Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2014, Síða 5

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2014, Síða 5
Alþjóðasamfélagið standi saman Jóhanna Sigurðardóttir Frelsi og mannréttindi. Fátt skiptir meira máli en að þessi orð séu virt og í heiðri höfð. Þetta er það sem heimurinn þarfnast hvað mest og hver einstaklingur þráir í hjarta sínu. Frelsi og mannréttindi endurspegla það fegursta í lífinu, að hver maður fái lifað með reisn og notið lífsins eins og aðstæður bjóða. Ákall hinsegin fólks um allan heim er bæði skýrt og réttmætt. Enginn á að þurfa að sæta skoðanakúgun, ofbeldi eða frelsissviptingu – hvað þá að eiga á hættu líflát – vegna þeirra grundvallarréttinda hverrar manneskju að geta lifað í samræmi við tilfinningar sínar. Deila og drottna Víða um heim eru þessi mannréttindi þó fótum troðin. Þeir sem virða þau að vettugi eru oft sjálfskipaðir valdhafar sem telja sig handhafa sannleikans, einstaklingar sem deila og drottna í nafni einhvers „rétttrúnaðar“ eða óstjórnlegrar græðgi í verðmæti og völd. Valdhafar sem svífast einskis til að fá fólk til fylgis við andlýðræðislegan boðskap sinn. Líf manna, heilsa og hamingja skiptir þar engu máli. Mannréttindasamtök um heim allan, ásamt lýðræðissinnuðum stjórnmálaöflum sem aðhyllast frelsi, jafnrétti og bræðralag, hafa vissulega náð miklum árangri við að gera veröldina betri og vinna gegn öfgaöflum sem allt of víða brjóta grimmilega á sjálfsögðum réttindum hinsegin fólks. En það er sorglegt hve hægt miðar í fjölmörgum löndum og hvað við förum stundum mörg skref afturábak eftir góð og giftudrjúg spor fram á veginn. Ást er einfaldlega ást Samtökin ´78 hafa starfað hér á landi af miklum krafti í 35 ár. Þau komu á vettvang eins og hvítur stormsveipur með gunnfána réttlætis og mannréttinda einan að vopni. Þau, ásamt Hinsegin dögum, ögruðu fordómum, vanþekkingu og grimmd sem hér hafði sannarlega ríkt í garð samkynhneigðra um ár og aldir, eins og víðast hvar í veröldinni. Fordómum sem meðal annars höfðu kostað mörg mannslíf vegna sjálfsvíga, að ógleymdri þeirri vanlíðan sem fylgdi því að lifa alla ævi á skjön við sinn innri mann. Á síðustu áratugum hafa Íslendingar, með fáum undantekningum, blessunarlega losað sig við fordóma í garð samkynhneigðra og áttað sig á að tilfinningar pars af sama kyni eru ekkert öðruvísi en tilfinningar pars af gagnstæðu kyni. Ást er einfaldlega ást. Við sem þekkjum óttann, togstreituna, sársaukann og sjálfsásakanirnar sem fylgdu því að lifa í felum með tilfinningar sínar erum í dag stolt af íslensku samfélagi. Við erum hreykin af því að vera Íslendingar og búa í þjóðfélagi sem síðastliðna áratugi hefur verið meðal þeirra fremstu í að ryðja burt lagalegu ranglæti og neikvæðum viðhorfum í garð hinsegin fólks. Alþjóðastofnanir fræði heimsbyggðina Í sumar var okkur Jónínu, konu minni, boðið að ávarpa mannréttindaráðstefnu í Toronto, The WorldPride Human Rights Conference 2014. Þótt þar hafi verið hægt að fagna mörgum áföngum í réttindabaráttu hinsegin fólks í heiminum, eins og að í 16 löndum eru nú ein hjúskaparlög fyrir gagnkynhneigða og samkynhneigða, þá eru víða blikur á lofti. Auðvitað er mikilvægt að fagna öllum framfarasporum í þágu mannréttinda samkynhneigðra. Við fögnum þeim af heilum hug og með djúpu þakklæti til þeirra sem ruddu brautina. Það varpar þó vissulega skugga á gleði okkar þegar við hugsum til hinsegin bræðra okkar og systra sem búa á þeim stöðum í heiminum þar sem réttindi þeirra sem elska einstakling af sama kyni eru enn fótum troðin. Það sem helst kemur í veg fyrir vitræna umræðu um málefni hinsegin fólks eru fordómar og vanþekking. Þetta er ólíðandi ástand í heimi sívaxandi þekkingar. Það hlýtur að vera algjör lágmarkskrafa að virtar alþjóðastofnanir taki að sér, með öllum tiltækum ráðum, að fræða heimsbyggðina með skipulögðum hætti um samkynhneigð. Grýtt til dauða Er það líðandi, nú á 21. öld, að þjóðarleiðtogar komist upp með að leggja að jöfnu barnaníð og samkynhneigð? Er líðandi að ósvífnir valdhafar fullyrði að samkynhneigð sé sjúkdómur? Nei, það er hræðilegt að fólk þurfi að sæta grimmd og ofsóknum vegna slíkrar vanþekkingar. Það er hræðilegt að vita að fólk geti átt á hættu andlegt og líkamlegt ofbeldi, fangelsisvist og jafnvel líflát vegna tilfinninga sinna – og allt lögum samkvæmt. Það er hræðilegt að árið 2014 skuli 83 lönd í heiminum ennþá hafa í gildi lög af ýmsum toga sem hamla frelsi samkynhneigðra (svokölluð anti-gay lög). Og í sumum þessara landa er fólki refsað grimmilega ef þessi lög eru brotin. Það er hræðilegt að í mörgum löndum heims sé löglegt að varpa hinsegin fólki í fangelsi til æviloka, dæma það til þrælkunarvinnu, húðstrýkja það eða senda í útlegð. Það er hræðilegt að dauðadómur skuli virkilega liggja við samkynhneigð í allt að tíu löndum heims og að til séu lög sem kveða á um að hinsegin fólk sé grýtt til dauða opinberlega. Leiðtogar þjóða taki höndum saman Leiðtogar þeirra þjóða heims sem virða frelsi og mannréttindi mega ekki láta þetta viðgangast. Þeir þurfa að taka höndum saman. Þeir verða að knýja alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar til aðgerða gegn þeim ríkjum sem af fullkominni grimmd ganga gegn grundvallarmannréttindum hinsegin fólks. Ýmsir þjóðarleiðtogar hafa lagt mannréttindabaráttu samkynhneigðra lið, annaðhvort á alþjóðavettvangi eða í heimalöndum sínum. Þetta á meðal annars við um Obama Bandaríkjaforseta, Hollande Frakklandsforseta og Cameron, forsætisráðherra Bretlands. En fleiri þurfa að koma að málinu í alþjóðlegu samhengi, enda er hinsegin fólk að finna í öllum löndum. Niðurstöður rannsókna benda til þess að 5–10% jarðarbúa tilheyri þessum hópi, það er að segja 350–700 milljónir manna. Til samanburðar má nefna að árið 2013 var íbúafjöldi allra 52 landa Evrópu tæplega 738 milljónir. Eiga þessi hundruð milljóna jarðarbúa ekki skilið að alþjóðasamfélagið standi betur saman í baráttu fyrir frelsi þeirra og mannréttindum? Lj ós m yn d: S ig tr yg gu r A ri Jó ha nn ss on Hluti af ferðasumrinu www.n1.is facebook.com/enneinn Sýningar hefjast á SkjáEinum næsta haust Vegabréf á ferð og flugi Vegabréf N1 er orðinn fastur liður í sumarfríi margra Íslendinga. Fjölskyldur á ferð inni fá skemmti legar stimpil gjafir á þjónustu stöðvum Taktu upp myndband af fjölskyldunni að leysa þrautirnar í Vegabréfinu og sendu inn í gegnum vefsíðuna www.vegabrefaleikur.is – þú getur unnið glæsileg verðlaun. Vegabrefaleikur.is Fjölskylduferð til Tenerife í viku í vetur Playstation 4 leikjatölva Máltíð fyrir tvo á Hamborgara- fabrikkunni 5.000 kr. gjafakort í Smáratívolí Flug og gisting fyrir fjóra (2 fullorðnir og 2 börn) að verðmæti 500.000 kr. 1X 3X 30X 30X Samsung spjaldtölva3X Samsung Ace 3 snjallsími 3X Áskriftarpakki í 3 mánuði að SkjáEinum 30X Safnaðu stimplum og fáðu vinninga Taktu þátt í skemmtilegum leik á vegabrefaleikur.is Vinningar: N1 um allt land. Í lok sumars drögum við út hundrað fullstimpluð Vegabréf sem hljóta glæsilega vinninga. Það er alltaf stutt í næstu N1 stöð Náðu í Vegabréfið á næstu N1 stöð 8

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.