Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2014, Síða 29
voru tekin eftirminnileg viðtöl í stærstu
tímarit landsins og hann kom iðulega fram á
útvarpsstöðvum.
Það má eiginlega segja að ég væri
fræðslufulltrúi þjóðarinnar um tvíkynhneigð
á árunum 1993–96 og það gat verið
þreytandi því að fólk ímyndaði sér allt
mögulegt og ómögulegt um tvíkynhneigða,
að maður væri tvíkynja, tvítóla eða hvað
það nú heitir. Eða þá að maður gæti aldrei
fest sig við einn eða neinn, að maður yrði að
sofa í annað hvert skipti hjá karli og annað
hvert skipti hjá konu. Oft fann ég bara til
samúðar með fólki í allri þessari vitleysu,
það ímyndaði sér að það hlyti að vera svo
ógurlega rótlaust líf að vera tvíkynhneigður,
að maður væri alltaf eins og þeytispjald í leit
að kynlífi.
Ég tók þann pól í hæðina að neita að
tala um tvíkynhneigð á forsendum hinna,
neitaði að líta á kynlífið sem upphaf og endi
ástarlífsins. Mér fannst það mikilvægast
við tvíkynhneigðina að geta tengst fólki
tilfinningalega og erótískt hvert svo sem
kynið væri. Þetta kom flatt upp á fólk því að
allt var sexúalíserað í botn. En ég fór sömu
leið og þau sem áður höfðu frætt þjóðina
um samkynhneigð, að við værum umfram
allt að tala um tilfinningar og hæfileika
okkar til að elska.
Á þessu voru fleiri hliðar sem margir
þekkja vel sem hafa orðið að tala máli
hópsins. Í mig hringdu karlmenn héðan
og þaðan af landinu og ræðan var oftast
sú sama: „Ég er líka tvíkynhneigður en ég
er ekki búinn að segja konunni minni frá
þessu. Eigum við ekki að hittast?“ Ég fór
og hitti þessa menn en komst að því að þeir
vildu bara að hoppa upp í rúm með mér.
Það var nú ekki í boði, en seinna áttaði ég
mig á því að ég hafði gefið sumum þeirra
kjark til að játa það opinskátt að þeir væru
tvíkynhneigðir.
The Christmas Carols
Hispursleysi Sigurbjarnar átti eftir að leiða
hann lengra. Hann fór að koma fram sem
draggdrottning og það ævintýri varð til
„heima í stofu“ þar sem Nanna farðaði
unnusta sinn af mikilli kunnáttu. Upphaf
þess arna var fegurðarsamkeppni sem
nokkrir strákar efndu til sumarið 1991 og var
haldin á Moulin Rouge við Hlemm sem þá
var heitasti vettvangur samkynhneigðra og
tvíkynhneigðra. Þar var Sigurbjörn Ungfrú
Snæfells- og Hnappadalssýsla og tiltækið
vakti slíka athygli að það var endurtekið
ári síðar og þá sem alþjóðakeppni.
Þar var Sibbi í vanþakklátu hlutverki
Beatrice van der Staat Transvaal, fulltrúa
Suður-Afríku. Það var þegar átökin um
aðskilnaðarstefnuna risu hæst. Og brátt
varð til kvartettinn The Christmas Carols.
Þetta vorum við Páll Óskar
Hjálmtýsson, Ingi Rafn Hauksson og Maríus
Sverrisson en Margrét Pálmadóttir, mamma
Maríusar, æfði okkur. Við tróðum upp á
Moulin Rouge og fengum síðan tilboð um
að koma fram við alls konar tækifæri. Ég
gleymi því aldrei þegar við stóðum uppi
á palli í rauðum pallíettukjólum þar sem
verið var að vígja nýbyggingu barnadeildar
á Landspítalanum. Þarna var ríkisstjórnin
mætt og Vigdís forseti. Mikill kliður var
í salnum, við áttum að fara að syngja en
enginn til að kynna okkur. Þá gerði Páll
Óskar sér lítið fyrir og öskraði svo undir
tók í öllu: „Þegiði!“ Ég held ég hafi aldrei
Nanna, Sigurbjörn og Sól heima í stofu árið 1995. Fríða Johansen í heimsókn. Ljósm. Hreinn Hreinsson.
á ævinni skammast mín eins hræðilega,
að drengurinn skyldi voga sér að segja
forsetanum og ríkisstjórninni að þegja. Eins
og svo oft í lífinu gekk Palli hreint til verks –
og svo sungum við.
Sprungin vör og blóðnasir
Nú hófst merkilegt ævintýri sem tengdist
Moulin Rouge. Einn úr okkar hópi, Gísli
Hafsteinsson, kom þessum stað á laggirnar
og þá gerðist það líklega í fyrsta sinn í
Íslandssögunni að hommar, lesbíur og
tvíkynhneigðir urðu dálítið smart! Það þótti
flott að fara þangað. Ég skemmti þar um
hverja helgi með félögum mínum og það
varð sterkari reynsla en mig hafði grunað. Ég
bjó á Grettisgötu og farðaði mig stundum
heima, þá gat Nanna líka hjálpað mér til að
fullkomna verkið. En það kostaði sitt. Oftar
en einu sinni lenti ég í því að að ókunnugt
fólk réðst á mig úti í búð með orðum eins
og „Hvað ert þú að gera hérna, viðbjóðurinn
þinn!“ Nokkrum sinnum var á mig ráðist
á leiðinni niður á Moulin Rouge og ég
laminn. Ég man eitt kvöld þegar ég lenti í
strákagengi á Laugavegi á leiðinni niður á
Moulin Rouge, búinn að mála mig en ekki
kominn í dressið. Ég mætti á staðinn með
sprungna vör, blóðnasir og útgrátinn farða
og ég man hvað ég var vonlítill þetta kvöld
um allt það góða í tilverunni. En upp á svið
skyldi ég fara, það kom aldrei til greina að
fara að klúðra fjörinu.
Þetta var ekkert einsdæmi. Svo mörg
af þeim sem fædd eru á sjötta og sjöunda
áratug aldarinnar, og fram á þann áttunda,
voru þau sem tóku slaginn í sögu okkar
og fengu að kenna á því. Það var mikil
heift í fólki í þá daga og ekki auðvelt að
vera út úr skápnum í Reykjavík á þessum
árum. En veröldin var líka lagskipt hvað
viðhorfin snerti, eitt var að ögra í tiltölulega
vernduðu umhverfi í menntaskóla,
annað að mæta lífinu úti í búð, hvað þá í
miðbænum um miðja nótt. En að standa
með draggsjóvunum okkar og troða
stundum upp með bólgna vör og þrútinn
kjálka, þetta var eins og besta þerapía hjá
sálfræðingi. Að standa á sviði í kjól, fyrir
framan ríkisstjórnina eða á Moulin Rouge,
það hjálpaði mér til að átta mig á því hver ég
væri. Og smám saman eignaðist ég einhverja
djúpa sjálfsþekkingu sem hefur dugað mér
síðan. Kjarni málsins er kannski bara sá að
þarna fór ég í gegnum það sem allir verða að
reyna, að standa með mínum innsta manni.
Það gerði þetta líka svo sjálfsagt að Nanna
stóð með mér án þess að depla auga. Meðal
annars fórum við í viðtal við tímaritið Nýtt líf
þar sem tekin var þessi fína fjölskyldumynd
af okkur og Sól dóttur okkar – og á milli
okkar situr Fríða Johansen sem var mitt alter
ego á þessum árum.
Hvað er ein Fríða á milli hjóna?
Draggið entist Sigurbirni lengi og hann hélt
áfram að troða upp þótt Moulin Rouge yrði
að engu. Hann skemmti á diskótekum og
tískusýningum og þjálfaði tískusýningarfólk
– kenndi meðal annars stelpum að ganga á
háum hælum – en sneri sér loks alfarið að
förðuninni. Árið 2001 fluttist fjölskyldan til
Danmerkur og þar hafa þau Nanna starfað
síðan.
Gjafir kynhneigðanna
Eftir á að hyggja hefði ég ekki viljað vera
án neins af því sem ég gekk í gegnum. Mér
finnst ég hafa sigrað í lífinu og fengið flest
það sem ég sóttist eftir. Þannig hefði mér
ekki liðið ef ég hefði læðst með veggjum
og afneitað tilfinningum mínum. Eiginlega
er það mikil gjöf að hafa fengið að rúma
allar þessar tilfinningar þótt það væri ekki
beinlínis auðvelt í gamla daga.
Þegar Nanna og Sigurbjörn festu ráð
sitt fékk hann oft að heyra það á árum áður
Nanna farðar eiginmanninn. Ljósm. Hreinn Hreinsson.
Sól forðum daga með kærum fjölskylduvini, Reyni Þór Eggertssyni.
56 57