Morgunblaðið - 19.08.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021
Mörkin 6 - 108 Rvk.
s:781-5100
Opið: 11-18 virka daga
www.spennandi-fashion.is
Lokað á laugardögum í sumar.
MAMA B - HAUST 2021
Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is
Ten Points Pandora
28.990 kr.
Nýjar vörur frá
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
Netverslun á www.belladonna.is
Fæst í
netverslun
belladonna.is
Nýjar haustvörur streyma inn
Skipholti 29b • S. 551 4422
Fisléttir dúnjakkar
frá Junge
Skoðið
laxdal.is
Bæjarlind 6 | Sími 554 7030
Við erum á facebook
Nýtt frá
Katrín Jak-
obsdóttir for-
sætisráðherra
tók í gær á móti
yfirlýsingu um
að uppræta yrði
kynbundið og
kynferðislegt of-
beldi gegn kon-
um og stúlkum.
Yfirlýsingin var
afhent forsætisráðherra með raf-
rænum hætti, að loknum heims-
fundi kvennasamtaka og
aðgerðasinna sem berjast gegn
kynbundnu og kynferðislegu of-
beldi.
Í yfirlýsingunni kemur fram
ákall til stjórnvalda um heim all-
an, alþjóðastofnana og samtaka
um að taka höndum saman með
þolendum og aðgerðasinnum og
byggja á þeirra reynslu þegar
kemur að aðgerðum og stefnu-
mótun gegn kynferðislegu og
kynbundnu ofbeldi gegn konum
og stúlkum.
Kvennasamtökin segja í yf-
irlýsingunni að kynbundið of-
beldi takmarkist ekki við
kórónuveirufaraldurinn heldur
sé viðvarandi samfélagslegur
vandi sem eigi sér stað innan
sem utan heimila.
Tók við yfirlýsingu
um að uppræta of-
beldi gegn konum
Katrín Jakobsdóttir
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhann-
esson, og Eliza Reid forsetafrú
héldu til Kaupmannahafnar í gær
þar sem þau munu dvelja til 20.
ágúst. Ferðin er farin í tilefni af
„World Pride“-hátíðinni sem fer
fram í Kaupmannahöfn og Málmey
þessa dagana.
Í ferðinni munu forsetahjónin
sækja fjölda viðburða og ýmist flytja
þar ræður eða halda ávörp.
Má þar nefna setningarræðu for-
setans á alþjóðaráðstefnu um mann-
réttindi í Øksnehallen í Kaupmanna-
höfn í dag og framsöguræðu hans á
morgun á danska þjóðþinginu á al-
þjóðlega viðburðinum „Inter-
parliamentary Plenary Assembly“
en þann viðburð sækja rúmlega 200
stjórnmálamenn frá 53 löndum.
Eliza Reid forsetafrú mun halda
ávarp á ráðstefnunni „Refugees,
Borders and Immigration“ í Málmey
í Svíþjóð á morgun, þar sem sjónum
verður beint að stöðu hinsegin
flóttafólks og hælisleitenda.
Flytja ræður og ávörp ytra
- Forsetahjónin til Kaupmannahafnar og Málmeyjar
Morgunblaðið/Sigurður Unnar
Forsetahjónin Guðni og Eliza eru
komin til Kaupmannahafnar.