Morgunblaðið - 09.09.2021, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 09.09.2021, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Allmörg dæmi eru þekkt að fornu og nýju um pólitísk smælki sem ráða óvæntum úrslitum í lífi stjórnmálamanna og -flokka. Og eins eru dæmin ekki fá um að lélegur trúnaður við stjórnmálalega stefnu flokksins, eða subbulega um- gengni forystumanna um hana reynist dýrkeypt. Hitt er vissu- lega til að menn nái að „kjafta sig út úr“ meintum svikum með „vísun í gjörbreyttar aðstæður“ sem réttlæti slíkar gerðir. Alþekkt er einnig, úr hinum stóra heimi, að losaraleg um- gengni í siðferðilegum efnum af ýmsu tagi verði mönnum dýr- keyptari en þeir ætluðu. En hitt var lengi þekkt að stjórn- málamenn hafi lengi sloppið með ólíkindum vel frá slíku mynstri. John F. Kennedy, „með sína fallegu fjölskyldu“, myndi ekki sleppa í dag, dáður og dýrkaður til hinstu stundar eins og þá. Síðari forseti og flokksbróðir þótti drjúgur í sömu efnum en var þó eins og hvítskúraður engill hjá sinni miklu fyrirmynd. Í fyrra dæm- inu gengu allir helstu „fjöl- miðlar“ Bandaríkjanna upp í því að frétta helst aldrei neitt um þessa hlið forsetans. Vísast telur valda- og frægðarfólk sér öruggara að að stilla slíku óhófi í mun meira hóf en gert var á þessum árum. Þau sjónarmið eru reyndar viðruð að of mikil áhersla sé lögð á að slík „feil- spor“ skuli hafa stjórnmála- legar afleiðingar en rétt sé. Á hinn bóginn sleppi stjórn- málamenn allt of létt frá svikn- um loforðum og næsta frjáls- legri umgengni við sannleikann og þau fyrirheit sem gefin voru kjósendum í aðdraganda kosn- inga. Fróðlegt er að horfa á „B-in þrjú“ í þessu samhengi. Saga Joe Bidens er alþekkt og auð- velt að spila myndbrot um framgöngu hans til áratuga þar sem orð og gerðir núverandi forseta stangast í sífellu á og eiga reyndar sjaldnast nokkra samleið. En eins og nú er komið er ekki lengur hægt að gera kröfur til þess að hann sé sjálf- um sér samkvæmur. Sem nýleg dæmi um smámál sem hafa farið fyrir brjóstið á almenningi er atvikið um ógeð- fellt gláp hans á armbandsúr sitt á viðkvæmustu stundu, þegar forsetinn tók á móti sveipuðum kistum með líkams- leifum bandarískra hermanna í hópi nánustu ættingja þeirra. Þess háttar kæk má afsaka hjá manni sem hefur litla stjórn á sjálfum sér eftir að hafa lent inni á kvikmynd sem var miklu leiðinlegri en hann bjóst við. En það er reyndar annað al- kunnugt atvik um forseta og úrið hans sem pirr- aði marga. Þegar B númer 2, Bush eldri, var í kapp- ræðu við Clinton og Perot, áskorendur hans, náðu sjónvarpsvélar myndum af því þegar forsetinn glápti á úrið sitt þegar and- stæðingarnir voru að tala. Hæpið er þó að halda því fram að það atvik hafi ráðið úrslitum en það var mikið sýnt og fékk mikið áhorf. En hvað réð þá úrslitum um að Bush tapaði í kosningum sem kannanir höfðu lengi sýnt að hann myndi senni- lega vinna tiltölulega auðveld- lega? Miklu skipti að auk fram- bjóðanda demókrata náði flokksbróðir forsetans ekki aðeins að komast í alvörufram- boð, heldur einnig að draga miklu meira fylgi frá Bush en spáð var og dugði það til sigurs Clintons þótt hann hefði miklu minna fylgi en repúblikanarnir tveir höfðu samanlangt. En það sem tryggði aukaframboðið og ósigur Bush var að mati margra að hann braut kosn- ingaloforð sitt frá síðustu kosn- ingum á undan. Er það virkilega að svik við kosningaloforð geti haft þvílík áhrif? Yrði þá nokkur þingmað- ur frá kjörtímabilinu á undan áfram á Alþingi eftir kosn- ingar? Það er vissulega sjald- gæft að svik við kosningaloforð hafi jafn afdrifarík áhrif og svik á einu loforði höfðu í þessu til- viki. Fyrir kosningarnar 1988 hafði George Bush eldri lofað því með eftirminnilegum hætti að hann myndi alls ekki hækka skatta á nýju kjörtímabili. Og útslagið gerði að hann gaf það loforð oft og sérlega eftirminni- lega: „READ MY LIPS,“ sagði hann ítrekað og benti á varir sínar: „Ég mun ekki hækka skatta.“ Fullyrt var að ekkert eitt hafi verið jafnoft spilað í kosningasjónvarpi og þetta um forsetann og varir hans. En hvar kemur þriðja B-ið við þessa sögu? Boris lofaði því auðvitað í kosningunum að enn eitt B-ið, Brexit, yrði efnt fengi hann þingstyrk til þess og það gerði hann fljótt og myndar- lega og mun lengi hafa heiður af. En hann og hundruð með- frambjóðenda minntu einnig samfleytt á að Íhaldsflokkurinn væri eina örugga vörnin gegn skattahækkunum og myndi snúa af braut skattahækkana strax þegar færi gæfist. Boris minnir nú á að þessar kosn- ingar voru í desember 2019 áður en nokkur maður í okkar heimshluta vissi að veirunnar væri von. Og það séu einmitt af- leiðingar hennar sem líta verði til þegar fyrirhugaðar skatta- breytingar eru skoðaðar. Enn eru flokksbræður hans og -systur ekki alveg sannfærð um þetta. Þau eru mörg sporin sem hræða þegar glöggt er skoðað} B-in þrjú og basl þeirra E ru eldri borgarar baggi á sam- félaginu? Þannig er um okkur talað, nú síðast í kvöldfréttum RÚV á sunnudaginn. Þar var tal- að um að auka þyrfti framlög til eldri borgara um 3% af vergri landsframleiðslu og svo framvegis. Spruttum við eldri borgarar fram úr álfasteini og urðum allt í einu til? Það er þekkt staðreynd að árgangarnir sem fæddust eftir síðari heimsstyrjöld voru mjög stórir. Það er því algjör fáfræði að tala niður til okkar sem nýs vandamáls. Við erum búin að vera til staðar í heilan mannsaldur og erum loks að komast á eftirlaun. Við teljum okkur hafa byggt upp atvinnulíf þjóðarinnar og skilað miklu til samfélagsins. Í mínu tilfelli var ég virkur þátttakandi í að byggja upp ferðaþjón- ustuna. Við byggðum líka upp lífeyrissjóða- kerfið sem stjórnvöld hafa með kjafti og klóm reynt að ræna okkur og eru atvinnurekendur helstu aðstoð- armenn stjórnvalda í þeim verknaði. Atvinnurekendur sigla undir fána húsbóndavaldsins, orð sem fyrir löngu ætti að vera horfið úr íslenskri tungu. Lífeyrissjóðirnir á almenna vinnumarkaðinum voru stofnaðir af vinnandi höndum og greiddu sjóðs- félagar bæði framlag sitt og hið svokallaða framlag at- vinnurekenda og eru þeir því í 100% eigu fólksins. Því eiga sjóðsfélagar að stýra þeim. Stjórnvöld og atvinnu- rekendur eiga ekkert erindi inn í lífeyrissjóðina. Annað dæmi er framkvæmdasjóður aldr- aðra sem við greiðum í með sköttum okkar og ætlaður var til að byggja upp dval- arheimili aldraðra. Honum hefur verið rænt til annarra verka. Í þessu liggur stór hluti af vandanum, stjórnvöld beita skerðingum til að hrifsa til sín þær krónur sem við fáum greiddar úr lífeyrissjóðunum, skerðingarnar eru allt upp í rúm 70% af tekjum fólks. Ísland greiðir minnst allra OECD-landa í laun eldri borgara eða um 2,6% af vergri lands- framleiðslu. Meðaltal OECD-landanna er 7%. Ísland þarf að efla kjör eldra fólks verulega til að vera á pari við Dani sem borga 8%. Látið ekki blekkjast af fagurfræði eins og hjá sjálfstæðismönnum sem eru að byggja upp kerfi sem enginn skilur. Við viljum að komið sé fram við eldri borgara og ör- yrkja eins og aðra þjóðfélagsþegna, annað er einelti sem ekki verður liðið. Brjótum múra, bætum kjörin! Hættum að skattleggja fátækt! Gerum efri árin að gæðaárum! Kjósum X-F Wilhelm Wessman Pistill Spruttum við fram úr álfasteini? Höfundur skipar annað sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík suður. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is F rændþjóðir okkar á Norð- urlöndunum stefna allar að því að létta af öllum sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins á næstunni, þar sem hátt bólusetn- ingarstig og ágæt staða í barátt- unni gegn Delta-afbrigðinu eru sögð leyfa það. Þannig ætla dönsk stjórnvöld að aflétta öllum sam- komutakmörkunum og öðrum að- gerðum frá og með morgundeg- inum, 10. september. Magnus Heunicke, heilbrigðis- ráðherra Danmerkur, sagði þegar ákvörðunin var tilkynnt í lok ágúst að náðst hefði að koma böndum á faraldurinn og ekki væri lengur lit- ið á veiruna sem almenna ógn við samfélagið. Hins vegar hét hann því að brugðist yrði hratt við ef far- aldurinn færi aftur úr böndunum. Um 73% Dana á fullorðinsaldri eru nú fullbólusett gegn kórónu- veirunni, og eru einungis Malta og Portúgal með hærra hlutfall af aðildarríkjum Evrópusambandsins. Í krafti þessa ákváðu Danir að létta um síðustu mánaðamót af kröfum um að fólk sýni svonefndan bólusetningarpassa við flest tilefni utan dyra. Hins vegar mun enn þurfa slíkan passa til að sækja inn- anhússviðburði sem fleiri en 500 manns sækja og næturklúbba. Sænsk stjórnvöld tilkynntu í fyrradag að þau hygðust létta af nánast öllum sínum sóttvarna- aðgerðum frá og með 29. sept- ember næstkomandi, en að fólk verði áfram hvatt til að fylgja reglum um hreinlæti og samskipta- fjarlægð á opinberum stöðum. Lena Hallengren, heilbrigðis- ráðherra Svíþjóðar, sagði við það tækifæri að markmið stjórnvalda hefði alltaf verið að aflétta aðgerð- um sínum við fyrsta tækifæri. „Samfélag okkar er á nýjum og betri stað,“ sagði Hallengren, en miðað er við að öllum samkomu- takmörkunum verði aflétt hinn 29. september, auk allra reglna sem takmarki fjölda gesta á börum og veitingahúsum. Þá verður ekki lengur lagt til að Svíar vinni heiman frá sér ef mögulegt er, en sú ráðlegging var ekki lagalega bindandi. Vinnuveit- endur hafa þó fengið tilmæli um að fara sér hægt við að kalla þá heimavinnandi aftur til vinnu á staðnum. Þetta verður fjórða skrefið af fimm samkvæmt afléttingaráætlun Svía. Upphaflega átti að reyna að stíga það í lok ágústmánaðar en staðan í faraldrinum leyfði það ekki þá, þar sem tilfellum hefur fjölgað nokkuð. Þá eru einungis um 58% Svía á fullorðinsaldri fullbólusett. Frestuðu afléttingum sínum Norðmenn stefndu að því að létta af sínum aðgerðum í júlí en ör fjölgun tilfella neyddi ríkisstjórnina til að fresta þeim áformum fram í miðjan ágúst og síðan fram í sept- ember. Í síðustu viku ákvað ríkis- stjórnin að fresta afléttingunni í enn eitt skiptið, en að þessu sinni er stefnt að því að síðustu sótt- varnaaðgerðum Norðmanna verði aflétt ekki síðar en í lok september. Þá er vonast til þess að 90% full- orðinna Norðmanna verði full- bólusett, en það hlutfall er nú um 77%. Núgildandi takmarkanir heim- ila samkomur innandyra fyrir allt að 5.000 manns og utandyra fyrir allt að 10.000 manns. Finnsk stjórnvöld tilkynntu á mánudaginn að síðustu sóttvarna- aðgerðum verði aflétt þegar 80% allra Finna 12 ára og eldri verði fullbólusett. Þá hyggjast finnsk stjórnvöld aflétta tveggja metra reglunni, og er gert ráð fyrir að það verði samþykkt af þinginu á næstu dögum. Sanna Marin, forsætisráðherra Finna, sagði markmiðið að þegar samfélagið opnaðist á ný yrði því haldið opnu og að lykillinn til þess væri að bólusetja sem flesta. Nú hafa 61,3% allra Finna tólf ára eða eldri verið fullbólusett, og er stefnt að því að 80% markið ná- ist í októbermánuði. Afléttingar í kortum frændríkjanna AFP Afléttingar Ungir Kaupmannahafnarbúar kanna hér næturlíf borgarinnar í upphafi mánaðarins, en Danir ætla að aflétta öllum sóttvörnum á morgun. Þó að staðan í faraldrinum sé al- mennt góð á Norðurlöndum eru teikn á lofti um að Delta-afbrigðið geti leikið ríki Evrópu grátt, ekki síst þá Evrópubúa sem enn eru óbólusettir. Hans Kluge, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar WHO í Evrópu, varaði við því í síðustu viku að um það bil 236.000 manns gætu farist af völdum kórónuveirunnar á næstu þremur mánuðum, þar sem Delta- afbrigðið væri nú að knýja fram fjölgun tilfella, ekki síst í fátækari ríkjum álfunnar. Þá varaði Kluge við því að farið yrði of skarpt í afléttingar sótt- varnaaðgerða, sér í lagi þar sem hægst hefur nokkuð á bólusetn- ingum gegn veirunni. 1,3 milljónir Evrópubúa hafa nú þegar farist af völdum kórónuveir- unnar. Vara við fjölgun dauðsfalla WHO Í EVRÓPU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.