Morgunblaðið - 19.08.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.08.2021, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Nýjar haust- vörur Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Við jaðar hins huggulega bæjar Hafnarfjarðar er að finna iðnaðar- svæði þar sem er sjá má ótrúlegt magn af rusli og úrgangi. Sums stað- ar gæti maður haldið að maður væri kominn á tökustað bíómyndar en annars staðar hálfbýður manni við. Bíltúr um Helluhverfið til móts við álverið í Straumsvík er í það minnsta ævintýri líkastur eins og ljósmyndari Morgunblaðsis komst að í vikunni. „Margir sem safna þessu drasli“ „Þetta er auðvitað iðnaðarhverfi en það er samt hægt að ætlast til að menn gangi vel um,“ segir Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs. Hann segir aðspurður að vissulega komi annað slagið kvartanir og mál sem tengjast umræddu iðn- aðarhverfi inn á borð eftirlitsins. „Ís- lendingar virðast elska bílhræ. Þau eru um allar koppagrundir og í iðn- aðarhverfunum. Það eru margir að safna þessu drasli. Við hirðum bílhræ sem eru utan lóðamarka en við eig- um erfitt með að fara inn á lóðir hjá fyrirtækjum. Við hvetjum hins vegar til þess að eitthvað sé gert í málunum ef ástandið veldur slysahættu eða verulegu lýti. Alltaf þegar við fáum kvartanir förum við á staðinn. Svo sendum við viðkomandi gjarnan bréf og hvetjum til þess að tekið verði til. Við sendum svolítið af bréfum,“ segir hann. Margir safna brotajárni Hörður segir að margir hafi heim- ild til að safna brotajárni á lóðum sín- um. Hins vegar gildi strangar reglur um slíka starfsemi og fylgst sé með henni. „Þetta er samt stundum erfitt að eiga við því hvar eiga vondir að vera?“ spyr Hörður. Hræ Gömul bílhræ og rútur bera fyrir augu vegfarenda til móts við álverið í Straumsvík. Grill Einhvern tímann var þetta grill sjálfsagt í toppstandi. Litríkt Sjá má ryðgaða gáma en sums staðar ná blóm að lífga upp á svæðið. „Íslendingar virð- ast elska bílhræ“ Morgunblaðið/Eggert Sviðsmynd Einhver gæti haldið að hann væri kominn á tökustað kvikmyndar. Sú er sannarlega ekki raunin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.