Morgunblaðið - 09.09.2021, Síða 41

Morgunblaðið - 09.09.2021, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021 Undirföt • Náttföt • Sundföt • Strandfatnaður 50% afsláttur af allri útsöluvöru Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 Vefverslun: selena.is ÚTSALA Alley Cats 19.995 kr. St. 41- 47,5 withMemory Foam SMÁRALIND - KRINGLAN - SKÓR.IS FRÁBÆRIR FYRIR HAUSTIÐ! Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Stefán John Stefánsson og Katrín Bjarkadóttir eru sjálfskipaðir draugabanar Íslands en þau halda úti hlaðvarpinu Draugasögur Podcast ásamt nýja hlaðvarpinu Sannar ís- lenskar draugasögur en bæði hlað- vörpin eru nú með topp fimm vinsæl- ustu hlaðvörpunum hér á landi. Það er því greinilegt að Íslendingar hafa áhuga á málefninu en Stefán, sem ræddi um málefnið í Síðdegis- þættinum í vikunni, segir Íslendinga upp til hópa vera næma fyrir hinu yfirnáttúrulega. Saman hafa þau Katrín ferðast víða í leit að draugum og yfirnáttúrulegum öflum, sem þau segjast sannarlega hafa fundið og fullyrða að þau hafi sannanir fyrir því. Stefán segist sjálfur vera fremur skeptískur og lítið næmur fyrir því andlega en Katrín sé mjög næm fyrir því. „Ég þarf að fá vísindalegar sann- anir. Bara „concrete evidence“. Þá er ég bara með fullt af tækjum og tólum til að fá sannanir fyrir þessu. Það er þess vegna sem okkur hefur gengið svona vel og fólk fylgist með okkur og skoðar sönnunargögnin sem við höf- um náð í í gegnum tíðina,“ sagði Stef- án en meðal tækja sem þau nota til að finna anda eru EMF-mælar sem nema rafsegulbylgjur. „Andar eru sagðir vera búnir til úr slíkum rafsegulbylgjum. Þannig að ef þú ert í fjallakofa þar sem er hvorki rennandi vatn, rafmagn né síma- samband og mælirinn fer á fullt og þú sérð enga fljúgandi örbylgjuofna þá getur þú mögulega túlkað það þannig að það sé eitthvað skrítið á seyði. Það er allavega eitthvað sem við getum ekki útskýrt,“ útskýrði Stefán. „Fólk býst við að sjá einhverja hvíta veru. Örugglega fljúgandi og örugglega með lak yfir sér. Það bara er ekki þannig. Það eru raddir og vitsmunaleg svör við spurningum sem þú spyrð,“ sagði hann. Skemmtilegasta tækið sem parið kveðst nota til að finna anda er svo- kölluð „structured light“-myndavél sem er í raun myndavél fyrir XBOX- leikjatölvur en hún á að virka vel til að sjá drauga að sögn Stefáns. „Við erum með ótal sönnunargögn frá Höfða, Hvítárnesskála og Fram- haldsskólanum á Laugum,“ sagði Stefán. Einu sinni verið hræddur Stefán sagðist aðspurður aðeins einu sinni hafa verið smeykur í draugaleiðangri, en Katrín sé oftar hræddari. Það var í leiðangri parsins í Höfða, en þar hefur verið talinn einna mestur draugagangur í húsi á Íslandi, þar sem þau létu læsa sig inni í 12 tíma. Í þessum tiltekna leiðangri heyrðu þau vel í anda sem kynnti sig með nafni og svaraði spurningum parsins skilmerkilega en upptaka er til af þessu fyrir áskrifendur Drauga- sagna Podcast á Patreon. „Þetta er fjögurra mínútna löng upptaka þar sem hún [andinn] er að svara spurningum og segja eitthvað. Eftir það, þegar hún hættir að tala og segir „búið!“ og ég slekk á tækjunum, þá var ég svona: „Guð minn góður, hvað var að gerast?“ Þá viðurkenni ég að ég bakkaði rólega út úr her- berginu. Stefán er þó á því að yfirleitt sé ekkert að óttast. Margir upplifi fordóma „Þetta er bara eitthvað sem er því miður ansi misskilið og yfirleitt týnt og í mörgum tilfellum fast en það er bara frábært að við séum að opna umræðuna um þetta,“ sagði hann. Þau fá þó reglulega prest í heimsókn á heimili þeirra til að koma í veg fyrir að þau taki eitthvað óæskilegt með sér heim. „Okkur finnst þetta skipta svo miklu máli. Við erum svo mörg sem erum að upplifa þetta og alls staðar mætir þetta fólk sem verður fyrir þessu svo miklum fordómum. Við þurfum að „normalísera“ það,“ sagði Stefán. „Erum með ótal sönnunargögn“ Stefán John Stefánsson og Katrín Bjarkadóttir halda úti hlaðvörpunum Draugasögur Podcast og Sannar íslenskar draugasögur en saman hafa þau ferðast víða með tæki og tól og safnað sönnunum um tilvist drauga og yfirnáttúrulegra afla. Rannsakendur Stefán og Katrín hafa farið á marga staði sem þekktir eru fyrir draugagang og safna þaðan sönnunargögnum um tilvist drauga. „Draugasögur Podcast fjallar um staði víðs vegar um heim sem þekkt- ir eru fyrir reimleika. Auk þess tökum við fyrir íslenska staði sem við heimsækjum, og búum til myndefni um þau ferðalög,“ segir Katrín, annar þáttastjórnandi í hlað- varpinu Draugasögur Podcast. Hún segir að hún og unnusti hennar og annar þáttastjórnandi hlaðvarpsins, Stefán John, hafi farið víða og náð áhugaverðum sönnunargögnum um líf eftir dauðann. Katrín deildi sínum uppáhaldshlaðvörpum með K100. Crime Junkie „Þetta hlaðvarpið sem kynnti mig fyrir hlaðvarpsheiminum. Þarna ræða Ashley Flowers og Brit um hin og þessi glæpa- mál. Þær koma sér alltaf strax að efninu og segja sögurnar vel. Ég er að sjálfsögðu áskrifandi á Pat- reon, og er búin að hlusta á sögurnar þeirra örugg- lega fimm sinnum af því að ég fæ ekki nóg.“ Somone Knows Something „Í þessu hlaðvarpi kafar rann- sóknarblaðamaðurinn David Ridgen í óhugguleg og stundum óþægi- leg mál. Hann mætir á staðinn, talar við fjöl- skylduna og kemst oft að hlut- um sem ekki einu sinni lögreglan veit af. Hann hefur góðan talanda og fer vel yfir öll smáatriði sem mér finnst mikilvægt. Dr. Death „Þetta er hlaðvarpssería frá Won- dery sem tekur fyrir lækna sem drepa. Virkilega áhugavert hlaðvarp sem ég væri til í að hlusta á allan daginn. Laura Beil segir sög- urnar vel og tekur fyrir einn lækni í hverri seríu og fer yfir hans sögu frá byrjun til enda ásamt því að tala við sjúklinga hans, sem voru það heppnir að lifa af.“ Illverk „Ég nefni að sjálfsögðu kollega minn, hana Ingu Kristjáns, sem er með hlaðvarpið Illverk. Inga ger- ir hlutina virki- lega vel og það skín í gegn hversu metn- aðarfull hún er þegar kemur að málum sem hún tekur fyrir og það skilar sér í hverjum þætti.“ Normið Eina hlaðvarpið sem ég hlusta á sem er ekki „True Crime“. Það er þægilegt að hlusta á stelpurnar í Norminu hvenær sem er og þær koma manni alltaf í gott skap.“ Katrín nefndi einnig nokkur önnur hlaðvörp sem eru í uppá- haldi hjá henni en þau voru Man In the Window og Bad Batch frá Won- dery. Það síðarnefnda sagði hún að væri fullkomið fyrir fólk sem vantaði eitthvað til að „hámhlusta“ á akk- úrat núna. Katrín Bjarkadóttir í Draugasögur Podcast gefur álit Fimm áhugaverð hlaðvörp Katrín Bjarkadóttir er annar hlaðvarpsstjórnandi vinsæla og óhugnanlega hlaðvarpsins Draugasögur Podcast. K100 fékk hana til að deila því með les- endum hvaða fimm hlaðvörp væru í uppáhaldi hjá henni um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.