Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2014, Qupperneq 12
takk takk
tikki takk
takk
tikki takk
takk
vér
skáld
megum ekki missa
gætur
og vald
á tímanum
vér
elskendur sem enn
enn og aftur
smölum fuglum
enn og aftur
funandi fuglum
inn í réttu reitina
enn og aftur
beint á eyðublað
vér
skáld
leigusálir sem
enn og aftur
brennimerkjum loftið
takk takk
tikki takk
tikki ta a akk
tikki
takk
tikki ta a akk
ég er klukka
því ég geri tilboð í ást
ég geri tilboð
í ást
ég geri
smátt og smátt
fleiri tilboð
í meiri ást
ég er í þessu vændi
því ég er skáld
með rólu
á milli læranna
ég er hóra
sem syngur dýrt
meðan tíminn sveiflast áfram
og tifar tregt
úr munni mér
takk takk
tikki takk
takk
tikki takk
takk
tikki takk
takk
Elías Knörr (Elías Portela)
Elías er skáld og þýðandi, fæddur í Galisíu. Árið 2010 kom út á íslensku
ljóðabók hans Sjóarinn með morgunhestana undir kjólnum en á
galisísku hefur hann birt ljóðabækurnar Imaxes na pel og Cos peitos
desenchufados. Elías yrkir á ýmsum tungumálum og ljóð hans hafa
birst í ljóðasöfnum bæði á Íslandi og erlendis. Elías hefur verið virkur
í reykvísku bókmenntalífi síðustu árin og tekið þátt í og staðið fyrir
hinsegin ljóðaviðburðum.
Söngleikur um tíma og skáld
Hinsegin bókmenntir og upplestur
Björk Þorgrímsdóttir
Björk Þorgrímsdóttir er reykvískt
skáld. Hennar fyrsta bók, Bananasól,
kom út árið 2013 hjá forlaginu Tunglið
og í byrjun þessa árs kom út hennar
fyrsta ljóðabók, Neindarkennd, hjá
Meðgönguljóðum. Auk þess hefur hún
fengist við dagskrárgerð og birt sögur
og ljóð í safnbókum og tímaritum.
Sigurður Örn Guðbjörnsson
Sigurður er fæddur árið 1966,
mannfræðingur, bókavörður og skáld.
Hann hefur birt greinar og ljóð í
bókum og tímaritum.
fiskar sem
elskast í hljóði
gutlandi öldur
undir djúpum
tifa æðar
berir
silkifingur
inni í mér
eitthvað brestur
augun falla saman
flóðgáttir opnast
úr munninum streymir
foss
tungur fléttast
klófesta
tunglin
og vegirnir koma í ljós
leggjast varlega að fótum okkar
tunglskinið í augnbotnum
og ást mín gleypir ljósgeisla
við hvern andardrátt
opnaði honum leið
út úr bókinni
burt frá þessum tollerandi konum
gat aldrei um frjálst höfuð strokið
gættu þín á strákunum,
gættu þín á strákunum,
þuldu þær
og köstuðu honum upp í loft
þó var hann hræddastur við þær
opnaði honum leið
og um kvöldið spiluðum við othello
á beddanum áður en við sofnuðum
þegar ég rumskaði um nóttina
opnaði ég augun og horfði á eftir honum
hverfa inn í aðra bók
Eva Rún Snorradóttir
Eva Rún starfar sem sviðslistakona
með framandverkaflokknum Kviss
búmm bang og sviðslistahópnum
16 elskendum. Hún gaf á síðasta ári
út ljóðabókina Heimsendir fylgir þér
alla ævi. Hún býr með konu sinni og
bróður sínum í Vesturbæ Reykjavíkur.
Fjallahneigð
Prúð, stillt, mjúk og góð
ólst ég upp, umvafin blokkum
sem földu ykkur
vandlega, kyrfilega.
Það var ekki talað um ykkur
nema í fornum sögum.
Menn fóru upp á ykkur.
Konur úr öðrum víddum
ráfuðu um ykkur
í litríkum kjólum,
þreifandi á grösugum
lendunum.
Grjót rennur niður
mjúkar hlíðar ykkar.
Vindar leika
um sællega toppana.
Rakir moldarhólar
bíða snertingar.
Og ég,
siðspillt tröllskessa
uppfull af skömm,
lít undan
lokkandi ásjón ykkar
á ferðum mínum um þjóðveginn,
læt á engu bera.
Hinsegin ljóð
Dagskrárrit Hinsegin daga er ein helsta
heimildin um íslenska hinsegin menningu
en blaðið kom fyrst út árið 2002. Í ár fékk
ritstjórn fjögur skáld til að semja frumsamin
ljóð fyrir ritið og eru þau hér birt í fyrsta
sinn. Einu tilmælin sem skáldin fengu voru
að ljóðin þyrftu að takast á við hinsegin
veruleika, sem og þema blaðsins í ár: „ögrun“.
Upplestur
Föstudaginn 8. ágúst verður boðið upp
á ljóða- og bókmenntaupplestur þar sem
hinsegin skáld og aðrir velunnarar lesa úr
verkum sínum. Upplesturinn fer fram
á Loft Hosteli, Bankastræti 7, 4. hæð
og hefst stundvíslega klukkan 17:00.
Fram koma meðal annars Jónína Leósdóttir,
Sjón, Björk Þorgrímsdóttir, Sigurður Örn
Guðbjörnsson, Eva Rún Snorradóttir og
Elías Knörr. Að lestri loknum verður opnað
fyrir spurningar og samtöl milli skáldanna
og áhorfenda. Loft Hostel býður upp á
hamingjustund (Happy hour) frá kl. 16:00
til kl. 20:00.
Queer literature – Reading
Guest of Reykjavik Pride can meet local
queer writers and poets on Friday 8
August at Loft Hostel, Bankastræti 7, 4th.
floor. The event will begin at 5 p.m. and
is open to everyone. Happy hour at Loft
Hostel is on between 4 p.m. and
8 p.m. Please note that the event will
be in Icelandic.
22 23