Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2014, Blaðsíða 2

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2014, Blaðsíða 2
Velkomin á Hinsegin daga í Reykjavík Welcome to Reykjavík Pride Hinsegin dagar í Reykjavík eru nú haldnir í sextánda sinn og hátíðin er umfangsmeiri og margbreytilegri en nokkru sinni fyrr. Dagana 5.–10. ágúst bjóðum við upp á fjölbreytta menningardagskrá, svo sem kvikmyndasýningar, fyrirlestra, pallborðsumræður og íþróttaviðburði, að ógleymdum hápunktunum: opnunarhátíð, gleðigöngu, útitónleikum og hátíðardansleik. Að þessu sinni er þema dagskrárritsins „ögrun“ en með því er átt við allt það sem gengur gegn því sem þykir „venjulegt“ eða hefðbundið og vekur fólk til umhugsunar um slík norm. Hinsegin fólk er í eðli sínu ákveðin ögrun við samfélög sem gera ráð fyrir að gagnkynhneigð og kynjaðar staðalmyndir séu sjálfsagðar. Hér er þó líka lögð áhersla á það sem ögrar sjálfu hinsegin samfélaginu en í blaðinu birtast þrjú einlæg viðtöl við einstaklinga sem hafa meðal annars fundið fyrir fordómum og skilningsskorti frá öðru hinsegin fólki. Forsíða blaðsins í ár er einnig ögrandi en að þessu sinni var styttan af Ingólfi Arnarsyni klædd í litrík klæði og atgeirnum breytt í regnbogafána. Hið sama var gert við fleiri styttur sem staðsettar eru meðfram gönguleið gleðigöngunnar og birtast í auglýsingum fyrir hátíðina. Markmiðið með þessum gjörningi er meðal annars að benda á að langflestar stytturnar í miðborg Reykjavíkur eru af (eftir því sem við best vitum) gagnkynhneigðum karlmönnum í valdastöðum, nokkurs konar landsfeðrum, sem hafa orðið að þjóðhetjum í söguvitund Íslendinga. Aftur á móti hafa fáar konur og sárafáir – jafnvel engir – opinberlega hinsegin Íslendingar öðlast þann virðingarsess að fá reista af sér styttu á áberandi stað. Með því að klæða stytturnar í regnbogaliti vill ritstjórn ögra lesendum sínum og hvetja þá til að leiða hugann að því að saga okkar, þjóðerni og menning er að öllum líkindum mun litríkari og fjölbreytilegri en þessar styttur gefa til kynna dagsdaglega. Fyrir hönd stjórnar og samstarfsnefndar Hinsegin daga í Reykjavík bjóðum við ykkur hjartanlega velkomin á hátíðina. Gleðilega Hinsegin daga 2014! Iceland celebrates Reykjavik Pride for the 16th time and this year the festivities are bigger and more diverse than ever before. Between 5–10 August pride visitors are invited to enjoy all sorts of events, from film screenings, lectures and panel discussions to sports events, and of course the main annual events: the Opening Ceremony, the Pride Parade and the Pride Ball. This year the magazine’s theme is “provocation”, or everything that goes against what is considered “normal” or traditional and urges people to think about such norms. Queers are a natural provocation to normative societies, but here we also discuss issues that challenge the gay community and its norms, such as bisexuality, pansexuality and intersex. On the cover of the magazine readers will see another provocation: the landmark statue of Ingólfur Arnarson on the top of Arnarhóll hill, dressed in colours and carrying the rainbow flag. Other statues, which are situated along the parade route and appear in advertisements for the festivities, received the same treatment. Our goal with this performance is to point out that most of the statues in Reykjavík’s city center represent heterosexual (as far as we know) men in power, who have become national heroes in Icelandic historical memory. There are, however, few statues of women and very few – if any – of openly LBGTI individuals in public places in Reykjavík. By dressing the statues in rainbow colours the editorial board seeks to encourage readers to think critically about Icelandic history, nationality and culture – which is much more colourful and diverse than the statues usually imply. On behalf of the board and committees we welcome you to Reykjavík Pride 2014. Happy Pride! Jón Kjartan Ágústsson og Ásta Kristín Benediktsdóttir Landsbankinn 410 4000landsbankinn.is J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Gleðilega hátíð 3

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.