Morgunblaðið - 19.08.2021, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.08.2021, Blaðsíða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Laserlyfting Náttúruleg andlitslyfting Byltingarkennd tækni ímeðferð á línum, hrukkumog slappri húð! Þéttir slappa húð á andliti og hálsi! Styrkir húðina og losar þig við hrukkur og slappa húð á andliti, hálsi, svæði undir höku, bringu og handarbökum. Spornar einnig við öldrun húðarinnar ásamt því að lífga upp á útlit þitt. F yrir utan allt það umtalsverða sem einsöngleikur (söngeinleikur?) Bjarna Snæbjörnssonar hefur að segja okkur um líf og áskoranir sam- kynhneigðs karlmanns á besta aldri í sæluríki umburðarlyndis og velsældar þá er hann ekki síður áminning um gildi þess að halda dagbók. Og nei, facebook-statusar leysa þær ekki af hólmi. Facebook er ekki trúnaðarvinur. Face- book dæmir þig. Þó þú getir sennilega rakið atburðakeðju lífs þíns þokkalega með því að skruna aftur í tímann á veggnum þínum þá verður þú sennilega lítils vísari um hvernig var að vera þú á hinum ýmsu æviskeiðum. Og svo er hitt: ef Bjarni hefði birt á samfélagsmiðlum sumt sem hann trúði dagbókunum sínum fyrir væri hann löngu kominn í bann. Og hefði ekki getað notað hinar skrásettu upplifanir til að leita skýringa á taugaáfallinu sem hann fékk, tuttugu árum eftir að hafa komið út úr skápn- um, þegar allt virtist leika þvílíkt í lyndi. Ef einhverjum vaxa dagbókarskrif í augum þá er rétt að leggja áherslu á að dagbækur eru ekki bókmenntir. Nema þá óvart. Þær þurfa ekki að lúta kröfum fagurfræði eða byggingar- reglugerðum bókmenntafræðinnar. Varla einu sinni málfræðinnar. Ekki frekar en lífið sem þær lýsa. Gildi þeirra liggur í varðveislunni og vitnisburðinum. Segja má að Góðan daginn faggi endurspegli þetta óhamda, óformaða eðli efniviðarins. Sag- an sem Bjarni segir er mestan part línuleg, frá barnæsku á Tálknafirði, í gegnum tilvistarkrísu unglingsára með vaknandi vitneskju um kyn- hneigðina og viðurkenningu á henni. Það er ekki fyrr en undir lokin sem staldrað er við til að greina, leggja út af og draga ályktanir, skýra hvernig stóð á áfallinu óvænta. Frá sjónarhóli dramatúrgíunnar er sá hluti ekki sérlega vel undirbyggður og óþarflega knappur, enda má segja að þar sé komið að kjarna málsins. Á hinn bóginn er hann augljóslega jafn einlægur og játningarnar í dagbókunum og þykkum bréf- unum sem Bjarni skrifaði vinkonum sínum á unglingsárunum. Og það skiptir á endanum meira máli. Afslöppuð einlægnin einkennir líka stíl og framsetningu sýningarinnar. Rýmið á sviði Þjóðleikhúskjallarans er látið að mestu óáreitt. Þar eru einungis „nytjahlutir“, frekar tilviljanakennt staðsettir: borð fyrir bakpoka, tvö statíf til að stilla upp bókum og pappírum. Eins hef ég á tilfinningunni að verkefni Grétu Kristínar Ómarsdóttur leikstjóra hafi fyrst og fremst verið að skapa öryggi og traust fyrir Bjarna til að segja sína sögu, frekar en að móta hana og stýra. Hárrétt nálgun auðvitað og hleypir áhorfendum enn nær persónunni sem Bjarni afhjúpar fyrir okkur af örlæti, orku og tæknilegri fimi. Lengst af er áhersla Bjarna og samstarfs- fólks hans samt á skemmtun. Vitaskuld, þetta er jú söngleikur. Það er uppistandsbragur á upphafinu, sem helst áfram inn í æviágripið og undirstrikast enn frekar af flestum tónlistar- atriðunum, þó einlægni og sjálfsskoðun bregði þar fyrir líka. Lög Axels Inga Árnasonar eru framúrskarandi smíðar, kirfilega innan söng- leikjahefðarinnar án þess að virka sem skop- stælingar. Textarnir eru glúrnir og rímuð „pönsin“ hitta iðulega beint í mark. Flutning- urinn stórglæsilegur. Eftirminnilegur er laga- bálkur sem dregur upp morðfyndnar myndir af nokkrum staðalmyndum hommans, sem við gætum þess vegna kallað „skápa“, sem þeim er stillt út í, af umhverfinu og sennilega líka sínu eigin samfélagi. Smekklegi Epalhomminn, hommavinur stelpnanna, lausláti djammarinn og júróvisjónlúðinn fá hver sín erindi og vægð- arlausa útmálun. Annað leiðarstef, sem hefði að ósekju mátt fá meira andrými og athygli, er sú krafa sem hvíl- ir sennilega að einhverju leyti á öllum hommum en kannski þyngst á Bjarna og starfsbræðrum hans: að geta virkað „streit“ á sviði og annars staðar. Drepfyndin var endurgerð þeirra Axels á auglýsingu sem Bjarni lék í, en þótti of „mjúkur“ og var á endanum skipt út fyrir sér „harðari“ leikara. Drepfyndin og sorgleg, eins og fleiri árekstrar hans við hið gagnkynhneigða norm sem alls staðar er og alls staðar ríkir. Umburðarlyndi er vissulega gott, en það fel- ur auðvitað í sér að eitthvað þurfi að „umbera“. Og að þurfa að umbera sjálfan sig getur auð- veldlega endað í taugaáfalli úti í hrauni, hvað sem öllum gleðigöngum og lagaumbótum líður. Fyrir utan að vera bráðskemmtileg kvöldstund yfir drykk á fornfrægum skemmtistað tekst Góðan daginn faggi að minna okkur á þetta og vonandi hrista smá upp í frjálslyndri sjálfs- ánægjunni. Brosa, jákvæðni … Beint í mark „Textarnir eru glúrnir og rímuð „pönsin“ hitta iðulega beint í mark,“ skrifar rýnir m.a. um einleikinn Góðan daginn faggi. Þjóðleikhúskjallarinn Góðan daginn faggi bbbbn Eftir Bjarna Snæbjörnsson og Grétu Kristínu Óm- arsdóttur. Leikstjórn: Gréta Kristín Ómarsdóttir. Tónlist: Axel Ingi Árnason. Sviðshreyfingar: Came- ron Corbett. Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson. Stílisti: Eva Signý Berger. Leikari: Bjarni Snæ- björnsson. Rýnt í fyrstu sýningu í Þjóðleikhúskjall- aranum föstudaginn 13. ágúst 2021. ÞORGEIR TRYGGVASON LEIKLIST Kanadíski tónlistarmaðurinn The Weeknd, réttu nafni Abel Makkon- en Tesfaye, sló í vikunni met á bandaríska lagalistanum, Billboard Hot 100, en þá hafði lag hans „Blinding Lights“ verið 88 vikur á listanum en það var gefið út í nóv- ember árið 2019. Hefur ekkert lag því verið jafnlengi á lista yfir þau 100 vinsælustu í Bandaríkjunum. Fyrra met átti rokksveitin Imagine Dragons en lag hennar „Radio- active“ var samfellt 87 vikur á lista frá árinu 2012 til 2014. Lag Weeknds er af breiðskífu hans After Hours og náði fyrsta sæti bandaríska lagalistans í apríl árið 2020. Það situr nú í 18. sæti og allar líkur á því að það verði á lista yfir 100 vinsælustu lögin einhverjar vikur til viðbótar. Lagið hefur einnig notið mikilla vinsælda í Bretlandi og hefur nú verið á lista þar í 89 vikur, þar af átta vikur í fyrsta sæti. Vinsæll Tónlistarmaðurinn The Weeknd. Weeknd slær bandarískt lagalistamet Boðið verður upp á leiðsögn lista- manna um sýninguna Iðavöllur í Listasafni Reykjavíkur í Hafn- arhúsi í kvöld kl. 20. Eru það lista- mennirnir Anna Rún Tryggvadóttir og Styrmir Örn Guðmundsson sem segja gestum frá sýningunni en bæði eiga verk á henni. Nauðsynlegt er að skrá sig í leið- sögnina á vef safnsins og gildir að- göngumiði í safnið á hana en hand- hafar árskorts safnsins og Menningarkorts Reykjavíkur fá frítt inn. Athygli er vakin á því að gengið er inn í safnið frá portinu milli Hafnarhúss og Tollhúss. Í sýningunni Iðavellir koma saman fjórtán öflugir listamenn sem hafa um- breytt sýning- arsölum og fleiri rýmum hússins með verkum sín- um og sjónum beint að þeirri grósku sem einkenn- ir íslenska myndlistarsenu, eins og segir í tilkynningu frá safninu. Anna Rún og Styrmir veita leiðsögn Anna Rún Tryggva- dóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.