Morgunblaðið - 19.08.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.08.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021 Á nýja vefnum www.opinber- umsvif.is, sem er á vegum fjár- mála- og efnahagsráðuneytisins, er að finna upplýsingar um tekjur og gjöld hins opinbera. Vefurinn er hinn fróðleg- asti og þakk- arvert fram- tak enda mikilvægt fyrir almenning að geta glöggvað sig á umsvifum hins opinbera, bæði ríki og sveitarfélaga, og séð til dæmis hvernig helstu stærðir þróast, hvað hið opinbera tekur til sín og hvernig það ver skattfénu. - - - Meðal þess sem er að finna á vefnum er þróun tekjustofna hins opinbera, tölur frá árunum 2014-2020. Þar sést að tekjur hafa á þessu tímabili vaxið úr 965 millj- örðum króna í 1.246 milljarða króna, eða um 29%, sem er gríð- arleg aukning á ekki lengra tíma- bili. - - - Sérstaka athygli vekur hve mjög skattar á tekjur og hagnað ein- staklinga hafa vaxið. Árið 2014 nam þessi tekjustofn 28% af heild- artekjum hins opinbera en í fyrra var þetta hlutfall komið upp í 36%. - - - Tekjur hins opinbera af tekju- sköttum einstaklinga höfðu á þessu árabili hækkað úr 271 millj- arði króna í 449 milljarða króna, sem er 66% hækkun! - - - Almenningur finnur fyrir þessu með mjög beinum hætti um hver mánaðamót og þetta er aug- ljóslega vandi sem verður að taka á. - - - Það getur ekki gengið að skattar á tekjur almennings vaxi svo hömlulaust. Svimandi hækkun skatta á almenning STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Í dag eru fimm mánuðir síðan að eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall þann 19. mars. Þá hafði jarðskjálftahrina staðið yfir á Reykjanesi um þriggja vikna skeið. Samkvæmt Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands má skipta gosinu í fjögur tímabil. Fyrsta tímabilið stóð í um tvær vikur og einkennd- ist af fremur stöðugu hraunrennsli. Annað tímabil- ið, sem einnig stóð í tvær vikur, einkenndist af opn- un nýrra gosopa norðan við upphaflegu gígana. Hraunrennsli var þá nokkuð breytilegt. Þriðja tímabilið stóð í tvo og hálfan mánuð og end- aði í lok júní. Hraunrennsli var lengst af nokkuð stöðugt og rann ýmist í Geldingadali, Meradali eða Nátthaga. Fjórða tímabilið hófst síðan í lok júní. Það einkennist af kviðukenndri virkni. Hraunrennsli virðist hafa sveiflast töluvert á þessu tímabili. Á vef stofnunarinnar segir að eldgosið sé um margt frábrugðið þeim gosum sem hafa orðið und- anfarna áratugi, sem flest hafi átt upptök í kviku- hólfum undir megineldstöðvum þar sem þrýstingur í hólfinu og stærð þess réði mestu um stærð og lengd goss. Í Fagradalsfjalli virðist sem að að- streymisæðin og eiginleikar hennar ráði mestu um kvikuflæðið. Eldgosið staðið yfir í 5 mánuði - Skipta má hegðun eld- gossins í fjögur tímabil Morgunblaðið/Baldur Eldgos Gosið hefur nú staðið yfir í fimm mánuði en það hófst 19. mars í Geldingadölum. Strandveiðar eru bannaðar frá og með deginum í dag. Sævar Þór Ás- geirsson skipstjóri á Slyng EA 74 frá Dalvík segir að veiðin hafi verið góð þetta sumarið. Í dag veiddi Sævar Þór rígaþorsk sem reyndist vera um 15 kíló. „Þessi var þó ekki endilega í stærra lagi en í dag veiddum við um 470 kíló af fiski sem var þyngri en átta kg. Það var mjög góður fiskurinn í dag og hefur verið síðustu daga,“ segir Sævar Þór. Leyfi til strandveiða þetta sum- arið var gefið út til 688 báta. Síð- asta fimmtudag var landaður afli strandveiðibáta samtals 11.307.531 kíló, sem er um 88% af heimildum. Þar af hafði verið landað 10.383.143 kílóum af þorski eða um 93% af þeim þorskheimildum sem úthlutað er. Landssamband smá- bátaeigenda (LS) bað ráðherra að auka heimildirnar en þeirri beiðni hefur verið hafnað. Eru strandveið- ar því bannaðar með deginum í dag. urdur@mbl.is Strandveiði lauk í gær með góðum afla Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Þorskur Sævar Þór Ásgeirsson segir að síðasti dagur veiða hafi gengið vel. Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Sumaropnun: Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga LOKAÐ 2 0 0 0 — 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.