Morgunblaðið - 09.09.2021, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021
DAGMÁL
Andrés Magnússon
Stefán Einar Stefánsson
Píratar tala líkt og áður um að borg-
aralaun skuli tekin upp og að þeim sé
ætlað að tryggja grunnframfærslu
allra borgara landsins. Halldóra Mo-
gensen er þingflokksformaður
flokksins á Alþingi og skýrir afstöðu
hans í samtali á vettvangi Dagmála.
Hún segir kostnaðarmat ekki
liggja fyrir, verkefnið sé hugsað til
langs tíma og verði að skoðast í heild-
arsamhengi grundvallarbreytinga á
samfélaginu. Hún telur þó rétt að
stíga fyrstu skrefin nú þegar sem geti
falist í hækkun persónuafsláttar og
að þeir sem kjósi að standa utan
vinnumarkaðar eða hafi ekki mögu-
leika á þátttöku á þeim vettvangi fái
fjárhæð sem svari til persónuafslátt-
arins greidda út.
„[...] fyrsta skrefið gæti verið að
hækka um 25 til 30 þúsund krónur á
mánuði. Að hækka um 25 þúsund
krónur myndi kosta að mig minnir
um 54 milljarða,“ útskýrir hún. Innt
eftir því hvernig flokkurinn sjái fyrir
sér að fjármagna þetta og frekari
skref í átt að borgaralaunum bendir
hún á að þessi breyting muni einna
helst nýtast hinum verst settu sem
muni því um leið verja peningunum í
neyslu og því skili stór hluti fjármun-
anna sér aftur í ríkissjóð í formi
skattgreiðslna.
Fjármagna megi með lántöku
Þrátt fyrir það er ljóst að ef ríkis-
sjóður ætlar sér að takast á hendur
að greiða öllum, óháð vinnuframlagi,
grunnframfærslu mun það kosta
hundruð milljarða króna. Halldóra
segir að fjármagna megi það með
bættu skattaeftirliti, hækkun veiði-
gjalda, þrepaskiptum fjármagns-
tekjuskatti og fleiri kerfisbreyt-
ingum.
„Líka lán. Það er líka allt í lagi að
segja það. Það er allt í lagi að taka lán
fyrir fjárfestingum. Því ef við erum
að fjárfesta í fólki eins og innviðum og
öðru þá erum við að gera það vegna
þess að það skilar sér til baka.“ Bend-
ir hún á að það sé í samræmi við ákall
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem telji
að ekki eigi að skera ríkisútgjöld nið-
ur vegna kórónuveirunnar heldur
örva hagkerfin með fjárfestingu og
meiri umsvifum hins opinbera.
„Við megum leyfa okkur að fjár-
festa þannig í framtíðarsamfélaginu,“
útskýrir Halldóra.
Tvöfalda skuli gjaldið
Talsvert hefur borið á umræðu í
kosningabaráttunni að sækja megi
miklar fjárhæðir í hækkun veiði-
gjalda. Halldóra telur svo vera og
innt eftir því hver stærðargráðan á
slíkri skattheimtu geti orðið segir
hún: „Við vorum að tala um að tvö-
falda auðlindagjaldið.“
Í dag er viðmiðið það að 33% af af-
komu útgerðarfyrirtækjanna fari í að
greiða auðlindagjald og því er Hall-
dóra spurð hvort hún boði 66% sér-
tækan skatt á hagnað sjávar-
útvegsins.
„Ég get ekki svarað þessu al-
gjörlega 100%. Þegar þú ert að fara
út í svona díteila með tölur þá er það
eitthvað sem við þurfum að gefa út
fyrir kosningar ásamt kostnaðinum.“
Hamli auðsöfnun
Hún áréttar þó að aukin skatt-
heimta á sjávarútveginn sé ekki að-
eins hugsuð til tekjuöflunar. Einnig
séu kerfisbreytingar hugsaðar til að
hamla mikilli auðsöfnun í greininni.
„Aðallega [erum við] að tala um
þessar kerfisbreytingar sem passi að
það verði ekki til þessi gríðarlega
auðsöfnun hjá útgerðinni sem er dá-
lítið andlýðræðislegt. Útgerðin hefur
gríðarlega mikil ítök inn í stjórn-
málin. Við sjáum það í Samherjamál-
inu að þarna er það að nýta auð sinn
til að vinna gegn fjölmiðlum og
stjórnmálaflokkum og öðrum sem
þeim er í nöp við. Þannig að þetta er
það sem mér finnst vera alvarlegt
vandamál.“
Hún segir margar leiðir til þess að
umbylta sjávarútvegskerfinu. Það
tengist ekki aðeins gjaldtökunni sem
slíkri heldur einnig hvernig verð af-
urða sé ákvarðað á markaði.
„Við lítum á sjávarauðlindina sem
sameiginlega og ævarandi eign ís-
lensku þjóðarinnar þannig að við er-
um að tala fyrir frjálsum handfæra-
veiðum, fyrir uppboði aflaheimilda, að
allur afli fari fyrst í gegnum íslenskan
fiskmarkað til þess að við fáum eðli-
legt verð og stórefla eftirlit með nýt-
ingu auðlindarinnar. Hætta pólitísk-
um afskiptum af veiðiráðgjöf og
innleiða miklu betra auðlindaákvæði í
stjórnarskrána.“
Segir Halldóra að þetta sé hluti
þeirra stóru breytinga sem Píratar
boði.
„Ég er ekki með nákvæmar tölur
yfir það hverju þetta muni skila en
þetta er það sem við erum að líta til
að þurfi að gera til þess að íslenska
þjóðin sé að fá rétt verð og sann-
gjarnt fyrir auðlindina sína.“
Þjóðin verði kölluð að borðinu
Halldóra segir Pírata gera það að
skilyrði fyrir aðkomu sinni að nýrri
ríkisstjórn að loknum kosningum að
ný stjórnarskrá verði tekin upp og að
hún byggi í grundvallaratriðum á
þeim texta sem stjórnlagaráð sendi
frá sér á sínum tíma. Hún við-
urkennir þó að um langhlaup sé að
ræða. Þótt nýtt þing samþykki nýja
stjórnarskrá þurfi að boða til kosn-
inga og efna til þjóðaratkvæða-
greiðslu til þess að ljúka ferlinu.
Hún telur einnig rétt, líkt og fram
kemur í stefnuskrá flokksins að þá-
verandi fulltrúar í stjórnlagaráði
verði kallaðir að borðinu við und-
irbúning málsins og að víðtækt sam-
ráð verði sömuleiðis haft við þjóðina.
Hún hafnar því hins vegar að slík að-
ferðafræði verði til þess að þvæla
málið og koma því í raun á byrj-
unarreit.
Áhersla á nýsköpun í stað
stuðnings við ferðaþjónustuna
Halldóra segir einnig mikilvægt að
skjóta fjölbreyttari stoðum undir
efnahagslífið og að það verði gert
með fjárfestingu í nýsköpun. Hún
gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa
varið gríðarlegu fjármagni við að
halda ferðaþjónustunni á floti. Nær
hefði verið að beina fjármununum í
nýjar atvinnugreinar.
„Ég held að peningunum hefði ver-
ið betur varið í að horfa til þess að
fjölga stoðunum undir atvinnulífinu.“
Í tengslum við umræðuna um
borgaralaunin telur Halldóra þó einn-
ig að spyrja þurfi hvort samfélagið
eigi að leggja áherslu á sköpun nýrra
starfa.
„Er það eitthvað sem við eigum að
vera að gera. Eigum við að vera að
setja rosalega mikla orku í að búa til
störf fyrir fólk í stað þess að setja
bara fjármagn í hendurnar á fólki og
treysta þeim til að skapa störfin
sjálf?“ spyr hún.
Kostnaðarmat liggur ekki fyrir
Morgunblaðið/Unnur Karen
Stefna Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, situr fyrir svörum í Dagmálum í dag þar sem stjórn-
málaleiðtogarnir mæta hver á fætur öðrum þessa dagana. Í kosningavikunni munu þeir mætast í kappræðum.
- Píratar vilja stíga fyrstu skref í átt að borgaralaunum - Hækka megi persónuafslátt um 25 þús-
und krónur - Mun kosta 54 milljarða - Boðar víðtækt samráð um innleiðingu nýrrar stjórnarskrár
2021 ALÞINGISKOSNINGAR
Samkvæmt kjörskrárstofni Þjóð-
skrár eru nú ríflega 254 þúsund
manns sem hafa rétt á að kjósa í
þingkosningunum fram undan. Þar
af eru 127.752 konur og 126.889 karl-
ar. Þjóðskrá hefur einnig bætt við
flokknum kynsegin/annað og þar eru
40 kjósendur skráðir sem slíkir.
Á vef Þjóðskrár, skra.is, má sjá
fjölda kjósenda á kjörskrárstofni 69
sveitarfélaga, endanleg kjörskrá á
að vera tilbúin fyrir 15. september.
Þjóðskrá vekur athygli á því að
tölulegar upplýsingar í kjörskrár-
stofni endurspegli ekki endanlega
kjörskrá. Hagstofan mun gefa út
endanlegar kosningaskýrslur og er
þá tekið tillit til tölu látinna og
þeirra sem fá nýtt ríkisfang eftir að
kjörskrárstofn var unninn, svo og
breytinga sem verða á kjörskrá
vegna leiðréttinga. Fæstir kjós-
endur, eða 40 talsins, eru í Árnes-
hreppi. Næstfæstir eru í Tjörnes-
hreppi, eða 51, 53 í Skorradalshreppi
og 54 í Helgafellssveit. Flestir kjós-
endur eru að sjálfsögðu í Reykjavík,
miðað við kjörskrárstofn, eða 91.093.
Þar af eru 46.136 konur, 44.932 karl-
ar og 25 kynsegin.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Kosningar Kjörkassar í Smáralind sem bíða þess að hýsa atkvæði í utan-
kjörfundaratkvæðagreiðslu. Opið er þar alla daga frá klukkan 10-22.
40 kjósendur kynsegin
- 254 þúsund manns á kjörskrárstofni
Þjóðskrár, þar af 127.752 konur
ÓTAKMARKAÐ GOLF Í HAUST Á
ALICANTE GOLF EÐA EL PLANTIO
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS
EL PLANTIO GOLF RESORT
El Plantio er vinsælasti golfstaður
okkar á Spáni. Þessi skemmtilegi
staður er steinsnar frá Alicanteborg,
dvalið er í góðum íbúðum og innifalið
er ótamarkað golf á 18 holu velli sem
hentar fyrir öll getustig.
ALICANTE GOLF RESORT
Alicante Golf er í 15 mínútna fjarlægð
frá miðborg Alicante og 10 mínútum frá
bænum San Juan. Stutt er í verslun og á
ströndina og nokkur skref á golfvöllinn.
Alicante Golf inniheldur sex par 3 holur,
sex par 4 holur og sex par 5 holur, sem
þýðir að þú munt aldrei spila sömu holu
tvisvar í röð með sama par.
10.000 KR.AFSLÁTTUR Á MANN EFBÓKAÐ ER FYRIR24. SEPTEMBER.
* GILDIR Á ALLAR GOLFFERÐIR TIL
ALICANTE GOLF EÐA ELPLANTIO
SEPTEMBER - OKTÓBER
ÓTAKMARKAÐ GOLF INNRITUÐ TASKA 20 KG OG
GOLFBÍLL INNIFALINN
FLUTNINGUR Á GOLFSETTI
VAL UM, MORGUNVERÐ EÐA HÁLFT FÆÐI
ÍSLENSK FARARSTJÓRN
AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI
INNIFALIÐ
TILBOÐ SEPTEMBER - OKTÓBER
EL PLANTIO VERÐ FRÁ 179.900 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
ALICANTE VERÐ FRÁ 199.900 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
Val um morgunverð eða hálft fæði, morgunverður innifalinn í verði
Val um morgunverð eða hálft fæði, morgunverður innifalinn í verði