Morgunblaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021 Sýningaropnun laugardaginn 11. september kl. 14 Opið virka daga 10–18, laugardaga 12–16 Lokað á sunnudögum MÝRMANN Sýning í Gallerí Fold 11.-25. september TILVIST Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Hefur starfsfólki Vox, undir vökulu auga Guðrúnar Bjarkar Geirsdóttur, tekist að sigla milli skers og báru þegar kemur að því að fylgja breytilegum sóttvarna- reglum og blessunarlega hefur ekkert smit komið upp í tengslum við dagana. Er það í raun ákveðið afrek í ljósi þess að þúsundir gesta hafa tekið þátt í dagskránni. Það var í júlí í fyrra sem Guðrún Björk settist niður með Stefáni E. Stefánssyni, stofnanda Kampa- vínsfjelagsins, og tók að ræða hug- myndina að þessu verkefni. „Það vatt fljótt upp á sig og úr varð að Kampavínsfjelagið flutti inn talsvert magn af víni frá hús- inu Philipponnat sem hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Við buð- um svo gestum og gangandi á smakk 16. september í tengslum við það þegar matreiðslumeistarar Vox höfðu sett saman forvitnilegan og spennandi matseðil sem par- aðist fullkomlega við nokkur af vínum hússins sem lengi hefur verið í uppáhaldi hjá frábærum veitingastöðum á borð við Ger- anium í Kaupmannahöfn og Le George í París.“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa og á skömmum tíma höfðu 100 manns skráð sig í smakkklúbb á vegum félagsins og á fimmta hundrað gesta nutu lystisemdanna á Vox þá fimm daga sem fyrstu Kampavínsdagarnir stóðu yfir. Sex hús verið kynnt nú þegar Varð úr að leikurinn var end- urtekinn í desember og frá þeim tíma hafa félagsmenn Kampa- vínsfjelagsins og gestir Vox kynnst flestum vínunum sem koma úr smiðju Philipponat, Drappier, Bollinger, Pol Roger og Lanson. „Viðtökurnar hafa verið þannig að markaðurinn kallar alltaf eftir einhverju nýju og spennandi. Og það er úr nægu að velja. Húsin í Champagne eru á fjórða hundrað talsins og sum þeirra framúrskar- andi,“ segir Stefán. Og nú er komið að kampavíns- húsinu Charles Heidsieck, sem stofnað var árið 1851 af manninum sem það dregur nafn sitt af. Hann var ævintýragjarn og kynnti kampavín fyrstur manna fyrir Bandaríkjamönnum, aðeins ári eft- ir að hann stofnaði húsið. „Charles Heidsieck hefur lengi verið talið í hópi fremstu húsa. Það framleiðir um milljón flöskur á ári og er fastagestur á vínlistum glæsilegustu hótela og veit- ingastaða. Sérstaða þeirra felst í ótrúlegri þolinmæði. Þeir geyma vínin og geyma, alveg þar til þau eru í fullkomnu standi til þess að koma út á markaðinn,“ segir Stef- án og bendir á að Brut Réserve er ódýrasta grunnvín hússins en það tekur kjallarameistara þess þó 24 ár að búa hverja flösku til. Hverjum Kampavínsdögum hef- ur fylgt einhver sérstaða, bæði í vali á vínum og mat. Dagarnir að þessu sinni eru sannarlega engin undantekning í því efni. Nú er í fyrsta sinn boðið upp á nautasteik í aðalrétt og er hann paraður við rósakampavín. Annars vegar í standard-pörun með Rosé Réserve og hins vegar í premium-pörun með Rosé-árgangsvíni frá 2008. Erum enn að læra mikið „Þetta er allt gert til þess að dýpka skilning fólks og auka á upplifun þess af kampavíninu. Við eigum svo ótrúlega margt ólært í þessum efnum,“ segir Stefán. Þá hefur Kampavínsfjelagið ráð- ist í það í tengslum við þessa daga að flytja til landsins gríðarlega fá- gæta flösku sem ekki á sér hlið- stæðu í vínskápum þessa lands. Einstök á margan hátt „Okkur stóð til boða að kaupa úr kjöllurum Charles Heidsieck magnaða flösku sem ekki var hægt að líta fram hjá. Það er flaska úr svokölluðu Collection Crayeres- safni hússins sem framleitt var í minningu stofnandans á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.“ Þar vísar Stefán til þriggja lítra flösku sem nú er til sýnis í einum af glæsilegum vínskápum Vox og er hún árgangsvín frá uppskerunni 1985. „Þegar fyrri gerjun vínsins lauk snemma árs 1986 var flaskan búin til seinni gerjunar og snúið á hvolf. Þannig var hún látin standa á hvolfi þar til í fyrra eða í 34 ár. Þá var hún tekin af geri eins og það er kallað. Vínið er ferskt og gló- andi. Aðeins 165 flöskur voru framleiddar og við fengum þá sem er númer 51 í röðinni.“ Þegar Stefán er spurður út í hvort flaska af þessu tagi sé ekki dýr, brosir hann og færist undan að svara. „Það er svo sem ekki hægt að komast hjá því að svara þessari spurningu enda er flaskan á vín- seðli Vox og þar með til sölu. Verðmiðinn er hins vegar nokkuð sérstæður. Þessi flaska kostar svipað og gott rafmagnshjól frá Cube eða Specialized.“ Af svipnum að ráða er Stefán ekki í vafa um hvort yrði fyrir val- inu, rafmagnshjólið eða flaskan, ef það stæði til boða. Kampavínsdagarnir standa yfir á Vox frá 9. til 19. september og marka árs afmæli verkefnisins sem hefur fest sig í sessi í mat- armenningu landsmanna síðasta árið. Fágæt og fokdýr flaska Nú í september stendur mikið til á Vox Brasserie á Hilton Reykjavik Nordica. Starfsfólk veitingastaðarins er í óðaönn við að undirbúa viðburð sem raunar hefur fest sig í sessi en ár er liðið frá því veitingahúsið efndi til samstarfs við Kampavínsfjelagið um svokallaða Kampavínsdaga. Nú eru þeir haldnir í sjötta sinn, þrátt fyrir allar þær samkomutakmarkanir sem í gildi hafa verið. Ljósmynd/Pétur Valmundarson Stóð á hvolfi í 34 ár „Þessi flaska kostar svip- að og gott rafmagnshjól frá Cube eða Speciali- zed,“ segir Stefán. Góð hjónabandssæla stendur ávallt fyrir sínu og hér er það engin önn- ur en María Gomez á Paz.is sem deilir með okkur uppskrift sem er í miklu uppáhaldi hjá henni. Hjónabandssæla 4 dl tröllahafrar 3 dl fínt spelt eða hveiti 1 dl hrásykur 2 dl púðursykur 1 tsk. matarsódi 1 tsk. fínt borðsalt 190 g smjör 1 egg 400 g rabarbarasulta 2-3 tsk. hrásykur til að dreifa yfir fyrir bakstur Skerið kalt smjör í teninga og setjið með öllum hráefnunum nema egginu í matvinnsluvél eða bland- ara og hrærið þar til orðið að grófri mylsnu Bætið þá egginu út í og ýtið nokkrum sinnum á púlstakkann þar til allt er svona frekar gróf mylsna Smyrjið eldfast mót með smjöri og þjappið helmingnum af deiginu á botninn með því að nota puttana Smyrjið svo sultunni jafnt yfir allan botninn Takið svo afganginn af deiginu og myljið jafnt yfir sultuna og dreifið eins og 2-3 tsk. af hrásykri jafnt í þunnu lagi yfir allt (gefur toppnum stökkleika). Bakið á 190°C blæstri eða 200°C án blásturs í 35-40 mínútur. Ljósmynd/María Gomez Dýrindishjónabandssæla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.