvað þú skiptir
okkur miklu máli, ég er svo þakk-
lát fyrir að hafa átt þig að og það
er svo erfitt að kveðja þig. Þú
varst alltaf stoð og stytta okkar
allra. Alltaf reynst börnum og
barnabörnunum þínum svo vel og
passaði að gera ekki upp á milli
þeirra. Þú hjálpaðir mér mikið
með stelpurnar ef ég var í vand-
ræðum bjargaðir þú því oftast. Þú
varst falleg að innan sem utan, svo
blíð og þolinmóð, alltaf með jafn-
aðargeðið í lagi. Finnst ótrúlegt að
þú hafir getað verið svona mikið til
staðar fyrir aðra líka. Þú lést allt
líta svo auðveldlega út, þú kvart-
aðir aldrei og gerðir allt með
trompi, þannig að maður varð
minna var við hvað þú gerðir ótrú-
lega mikið.
Ég veit að margir aðrir sakna
þín og voru nánir þér og mig lang-
ar að þakka ykkur kærlega fyrir
að vera hluti af lífi móður minnar
og skila samúðarkveðju á ykkur
líka. Við áttum hana svo sannar-
lega ekki ein þrátt fyrir að okkur
fyndist það þannig því hún gaf
okkur alltaf tíma og stund og skil
ekki alveg hvernig hún fór að
þessu.
Við elskum þig svo svo mikið.
Sakna þín elsku mamma og það
er svo erfitt að gera allt án þín.
Kveðja,
Vala Sif og dætur.
Rúna systir mín er fallin frá
alltof ung eftir erfið veikindi. Það
var bara ár á milli okkar og við ól-
umst upp á Tumastöðum hjá
mömmu og pabba þar sem þau
voru skógarverðir. Við lékum mik-
ið saman og bestu minningarnar
urðu til í gömlu hræi af herjeppa
þar sem við gátum verið óþreyt-
andi frá morgni til kvölds að fram-
reiða dýrindis drullukökur af öll-
um stærðum og gerðum.
Kæra systir, ég þakka þau ár
sem við áttum saman. Ég veit að
mamma og pabbi tóku vel á móti
þér og umvefja þig núna.
Við hjónin vottum Jóni, Bjarka,
Völu, Sindra, Veru og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu samúð.
Flýg ég og flýg
yfir furuskóg,
yfir mörk og mó,
yfir mosató,
yfir haf og heiði,
yfir hraun og sand,
yfir vötn og vídd,
inn á vorsins land.
Flýg ég og flýg
yfir fjallaskörð,
yfir brekkubörð,
yfir bleikan svörð,
yfir foss í gili,
yfir fuglasveim,
yfir lyng í laut,
inn í ljóssins heim.
(Hugrún)
Sólveig (Systa) og Stefán.
Í dag kveðjum við góða vinkonu
sem við kynntumst í gönguferð
okkar um West Highland Way í
Skotlandi árið 2014.
Rúna var einstök, hún var
skemmtileg og hlý og með góða
nærveru. Við erum þakklát fyrir
að hafa kynnst henni og fengið að
njóta þess að ferðast með henni í
gönguferðum okkar en eins og
flest ykkar vita þá var Rúna mikill
göngugarpur og fannst fátt
skemmtilegra en að vera í göngu-
ferðum með góðum vinkonum. Við
vorum stödd í Slóveníu við Bled-
vatnið þegar elsku Rúna kvaddi
okkur en þar var einmitt síðasta
ferðin okkar saman. Á háum toppi
hringdi ég bjöllu í minningu elsku-
legrar vinkonu en eins og hún
sagði þá fannst henni okkar vin-
skapur ná miklu lengra aftur en
þessi sjö ár, enda smullum við
strax saman frá fyrstu ferð. Við
spjölluðum oft saman á milli ferða,
eins þegar ég kom til Íslands í
heimsókn, þá nýttum við hvert
tækifæri til að hittast í knúsi og
kaffi. Hún og Jón komu einnig í
heimsókn til okkar á Tenerife en
Tenerife var í miklu uppáhaldi hjá
henni og kom hún eins í göngu
með okkur þar. Rúna var harð-
ákveðin í að koma með í aðra ferð
og í okkar síðasta símtali var ekk-
ert annað í stöðunni enda var það
gulrótin hennar.
Við hjá Skotgöngu kveðjum
Rúnu með miklum söknuði og
sendum fjölskyldu hennar og vin-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Inga Geirsdóttir, Snorri
Guðmundsson og Margrét
Snorradóttir.
Ég var svo lánsöm að kynnast
henni Rúnu minni þegar við unn-
um saman hjá Rauða krossinum
og við vorum vinkonur síðan þá.
Það sem einkenndi Rúnu var hvað
hún var réttsýn, kærleiksrík,
hreinskilin, drífandi, jákvæð og
brosmild. Rúna gerði ekki manna-
mun, allir voru jafnir í hennar aug-
um og var hún óhrædd að berjast
fyrir réttindum þeirra sem á
þurftu að halda. Þessa eiginleika
Rúnu var gott að sjá og finna og
gerðu það að verkum að manni leið
vel með henni. Það sem hún tók
sér fyrir hendur vann hún hratt og
vel. Ég minnist með hlýhug og
þakklæti allra samverustundanna
okkar, símtalanna, ráðanna sem
hún óspart gaf mér og tryggrar
vináttunnar. Ég vil trúa því að vin-
kona mín sé komin í göngu og far-
in að kanna nýjar slóðir í æðri ver-
öld.
Innilegar samúðarkveðjur,
elsku fjölskylda og ástvinir Rúnu,
og megi allt það góða umvefja ykk-
ur.
Blessuð sé minning elsku Rúnu.
Ó, leyf mér þig að leiða
til landsins fjalla heiða
með sælu sumrin löng.
Þar angar blóma breiða
við blíðan fuglasöng.
Þar aðeins yndi fann ég
þar aðeins við mig kann ég
þar batt mig tryggða band
því þar er allt sem ann ég,
það er mitt draumaland.
(Jón Trausti)
Þín vinkona,
Linda Ósk Sigurðardóttir.
Guðrún
Indriðadóttir
Ástkær bróðir, mágur, stjúpfaðir og
móðurbróðir okkar,
PÁLL JÓNSSON,
lést 10. júlí.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju
fimmtudaginn 19. ágúst klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Anna Pála Vignisdóttir Páll Loftsson
Arnar Pétursson
Jóhanna Katrín Pálsdóttir
Jón Bragi Pálsson
Leifur Pálsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
BERTHA SVALA BRUVIK,
Hamragerði 24, Akureyri,
lést á Kristnesspítala miðvikudaginn
11. ágúst. Útför hennar fer fram frá
Akureyrarkirkju mánudaginn 23. ágúst klukkan 13.
Vegna fjöldatakmarkana verða einungis nánustu aðstandendur
viðstaddir en athöfninni verður streymt á facebooksíðunni
Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar útsendingar.
Sverrir Jóhannesson Guðrún Birgisdóttir
Hermann Þór Jóhannesson Lone Nielsen
Anna Guðrún Jóhannesd. Hjalti Ben Ágústsson
og barnabörn
Elskulegur faðir minn, sonur, bróðir og vinur
okkar,
BJÖRN ÁGÚST MAGNÚSSON
ljósmyndari,
lést 11. ágúst á Selfossi. Útförin fer fram
frá Akraneskirkju föstudaginn 20. ágúst
klukkan 13. Athöfninni verður einnig streymt
á vefnum www.akraneskirkja.is.
Guðrún Elín Björnsdóttir
Ágústa Sigurbirna Björnsd. Sveinn Egill Úlfarsson
Magnús Ingi Hannesson Sigríður Róbertsdóttir
Hannes Adolf Magnússon
Elín Málmfríður Magnúsd. Sveinn Snorri Magnússon
Davíð Ingi Magnússon
Úrsúla Linda Jónasdóttir Michael Bragi Whalley
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓNAS ÞÓRIR ÞÓRISSON,
Strikinu 1B, Garðabæ,
lést á gjörgæsludeild LSH sunnudaginn
8. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 19. ágúst klukkan 15.
Streymt verður frá athöfninni á https://fb.me/e/muba24Wuk
Þeim sem vilja minnast Jónasar er bent á Kristniboðs-
sambandið og Hjálparstarf kirkjunnar.
Ingibjörg Ingvarsdóttir
Hulda Björg, Hanna Rut, Hrönn,
Halla, Þóra Björk og Jónas Ingi
tengdabörn, barna- og barnabarnabörn