Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2014, Blaðsíða 24

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2014, Blaðsíða 24
Tónleikar Hinsegin kórsins Reykjavík Queer Choir concert Hinsegin kórinn efnir til tónleika í tilefni Hinsegin daga í Reykjavík í Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 8. ágúst. Kórinn hefur á undanförnum misserum getið sér gott orð undir stjórn Helgu Margrétar Marzellíusardóttur og er meðal annars nýkominn frá Dublin á Írlandi þar sem hann tók þátt í Various Voices, alþjóðlegu kóramóti hinsegin kóra. Þar hlaut Hinsegin kórinn mikið lof fyrir frammistöðu sína. Kórinn er öllum opinn að undangengnum raddprófum. Næstu raddpróf fara fram mánudaginn 11. ágúst klukkan 19:30 í nýju húsnæði Samtakanna ´78 suðurgötu 3. Að vanda er efnisskrá tónleikanna afar fjölbreytt og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Forsala miða fer fram hjá kórfélögum og í Kaupfélagi Hinsegin daga. The Reykjavík Queer Choir performs in Fríkirkjan Church in Reykjavík on Friday 8 August. The choir participated in Various Voices, an international LGBT choral festival, in Dublin in June, where it received much praise. Their programme includes a great variety of songs so everyone should find something to their taste. Fríkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 8. ágúst kl. 19:30. Aðgangseyrir: 1.900 kr. í forsölu. Við hurð: 2.400 kr. Pride-passi veitir 500 kr. afslátt við hurð. Fríkirkjan Church, Friday 8 August at 7:30 p.m. Pre-sale tickets: 1.900 ISK. Full price tickets: 2.400 ISK. 500 ISK discount at the door with Pride pass. Fræðsluviðburðir á Hinsegin dögum Nekt, kynlíf og önnur tabú Nudity, Sex and Other Taboos Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 12:00 Thursday 7 August at 12 p.m. Hvernig varð nekt vandamál í gleðigöngunni? Eru kynlífsjaðarhópar velkomnir í hinsegin samfélaginu? Af hverju er ekki talað um vændi? Eru geirvörtur velkomnar í göngunni? Þessum spurningum og fleirum verður velt upp á lifandi og opnum umræðufundi. This talk will focus on prudeness in the Icelandic LGBT rights movement. Where is the queerness? The event will be in Icelandic. Intersex líf The Intersex Experience Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 18:00 Thursday 7 August at 6 p.m. Eins og fram kemur í viðtali við Kitty Anderson í þessu tímariti hefur intersex fólk lengi þurft að glíma við margvíslega samfélagslega þöggun og illa meðferð á borð við óþarfar skurðaðgerðir. Í þessum fyrirlestri fræðir Kitty gesti um intersex og ýmis mál því tengd auk þess að greina frá eigin reynslu og sýn á hvernig það er að lifa sem intersex einstaklingur. In this lecture, Kitty Anderson discusses various problems and issues intersex people have to deal with in their everyday lives. The event will be in Icelandic. Hinsegin dagar standa fyrir þremur fræðsluviðburðum þar sem gestir og þátttakendur fá tækifæri til að rökræða og fræða hver annan um málefni tengd hinsegin samfélaginu á Íslandi og úti í heimi. Viðburðirnir fara fram á efstu hæð á Loft Hosteli og eru öllum opnir. Loft Hostel býður upp á hamingjustund (happy hour) alla daga frá 16:00–20:00 og mun þar að auki bjóða upp á sérstök tilboð á barnum fyrir handhafa Pride-passans. This year Reykjavík Pride invites their guests to three educational events which focus on various gender and sexuality issues. The events will take place at Loft Hostel in Bankastræti, where Pride Pass holders get a special offer on drinks and Happy Hour is on between 4 and 8 p.m. Hinsegin og forréttindi Queer and Privileges Föstudaginn 8. ágúst kl. 12:00 Friday 8 August at 12 p.m. Af hverju er forsvarsfólk hinsegin baráttunnar hvítt, ófatlað, „gender confirming“ og vel stætt? Á þessu pallborði mun fjölbreytilegur hópur fólks ræða um hvernig gefa megi fleirum rödd í umræðu um hinsegin málefni. Viðburðurinn fer fram á ensku. Why are the spokespeople for the LGBT rights movement mostly white, non-disabled, gender conforming and affluent? A diverse panel of participants will debate how the movement can empower more voices to participate in the queer movement. The event will be in English. Loft Hostel, Bankastræti 7 Aðgangur ókeypis Free admission Kaupfélag Hinsegin daga Pride Service Center Í nýju húsnæði Samtakanna ’78 við Suðurgötu 3 / at Suðurgata 3 Kaupfélagið er opið alla daga frá 4. til 8. ágúst kl. 12:00–20:00 Open from 12 p.m. to 8 p.m. from 4 August to 8 August Pride-passar, aðgöngumiðar og hátíðarvarningur í miklu úrvali Offers everything you need for the Pride NÝJAR VÖRUR Í BOÐI! 46 47

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.