Morgunblaðið - 09.09.2021, Side 14
14 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021
TAKTU HAUSTIÐ HEIM Í HÚS
SMÁRALIND – DUKA.IS
Toppu línan frá
OYOY Living Design
stækkar!
Skál – 9.990,-
Tertudiskur stór – 12.990,-
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Um 2.000 björgunarsveitarmenn af
öllu landinu hafa á síðustu mánuðum
sinnt gæslu og öðru við eldgosið í
Geldingadölum á Reykjanesskaga.
Verkefnin eru fjölbreytt og krefjast
bæði þrautseigju og útsjónarsemi
þeirra sem vaktina standa í náttúru-
hamförum sem nú virðast hafa breytt
um takt. „Þetta er eitt stærsta verk-
efni sem björgunarsveitir landsins
hafa sinnt. Jafnframt hefur þetta ver-
ið mikill skóli,“ segir Otti Sigmarsson
í Grindavík sem um sl. helgi var kjör-
inn formaður Slysavarnafélagsins
Landsbjargar á landsþingi félagsins.
Otti er öllum hnútum kunnugur í
starfi Landsbjargar. Hefur setið í
stjórn frá 2017 og verið varafor-
maður frá 2019. Við formennskunni
nú tekur hann af Þór Þorsteinssyni
sem verið hafði formaður síðastliðin
tvö ár.
Þrjú skip á þremur árum
„Mörg stór verkefni eru fram und-
an í starfinu sem verður spennandi
að leiða til lykta,“ segir Otti. Þar ber
hæst endurnýjun á flota björgunar-
skipa félagsins, sem eru alls þrettán.
Á næstu þremur árum verða þrjú ný
skip væntanlega tekin inn; eitt á ári
og hvert þeirra kostar 300 milljónir
króna. Pakkinn allur leggur sig því á
900 milljónir króna og af því borgar
ríkið helming. Stuðningur þess við
Slysavarnafélagið Landsbjörg vegna
björgunarskipanna var kunngerður á
síðasta ári. Á landsþinginu voru und-
irritaðir samningar þessara aðila við
finnskt fyrirtæki um smíði skipanna.
Kjölur að því fyrsta verður lagður
innan tíðar.
„Á næstunni þarf að setja kraft í að
fjármagna skipakaupin. Fyrir ára-
mót hefði ég viljað að við værum búin
að ganga frá peningamálum varð-
andi að minnsta kosti fyrsta skipið,“
segir Otti.
Verkefni þetta segir Otti mjög
aðkallandi. Björgunarskipin sem
eru í höfnum hringinn í kringum
landið voru flest keypt notuð fyrir
um aldarfjórðungi og eru sum orðin
um 40 ára gömul. Eru orðin slitin og
standa því ekki undir kröfum dags-
ins.
Þjónusta við samfélagið
Árlög framlög ríkisins til Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar í
krafti þjónustusamnings eru um
200 milljónir króna. Þar við bætist
að félagið nýtur ýmissa ívilnana, til
dæmis með endurgreiðslu opin-
berra gjalda vegna kaupa á björg-
unarbúnaði, bílum og slíku.
„Við hefðum reyndar viljað fá af-
slátt af fleiri gjöldum, svo mörgum
verkefnum og þjónustu sinnum við
fyrir ríkið og samfélagið allt að slíkt
er í raun sanngirnismál. Annars er
fjárhagur félagsins nú kominn í
þokkalega stöðu. Þar munar mjög
um Bakverði; það er föst framlög
sem þúsundir landsmanna greiða til
okkar í hverjum mánuði. Samt er
flugeldasalan okkar mikilvægasta
tekjuöflun,“ segir Otti og bætir við:
„Ef slysavarnastarf og björg-
unarsveitir væru alfarið reknar á
fjárlögum væri menningin og fé-
lagsandinn í starfinu ekki sá sami
og jafnan hefur verið. Hugsjónir og
sjálfboðaliðastarf haldast oft í hend-
ur og margir taka þátt í starfinu af
því að þeir vilja láta gott af sér leiða
í þágu samfélagsins. Utan þess má
síðan taka umræðu um hvaða verk-
efnum sveitir okkar eiga að sinna.
Sumt, svo sem verkefni og gæsla á
ferðamannastöðum og sjúkraflutn-
ingar frá stöðum fjarri þéttbýli, hef-
ur á stundum komið í fangið á okk-
ur af því að enginn annar getur sinnt
málum.“
Mikilvægur hlekkur
Strax á barnsaldri kynnntist Otti
Sigmarsson starfi björgunarsveit-
arinnar Þorbjarnar í Grindavík.
Sveitin er öflug og mikilvægur hlekk-
ur í öryggismálum sjómanna. Hefur
frá stofnun árið 1930 bjargað í land
alls 233 manns úr strönduðum skip-
um, oft við mjög erfiðar aðstæður.
Með betri skipum og öryggisþjálfun í
Slysavarnaskóla sjómanna hefur
þetta gjörbreyst og sjóslysum fækk-
að mikið. Önnur verkefni hafa hins
vegar komið í staðinn.
„Sveitirnar fara í útköll landshorna
á milli ef liðsstyrks er þörf, eins og
gerst hefur til dæmis í eldgosinu hér
við Grindavík. Þar er mikill kostur að
mannskapurinn hefur allur fengið
þjálfun í björgunarskóla okkar og
leggur sama skilning í verkefnin.
Björgunarstarf byggist á gagn-
kvæmu trausti og þannig myndast
heild,“ segir Otti og að síðustu:
Tækni í leitarstarfi
„Fagmennskan í starfinu eykst
líka sífellt og tæknin verður æ betri.
Drónar gjörbreyta leitarstarfi, annar
tæknibúnaður verður æ fullkomnari
og við erum alltaf að læra eitthvað
nýtt. Í björgunarsveitir þarf alls-
konar fólk; sumir eru góðir í leitar-
flokka og aðrir leiknir bílstjórar. Fyr-
ir sumum eru fjarskiptin opin bók og
aðrir eru í krafti reynslu frábærir að-
gerðastjórar. Þessi fjölbreytni er góð
og gerir okkur að sterkri heild. “
Hugsjónir og
sjálfboðastarf
- Otti nýr formaður Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar- Liðsstyrkur og
landið allt - Björgunarstarf er breytt
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Formaður Fagmennska í björgunarstarfi er að aukast og tæknin verður æ betri, segir Otti Sigmarsson um verkefnin sem
deildir Slysavarnafélagsins Landsbjargar sinna. Sjálfur kynntist hann starfinu sem strákur og ekki varð aftur snúið.
Eldgos Björgunarfólk af öllu landinu hefur staðið vaktina í Geldingadölum.
Sigling Endurnýja þarf flota björgunarskipanna, sem sum eru orðin ára-
tugagömul og slitin eftir því. Mynd frá æfingu björgunarfólks á Siglufirði.
Nýtt snjallforrit sem ætlað er að
stuðla að auknu öryggi á ferðalög-
um er komið í loftið. Þórdís Kol-
brún R. Gylfadóttir ferða-
málaráðherra opnaði forritið við
athöfn í Litlu kaffistofunni í Svína-
hrauni í fyrradag.
Í appinu, sem heitir Savetravel,
eru upplýsingar í rauntíma um
ástand og færð á vegum landsins.
Lausn þessi er þróuð af Stokki
hugbúnaðarhúsi og kostuð af
Sjóvá. Að baki þessu öllu er
Landsbjörg.
Auk upplýsinga um ástand vega
má á appi Safetravel einnig finna
bílpróf til að skerpa á ökukunn-
áttu. Appið er hugsað bæði fyrir
Íslendinga og erlenda ferðamenn.
Safetravel birtir svo notendum
kort af Íslandi og gerir þeim kleift
að merkja inn væntanlega ferð á
vegum landsins. Appið, sem sækja
má í App Store eða Google Play,
teiknar þá upp leiðina og sýnir
hana fram undan
„Appið sér hvar ökumaður er
staddur og gefur þá upplýsingar
um ástand veganna fram undan.
Þetta hefur ýmsa kosti fram yfir
þá tækni sem þegar er tiltæk. Sér-
staklega er þetta gott fyrir akstur
í vetrarumferð. Við væntum mikils
af þessari tæknilausn,“ segir Jónas
Guðmundsson frá Slysavarnafélag-
inu Landsbjörg. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Unnur Karen
Opnun Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra og Jónas Guð-
mundsson frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kynntu appið nýja í gær.
App fyrir öryggið
- Forrit fyrir ferðir á vegum landsins