Morgunblaðið - 17.08.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.08.2021, Blaðsíða 32
www.gilbert.is ÚRSMÍÐAMEISTARI OKKARMISSIR ALDREI EINBEITINGUNA 101 38mm og 101 32mm Islandus 1919 44mm og Frisland 1941 42mm Islandus Dakota 44mm ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 229. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Víkingur úr Reykjavík og Breiðablik elta Val eins og skugginn á toppi úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar. Víkingar unnu afar sannfærandi 3:0- sigur gegn Fylki á Würth-vellinum í Árbænum í sautjándu umferð deildarinnar í gær á meðan Breiðablik vann tor- sóttan 2:1-sigur gegn botnliði ÍA á Kópavogsvelli. Þá eru KR-ingar enn þá með í baráttunni um Íslandsmeistaratit- ilinn eftir 1:0-sigur gegn HK í Kórnum í Kópavogi. Þrátt fyrir úrslit gærdagsins eru Valsmenn með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar. »26 Fimm lið berjast um Íslandsmeist- aratitilinn í úrvalsdeild karla ÍÞRÓTTIR Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Katrín Heiða Jónsdóttir íþrótta- fræðingur kallar ekki allt ömmu sína en síðustu áramót setti hún sér það markmið að ganga hundrað sinnum upp að Steini í hlíðum Esju á árinu. Þegar blaðamaður Morgun- blaðsins náði tali af henni í gær var hún búin að fara 96 ferðir og stefndi þá á að ná hundruðustu ferðinni í lok vikunnar. Katrín, sem er 42 ára, ætlar þó ekki að láta staðar numið þar. „Þar sem þetta gekk betur en ég átti von á er ég að spá í að fara 150 ferðir á árinu,“ segir hún. Aðspurð segir Katrín lítið liggja að baki þeirri hugdettu hennar að fara þetta margar ferðir upp á Esj- una. Hún hafi þó verið virk í íþrótt- um og útivist alla tíð og hafi viljað skora á sjálfa sig. Nokkrar ferðir upp á Everest „Þetta er bara smá hugmynd sem ég fékk og er að framkvæma. Ég hafði gengið nokkuð reglulega upp á Esjuna í fyrrasumar og svo höfum við fjölskyldan haft það að hefð að ganga þangað upp á nýársdag,“ segir hún. „Svo sagði ég við ein- hvern að ég væri að spá í að fara hundrað ferðir á árinu og þá varð ég að standa við orð mín.“ Gangan frá bílastæðinu við Esju- stofu og upp að steini undir Þver- fellshorni er um 6-6,4 km og hækk- unin um 575 m. Takist Katrínu að fara sínar 150 ferðir upp og niður mun hún hafa gengið um 1.800- 1.920 km á árinu og samanlögð hækkun um 86.250 metrar. „Ef ég næ að klára þá jafngildir þetta nokkrum ferðum upp á Eve- rest í hækkun,“ segir hún. „Bless- unarlega sleppur maður samt við háfjallaveikina sem fylgir göngunni upp á Everest.“ Kemur fyrir að maður stoppi Aðspurð segist Katrín sjaldan fá leiða á því að ganga alltaf sama fjallið enda sé hún dugleg að stunda annars konar hreyfingu inn á milli. „Það kemur alveg fyrir að maður stoppi á bílastæðinu, horfi upp og hugsi að maður nenni ekki, en um leið og maður er búinn að reima á sig skóna, þá er maður bara klár. Þetta er svo geggjað þegar maður er kominn af stað. Mér finnst svo gott að vera úti, sama hvernig það viðrar,“ segir hún. „Mér finnst bara gaman að ganga í svolítið leiðinlegu veðri og verða svolítið veðurbarin. Það er alveg partur af upplifuninni, að tækla þær aðstæður sem manni bjóðast hverju sinni.“ Aðeins einu sinni yfir síðustu fjóra og hálfan mánuð hafi veðrið þó verið of slæmt til að ganga upp að Steini, að sögn Katrínar. „Ég hef einu sinni hætt við að fara. Það var þegar skiltin á leið- inni, sem sýna vindmælingar á svæðinu, voru með himinháum, rauðum tölum. Þegar ég kom á bíla- stæðið var svo mikið rok að ég gat ekki opnað bíldyrnar. Ég lét því skynsemina ráða og sneri við á bíla- stæðinu.“ Ljósmynd/Katrín Heiða Jónsdóttir Ofurkona Katrín Heiða Jónsdóttir lætur veðrið ekki aftra sér frá göngunni. Hyggst ganga 150 ferð- ir upp á Esjuna á árinu - Stefnir á að ganga hundruðustu ferðina fyrir vikulok MENNING Tónleikar Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara á há- tíðinni BBC Proms í Royal Albert Hall í London laugar- daginn 14. ágúst hafa hlotið lof í enskum fjölmiðlum. Víkingur lék tvö píanókonsertverk eftir Bach og Mozart með fílharmóníusveitinni og hafa lof- dómar birst í The Telegraph og The Times og segir gagnrýnandi þess síðarnefnda að töfrandi píanó- leikur Víkings sé sá fegursti sem hann hafi heyrt á árinu. Bæði blöð gefa tónleikunum fjórar stjörnur af fimm mögulegum, en The Guardian gefur þrjár af fimm. Segir gagnrýnandi The Guardian að Víkingur hafi sýnt sínar bestu hliðar. Víkingur er fyrsti íslenski einleikarinn sem kemur fram á hinni virtu tón- listarhátíð BBC. Gagnrýnendur hrifnir af píanóleik Víkings á BBC Proms um helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.