Morgunblaðið - 19.08.2021, Side 36

Morgunblaðið - 19.08.2021, Side 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021 ✝ Sigurður Ragnar Krist- jánsson (Siggi Raggi) fæddist í Reykjavík 7. nóv- ember 1973. Hann lést á Borgarspít- alanum 1. ágúst 2021. Foreldrar hans eru hjónin Kristján Guðni Hall- grímsson pípulagn- ingameistari, f. 2.11. 1949, og Steinhildur Sigurðardóttir fé- lagsráðgjafi, f. 20.10. 1953. Systir Sigga er Edda Björk Kristjánsdóttir, f. 9.11. 1976. Eiginmaður hennar er Jón Trausti Ólafsson, f. 9.5. 1974. Börn þeirra eru Diljá Björk Örvarsdóttir, f. 30.11. 1996, Arnar Ingi Traustason, f. 16.11. 1997, og Hildur Karitas Traustadóttir, f. 4.4. 2006. Siggi ólst upp á Álftanesi og bjó þar til 22 ára aldurs en þá flutti hann í Kópavog. Hann bjó þar í fjögur ár og flutti svo í Hátún 10b og bjó þar til dánardags. Siggi gekk í Álftanes- skóla frá 1.-7. bekk og fór svo í Öskju- hlíðarskóla þar sem hann kláraði sína skólagöngu. Siggi byrjaði að vinna hjá hand- verkstæðinu Ás- garði árið 1994 og vann þar til dánardags. Til margra ára æfði Siggi íþróttina boccia ásamt því að taka virkan þátt í leikhóp- unum Blikandi stjörnum og Halaleikhópnum. Siggi hafði einnig mjög gaman af því að spila ýmis spil. Útför Sigga verður gerð frá Vídalínskirkju í dag, 19. ágúst 2021, klukkan 13. Útförinni verður streymt: https://streyma.is/streymi/ Hlekk á streymi má finna á: https://mbl.is/andlat/ Við kveðjum Sigga okkar í dag, allt of snemma. Þegar dauðinn birtist okkur á þennan hátt, miskunnarlaus og óskiljanlegur leitar hugurinn ósjálfrátt inn á við og ýmsar vangaveltur um möglegar rökrétt- ar skýringar á því af hverju þetta sé veruleikinn og jafnvel hvert hlutverk okkar allra sé og tilgang- ur. Við fáum öll misjöfn hlutverk í þessu lífi. Siggi gegndi mikilvægu og margþættu hlutverki. Við vor- um bara tvö systkinin, hann var stóri bróðir minn og tók því hlut- verki mjög alvarlega. Hann pass- aði alltaf upp á systur sína og sagði við alla þá sem ég umgekkst að það væri sko honum að mæta ef þeir kæmu ekki vel fram við mig og steytti jafnvel fram hnefann til að leggja áherslu á orð sín. Siggi kenndi mér svo margt um lífið, um þakklæti og fjölbreytileika. Ég man svo vel þegar hann var að ræða við okkur um hvað lífið væri skrítið. „Þetta er nú meiri fjöl- skyldan, Dilja með gat á hjartanu, Edda með þrjú nýru og ég rugl- aður í hausnum“, svo hló hann. Siggi var guðfaðir elstu dóttur minnar Dilju, hann tók því hlut- verki mjög alvarlega og ræddi þetta oft, honum þótti svo vænt um þetta hlutverk. Siggi gegndi líka mikilvægu hlutverki í stórfjöl- skyldunni og í vinahópum sínum þar sem honum var sýnd mikil umhyggja, með öllum sínum kost- um og göllum. Siggi var mjög ætt- rækinn og honum þótti einstak- lega gaman að pæla í ættartengslum og hann lagði líka mikla rækt við vini sína, gamla sem nýja. Í hvert skipti sem ég heyrði í honum færði hann mér kveðju frá einhverjum, hann hitti svo marga og var í tengslum við svo marga. Sigga var líka falið ábyrgðarhlutverk á sínum yndis- lega vinnustað, Ásgarði. Þar vann hann á söginni og af mikilli ná- kvæmni skar hann út þúsunda leikfanga og skrautmuna sem prýða nú fjölda heimili. Hann fékk líka stundum það hlutverk að taka á móti nýjum starfsmönnum og hjálpa þeim að aðlagast nýjum vinnustað. Honum þótti svo vænt um vinnustaðinn sinn. Honum þótti gaman að koma fram, leika sér, spila, hafa gaman og rifja upp gamlar sögur af grall- araskap. Hann vildi fá að lifa sínu lífi eins og honum sýndist og fannst erfitt ef einhverjir voru að skipta sér af því hvernig hann valdi að lifa sínu lífi, „þetta er mitt líf, ég lifi mínu lífi eins og ég vill“ sagði hann alltaf. Það þýddi ekk- ert að ræða það meir. Siggi hefði ekki getað fengið betri foreldra sem sinntu sínu stóra hlutverki svo fallega og af mikilli alúð alla tíð. Þau héldu miklu sambandi og heyrðu í hon- um nánast daglega og stundum oft á dag, lífið þeirra var fullt af „Sigga stundum“, tómarúmið sem nú myndast minnkar vonandi með tímanum og ljúfar minningar koma í staðinn. Það sem einkenndi Sigga var að hann var einstaklega tilfinninga- ríkur og með stórt hjarta, það er líklega þess vegna sem hann snerti svo marga í kringum sig. Það er kannski kaldhæðnislegt en það var einmitt dánarmein hans – stækkun á hjarta. Það er stórt skarð hoggið í okk- ar litlu fjölskyldu, vegur sorgar- innar er sennilega langur og hlykkjóttur en verður vonandi á endandum fær. Minnig okkar um glaðan grallara sem gaf svo mörg- um mikið, lifir í hjörtum okkar og mun leiða okkur áfram veginn. Hvíl í friði elsku Siggi minn. Þín systir Edda. Elsku Siggi Raggi, frændi okk- ar. Okkur systur setti hljóðar við skyndileg veikindi þín og andlát. Við gerðum mjög mikið saman, fórum í leikhús, út að borða og svo komst þú í 60 ára afmælið okkar. Það var gaman að koma til þín í Fannborg og Hátún og líka þegar þú varst að selja í Kringlunni og þegar þú komst í heimsókn til okk- ar. Það verða ekki fleiri símtöl frá þér um að fá að koma í heimsókn til okkar. Nú ert þú búinn að hitta mömmu og þið skemmtið ykkur vel saman. Okkur langar að kveðja þig með þessu ljóði: Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Hávamál) Elsku Steinhildur, Kristján, Edda og fjölskylda, við sendum ykkur samúðarkveðjur. Þínar frænkur, Adda, Bára, Alda og fjölskylda. Sigurður Ragnar kallaði ég hann nokkrum sinnum, það mis- líkaði honum. Hann tók því sem skömmum, ég átti að kalla hann Sigga Ragga, eða bara Sigga. Og þannig var það! Hreint og klárt. Hann þakkaði mér iðulega fyrir að treysta sér fyrir stórum hlutverkum á sviði hjá Halaleikhópnum, þrátt fyrir að hlutverkin sem hann lék hjá mér væru ekkert sérlega stór. Þau nægðu honum. Hann vissi að hann ætti erfitt með að læra texta, og þegar ég krafðist þess að hann lærði hann allan utan að féllust honum hendur. En hann hafði það. Var stoltur af því að skila text- anum og hlutverkinu sem hann var að leika, eins og leikara sæmdi. Hann er nú kominn á ann- að svið, vonandi fær hann stærri hlutverk þar, þar sem hann sýnir getu sína, ísmeygilegan kaldhæð- inn húmor sinn og væntumþykj- una sem hann hafði gagnvart öðr- um. Siggi, hvíl í friði. Hans nánustu sendi ég samúð- arkveðjur. Guðjón Sigvaldason leikstjóri. Sigurður Ragnar Kristjánsson Stórt skarð er höggvið í fjölskyld- una ykkar, elsku hjartans Jón Ágúst bróðir, Bjarki Rafn, Vala Sif, Sindri Freyr og Vera Björk. Þegar við lítum yfir farinn veg er það óraunverulegt að Rúna verði ekki með okkur áfram í verk- efnum dagsins og spjalli um lífið og tilveruna. Rúna var falleg að utan sem innan. Harðdugleg og mikill orku- bolti. Rúna var alltaf úrræðagóð og vinur vina sinna, í raun. Sönn og óspör á tíma sinn til að hjálpa öðr- um. Sannarlega vinur í raun, alltaf. Við trúðum því algerlega að Rúna myndi hressast og sigrast á því meini, sem nú hefur tekið hana frá okkur. Ekkert er sárara en að missa ástvin og fram undan eru ólíkir tímar og breyttar áherslur, annað sjónarhorn, önnur reynsla. Guð gefi ykkur kjark og styrk til að halda áfram, kæra fjölskylda, án elsku Rúnu okkar. Líður dagur, fríður fagur, Færist nær oss hin dimma nótt, Stjörnurnar loga bláum á boga, Benda þær andanum vært og hljótt Til að dreym’um hærri heima, Guðrún Indriðadóttir ✝ Guðrún Indr- iðadóttir, Rúna, fæddist 18. júní 1955. Bálför fór fram 17. ágúst 2021. hold á fold meðan blundar rótt. (Valdimar Briem) Ingibjörg og Baldvin. Rúna frænka mín er farin frá okkur langt fyrir aldur fram eftir snörp veikindi. Elsku frænka, ég vil þakka þér fyrir öll góðu árin, yndisleg sumur í Fljótshlíðinni þar sem þú kenndir okkur systrum meðal annars að búa til te úr blóðbergi og tína lúpínufræ. Takk fyrir góðu samveru- stundirnar með ykkur Jóni í Ljósheimunum, sem varð mitt annað heimili þegar ég var við nám í Reykjavík. Það var alltaf svo mikið líf í kringum þig. Mikið spjallað, rökrætt og hlegið. Þið tókuð alltaf svo vel á móti mér og vilduð allt fyrir mig gera. Nú hef ég búið allmörg ár í Noregi og ég man hversu glöð ég var þegar þú komst í heimsókn til mín. Það var bara fyrir rúmu ári síðan að þú hafðir orð á því að þú vildir fara að koma aftur í heimsókn. Að þú saknaðir okkar. Stuttu seinna veiktist þú og tíminn sem ég hélt að við hefðum hvarf á auga- bragði. Ég sakna þín líka, frænka mín. Elsku Jón, Bjarki, Vala, Sindri, Vera og fjölskyldur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Fríða Rúnarsdóttir. ✝ Ragnheiður Hjördís Ingvarsdóttir (Daddý) fæddist á Patreksfirði 17. nóvember 1929. Hún lést á líkn- ardeild Land- spítalans 30. júlí 2021. Hún ólst upp á Hvammstanga hjá móður sinni Ingi- björgu Jónsdóttur og stjúpföður Þórhalli Kristjánssyni. Þar ólust einnig upp eftirlifandi systkini hennar, Arnheiður, Hólmfríður og Hreiðar. Að skyldunámi loknu hélt Ragnheiður í Hér- aðsskólann á Laugarvatni og þaðan í Kvenna- skólann á Blöndu- ósi. Loks lá leið hennar í Hjúkr- unarkvennaskól- ann þaðan sem hún útskrifaðist árið 1953 og varð hjúkr- un hennar ævistarf. Ragnheiður eignaðist tvo syni, Þórhall árið 1952 og Gísla Dan árið 1960. Barnabörnin urðu fimm og langömmubörnin tíu. Útförin fór fram 13. ágúst 2021. Mig langar með fáum orðum að minnast Ragnheiðar sem ég kynnt- ist fyrir hálfri öld. Fyrstu þrjátíu árin var hún tengdamóðir mín og vinskapur okkar hélst alla tíð. Hef ég fyrir satt að Ragnheiður hafi verið fær í sínu starfi, samvisku- söm, ósérhlífin og góður vinnu- félagi. Hún átti fallegt heimili þar sem hverjum hlut var ætlaður stað- ur og allt fágað og hreint. Eitt lang- ömmubarnanna hafði á orði að langamma hlyti að vera mjög rík því að hún ætti svo flotta ljósa- krónu bæði úr „gulli og demönt- um“. Ragnheiður fór gjarnan í fríum til Spánar þar sem hún undi sér svo vel að eftir starfslok dvaldi hún þar oft svo mánuðum skipti. Síðustu ár- in fór heilsu hennar hrakandi þó að andlegri reisn héldi hún til hinstu stundar. Verst þótti henni þegar sjónin fór og hún hætti að geta lesið sér til gleði. Hafði hún alltaf lesið mikið bæði á ensku og Norður- landamálum. Hljóðbækur komu þó að gagni og var hún yfirleitt búin að „lesa“ nýjustu bækurnar langt á undan mér. Síðustu árin sá hún þó að mestu um sig sjálf. Eldri sonur hennar verslaði það sem vantaði og hádegisverð fékk hún í búsetu- kjarnanum á Lindargötunni þar sem hún bjó. Hún spurði mikið eftir börnunum mínum þremur og lang- ömmubörnunum. Gaf hún þeim jólagjafir og vildi vita hvað þau væru að aðhafast. Mig langar að leiðarlokum að þakka henni samfylgdina og allar góðu stundirnar okkar yfir spjalli og kaffisopa. Öllum aðstandendum sendi ég samúðarkveðjur. Jóhanna Antonsdóttir. Ragnheiður Hjör- dís Ingvarsdóttir Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓREY KETILSDÓTTIR kennari, Lönguhlíð 9a, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 27. júlí. Útförin fór fram í kyrrþey 6. ágúst. Þórey hvílir í Lundarbrekkukirkjugarði í Bárðardal. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Sverrir Thorstensen Ketill Þór, Kristján Óli, Sigurður Reynir og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNA I. HALL hjúkrunarkona, Glósölum 7, er látin. Útför hennar mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ragnheiður K. Guðmundsd. Egill Erlingsson Gunnlaugur Þ. Guðmundss. Berta Hannesdóttir Elvar, Íris Jóna, Regína Lilja og Hannes Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BERTHA VIGFÚSDÓTTIR, Arnartanga 82, Mosfellsbæ, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk sunnudaginn 8. ágúst. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarsjóð Umhyggju – félags langveikra barna. Gunnar Á. Hinriksson Berglind Gunnarsdóttir Ásgeir Sæmundsson Vala Björk Gunnarsdóttir Markús Stefánsson Ari Ásberg Ásgeirsson Agnes Aðalbjörg Ásgeirsdóttir Embla Markúsdóttir Ástkær móðir mín, tengdamóðir, systir okkar og mágkona, GUÐRÚN BJARNADÓTTIR, Gunný, lést á Landspítalanum 4. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Daníel Gunnsteinn Haraldss. Kristrún Ósk Brynjarsdóttir Ingibjörg Bjarnadóttir Hannes Erlendsson Ágúst Bjarnason Guðrún C. Emilsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR KRISTJÁNSSON verkstjóri, lést á líknardeild LSH þriðjudaginn 17. ágúst. Jarðarför auglýst síðar. Jónína H. Eiríksdóttir Anna Sigríður Sigurðardóttir Tryggvi Þormóðsson Aðalheiður St. Sigurðardóttir Guðmundur Lárusson Eiríkur Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, BORGHILDUR MAACK hjúkrunarfræðingur, lést þriðjudaginn 3. ágúst. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 20. ágúst klukkan 13. Vera Maack Pálsdóttir Nanda María Maack Murangi Borghildardætur og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.