Morgunblaðið - 19.08.2021, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.08.2021, Blaðsíða 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Þetta er búið að vera æðislega spennandi verkefni að glíma við og það eru skemmtilegir hópar og lista- menn að stíga á svið,“ segir Viktor Orri Árnason sem sér um útsetn- ingar á tónleikunum Nýklassík og Sinfó þar sem Sinfóníuhljóm- sveit Íslands og margir af vinsæl- ustu tónlistar- mönnum landsins taka saman hönd- um. Þar koma fram GDRN, Flóni, Bríet, Joey Christ, Logi Pedro, Unn- steinn, JóiPé og Króli, Cell7 og Reykjavíkurdætur. Hljómsveitarstjórn er í höndum Daníels Bjarnasonar. Fyrstu tónleikarnir verða í Eld- borg Hörpu í kvöld, fimmtudaginn 19. ágúst kl. 20, aðrir annað kvöld, föstudaginn 20. ágúst, einnig kl. 20, og loks aukatónleikar laugardaginn 21. ágúst kl. 17. Viktor segir mest um þekktari lög tónlistarmannanna að ræða. Sam- kvæmt upplýsingum frá Sinfón- íuhljómsveitinni geta gestir tón- leikanna til dæmis átt von á því að heyra lög eins og „Án þín“ með GDRN, „Ógeðsleg“ með Reykjavík- urdætrum, „Geimvera“ með JóaPé og Króla og „Rólegur kúreki“ með Bríeti. Þó segir Viktor að eitt og eitt lag verði á dagskránni sem er kannski minna þekkt og í rólegri kantinum til þess að „skapa dýna- mík“. „Við reyndum að búa til ein- hver ris og vera svo með róleg lög inni á milli.“ „Mikill hausverkur“ Það er ekki alveg einfalt mál að útsetja þessi vinsælustu popplög landsins fyrir sinfóníuhljómsveit. „Þetta var mikill hausverkur. Hug- myndin er að koma þessum lögum í sinfónískan búning og að elektróník hafi ekkert hlutverk og þannig njóti sinfónían sín best. Við gerum ráð fyrir því að það þurfi ekki að magna sinfóníuna upp,“ útskýrir Viktor. „En það er hægara sagt en gert, því söngvararnir verða að vera upp- magnaðir og því tvístrast aðeins hljóðheimur þeirra sem heyrast úr hátölurum og hljómur sinfóníunnar. Þá verður sjálfkrafa erfiðara að koma töffaralögunum á framfæri, eins og til dæmis rapplögunum. Þeg- ar trommur og grúv kemur inn þá er það fljótt farið að kæfa niður sinfón- íuna. Maður verður einhvern veginn að reyna að laga heildarmyndina,“ segir Viktor. Sumum lögunum sé þó einfaldara að koma vel til skila, sér- staklega hljóðlátari lögunum. Þessi vinsælu popplög ættu, að sögn Viktors, að vera auðþekkjanleg þótt þau séu komin í nýjan búning. „Ég hef haft ágæta reynslu af því að skrifa fyrir sinfóníuna í poppsam- hengi og ég ákvað að fara þá leið, vit- andi hvað hvert lag er æft lítið og að allir listamennirnir eru óvanir því að fá svona lítinn tíma til að æfa og hafa kannski aldrei stigið á svið með sin- fóníusveit. Ég held mig við þeirra strúktúr og meginmelódíur. Mér fannst mikilvægt að áheyrendur tengi við lögin, því þeir eiga að hafa gaman.“ Einstaka útsetningar á tón- leikunum verða þó aðeins út fyrir kassann, að sögn Viktors. Töffaralögin koma á óvart Viktor á í erfiðleikum með að velja uppáhaldslag á tónleikunum. „Þessi töffaralög, rapplögin, koma skemmtilega á óvart, en það er erfitt að segja, ætli „Án mín“ með GDRN sé ekki samt uppáhaldslagið mitt í þessum sinfóníska búningi.“ Fyrsta æfing var á mánudag og það var einmitt eftir hana sem blaða- maður náði tali af Viktori. Hann sagði fyrstu æfinguna hafa gengið vel en þó hafi komið upp ýmis vanda- mál sem hafi þurft að tækla, eins og við megi búast á fyrstu æfingu. Viktor vinnur náið með Daníel Bjarnasyni, sem sér um að stjórna hljómsveitinni en fær aðstoð frá Viktori úr salnum. Viktor segir að það sé gott að hafa eyru bæði uppi á sviði og úti í sal og eiga í samtali þar á milli. „Það er bara búið að vera mjög skemmtilegt.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Viktor tekur að sér útsetningar sem þessar. Hann útsetti um það bil helminginn af lögunum sem voru flutt þegar Hjaltalín lék með Sinfó. Hann hefur einnig útsett nokkur lög fyrir Emilíönu Torrini. „Ég gerði einu sinni voða flókna útsetningu af „Hafið er svart“ eftir Jónas Sigurðs- son og lærði mjög mikið af því. Þeg- ar maður fer að gera of mikið þá gefst ekki tími til að slípa til. Maður þarf að fara varlega, vera ekki að gera of mikið af tilraunum. Maður þarf að vera öruggur. Ég er að reka mig á það líka núna. Það er stundum aðeins of mikil tilraunamennska í gangi sem tekur kannski of mikið pláss frá mikilvægari melódíum.“ Viktor hefur einnig reynslu af því að gera hljómsveitarútsetningar í kvikmyndaheiminum fyrir virt tón- skáld á borð við Hildi Guðna, Jóhann Jóhannsson, Ólaf Arnalds og hinn þýska Volker Bertelmann. Hann segir þó að verkefnið Nýklassík og Sinfó sé allt annað. „Þetta er „live“ og þetta er popp. Það er geðveikt spennandi að glíma við að koma hugmyndunum til skila og það með sinfóníuna okkar í aðal- hlutverki. Sinfónían vill bjóða fólki að heyra hvernig hún getur hljómað í svona samhengi. Þetta verður al- veg æðislega skemmtilegt og ég vona að þetta sé verkefni sem eng- inn mun gleyma.“ Nýklassík Vinsælu tónlistarmennirnir Flóni, GDRN, Joey Christ, Bríet, Reykjavíkurdætur, Logi Pedro, Cell7 og JóiPé og Króli auk Unnsteins munu flytja tónlist sína með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Viktor Orri, sem sér um útsetningar, segir það hafa verið spennandi að glíma við verkefnið. „Verkefni sem enginn mun gleyma“ - Stórtónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og margra vinsælustu poppstjarna landsins - Viktor Orri Árnason, sem sér um útsetningar, segir hægara sagt en gert að koma lögunum í sinfóníubúning Viktor Orri Árnason Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími 8:00-16:30 Gerðu vel við þig og þína með gæða kjöti Frábært úrval af flottum steikum Tónlistarmað- urinn Benni Hemm Hemm og hljómsveit halda stuðtónleika á Kex hosteli í kvöld kl. 20, að því er fram kem- ur á Facebook. Segir þar að hljómsveitin sé búin að fara yfir lagalistann með stuðgleraugun á nefinu og hafi eim- að saman 100% gleði og gaman. Er fólk hvatt til að taka með sér dans- skóna. Benni heldur stuð- tónleika á Kexinu Benni Hemm Hemm Myndlistarmað- urinn Lucas Bury leiðir gesti um hin ýmsu úti- listaverk í Efra- Breiðholti í kvöld kl. 20 og segir frá á pólsku. Gangan hefst við verk Söru Riel, „Fjöðrina“, sem er á húsgafli við Asparfell við Mini-Market í Drafn- arfelli 14. Gestir eru beðnir að skrá sig áður á vef Listasafns Reykjavíkur. Leiðir kvöldgöngu í Breiðholti á pólsku Lucas Bury Bandaríski upptökustjórinn Chucky Thompson er látinn, 53 ára að aldri, af völdum Covid-19, að því er fram kemur í frétt á vef The New York Times. Thompson kom að mörgum smellum á ferli sínum og vann með vinsælum tónlistar- mönnum á borð við Mary J. Blige og Notorious B.I.G. „Hugur minn er alltaf stilltur á upptöku,“ mun hann eitt sinn hafa sagt í viðtali þegar hann var spurður hvernig hann færi að því að sækja innblástur svo víða að úr heimi tónlistarinnar. Thompson átti stóran þátt í því að móta hljóm hipphopp- og R&B- tónlistar í Bandaríkjunum á tíunda áratug síðustu aldar og var hann þá á þrítugsaldri. Vann hann þá fyrir Bad Bo}y Entertainment, útgáfu- fyrirtæki Seans „Diddys“ Combs. Thompson lést á spítala í Los Ang- eles. Virtur Chucky Thompson var mikils met- inn upptökustjóri og áhrifamikill. Chucky Thompson lést af völdum Covid
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.