Morgunblaðið - 19.08.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.08.2021, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021 Sýningareldhús - Draghálsi 4 - 110 Reykjavík - Sími: 535 1300 - verslun@verslun.is T a k ti k 5 7 3 6 # Djúpsteikingarpottar Super Easy línan frá FriFri Afkastamiklir djúpsteikingarpottar sem standa á gólfi eða upp á borði, ef plássið er lítið. Gæða smíði frá einum stærsta framleiðanda í Evrópu.Super Easy 422 Super Easy 211 Frifri Frita 652000 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is K apella við Straumsvík, Staðarborg á Vatnsleysu- strönd og Selatangar vestan við Grindavík. Þrír staðir suður með sjó eru hér til frá- sagnar, minjar frá fyrri tíð sem greinarhöfundur hefur gert sér er- indi til að skoða að undanförnu. Grúsk í gömlum ritum leiðir í fram- haldinu oft til ferðalaga þar sem svör við einu leiða af sér spurningar um annað. Svipur landsins er fjöl- breyttur; náttúran og minjar um menningu, sögu og lífsbaráttu. Barbara við Straumsvík Á hraunruðningi sunnan við ál- verið í Straumsvík er hlaðið byrgi; friðlýstar rústir kapellu sem láta lítið yfir sér. Vegur liggur frá Reykjanes- braut að hólnum þar sem kapellan blasir við. Veggir þessa húss voru endurhlaðnir fyrir margt löngu; en þekjan sem hvíldi á veggjunum er löngu fallin. Alfaraleiðin til byggða og verstöðva á Suðurnesjum lá forð- um daga nærri kapellunni. Við hana varð kennt hraunið sem hér rann seint á 12. öld, segir Jónatan Garð- arsson útvarpsmaður í pistli á vefn- um hraunavinir.is. Sjálf húsatóftin er rúmir tveir metrar á hvern kant og dyr snúa til vesturs. Á því herrans ári 1950 rann- sakaði Kristján Eldjárn, þjóðminja- vörður og síðar forseti Íslands, rústir kapellunnar og fann þá brot úr lík- neski heilagrar Barböru. „Líkneskið sýnir þá að húsarúst þessi mun vera síðan fyrir siðaskipti … Það hefur að líkindum verið kap- ella þar sem vegfarendur gætu stað- næmzt til að gera bæn sína,“ segir Kristján Eldjárn í grein í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1955. Kristján tók fram að líkneski Barböru sanni ekki fullkomlega að þarna hafi verið kapella „… en hún bendir þó til þess að menn hafi haft þar tilbeiðslu um hönd öðrum stöð- um fremur,“ eins og þar stendur. Á degi heilagrar Barböru þótti gott að heita í háska af eldi, spreng- ingum og slíku, jafnframt því að vera verndarvættur hermanna. Í dag er í kapellurústinni eftirgerð líkneskis Barböru, en stundum kemur fólk kaþólskrar trúar til bænagjörðar og annars slíks á þessum stað, sem stendur við þjóðbraut þvera. Hringur á heiði Á Reykjanesbraut, rétt eftir að komið er suður fyrir Kúagerði og að afleggjaranum á Vatnsleysuströnd, sést Staðarborg, sem er á heiðinni norðan við veginn. Að borginni er best að ganga afleggjarann að Kálfa- tjarnarkirkju, hvar er skilti og skýr- ar merkingar sem koma fólki á spor- ið. Leiðin er um 1,5 kílómetrar og þegar komið inn á heiðina sést borg- in brátt; hringur sem að utanverðu er um 35 metrar í ummáli. Tveggja metra háir veggirnir eru hlaðnir úr grjóti og ummál hringsins er um 8 metrar. Staðarborg var friðlýst árið 1951, en ekki er vitað hvenær hún var hlaðin. Um tilurð hennar er að- eins til munnmælasaga; sú að Guð- mundur nokkur hafi hlaðið borgina fyrir Kálfatjarnarprest, sem hafi þótt nóg um þegar honum varð ljóst að fullhlaðið með þekju myndi mann- virkið gnæfa yfir turn kirkjunnar á Kálfatjörn. Hafi prestur þá bannað að haldið yrði áfram, svo Guðmundur hljóp frá verkinu sem síðan hefur staðið óhreyft um aldir. Verstöð við suðurströnd Selatangar eru gömul verstöð austan við Grindavík, um þrjá kíló- metra vestan við minni Geldingadals þar sem hraunelfur úr Geldinga- dölum hefur runnið fram í átt að Suðurstrandarvegi. Frá Selatöngum var um aldir og alveg fram til ársins 1880 róið til fiskjar á vegum Krýsu- víkurbónda og Skálholtsbiskups og þarna standa enn minjar um verbúð- ir, fiskbyrgi og fiskigarða. Alls eru þarna rústir um 20 húsa og nokkurra annarra mann- virkja. Þarna tíðkaðist til dæmis að þurrka fiskinn; sem síðan var geymdur til vertíðarloka. „Fiskverkunin fólst fyrst og fremst í því að þurrka fiskinn. Fisk- urinn var breiddur á garða eða möl og roðið ætíð látið snúa niður á dag- inn en upp að næturlagi. Sums stað- ar var fiskur þurrkaður í grjótbyrgj- um eins og þeim sem eru á Selatöngum. Birgin voru einnig not- uð til að geyma fullharðnaðan fisk,“ segir í umfjöllun á vef Minjastofn- unar Íslands. Hleðslur Kapellan við Straumsvík, lengst til vinstri, þá Staðarborg á heiði við Vatnsleysuströnd og loks Selatangar, hin yfirgefna verstöð sem er fyrir austan Grindavík. Þaðan var róið um aldir. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Rölt að rústum á Reykjanesskaga Minjar! Hrundar borgir og veröld sem var. Yfirgefnir staðir við Straumsvík og víðar segja miklar sögur. Kapella Eftirgerð líkneskis heilagrar Barböru ásamt ljósluktum er að finna í tóftum hinnar helgu byggingar sem stendur rétt sunnan við álverið. Sér- staklega þótti Barbara virka vel sem vernd gegn eldi og sprengingum. Suður með sjó Keflavík Grindavík Hafnarfjörður Kapella Staðarborg Selatangar Kleifarvatn Um sl. helgi var Hamingjumót Víkings í fótbolta haldið í fyrsta sinn, en það kom í stað Arionbanka-móts sem haldið hefyr verið undanfarin 10 ár. Hluti af þátttökugjaldinu nú, ein millj- ón króna, rennur til Umhyggju – félags langveikra barna á Íslandi. „Með þessu viljum við Víkingar stuðla að velferð barna, líka þeirra sem ekki geta tekið þátt í fótboltamótum vegna veikinda,“ segir í tilkynningu, haft eft- ir Davíð Ólafssyni mótsstjóra. Um 1.700 þátttakendur mættu í Víkina í þrjú hólf þar sem vel var gætt að öllum sóttvörnum. Takmörkun var á því hversu margir fullorðnir máttu vera í hverju hólfi. Slíkt fól í sér tals- verða áskorun varðandi skipulag. Mótshaldið gekk þó vel upp, en fram- kvæmd þess var í höndum foreldra, sjálboðaliða og fleiri. Allir þátttakendur fengu verðlauna- poka við mótslok. Í pokanum voru for- láta hamingjuverðlaunapeningur, gjafabréf frá Hamborgarafabrikkunni og bókin um Berta og þjófóttu mýsnar. Styrktaraðili mótsins, Zaidoon Al- Zubaidy, er höfundur bókarinnar sem fjallar um köttinn Berta, sem getur allt sem hann vill. 1.700 krakkar kepptu á Víkingsmóti í knattspyrnu Skemmtilegt hamingjumót og Umhyggja fékk góðan stuðning Fótbolti Allir skemmtu sér vel á mótinu og í mótslok var fulltrúum Umhyggju afhent ávísun á myndarlegan fjárstuðning, sem kemur sér vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.