Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2014, Blaðsíða 32

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2014, Blaðsíða 32
Hinsegin félagasamtök á Íslandi LGBTI organisations in Iceland Hinsegin dagar í Reykjavík / Reykjavik Pride reykjavikpride.com – pride@reykjavikpride.com – Facebook: reykjavikpride Hinsegin dagar í Reykjavík – Reykjavík Pride eru sjálfstæð sjálfboðaliðasamtök sem árlega skipuleggja Hinsegin daga í Reykjavík aðra helgina í ágúst. Allir sem styðja markmið hátíðarinnar og vilja vinna með félaginu geta gerst félagar með því að greiða árgjaldið, 500 kr. Samtökin ’78 – félag hinsegin fólks á Íslandi / The National Queer Organisation of Iceland samtokin78.is – skrifstofa@samtokin78.is – Facebook: samtokin78 Samtökin ’78 eru elstu og stærstu samtök hinsegin fólks á Íslandi og undir forystu þeirra hafa unnist miklir sigrar í mannréttindamálum á liðnum árum. Markmið félagsins er tvíþætt: Að vinna að baráttu- og hagsmunamálum hinsegin fólks í því skyni að vinna því jafnrétti á við aðra á öllum sviðum þjóðlífsins og að skapa félagslegan og menningarlegan vettvang til þess að styrkja sjálfsvitund þess, samkennd og samstöðu um sérkenni sín. Q – Félag hinsegin stúdenta / Q – Queer Student Association queer.is – queer@queer.is – Facebook: qfelag Félag hinsegin stúdenta, Q, var stofnað í janúar 1999. Það heldur uppi öflugu félagsstarfi meðal ungs fólks og hittist á Q-kvöldum í félagsmiðstöð Samtakanna ’78. Eitt af markmiðum félagsins er að vera sýnilegt afl innan háskólasamfélagsins á Íslandi og í forsvari þar þegar málefni hinsegin fólks ber á góma. Félagið er virkur þátttakandi í tveimur samtökum ungs fólks í Evrópu, ANSO og IGLYO. Trans-Ísland / Trans Iceland trans.samtokin78.is – transiceland@gmail.com – Facebook: transisland Trans-Ísland var stofnað árið 2007 og hefur að markmiði sínu að skapa transfólki og fjölskyldum þess menningarlegan vettvang og styrkja þannig sjálfsvitund þeirra, vinna að laga- og réttarbótum, auka fræðslu og eiga samstarf við sambærileg samtök hérlendis og erlendis. Fundir Trans-Íslands eru haldnir fyrsta miðvikudag hvers mánaðar í félagsmiðstöð Samtakanna ’78. Íþróttafélagið Styrmir / Styrmir Sport Club ststyrmir@gmail.com – Facebook: styrmir.sport Íþróttafélagið Styrmir var stofnað árið 2006 og er ein af blómlegustu grasrótarhreyfingum hinsegin fólks á Íslandi. Félagið heldur úti reglulegum æfingum í fótbolta, sundi og blaki og er virkt í að halda stóra sem smáa íþróttaviðburði. Árlega taka félagar þátt í íþróttamótum á erlendum og innlendum vettvangi og allir eru hjartanlega velkomnir á æfingar félagsins, bæði byrjendur og lengra komnir. KMK – Konur með konum / Women with Women kmkkonur@gmail.com – Facebook: kmk.sms Konur með konum, KMK, varð til sem grasrótarhreyfing lesbía laust fyrir 1990. Tilgangurinn er ekki síst að efla sýnileika lesbía, styrkja samstöðu þeirra og gefa þeim tækifæri til að skemmta sér á eigin forsendum. Stúlkurnar í KMK stunda íþróttir af kappi, einkum blak, og hafa keppt á alþjóðlegum leikum. Félag hinsegin foreldra / Association of Queer parents gayforeldrar@gmail.com – Facebook: felag.foreldra Félag hinsegin foreldra eru ein yngstu samtökin í flóru hinsegin hreyfinga á Íslandi. Þau hafa það að markmiði að gera lífið skemmtilegra fyrir börn sín, gefa þeim kost á að kynnast og miðla reynslu af foreldrahlutverkinu. Hinsegin kórinn / Reykjavík Queer Choir hinseginkorinn.is – hinseginkorinn@hinseginkorinn.is – Facebook: hinseginkorinn Hinsegin kórinn var stofnaður síðsumars 2011. Markmið hans er að vera fordómalaus vettvangur fólks til að hittast og njóta söngs saman, vinna að þátttöku hinsegin fólks í menningarlífinu, vera jákvæð fyrirmynd og stuðla að sýnileika hinsegin fólks. Markmiði sínu hyggst kórinn meðal annars ná með reglubundnum æfingum, tónleikum og söngferðum hér heima og erlendis. Kórinn er öllum opinn að undangengnum raddprófum sem að jafnaði eru haldin við upphaf haust- og vorannar. HIN – Hinsegin Norðurland hinsegin.net – hinsegin@hinsegin.net – Facebook: hinsegin HIN - Hinsegin Norðurland eru fræðslu- og stuðningssamtök staðsett á Akureyri. HIN sér um fræðslu um hinsegin málefni fyrir grunn- og framhaldsskóla og stendur fyrir draggkeppni og mörgum öðrum viðburðum ár hvert. Félagið fundar á 4. hæð í félagsmiðstöðinni Rósenborg kl. 19:30 alla miðvikudaga og allir eru velkomnir! Intersex Ísland / Intersex Iceland intersex@samtokin78.is Samtökin Intersex Ísland voru stofnuð 27. júní 2014 og eru samtök fyrir intersex einstaklinga, fjölskyldur þeirra og aðra aðstandendur. Þau funda fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði í húsnæði Samtakanna ‘78. Hið íslenska Bangsavinafélag / Bears on Ice www.bearsonice.org Félag áhugamanna sem sér um árlega skipulagningu Bears on Ice, sem fer fram 4.-7. september árið 2014. Viðburðurinn er opinn öllum böngsum og vinum þeirra. Útgefandi: Hinsegin dagar í Reykjavík / Reykjavik Pride Ritstjórn: Ásta Kristín Benediktsdóttir og Jón Kjartan Ágústsson Textar: Ásta Kristín Benediktsdóttir, Björk Þorgrímsdóttir, Elías Knörr, Eva Rún Snorradóttir, Hilmar Magnússon, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Kjartan Ágústsson, Sjón, Sigurður Örn Guðbjörnsson og Þorvaldur Kristinsson. Auglýsingar: Hvíta húsið, Eva María Þórarinsdóttir Lange, Gunnlaugur Bragi Björnsson og Kristín Sævarsdóttir. Ljósmyndir: Birkir Jónsson, Dagur Gunnarsson, David Phelps, Davíð Terrazas, Lalli Sig, HelgiR, Hreinn Hreinsson, Ragnheiður Arngrímsdóttir, Alísa Kalyanova og Sigtryggur Ari Jóhannsson. Teikningar á götukorti: Helga Kristjana Bjarnadóttir. Merki Hinsegin daga: Aðalbjörg Þórðardóttir. Hönnun dagskrárrits: Davíð Terrazas. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi. Stjórn og samstarfsnefnd um Hinsegin daga í Reykjavík Fjölmargt fólk leggur hönd á plóg til að gera hátíð Hinsegin daga að veruleika á hverju ári. Í stjórn Hinsegin daga í Reykjavík 2014–2015 sitja Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður, Baldvin Kári Sveinbjörnsson, varaformaður, Kristín Sævarsdóttir, ritari, Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri, og Jón Kjartan Ágústsson, meðstjórnandi. Við hlið þeirra starfar samstarfsnefnd að verkefnum ársins og þegar hátíðin nálgast kallar stjórn til tugi sjálfboðaliða sem veita ómetanlega aðstoð. TUESDAY, AUG 5: EUROVISION PUB QUIZ SATURDAY, AUG 9: KIKI QUEER PARTY! THURSDAY, AUG 7: DJ J. JACKSON (CA) WEDNESDAY, AUG 6: QUEER CULTURE NIGHT FRIDAY, AUG 8: ‘SHORE LEAVE’ DANCE come, have a kiki come, ve a kiki , a i i reykjavik pride event: entry: 1500 kr or Pride Pass events every day during pride week stay tuned! follow us on facebook: www.facebook.com/kiki-queer-bar 62

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.