Morgunblaðið - 19.08.2021, Page 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021
Á nýja vefnum www.opinber-
umsvif.is, sem er á vegum fjár-
mála- og efnahagsráðuneytisins, er
að finna upplýsingar um tekjur og
gjöld hins
opinbera.
Vefurinn er
hinn fróðleg-
asti og þakk-
arvert fram-
tak enda
mikilvægt
fyrir almenning að geta glöggvað
sig á umsvifum hins opinbera, bæði
ríki og sveitarfélaga, og séð til
dæmis hvernig helstu stærðir
þróast, hvað hið opinbera tekur til
sín og hvernig það ver skattfénu.
- - -
Meðal þess sem er að finna á
vefnum er þróun tekjustofna
hins opinbera, tölur frá árunum
2014-2020. Þar sést að tekjur hafa á
þessu tímabili vaxið úr 965 millj-
örðum króna í 1.246 milljarða
króna, eða um 29%, sem er gríð-
arleg aukning á ekki lengra tíma-
bili.
- - -
Sérstaka athygli vekur hve mjög
skattar á tekjur og hagnað ein-
staklinga hafa vaxið. Árið 2014
nam þessi tekjustofn 28% af heild-
artekjum hins opinbera en í fyrra
var þetta hlutfall komið upp í 36%.
- - -
Tekjur hins opinbera af tekju-
sköttum einstaklinga höfðu á
þessu árabili hækkað úr 271 millj-
arði króna í 449 milljarða króna,
sem er 66% hækkun!
- - -
Almenningur finnur fyrir þessu
með mjög beinum hætti um
hver mánaðamót og þetta er aug-
ljóslega vandi sem verður að taka á.
- - -
Það getur ekki gengið að skattar
á tekjur almennings vaxi svo
hömlulaust.
Svimandi hækkun
skatta á almenning
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Í dag eru fimm mánuðir síðan að eldgos hófst í
Geldingadal við Fagradalsfjall þann 19. mars. Þá
hafði jarðskjálftahrina staðið yfir á Reykjanesi um
þriggja vikna skeið. Samkvæmt Jarðvísindastofnun
Háskóla Íslands má skipta gosinu í fjögur tímabil.
Fyrsta tímabilið stóð í um tvær vikur og einkennd-
ist af fremur stöðugu hraunrennsli. Annað tímabil-
ið, sem einnig stóð í tvær vikur, einkenndist af opn-
un nýrra gosopa norðan við upphaflegu gígana.
Hraunrennsli var þá nokkuð breytilegt.
Þriðja tímabilið stóð í tvo og hálfan mánuð og end-
aði í lok júní. Hraunrennsli var lengst af nokkuð
stöðugt og rann ýmist í Geldingadali, Meradali eða
Nátthaga. Fjórða tímabilið hófst síðan í lok júní. Það
einkennist af kviðukenndri virkni. Hraunrennsli
virðist hafa sveiflast töluvert á þessu tímabili.
Á vef stofnunarinnar segir að eldgosið sé um
margt frábrugðið þeim gosum sem hafa orðið und-
anfarna áratugi, sem flest hafi átt upptök í kviku-
hólfum undir megineldstöðvum þar sem þrýstingur
í hólfinu og stærð þess réði mestu um stærð og
lengd goss. Í Fagradalsfjalli virðist sem að að-
streymisæðin og eiginleikar hennar ráði mestu um
kvikuflæðið.
Eldgosið staðið yfir í 5 mánuði
- Skipta má hegðun eld-
gossins í fjögur tímabil
Morgunblaðið/Baldur
Eldgos Gosið hefur nú staðið yfir í fimm mánuði
en það hófst 19. mars í Geldingadölum.
Strandveiðar eru bannaðar frá og
með deginum í dag. Sævar Þór Ás-
geirsson skipstjóri á Slyng EA 74
frá Dalvík segir að veiðin hafi verið
góð þetta sumarið.
Í dag veiddi Sævar Þór rígaþorsk
sem reyndist vera um 15 kíló.
„Þessi var þó ekki endilega í stærra
lagi en í dag veiddum við um 470
kíló af fiski sem var þyngri en átta
kg. Það var mjög góður fiskurinn í
dag og hefur verið síðustu daga,“
segir Sævar Þór.
Leyfi til strandveiða þetta sum-
arið var gefið út til 688 báta. Síð-
asta fimmtudag var landaður afli
strandveiðibáta samtals 11.307.531
kíló, sem er um 88% af heimildum.
Þar af hafði verið landað
10.383.143 kílóum af þorski eða um
93% af þeim þorskheimildum sem
úthlutað er. Landssamband smá-
bátaeigenda (LS) bað ráðherra að
auka heimildirnar en þeirri beiðni
hefur verið hafnað. Eru strandveið-
ar því bannaðar með deginum í
dag. urdur@mbl.is
Strandveiði lauk í gær
með góðum afla
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Þorskur Sævar Þór Ásgeirsson segir að síðasti dagur veiða hafi gengið vel.
Baðinnréttingar
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.
Sumaropnun:
Mán. – Föst. 10–17
Laugardaga LOKAÐ
2
0
0
0
—
2
0
2
0