Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2014, Blaðsíða 6

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2014, Blaðsíða 6
Á undanförnum tveimur áratugum hafa málefni intersex fólks ratað í auknum mæli upp á yfirborð samfélagsumræðu á Vesturlöndum. Erlendis hafa mörg samtök hinsegin fólks bætt I-inu inn í skammstafanarunur á borð við LGBTQI og beitt sér fyrir hagsmunabaráttu intersex fólks. Engu að síður ríkir enn mikil þögn um þau áhrif sem intersex-greining og -meðferð hefur á einstaklinga og á Íslandi hefur opinber umræða um þetta efni verið hverfandi lítil. Kitty Anderson ríður hér á vaðið og deilir reynslu sinni af því að vera intersex með lesendum í viðtali við Ástu Kristínu Benediktsdóttur. Leyndarmálið INTERSEX Kitty Anderson ræðir um reynslu sína af því að vera intersex Ljósmynd: Birkir Jónsson Það ríkir ennþá oftast mikil þögn í kringum intersex. Oft vita bara barnið og foreldrarnir af greiningunni og ég veit meira að segja um tilfelli þar sem pabbinn vissi ekki einu sinni af henni! „ “ 10

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.