Morgunblaðið - 09.09.2021, Qupperneq 38
38 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
AYJA - K129
3ja sæta, 2ja sæta og stóll.
Margir litir af áklæði eða leðri.
Komið og skoðið úrvalið
14.995.- / St. 21-30
Vnr.: E-73359151052
14.995.- / St. 21-30
Vnr.: E-73359152132
ECCO BARNASKÓR
VANDAÐIR OG HLÝIR GORE-TEX KULDASKÓR
12.995.- / St. 20-26
5 litir / Vnr.: E-764801
12.995.- / St. 20-26
5 litir / Vnr.: E-764801
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
STEINAR WAAGE
Allir innviðir sam-
félagsins þarfnast
viðhalds og það á
ekki síst við um
vegakerfið. Öll höfum
við orðið fyrir töfum
í akstri vegna slíkra
viðhaldsframkvæmda
sem oftar en ekki
fara fram að sumri
til. Þetta á til dæmis
við um viðhald bund-
inna slitlaga. Það er
skiljanlegt að vegfarendur vilji
komast sem hraðast yfir, jafnvel
þótt þeir séu komnir í sumarfrí
enda margt betra við tímann að
gera en að mjakast áfram í langri
bílaröð. Hins vegar er viðhaldið
gríðarlega mikilvægt enda myndi
vegakerfið hrynja á fremur
skömmum tíma ef því væri ekki
sinnt sem skyldi. Það er því þakk-
arvert þegar ökumenn sýna þol-
inmæði og skilning í umferðinni
þar sem framkvæmdir standa yfir.
Ekki er síður mikilvægt að öku-
menn virði hraðatakmarkanir þar
sem unnið er við viðhald því ör-
yggi þeirra sem vinna fram-
kvæmdir er mikilvægt rétt eins og
öryggi vegfarenda. Umferðarör-
yggi er því jafnan efst í huga
vegagerðarfólks. Gæta má að því
að stundum er hámarkshraði
lækkaður á framkvæmdasvæðum
þótt ekki sé verið við vinnu þá
stundina. Hraðalækkunin getur
komið til af því að
frágangi á umhverfi
vegar sé ólokið og
það sé því ekki eins
öruggt og það verður
að framkvæmd lok-
inni.
Framlög til við-
halds hafa verið aukin
nokkuð á und-
anförnum árum en á
því sviði þarf að vinna
upp stóran skulda-
hala. Langan tíma
mun taka að komast á
þann stað þar sem
Vegagerðin vill vera.
Nærri 6.000 km lagðir
bundnu slitlagi
Á Íslandi eru nú um 5.800 km
af vegakerfinu með bundnu slit-
lagi og helgast það að miklu leyti
af því að lagt hefur verið með
klæðingu sem er mun ódýrari
lausn en malbik. Klæðing hentar
mjög vel á umferðarléttari veg-
um, líkt og þeir íslensku eru víða
um land. Klæðing er auk þess al-
geng erlendis þar sem umferð er
minni.
Þegar kemur að viðhaldi klæð-
ingar þá liggur laust steinefni á
yfirborði hennar þar til því hefur
verið sópað af. Þetta er nú gert
eins hratt og unnt er, auk þess
sem það færist í vöxt að fylgd-
arbíll fari á undan umferðinni yfir
nýlagt svæði til að halda niðri
hraðanum og koma í veg fyrir
grjótkast og skemmdir. Mikilvægt
er að fylgja leiðbeiningum og elta
fylgdarbílinn.
Ef viðhaldi bundinna slitlaga er
ekki sinnt sem skyldi er hætta á
að allur vegurinn eyðileggist,
þ.e.a.s. að undirbyggingin brotni
niður. Þá verður margfalt dýrara
að koma veginum í samt horf. Því
er viðhald slitlags gríðarlega mik-
ilvægt og þess vegna er óskað eft-
ir þolinmæði ökumanna og tillits-
semi.
Vegagerðin mun fjalla um bund-
in slitlög á ráðstefnunni Bundin
slitlög – betri vegir, í Hörpu 14.
september. Í heilan dag verður
fjallað um efnið frá mörgum
áhugaverðum sjónarhornum og
einnig með erlendum augum en
gestafyrirlesarar koma frá Hol-
landi, Norður-Írlandi og Svíþjóð.
Skráning fer fram á heimasíðu
Vegagerðarinnar en ráðstefnunni
verður einnig streymt.
Eftir G. Pétur
Matthíasson
G. Pétur
Matthíasson
»Hins vegar er við-
haldið gríðarlega
mikilvægt enda myndi
vegakerfið hrynja á
fremur skömmum tíma
ef því væri ekki sinnt
sem skyldi.
Höfundur er forstöðumaður sam-
skiptadeildar Vegagerðarinnar.
g.petur.matthiasson@vegagerdin.is
Viðhaldið er alltaf mikilvægt
Verði úrslit kosning-
anna 25. september í
samræmi við skoð-
anakannanir, verða níu
flokkar á Alþingi
næstu fjögur árin.
Stjórnarmyndun gæti
reynst erfið og hætta
er á að niðurstaðan
yrði vinstri stjórn 5-6
smáflokka. Slík stjórn
yrði hvorki traust né
vel starfhæf.
Flestir vita að stöðugleiki í
stjórnmálum er mikilvægur. Bitur
reynsla margra þjóða sýnir að eftir
því sem þingflokkum fjölgar dregur
úr stöðugleika í stjórnmálum en lík-
urnar aukast á sundrungu og upp-
lausn. Fáir vilja vonandi að Íslend-
ingar taki sér ítölsk stjórnmál til
fyrirmyndar þar sem 66 rík-
isstjórnir hafa setið sl. 76 ár. Hver
ríkisstjórn hefur því aðeins setið í
14 mánuði að meðaltali. Ástandið
hefur vissulega verið mun betra á
Íslandi en upphlaup í stjórnmálum
hafa samt verið tíðari hér en í þeim
löndum, sem við berum
okkur helst saman við.
Hér hafa ríkisstjórnir
stundum hrökklast frá
þegar þjóðin þurfti
mest á því að halda að
þær héldu saman.
Eitt helsta hlutverk
alþingismanna er að
mynda ríkisstjórn að
loknum kosningum.
Æskilegt er að sú
stjórn sé svo vel starf-
hæf að hún geti án
vandræða tekið afstöðu
til viðfangsefna og álitamála jafn-
harðan og þau ber að höndum.
Stjórnin þarf einnig að vera svo
traust að hún haldi út heilt kjör-
tímabil án teljandi vandræða eða
upphlaupa.
Stjórnmálakerfi samsteypu-
stjórna eins og hið íslenska gerir
mun ríkari kröfur til samstarfs-
þroska stjórnmálamanna en tveggja
til þriggja flokka kerfi. Til að gegna
því meginhlutverk sínu að skipa
landinu trausta og starfhæfa ríkis-
stjórn þurfa flokkarnir að slá af ýtr-
ustu stefnumálum sínum og semja
um þau við samstarfsflokka sína.
Skiljanlegt er að þingmenn vilji
helst vinna með þeim flokkum í rík-
isstjórn, sem standa þeim næst í
málefnum. Við stjórnarmyndun er
þó ekki síður mikilvægt að hafa það
markmið að leiðarljósi að stjórnin
verði stöðug og farsæl.
Traust ríkisstjórn
Það kom mörgum á óvart þegar
núverandi ríkisstjórn var mynduð
og ýmsir spáðu henni ekki langlífi.
Raunin varð önnur. Ríkisstjórnin
hefur unnið vel saman allt kjör-
tímabilið og greinilegt er að mikið
traust er á milli forystumanna
hennar. Á kjörtímabilinu virðist
aldrei hafa komið upp sú staða að
samstarfið væri í hættu og allra síst
þegar stjórnin stóð frammi fyrir
erfiðum ákvörðunum, t.d. vegna
sóttvarna og í efnahagsmálum.
Eftir því sem þingflokkum fjölgar
reynir meira á samstarfshæfni al-
þingismanna þegar kemur að mynd-
un ríkisstjórnar sem og varðandi
þingstörfin almennt. Ljóst er að al-
menningur gerir skýra kröfu til
stjórnmálamanna að þeir standi
undir því hlutverki sínu að mynda
trausta og starfhæfa ríkisstjórn.
Við þessar aðstæður bregður svo
við að fram koma yfirlýsingar frá
forystumönnum Pírata og Samfylk-
ingarinnar um að þeir útiloki fyrir
fram samstarf við suma aðra flokka
í ríkisstjórn, þar á meðal Sjálfstæð-
isflokkinn, þann flokk sem nýtur
mests stuðnings.
Ljóst er að slík útilokunarstefna
mun gera stjórnarmyndun að lokn-
um kosningum enn torveldari en
ella. En hún lýsir einnig neikvæðu
viðhorfi, ákveðnu ofstæki og skiln-
ingsleysi á mikilvægi þess að allir
þingmenn þurfi að geta unnið sam-
an, óháð því úr hvaða flokki þeir
koma.
Ekki er sjálfsagt að við Íslend-
ingar njótum endalausrar vel-
gengni. Við þekkjum að djúp
kreppa getur komið í kjölfar mikils
góðæris. Þjóðin þarf þroskaða og
velviljaða stjórnmálamenn, sem
geta snúið bökum saman í þágu
þjóðarinnar og sent sundurlynd-
isfjandann á sextugt dýpi þegar á
þarf að halda.
Kjósum samstöðu
í stað sundrungar
Leiðin til farsældar í stjórn-
málum er ekki sú að stjórn-
málaflokkarnir keppist við að úti-
loka fyrirfram samstarf hver við
annan. Kjósendur ættu ekki að
styðja flokka sem boða slíka útilok-
unarstefnu.
Atkvæði greitt Sjálfstæðis-
flokknum eykur líkur á að hægt
verði að mynda trausta meiri-
hlutastjórn tveggja eða þriggja
flokka að loknum kosningum. Í slíku
stjórnarsamstarfi mun Sjálfstæð-
isflokkurinn beita sér fyrir áfram-
haldandi stöðugleika í efnahags-
málum og sókn í atvinnumálum.
Útilokunarstefnan
Eftir Kjartan
Magnússon »Við þurfum flokka
sem geta unnið
saman að hagsmunum
þjóðarinnar. Ekki flokka
sem keppast við að úti-
loka fyrir fram samstarf
við aðra flokka.
Kjartan Magnússon
Höfundur skipar 4. sæti framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík-
urkjördæmi nyrðra.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VANTAR ÞIG
PÍPARA?