Morgunblaðið - 09.09.2021, Síða 42
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir
thora@mbl.is
Tobba Marinós og mamma
hennar Guðbjörg Birkis standa
að Granólabarnum sem hefur
slegið rækilega í gegn en þar er
líklega kominn eini bar landsins
sem selur einungis kræsingar
sem eru gerðar án viðbætts
sykurs eða sætuefna.
„Þetta er því bar-
inn sem mamma
þín vill að þú
farir á,“ segir
Tobba sem er í
skýjunum með
viðtökurnar.
Staðurinn selur
meðal annars kald-
pressaða djúsa,
orkuskot, kökur,
kókoskúlur og „ni-
cecream“ sem er ís
gerður einungis úr
frosnum ávöxtum og
hnetumjólk.
„Ég viðurkenni að
þetta er búið að vera langt
og erfitt ferli að opna hér en nú loks-
ins erum við að uppskera. Ég er ekki
menntaður kokkur né iðnaðarmaður
svo ég er að læra margt nýtt. Við
mamma stöndum hér vaktina, pabbi
erindast, Kalli maðurinn minn sér
um tækjamál, systir mín sem er bú-
sett í London var flutt inn og tjóðruð
við djúsvélina og einhvern veginn
gengur þetta allt upp þótt dagarnir
séu vissulega langir,“ segir Tobba.
Hún segist hafa staðið í Krónunni
eftir lokun með hárnet og svuntu og
snúist í hringi því hún mundi ekkert
hvað hún ætlaði að kaupa á leiðinni
heim. „Ég hef alveg litið betur út
þótt ég sé í góðu líkamlegu formi af
hollustufæðunni og öllum hlaup-
unum í vinnunni. Eva Laufey vin-
kona mín kom í heimsókn með blásið
hár á háum hælum og varalit. Ég
bað hana vinsamlegast að drulla sér
út. Ég stóð sveitt með hárnet og
bananaklessur í andlitinu á bak við
afgreiðsluborðið, þrútin af litlum
svefni og með náladofa í höndunum,“
segir Tobba og skellihlær.
„En án gríns þá á ekki að vera
auðvelt að stofna fyrirtæki. Það má
vera erfitt. Ég á svo mikið af góðu
fólki að að mér er ekki vorkunn. Á
meðan Kalli skilur ekki við mig er ég
hamingjusöm. Hann þvær striga-
skóna mín á kvöldin eftir að ég er
sofnuð og sér svo vel um dætur okk-
ar að ég myndi breyta nafninu mínu
í Kalli ef það væri ekki skrítið.“
Tobba segir að hún hafi nýlega
uppgötvað að það sé hægt að fá sina-
drátt í hendurnar. „Það er lítt
hugguleg reynsla. Og er afkvæmi
tennisolnboga og golfolnboga. Ég
handgeri sum sé hvern ís í hverja
einustu skál með tilheyrandi handa-
drama. Ég þarf að láta lækka borðið
sem ég geri ísinn á áður en einhver
hringir á lögguna næst þegar ég
öskra af kvölum á nóttunni – hvað
gerir maður ekki fyrir heilsu þjóð-
arinnar? Sem betur fer kemur
elskulegur eiginmaðurinn með hita-
krem og íbúfen svo ég hef fulla trú á
að þetta gangi yfir. Byrjunardrama
er alltaf hressandi.“
Flugvélamótor og banani
Hún segir „nicecream“ ekki hafa
fengist hérlendis áður en lands-
menn séu að tryllast yfir þessari
nýjung og flestir komi dag eftir dag.
„Það er svo mikill óþarfi að borða
sykurbombur þegar eitthvað sem er
hollt og gott getur verið betra á
bragðið en sykursprengjurnar. Auð-
vitað er allt í lagi að fá sér óhollustu
af og til en það á að vera frávik –
ekki venjan. Sumir hafa spurt mig
ítrekað hvort það sé í alvörunni bara
ferskur banani sem við setjum í ís-
inn en já, það er málið og blandarinn
er mjög öflugur, með flugvéla-
mótor.“
Þær mæðgur hafa selt handgert
granóla í verslunum síðastliðin tvö
ár og er það granóla hjartað í flest-
um réttum þeirra á Granólabarnum.
„Þetta er í raun lifandi tilraunaeld-
hús. Hér prófa ég alls konar upp-
skriftir sem fara svo í framleiðslu og
í verslanir ef þær slá í gegn. Ég er til
dæmis að lita kókosinn sem við not-
um til að skreyta kókoskúlurnar
með ofurdufti á borð við bláa spírúl-
ínu, rauðrófuduft og túrmerik.
Þannig fæ ég „sprinkles“ sem er
ekki bara sykurlaust heldur mein-
hollt. Dropi af rauðrófusafa litar jóg-
úrtið okkar skærbleikt og við
skreytum með ætum blómum og
frostþurrkuðum ávöxtum. Ef það er
ekki í lit þá er það leiðinlegt!“
„Það sagði enginn að þetta yrði auðvelt
Granólabarinn var opn-
aður í ágústlok í gamalli
verbúð úti á Granda. Þar
hefur myndast mjög
vegleg og skemmtileg
matarmenning en þar
fyrir má finna The
Coocoos Nest, blóma-
barinn Lúnu Flórens,
Valdísi, Kjötkompaní og
Omnom, auk íslenskra
hönnunarverslana og
BOHO sem selur ýmis-
legt huggulegt til heim-
ilishaldsins.
Gegnheilt góðgæti
Einungis náttúruleg
litarefni eru notuð.
Granóladrottningin á Grandanum
Granólabarinn hefur slegið í gegn
enda gegnheilt góðgæti sem gleður
geðið og bætir göngulagið.
Nicecream
Eingöngu
ferskur
banani hér
á ferð.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021
Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími
8:00-16:30
Mjög gott úrval af gæðakjöti
Krydd, sósur og ýmislegt fleira