Morgunblaðið - 09.09.2021, Síða 44

Morgunblaðið - 09.09.2021, Síða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021 ✝ Kolbrún Emma Gunnlaugs- dóttir fæddist á Blönduósi 25. ágúst 1954. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sólvangi 27. ágúst 2021. Hún var dóttir hjónanna Gunnlaugs Björns- sonar, f. 18.5. 1922 á Litla-Ósi í Mið- firði, d. 5.10. 2009, og Úrsulu Óskarsdóttur, f. 30.4. 1922 í Eisenach í Þýskalandi, d. 21.10. 2008. Systkini Kolbrúnar eru Ingi- björg Jóhanna, f. 11.5. 1956, gift Brynjólfi Jónssyni, f. 20.2. 1957, og Karl Óskar, f. 12.9. 1960. Fyrsta árið bjó Kolbrún á Úti- bleiksstöðum á Heggstaðanesi en flutti svo með foreldrum sín- um til Hveragerðis árið 1955. Ólst hún upp í Hveragerði og gekk þar bæði í barnaskóla og gagnfræðaskóla ásamt því að stunda eitt ár nám við gagn- fræðaskólann á Skógum og búa þar á heimavistinni. Eins var arsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 10.7. 1979. Börn þeirra eru a) Emiliía Björk, f. 23.1. 2004, b) Benedikt Einar, f. 15.12. 2007, c) Vigdís Ýr, f. 30.4. 2011. 2) Sig- rún grunnskólakennari, f. 14.11. 1981, gift Smára Jökli Jónssyni grunnskólakennara, f. 17.10. 1983. Börn þeirra eru a) Ívar Atli, f. 3.8. 2008, b) Ronja Sif, f. 13.5. 2012, c) Bjarki Marinó, f. 27.12. 2019. 3) Elfar Smári brellumeistari, f. 2.11. 1988, giftur Gunnhildi Helgu Katrínardóttur kvikmyndagerð- armanni, f. 3.12. 1989. Í upphafi sambúðar sinnar bjuggu Kolbrún og Sverrir í Kópavogi áður en þau fluttust í norðurbæinn í Hafnarfirði þar sem þau áttu sitt heimili allt til ársins 2019, fyrst á Hjallabraut en lengst af á Breiðvangi 50. Frá árinu 1979 var Kolbrún heima- vinnandi en í byrjun árs 1998 hóf hún störf sem stuðnings- fulltrúi í Engidalsskóla í Hafn- arfirði, síðar Víðistaðaskóla, þar til hún þurfti að láta af störfum vegna veikinda. Frá haustinu 2020 og til dánardags var Kol- brún búsett á hjúkrunarheim- ilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Útför Kolbrúnar fer fram frá Garðakirkju í dag, 9. september 2021, og hefst athöfnin klukkan 15. hún eitt ár í 5. bekk í gagnfræðaskól- anum á Selfossi. Að loknum gagn- fræðaskóla vann Kolbrún við barn- fóstrustörf hér- lendis, fór sem au- pair til Þýskalands, einnig fór hún til Vestmannaeyja og starfaði við fisk- vinnslu. Árið 1973 hóf hún nám við Fóstruskólann og lauk þar námi 1976. Að loknu námi starfaði hún í nokkur ár á leikskólum. Árið 1976 kynntist Kolbrún eftirlifandi eiginmanni sínum Sverri Andréssyni, f. 1.7. 1955. Hann er sonur hjónanna Andr- ésar Péturssonar, f. 1.7. 1924, d. 22.11. 1992, og Svanhvítar Reynisdóttur, f. 13.4. 1930, d. 26.8. 2016. Þau gengu í hjóna- band 25.8. 1979. Börn Kolbrúnar og Sverris eru: 1) Gunnlaugur Reynir við- skiptafræðingur, f. 20.2 1979, kvæntur Önnu Margréti Ein- Elsku mamma, það er svo margt sem ég græt, margt sem er óunnið og erfitt að sætta sig við. Við hefðum öll viljað hafa þig lengur hjá okkur, svo margt sem við áttum eftir að gera saman og upplifa. Það er svo skrýtið hvern- ig svona veikindi koma aftan að manni og hversu mikið þau taka á alla, það var mikið á þig lagt elsku mamma en þú kvartaðir aldrei og tókst þetta á hörkunni eins og svo margt annað. Pabbi stóð eins og klettur þér við hlið og fyrir það verð ég honum ævinlega þakklát, það hefur ekki síður tekið á hann að þurfa að horfa upp á þín veik- indi og sjá framtíðarsýnina breyt- ast. Nú er komið að okkur að vera hans klettur og munum við gera okkar besta til að hlúa að honum og styrkja á þessum erfiðu tímum sem og hvert annað. Til þess munum við nota alla þá visku og kærleika sem þú kenndir okkur. Við vorum ekkert alltaf sammála en það er svo skrítið að eftir því sem tíminn leið og börnunum fjölgaði sér maður hlutina í öðru ljósi. Þú lagðir svo mikla alúð í uppeldið, gerðir kröfur á okkur systkinin og vil ég meina að það hafi bara ræst nokkuð vel úr okk- ur. Takk fyrir allar andvökunæt- urnar sem þú eyddir í að læra námsefnið til að geta útskýrt það betur fyrir okkur daginn eftir, takk fyrir að vaka eftir okkur þegar við komum seint heim og vera svo jafnvel til í spjall langt fram eftir nóttu, takk fyrir alla þína skemmtilegu frasa sem við yljum okkur núna við að hugsa um og takk fyrir að vera alltaf til staðar ef á þurfti að halda. Ég syrgi ekki síður yndislega ömmu barnanna minna sem vildi allt fyrir þau gera, mikill er þeirra missir. Ívar minnist þess vel hversu ljúft það var að fá að koma fyrr heim úr skólanum og fá að lesa fyrir þig þegar við bjuggum í kjallaranum á Breiðvanginum og sitja svo með þér í tölvunni og spila tölvuleik. Þið Ronja eða Ponsuskott eins og þú kallaðir hana oft áttuð líka svo yndislegt samband þótt þér þætti hún nú stundum einum of mikill glanni og lokaðir bara augunum þegar hún byrjaði að príla. Það var líka alveg dásamlegt hvað Bjarki náði að kynnast þér þrátt fyrir allt, ykkar samskipti fóru að miklu leyti fram í gegnum spjaldtölvu en mikið var hann alltaf glaður þegar þú birtist á skjánum. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem þau og við öll fengum með þér og allt sem þú gerðir fyrir okkur og mun minning þín lifa áfram í sögum og frásögnum en ekki síst í hjörtum okkar. Með kveðju, þakklæti og ást. Þín dóttir, Sigrún. Kær vinkona mín, Kolbrún Emma (Kolla), er látin, langt um aldur fram. Hún þjáðist af þeim sorglega sjúkdómi parkinsons sem dregur fólk hægt og sígandi að endalokum lífsins. Hún var fangi í sínum líkama og undir það síðasta náði hún hvorki að hreyfa sig né tjá en hugurinn var algjör- lega í lagi. Ég sit hér og tár mín falla meðan ég hugsa til baka um samferð okkar í gegnum lífið. Við kynntumst í Vestmannaeyjum sumarið 1974, þá hafði ég farið til Eyja á vertíð eftir gos og kom Kolla í sumarvinnu til Eyja og við náðum strax saman. Hún var mjög söngelsk og spiluðum við báðar á gítar og sungum af okkar alkunnu snilld og urðum strax einstaklega góðar vinkonur. Kolla kynntist Sverri, yndislega eigin- manni sínum, fljótlega eftir Vest- mannaeyjadvölina, þau eignuðust þrjú börn. Næstu árin var mikill samgangur á milli okkar Kollu, hún með sín þrjú börn og ég með mín þrjú og bjuggum við lengst af í Hafnarfirði. Alltaf var gott að koma í Breiðvanginn í kaffisopa að spjalla og hún til mín þegar hún var á ferðinni og oft sátum við saman og prjónuðum eða föndruðum eitthvað skemmtilegt, þetta var eftirminnilegur tími sem ég sakna enn í dag. Sverrir hefur staðið við hlið Kollu eins og klettur og umhyggja hans var einstök í gegnum veikindin. Elsku Sverrir, Sigrún, Gunnlaug- ur og Elvar, ykkar söknuður er mikill en nú hefur hún yndislega Kolla okkar fengið hvíldina. Það var ekkert annað í stöðunni en að leyfa henni að yfirgefa líkama sinn og fljúga á framandi hnött þar sem tekið verður á móti henni af hennar nánustu ættingjum og vinum, og Svenni minn er örugg- lega þar á meðal. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara. Þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Guð geymi Kollu mína. Þín vinkona, Hulda. Þakklæti er mér efst í huga þegar ég minnist Kollu vinkonu minnar. Við Kolla vorum æsku- vinkonur og vinkonur út allt lífið. Við vorum ekki nema nokkurra ára gamlar þegar við kynntumst, en mæður okkar voru saman í saumaklúbb. Síðar urðum við bekkjarsystur í grunnskóla og aftur í Fósturskóla Íslands og út- skrifuðumst þaðan saman. Þegar börnin okkar fæddust á svipuðum tímum þá urðu sam- skipti okkar aftur nánari. Kolla naut þeirra forréttinda að geta verið heimavinnandi á meðan börnin voru lítil og alltaf var hægt að koma í kaffi til Kollu þegar við áttum leið í Reykjavík. Sverrir var mikið úti á sjó og Kolla yfirleitt heima við, svo það lá vel við að kíkja til hennar í kaffi. Það var alltaf tekið vel á móti okkur og við höfðum um nóg að tala. Við Kolla náðum alltaf vel sam- an og deildum sömu áhugamál- unum sem voru börnin okkar og barnauppeldi. Við byrjuðum ung- ar að passa saman börn, bæði á daginn og kvöldin og síðar á lífs- leiðinni störfuðum við á sama vettvangi, með börnum. Við höfð- um líka báðar áhuga á handa- vinnu, en Kolla var alla tíð mynd- arleg í höndunum, bæði við prjóna- og saumaskap og saum- aði margar flíkur á börnin. Á meðan börnin voru ung þá höfðum við þann sið að vera sam- an á 17. júní hátíðahöldum í Hveragerði, en Kollu þótti vænt um að koma í gamla heimabæinn sinn. Saman fórum við á hátíða- höldin í Laugaskarði og svo í kvenfélagskaffið í grunnskól- anum. Þegar Kolla kom í Hvera- gerði að heimsækja foreldra sína eða bróður þá kom hún yfirleitt í kaffi til mín í leiðinni. Kolla var minnug á afmæli og hringdi alltaf í mig á afmælisdag- inn, sem mér þótti afar vænt um. Hún fylgdist líka alltaf vel með mér og mínu fólki og sýndi okkur einlægan áhuga. Mennirnir okk- ar náðu einnig vel saman og sam- an áttum við margar gæðastund- ir. Þeir gátu alltaf spjallað mikið saman og höfðu báðir gaman af göngum og útiveru. Það er mér minnisstætt þegar þeir ákváðu að ganga yfir Fimmvörðuhálsinn og við Kolla áttum að sækja þá inn í Þórsmörk. Við Kolla höfum eitt- hvað gleymt okkur í spjallinu og lögðum allt of seint af stað að sækja þá svo þeir voru búnir að bíða lengi eftir okkur inni í Þórs- mörk þegar við loksins komum. Fyrir nokkrum árum ákváðum við fjögur að fara saman til Te- nerife í tvær vikur. Þá var Kolla byrjuð að veikjast og Ægir var líka lélegur til heilsunnar. Þetta var því eftirminnileg ferð, en á sama tíma mjög ánægjuleg og dýrmætt að hafa átt þennan tíma saman. Við nutum þess að vera saman, keyrðum um saman, fór- um í gönguferðir og sátum mikið og spjölluðum. Ég er þakklát fyr- ir að okkur hafi tekist að fara þessa ferð saman. Kolla var lánsöm með fjöl- skylduna sína, eignaðist góðan lífsförunaut í honum Sverri og börnin þeirra þrjú og síðar barnabörnin voru hennar líf og yndi. Elsku Sverrir, Gulli, Sig- rún, Elvar og fjölskyldur, ég votta ykkur innilega samúð mína. Minningin um góða vinkonu lifir. Móna. Elsku besta vinkona mín er farin inn í ljósið. Að eignast vinkonu tekur að- eins andartak. Að vera vinkona tekur alla ævi. Vinátta okkar var um svo margt alveg einstök og hefur varað í 45 ár. Þegar Kolla eignaðist börnin sín, áður en ég varð mamma, þá var hún svo yndisleg að veita mér hlutdeild í lífi þeirra, sem varð til þess að ég á vináttu þeirra allra enn i dag. Þannig var hún, alltaf að gefa. Þegar maður missir einhvern, sem maður hefur deilt öllum sín- um fullorðinsárum með, þá upp- götvar maður að vinátta er það dýrmætasta sem okkur er gefið og þeirrar hamingju varð ég að- njótandi hjá Kollu. Hún var einstök móðir og börnin hennar þrjú voru líf henn- ar og yndi og bera uppeldinu fag- urt vitni. Barnabörnin nutu öll kærleika hennar og hlýju. Síðasta ár var henni erfitt þeg- ar sjúkdómurinn rændi hana smátt og smátt hæfileikum sínum og færni en alltaf var stutt í bros- ið og væntumþykjuna. Farðu í friði mín kæra og takk fyrir allt. Auður. Kolbrún Emma Gunnlaugsdóttir Elín Sigrún Jónsdóttir, lögmaður •www.buumvel.is Hafnarhvoli, Tryggvagötu 11, 2. hæð,101 Reykjavík Vantar þig þjónustu við dánarbússkipti, sölu og ráðstöfun eigna? Sérhæfð lögfræðiþjónusta vegna búsetuskiptameð áherslu á 60+ Okkar ástkæra SIGRÚN GÍSLADÓTTIR, fyrrverandi skólastjóri, Hofakri 7, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 1. september. Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 10. september klukkan 13. Arnar Þór Guðjónsson Áslaug Árnadóttir Halldór Fannar Guðjónsson Lára G. Sigurðardóttir Heiðar Guðjónsson Sigríður Sól Björnsdóttir Júlíus Sæberg Ólafsson Hjördís Gísladóttir Orri, Bjarki, Stefán, Flóki, Nökkvi, Sigrún, Rut og Fróði Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, BIRNA RUT GUÐJÓNSDÓTTIR, Kirkjuvegi 31, Vestmannaeyjum, lést á heimili sínu Hraunbúðum, miðvikudaginn 1. september. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 11. september klukkan 13. Athöfninni verður streymt á heimasíðu Landakirkju, www.landakirkja.is. Aðalheiður S. Magnúsdóttir Eggert Sveinsson Gíslína Magnúsdóttir Gísli J. Óskarsson Magnea Ósk Magnúsdóttir Daði Garðarsson barnabörn og langömmubörn Elsku hjartans eiginmaður minn og faðir okkar, KRISTJÁN PÁLL KRISTJÁNSSON, Lead IT Engineer hjá LEGO Group, lést 6. september í faðmi fjölskyldunnar á Hospice Sydvestjylland í Danmörku. Útför fer fram í Billund mánudaginn 13. september með nánustu fjölskyldu og samstarfsmönnum. Minningarathöfn verður síðar haldin á Íslandi og verður tímasetning hennar nánar auglýst. Hanna Jóna Ragnarsdóttir Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir Katrín Diljá Kristjánsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR JÓHANN JÚLÍUSSON, Hólum, Dýrafirði, áður Stapagötu 21, Innri-Njarðvík, lést 12. ágúst á sjúkrahúsi Ísafjarðar. Jarðsett var í kyrrþey að ósk hins látna. Kærar þakkir fyrir umhyggju og hlýhug í veikindum hans og sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkrahússins. Jóhanna Guðfinna Aðalsteinsdóttir Thor Alli Beatrice afabörnin Philip Sebastian Lucas Christoffer Brynja Alexandra Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, AUÐUR KRISTÍN MATTHÍASDÓTTIR, Lyngholti 5, Ísafirði, lést sunnudaginn 29. ágúst. Útförin fer fram í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 11. september klukkan 11. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði um Úlf Gunnarsson. Sérstakar þakkir fær starfsfólk krabbameinsdeildar 11E fyrir einstaka umönnun og hlýju. Beint streymi verður á facebooksíðu Viðburðastofu Vestfjarða: Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson Sigurður Gunnar Aðalsteinsson Berglind Ósk Aðalsteinsdóttir Baldur Ingimar Aðalsteinsson Aðalheiður Kristín Aðalsteinsdóttir Friðrikka Líney, Auður Diljá, Guðrún Svanhildur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.