Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2014, Síða 20
F.v. Sigurður, Setta og Sólver
samfélagsumræðuna.
Setta: Ég er ósammála þessu. Oft er
spurningin hverjum maður gefur rödd og
á hvern er hlustað. Fólk heyrir oft heldur
ekki um hvað er verið að tala. Það er fullt
af einstaklingum í okkar röðum, pan,
tvíkynhneigðir og allskonar þar á milli,
sem eru að tala um málefnið. Ég tala til
dæmis um hinsegin málefni og er ekkert
að fela með hverjum ég er. Á einhverjum
tímapunkti hljótum við að gera þá kröfu að
samfélagið hlusti aðeins betur.
Sigurður: Það sem ég á við er að þetta
talsfólk hefur ekki náð sömu athygli
fjölmiðla og til dæmis Hörður Torfa eða Páll
Óskar gerðu. Þar erum við einnig að tala um
þjóðþekkta einstaklinga sem eiga töluvert
auðveldara með að ná athygli fjölmiðla en
við hin, sauðsvartur almúginn.
Sólver: Gott dæmi um þörf á aukinni
fræðslu eru orð eins og „hjónaband
samkynhneigðra“ sem mátti heyra fjölmiðla
hjakka á hér um árið þegar þeir þýddu
„same sex marriage“ úr erlendum miðlum.
Þá fannst mér mikilvægt að banka í þá
blaðamenn sem ég þekkti til að minna
þá á að það eru til allskonar hjónabönd,
ekki einungis gagnkynhneigð eða
samkynhneigð. Þetta var lítið dæmi sem var
erfitt að koma inn í samfélagsumræðuna.
Til hvaða aðgerða geta Samtökin ‘78
gripið og hvaða kröfur þarf að gera til
forystunnar?
Setta: Mér finnst ástandið hafa breyst mikið
undir forystu tveggja síðustu formanna,
sem hafa verið dugleg að tala í fleirtölu og
tala um hinsegin fólk frekar en einungis
samkynhneigða. Slíkt skiptir máli. Mér
finnst ég vera velkomnari en áður og tek því
virkari þátt í starfinu. Þessu þarf að viðhalda
og samhliða því að hvetja fólk til að temja
sér „inclusive“ orðræðu.
Sigurður: Ég tek undir þetta. Ég myndi
samt vilja sjá Samtökin taka tvíkynhneigða
málaflokkinn enn sterkari tökum. Það væri
til dæmis sterkur leikur hjá Samtökunum að
bjóða tvíkynhneigða og panfólk á sérstaka
fundi til að ræða hvaða málefni hvíla á
hópnum, sérstaklega ef Samtökin ætla að
leiða einhverja baráttu fyrir tvíkynhneigða
og panfólk. Það vantar umræðuvettvang
um hvað eigi að gera og hvert eigi að stefna.
Setta: Ef til vill væri hægt að nota svipað
fléttuform og stjórnmálaflokkar gera
varðandi kynjahlutföll frambjóðenda sinna.
Krefjast þess að fjölbreyttur hópur sitji í
stjórn Samtakanna hverju sinni.
Sólver: Núverandi formaður, ásamt
síðustu tveimur, hefur staðið sig mjög
vel í að tryggja rými fyrir alla hópa innan
Samtakanna. Hér áður fyrr, þegar ég
starfaði fyrir FSS (sem síðar varð Q – félag
hinsegin stúdenta) fann maður stundum
fyrir ónotatilfinningu innan veggja
Samtakanna vegna ýmissa atvika þar sem
gefið var í skyn að tvíkynhneigðir og trans
væru ekki æskilegur hluti af baráttunni. Það
hefur sem betur fer breyst.
Að lokum, hvað brennur á ykkur þessa
stundina?
Setta: Mín tilfinning er sú að fólk sé of
fljótt að draga ályktanir og þessar ályktanir
bjóða upp á takmarkaða valmöguleika
fyrir okkur. Ég passa ekki inn í þessar
ályktanir og mér finnst þær leiðinlegar og
óþægilegar. Þessi tilfinning nær yfir alla
sem eru að velta vöngum yfir kynhneigð
minni; gagnkynhneigt fólk sem telur mig
vera gagnkynhneigða og samkynhneigt fólk
sem telur mig samkynhneigða.
Sigurður: Ég er á sömu línu og Setta. Við
erum stanslaust krafin um að festa okkur í
einhverjum boxum sem samfélagið vill negla
okkur í og þar af leiðandi þurfum við að
takmarka okkur. Tilhneiging fólks til að fella
alla í eitthvert norm, sem það hefur búið
til fyrir sjálft sig, gengur ekki upp fyrir alla.
Við erum of mörg að þjást út af einhverjum
væntingum og ímynduðu samfélagslegu
kjaftæði.
Setta: Við erum ekki og verðum aldrei öll
eins. Það er ekki hægt. Það verður að gera
ráð fyrir fleiri valmöguleikum.
Sólver: Það er grátlegt að vita til þess að
alls staðar er fólk fast í skápum og þorir
ekki að koma út eins og það er. Umræðan
verður að halda áfram að vera „inclusive“.
Vonandi losar það tvíkynhneigða, panfólk
og alla aðra, sama hvar þeir eru staðsettir á
litrófinu, við þessa bagga sem við burðumst
með á bakinu.
Stuck in the Gay Closet
The bi- and pansexual activists, Sigurður,
Setta and Sólver, met with the Reykjavik
Pride magazine for a roundtable
discussion on the most important issues
facing the Icelandic bi-/pansexual
community. Despite a general acceptance
of gays and lesbians, Icelandic bi/
pansexual people still face prejudice and
discrimination. Whilst society's acceptance
of gays and lesbians is growing alongside
an improved social understanding of
transgender issues and civil rights,
among the general population (and some
gays) bi-/pansexuality is still regarded
as a temporary condition, or a phase,
that shouldn’t be taken seriously. The
discussion reveals that a large majority of
the bi-/pansexual community experiences
a lack of understanding in regard to their
identity and sexual expression, both from
heterosexuals and the queer community.
Therefore it is not uncommon for bi-/
pansexual people to simply choose to
pretend to be gay or lesbian, rather
than defend or explain their true sexual
identity.
„
“
Það er einfaldlega svo
að samfélagið hafnar
þessu og línan er að
tvíkynhneigð sé ekki málið
og eigi ekki að vera til.
3938