Morgunblaðið - 19.08.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
595 1000
Verð frá kr.
79.900
Krít
tu
rb
re
.
24. ágúst í 10 nætur
Verð frá kr.
89.900
Stökktu
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Viðhaldsvinnu vegna endurbóta á
skólaskipi Slysavarnaskólans, Sæ-
björgu, er lokið í bili og var skipið sjó-
sett í gær og því komið fyrir á sinn
gamla stað við Austurbakka gömlu
hafnarinnar í Reykjavík. Töluvert
verk var að þrífa og búa skipið undir
málningu, að því er fram kemur á Fa-
cebook-síðu skólans.
„Þetta gekk allt vel,“ segir Björn
Steingrímsson, verkefnisstjóri hjá
Stálsmiðjunni Framtaki, sem er hér á
vettvangi á meðfylgjandi mynd.
Sæbjörg fór í reglubundna
slipptöku 9. ágúst sl. Var skipið botn-
hreinsað og teknir upp allir botn- og
síðulokar auk þess sem skipið var
málað að innan sem utan. Björn segir
skipið einnig hafa verið þykktarmælt
og að allt hafi verið eins og skyldi.
„Bara alveg eins og nýtt,“ bætti hann
við og hló.
Spurður hvort einhver hætta væri á
að skip yltu þegar þau væru sjósett,
sagði Björn litla hættu á því.
gso@mbl.is
Skólaskipið er komið á sinn stað eftir reglubundna slipptöku
Morgunblaðið/Eggert
Sæbjörg lag-
leg eftir and-
litslyftingu
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ljóst er að starfsemi Vöku hf. get-
ur ekki talist hreinleg atvinnustarf-
semi, hefur í för með sér
mengunarhættu og getur ekki
fallist undir léttan iðnað. Starfsemin
samræmist ekki skipulagi
svæðisins,“ segir í bréfi sem 65
íbúar í Laugarneshverfi í Reykjavík
hafa sent Heilbrigðiseftirliti
Reykjavíkur. Bréfið hefur að geyma
athugasemdir við tillögu að starfs-
leyfi fyrirtækisins sem var auglýst á
dögunum. Frestur til athugasemda
rann út á föstudag í síðustu viku og
hefur Morgunblaðið óskað eftir að
fá þær athugasemdir sem Heil-
brigðiseftirlitinu bárust.
Íbúar í hverfinu hafa ítrekað gert
athugasemdir við starfsemi Vöku
við Héðinsgötu eins og komið hefur
fram í fréttum Morgunblaðsins.
Starfsleyfi fyrirtækisins var fellt úr
gildi í júní en í lok júlí fékk það und-
anþágu fyrir hluta starfseminnar.
Nú hafa 65 íbúar í Laugarnes-
hverfi tekið sig saman og gera al-
varlegar athugasemdir við það að
fyrirtækið fái að starfa áfram.
„Starfsemi Vöku hf. byggist eftir
sem áður á því að fyrirtækið taki á
móti allt að átta þúsund tonnum af
úr sér gengnum ökutækjum árlega.
Það vekur umhugsun okkar að þrátt
fyrir úrskurðinn sæki fyrirtækið um
leyfi fyrir móttökustöð annars vegar
en hins vegar fyrir úrvinnslu öku-
tækja (og bílapartasölu). Ekki er
ljóst hvernig má aðgreina móttöku-
stöð og úrvinnslu ökutækja og enn
fremur er undarlegt að umsókn fyr-
ir úrvinnslu ökutækja sé sameinuð
starfsleyfisumsókn um bílaparta-
sölu. Hér virðist því sem um tilraun
til að reka áfram óbreytta starfsemi
sé að ræða með því að gefa heil-
brigðiseftirlitinu og heilbrigðisnefnd
kost á að synja leyfi um móttöku-
stöð en heimila úrvinnslu ökutækja.
Ekki er hægt að sjá hvernig hægt er
að vinna við úrvinnslu bíla án þess
að tekið sé á móti efninu á einn eða
annan hátt,“ segir í bréfi íbúanna
65.
Íbúar í hverfinu höfðu áður sent
heilbrigðiseftirlitinu ábendingu um
að Vaka hefði brotið gegn skilyrðum
undanþágu umhverfis- og auðlinda-
ráðuneytisins hinn 5. ágúst. Í svari
eftirlitsins er því hafnað að myndir
sem íbúar sendu inn sýni að tekið sé
á móti bílum til úrvinnslu á svæðinu.
Vísað er til eftirlitsferðar frá 21. júlí
þar sem öll starfsemi Vöku var
skoðuð. Segir eftirlitið að þá hafi
ekki farið fram vinna við móttöku
eða úrvinnslu á bílum.
Óttast að starfsemin verði óbreytt
- 65 íbúar í Laugarneshverfi mótmæla tillögu að nýju starfsleyfi Vöku við Héðinsgötu - Segja umsókn
fyrirtækisins benda til þess að engu verði breytt - Töldu Vöku hafa brotið skilmála undanþágunnar
Úrvinnsla Íbúar í Laugarneshverfi héldu því fram að Vaka hefði tekið á
móti bílum til úrvinnslu án tilskilinna leyfa. Því hafnar heilbrigðiseftirlitið.
Oddur Þórðarson
Unnur Freyja Víðisdóttir
Slys varð í Stuðlagili á Austurlandi síð-
degis í gær, þar sem erlendur ferða-
maður féll fimmtán metra niður skriðu
í gilinu og endaði í ánni Jöklu.
Davíð Már Bjarnason, upplýsinga-
fulltrúi Landsbjargar, segir í samtali
við mbl.is að ferðamaðurinn hafi slas-
ast og að tilkynning um slysið hafi bor-
ist viðbragðsaðilum frá öðrum vegfar-
endum á svæðinu.
Óljóst var í fyrstu hvað hafði gerst
og hve alvarlegt slysið væri. Því var
ákveðið að kalla út bæði lögreglu og
sjúkralið, björgunarsveitir og þyrlu
Landhelgisgæslunnar.
Vegna stopuls símasambands á
svæðinu gekk þó illa að staðsetja hinn
slasaða og því urðu aðgerðir við-
bragðsaðila flóknari en þurft hefði, að
sögn Davíðs.
Fyrstu viðbragðsaðilar voru komnir
á vettvang um 50 mínútum eftir að út-
kallið barst, samkvæmt upplýsingum
fréttaritara Morgunblaðsins sem var á
svæðinu þegar slysið átti sér stað.
Ekki hafa fengist upplýsingar um
líðan ferðamannsins en hann á að hafa
verið með meðvitund allan tímann,
samkvæmt sjónarvottum.
Erlendur ferðamaður féll
15 metra niður Stuðlagil
- Sagður hafa
verið með meðvit-
und allan tímann
Ljósmynd/Jónatan Garðarsson
Stuðlagil Erlendur ferðamaður féll um fimmtán metra niður skriðu.