Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2014, Blaðsíða 30

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2014, Blaðsíða 30
að nú væri hann „orðinn gagnkynhneigður“ og ætti þá bara að þagna um þau mál sem á honum brunnu. En þannig hefur Sibbi aldrei litið á málin, kynhneigðirnar eru hans stóra gjöf, og hann leggur rækt við sína gömlu vini í hópi hommanna og menningu þeirra. Og lætur sig varða baráttuna fyrir betra lífi okkar allra. Það hefur margt gott gerst í hreyfingum okkar síðustu áratugi og ný hugtök fæðst. Í dag skilgreini ég mig sem pansexúal, ég hrífst jafnt af konum og körlum, transfólki af báðum kynjum og fólki sem skilgreinir sig sem intersex. Til allrar hamingju hafa nú þessir hópar tekið höndum saman. Það felst í því ótrúlegur styrkur sem við vorum lengi að koma auga á. Og ég hef aldrei týnt áhuganum á baráttunni þótt ég lifi sjálfur ósköp friðsælu lífi núna. Ég hef upp á síðkastið verið að reyna að vekja áhuga fólks á baráttu hinsegin fólks í Rússlandi, reynt að safna saman stuðningshópi á Netinu til að „ættleiða“ unglinga í Austur-Evrópu sem eiga erfitt vegna kynhneigðar sinnar eða kynvitundar. Það gengur erfiðlega, fólki finnst hugmyndin góð en skortir viljann til framkvæmda. Þó að líf okkar sem erum hinsegin hér á Norðurlöndum sé með því besta sem þekkist þá er baráttunni ekki lokið og við verðum að taka okkar hluta af ábyrgðinni. Það eitt er nógu hræðilegt að nú er terrorinn í Austur-Evrópu beinlínis ríkisrekinn. Það var hann þó aldrei á Íslandi og á því er stór munur. En ég horfi ekki fram hjá því góða sem gerist í kringum mig. Það er til dæmis eitthvað ótrúlega sterkt og fallegt við það að dóttir okkar Nönnu hefur bæði komið heim með kærasta og kærustu og það þykja engin stórtíðindi á okkar bæ. Hún fær sitt rými til að leita að því lífi sem hún vill lifa án þess að neinn þrýsti á um að hún skilgreini sig eitt eða annað. What’s One Queen Among Lovers? Sigurbjörn Svansson dashed out of the closet at age sixteen. Three years later he had become part of the gay community in Reykjavík and had found himself a boyfriend. Then he met a girl, a makeup artist like himself, and she became the love of his life and his wife. Sibbi had to admit to himself and to the world that he was bisexual. During the 1990s he was one of the most prominent advocates for bisexuality in Iceland and cleared a path for others to follow. During this time, he was also active on the gay scene as a drag artist and a member of the drag vocal quartet, The Christmas Carols, who once told the president and cabinet of Iceland to shut up, as the queens were ready to perform. In a lively interview, Sibbi recalls the oppression of days past, a few defeats and many more victories, and the necessity of standing by one’s inner self – regardless of whether one is wearing pants or a dress. Sól okkar daga... Sibbi okkar daga... Stolt siglir fleyið mitt Queer Cruise from Reykjavík Harbour ÆVINTÝRI Á SJÓ Hvalaskoðunarferðir Eldingar eru á áætlun allt að sex sinnum á dag og tekur hver ferð um þrjár klukkustundir. Einnig eru áætlunarferðir í sjóstöng og lundaskoðun daglega ásamt ferjusiglingum til Viðeyjar. Frítt er í Hvalasetrið þar sem gestir geta fræðst um lífríki hafsins í máli og myndum. ADVENTURES AT SEA Ever since its foundation fourteen years ago, Elding has been an actively LGBT friendly company, emphasizing warm welcomes and a friendly approach. The company specializes in whale watching tours and other adventures at sea around Reykjavík. Whale Watching tours are scheduled up to six times a day and each tour is approximately three hours long. Other tours are scheduled daily, including sea angling, puffin tours and a ferry to Viðey Island. Access to the Whale Watching Center is free for our passengers. Elding Whale Watching Ægisgarður 5 – 101 Reykjavík Tel. (+354) 519 5000 – www.elding.is Frá gömlu höfninni Ægisgarði, föstudaginn 8. ágúst kl. 22:00. Aðgangseyrir: 2.500 kr. From the old harbour, Friday 8 August at 10 p.m. Price of admission 2.500 ISK. Föstudaginn 8. ágúst er boðið upp á hinsegin siglingu frá gömlu höfninni í Reykjavík. Siglt er um sundin blá undir léttri leiðsögn og við skemmtilega tónlist í um klukkustund. Hinsegin tilboð verða á barnum um borð og blaktandi regnbogafánar. Leiðin liggur í kringum eyjarnar á firðinum þar sem gestum gefst tækifæri á að sjá borgina frá nýju sjónarhorni. Reykjavík Pride invites you on a Queer Cruise! Sailing around the small islands off the coast of Reykjavík, this guided tour is a unique opportunity to view the city from a different perspective. The cruise will feature fantastic music as well as special offers at the bar. The ship will set sail, so to speak, on Friday, 8 August, at 10:00 p.m. from the old harbor in Reykjavík, a few minutes walk from the city center. 58 59

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.