Morgunblaðið - 09.09.2021, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 09.09.2021, Qupperneq 47
Skólabílstjórinn minn hann Mansi er látinn. Mínar æsku- minningar frá ferða- lögum mínum í skól- ann um Efri-Jökuldal eru margar samofnar Mansa. Pabbi skutlaði mér á snjósleða um kaffileytið á sunnudegi í Eiríksstaði til Díu og Bögga því Mjósundin voru gjarnan ófær. Mansi kom á hvíta langa Landrovernum sínum þangað að sækja mig og börnin á Eiríksstöð- um. Ekki kom til greina af hans hálfu að leggja í hann fyrr en við börnin höfðum horft á barnaefnið í sjónvarpinu. Svo var lagt af stað. Neðan Hóla lenti bíllinn út úr slóð- inni en ekki tók langa stund fyrir Mansa að koma bílnum á slóðina aftur, smá þæfingur í Kinninni. Á Grund tók hann sín eigin börn í skólabílinn og síðan var komið við á bæjunum koll af kolli út Efri-Dal- inn, með tilheyrandi töfum í Há- konarstaðamjósundum og Arnórs- staðahvammi. Komum í skólann heilu og höldnu um kvöldið, enginn bílveikur því alltaf passaði hann að þeir sem áttu vanda til bílveiki sætu fram í, ég var þar á meðal. Betri og hlýrri mann var ekki hægt fyrir lítið barn að hafa á langri og oft erfiðri leið í skólann fyrir tíma daglegra snjóruðninga. Ég á honum margt gott að þakka frá þessum ferðalög- um. Innilegar samúðarkveðjur til Kollu, Stefu, Kobba, Grétars og fjölskyldna þeirra. Blessuð sé minning Mansa. Margrét Aðalsteinsdóttir. Þá er Karl Jakobsson, sem ávallt var kallaður Mansi, fyrrverandi bóndi á Grund Jökuldal og fóstri minn, farinn. Hann kvaddi í skref- inu; undir stýri kyrrstæðs bíls síns fyrir utan heimili hans á Egilsstöð- um. Eins og Kobbi sonur hans seg- ir: Keyrði inn í eilífðina. Fer vel á því en þeir eru ófáir kílómetrarnir sem Mansi á að baki á hinum ýmsu farartækjum, um vegakerfi lands- Karl Sigurður Jakobsson ✝ Karl Sigurður Jakobsson fæddist 25. júlí 1937. Hann lést 23. ágúst 2021. Útförin fór fram 4. sept- ember 2021. ins og þá ekki síður um fjöll og firnindi. Hann yfirgefur þessa jarðvist síðastur Ei- ríksstaðasystkina en Mansi var yngstur fimm systkina: Kæju, Gunnlaugs, Unnu og Nönnu móður minn- ar. Mansi var stór maður í öllum skiln- ingi þess orðs, að lík- amsbyggingu og stór í hugsun. Hugmyndaauðgi hans virtist tak- markalaus, margar hugmyndir sem hann reifaði í mín eyru og annarra virtust fjarstæðukenndar en þegar fram liðu stundir kom oftar en ekki á daginn að hann vissi lengra en nef hans náði. Hann var einhvern veg- inn stærri en lífið sjálft. Sem polli horfði ég gapandi á þennan stórbrotna frænda minn segja af ævintýrum sínum við eld- húsborð systur sinnar, þegar Mansi kom við heima á ferðum sínum um landið. Hann var frábær sögumað- ur og hafði lag á því að tala við börn eins og þau væru fullorðin. Mansi sagði einboðið að ég kæmi í sveit til sín sem varð og það er reynsla sem ég hefði ekki viljað vera án. Bænd- ur þurfa að bjarga sér, það var ekk- ert farið út næstu búð og Mansi var þúsundþjalasmiður. Einkum lét honum vel að gera við alls kyns tæki og tól, vélar og farartæki. Ég var ekki gamall þegar ég var farinn að keyra hjá honum traktora og jeppa en þetta er vel að merkja fyr- ir hálfri öld. Vitaskuld er ekki hægt að tíunda öll þau minnisstæðu atvik frá þeim tíma sem ég var í sveit á Grund hér. Eins og þegar ég húrraði með Ferguson-dráttarvélina aftan á heybindivél þannig að brettið gekk inn í vatnskassann. Því bjargaði Mansi með að fá kaffikorg á næsta bæ til að kítta í gatið og það dugði á vélina árum saman. Skipaði mér svo að setjast aftur undir stýri því öðrum kosti yrði aldrei gagn af mér við akstur – ég yrði taugaveiklaður. Sú saga verður ekki sögð hér né aðrar. Þetta er auðvitað efni í bók. Mansi gaf lítið fyrir bauk mitt í höfuðborginni. Sagði mér að skammast austur og skrifa viðtals- bók; æviminningar hans sjálfs þar sem tæpt væri á ævintýralegum ferli, meira vit væri í því. Eða kvik- myndahandrit, austra, sem ætti að fjalla um veiðiþjófa og hreindýra- veiðar. Ég hlýddi ekki og nú verður ekki af því. Grípum daginn. Ég vil senda Kollu, Stefu, Kobba, Grétari og fjölskyldunni allri mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég á erfitt með að sjá fyrir mér tilveruna án þess að Mansi sé hluti hennar. Hún verður ekki eins litrík og skemmtileg, svo mikið er víst. Jakob Bjarnar Grétarsson. Við viljum minnast afa okkar, eða afa Mansa eins og við kölluðum hann. Margar af okkar bestu minn- ingum um afa Mansa eru tengdar við Grund á Jökuldal. Þar fórum við með honum í smalamennsku, plöntuðum trjám og hann kenndi okkur stelpunum mikilvægustu kennileitin. Á Grund kenndi afi okk- ur líka að spila millu og var hann enn ósigraður millumeistari. Afi Mansi sótti oft Ísold og Hóffý suður á Hornafjörð á móti mömmu þeirra. Þær fengu afa til að stoppa í nánast hverri ferð í sjoppunni á Djúpavogi til að kaupa ís í brauði. Afi fékk sér ekki ís, afi fékk sér rauða papriku og stundum kaffi- bolla með. Afi var mjög nýtinn og borðaði hann alla paprikuna, kjarn- ann, fræin og jafnvel stilkinn. Hann var ekki bara nýtinn heldur einnig handlaginn. Eitt sinn safnaði hann mandarínukössum og bjó til eftir- líkingu af Eiríksstaðakirkju. Kirkj- una setti hann út í fjárhús með músaeitri. Afi safnaði einnig brotn- um snjóstikum og bjó til úr þeim skóhorn. Þegar Anna Birna flutti að heiman gáfu afi Mansi og amma Kolla henni skóhorn, sem afi bjó til handa henni í innflutningsgjöf. Þetta skóhorn var hins vegar app- elsínugult, en ekki gult eins og flest skóhornin sem hann bjó til. Það var vegna þess að þetta skóhorn var bú- ið til úr klóakröri en ekki vegstiku. Afi tók það einnig skýrt fram og var það mjög mikilvægt að þetta var sannarlega ónotað klóakrör. Þegar Hóffý var u.þ.b. 10 ára var hún alltaf að biðja foreldra sína um að sækja sig og skutla. Þau fóru í átak og neituðu að skutla henni til að fá hana til að ganga. Það virkaði heldur betur vel því Hóffý snar- hætti að hringja. Hins vegar kom það seinna í ljós að Hóffý hringdi þá bara í afa í staðinn, því hann var allt- af til í að skutla. Afi kenndi okkur mikið um bíla og fengum við senni- lega allar að „stýra“ bíl í fyrsta skipti í kjöltunni á afa. Í smala- mennsku keyrði afi okkur iðulega milli staða og sendi okkur upp í brekkur að reka fé. Á seinni árum var Helga Kolbrún í því hlutverki. Afi var mikill sögukall og var smala- mennskan engin undantekning þar á. Varla var hægt að fara út úr bíln- um til að smala, því þá missti maður úr sögunni. Afi var mikill bílakall. Eitt sinn var Anna búin að tína svo mikið af steinum að pabbi sagði henni að hún gæti ekki tínt fleiri því það væri ekki pláss í bílnum. Anna svarar um hæl að þetta væri ekkert mál því afi væri á Hilux og það væri nægt pláss í skottinu hjá honum. Katrín Jökla var ekki há í loftinu þegar hún þekkti það á vélarhljóðinu að afi væri að koma. Bílakallinn hann afi var einnig duglegur að kaupa vara- hlutabíla og púsla saman í nýja. Einn góðan fimmtudag frétti afi að Ísold langaði að eiga einn varahluta- bílinn, sem átti að henda. Afi hringdi þá í Ísold til að gefa henni bílinn, og sagði: „Þetta er bara svona fimmtu- dagsgjöf.“ Svona var afi. Hann var oft að færa okkur glaðninga og Katrín fékk alltaf „Katrínarnammi“ í blokkinni hjá honum. Vertu sæll elsku afi Mansi. Afastelpurnar þínar, Ísold, Hólmfríður, Anna Birna, Helga Kolbrún og Katrín Jökla Jakobsdætur. Í dag kveð ég frumkvöðul, þús- undþjalasmið og tengdaföður minn, Karl Jakobsson eða Mansa eins og hann var kallaður. Hann var bæði stórbrotinn og margslunginn maður sem fékk endalausar hugmyndir þó misgóðar væru auðvitað. Þó líkam- inn væri búinn hin síðari ár var and- leikinn eins og í tvítugum manni. Það geislaði af Mansa, áhugi og ástríða á því sem huga hans greip. Hvers manns hugljúfi og alltaf tilbú- inn að aðstoða. Ef hann vissi af ein- hverjum ráðagerðum hjá manni fékk maður iðulega óumbeðið og fljótt símtal þar sem Mansi var bú- inn að skoða málið á netinu og lagði til leiðir og lausnir að markmiðinu. Mansi var mikil félagsvera og frá- sagnarhæfileikarnir einstakir. Þær eru ótal stundirnar yfir kaffibolla á Grund eða í Kelduskógum þar sem maður fékk ýmist sögur úr Jökuldal eða sögur af jeppaferðum. Allar voru þessar sögur sagðar af slíkri innlifun og með þeim hætti að þær munu fæstar gleymast. Grund í Jök- uldal var hans hjartastaður. Það tók tíma að aðlagast símasamskiptum við Mansa. Hringt var jafnvel tvisv- ar, þrisvar á dag til að segja manni einhverjar hugmyndir eða útfærslur á því sem gera þyrfti. Þessi símtöl voru gjarnan stutt og enduðu nánast í miðri umræðu með þessari setn- ingu: „jæja, vertu blessaður.“ Fljót- lega áttaði ég mig á því að þetta var Mansi í allri sinni dýrð. Hann fór að kjarna málsins, ekkert skraut. Mansi var maður verkefnanna alla tíð og hin lærða sjálfsbjargar- viðleitni sveitamannsins slík að hún á sér ekki samanburð. Nálgun hans og viðhorf til lífsins voru einstaklega heilbrigð og einkenndust af því að einstaklingurinn geti allt sem hann vill ná fram og að mistök væru hluti af öllum góðum vegferðum. Hann kenndi börnum sínum að sækjast eftir því sem þau vildu og kenndi þeim slíka sjálfsbjargarviðleitni að það fólk virðist allt geta. Ástríða hans voru bílar, vinnuvélar og hvers konar tæki. Hann var alltaf með ein- hver járn í eldinum á því sviði, ýmist við að breyta jeppum, gera við þá eða laga tæki og jafnvel að búa til einhver tæki í því skyni að raungera eitthvað af sínum endalausu hug- myndum. Mansa leið hvergi betur en við stýrið á bíl og eflaust eru stundir hans við keyrslu fleiri en þær sem hann hefur sofið um ævina. Þrátt fyrir efri ár og ónýtan skrokk var Mansi ýmist að grafa á sínum vinnuvélum, snyrta eða keyra plöntur. Oft voru það ferðir til Reykjavíkur, þá iðulega til að sækja bíla eða annað dót sem keypt hafði verið á tjónauppboðum eða á netinu og var þá gjarnan bara stoppað yfir nótt hjá okkur Stefaníu. Fyrir hon- um var ekki tiltökumál að „skreppa“ milli Reykjavíkur og Eg- ilsstaða. Mansi kvaddi nokkuð skyndilega og það eins og flest ann- að gerðist með svo viðeigandi hætti að hann hefði vart viljað hafa það öðru vísi sjálfur. Hann keyrði bíl sínum í hlað heima hjá sér, drap á honum og kvaddi svo okkar jarð- neska líf. Hann hafði lokið sinni síð- ustu bílferð. Ég þakka Mansa fyrir alla okkar einstöku samveru um leið og ég votta öllum þeim sem Mansa fengu að kynnast innilega samúð. Eiríkur Sigurjón Svavarsson. MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021 ✝ Kristinn Ped- ersen fæddist í Reykjavík 30. maí 1948. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 28. ágúst 2021. Foreldrar hans voru Niels Hafstein Pedersen, f. 25.10. 1913, d. 20.4. 1973, og Hrefna Sveinsdóttir Pedersen, f. 15.6. 1915, d. 13.7. 2001. Systkini Krist- ins eru: Ágústa Nelly, f. 30.9. 1934, Sveinn, f. 11.1. 1936, d. 18.4. 1936, Sveinn f. 27.3. 1937, d. 16.8. 2021, Anna Kristín, f. 7.5. 1939, d. 12.12. 1996, Hrafnhildur, f. 28.7. 1940, Ásdís, f. 11.2. 1943, d. 27.3. 2013, Vilmar, f. 20.9. 1945, Guð- rún, f. 7.6. 1952, d. 13.8. 2020, Hjördís, f. 27.9. 1954. Kristinn giftist 31. ágúst 1968 Jóhönnu Erlu Viðarsdóttur, f. 31.1. 1950. Börn þeirra eru: Guðný Sóley, f. 20.4. 1967, gift Magnúsi Hávarðarsyni, f. 5.11. 1962, d. 16.2. 2020 og eiga þau einn son, Magnús Orra; Hafsteinn Viðar, f. 22.4. 1969, giftur Valdísi Árnadóttur, f. 25.12. 1973 og eiga þau einn son, Ísak Árna. Haf- steinn á einnig tvo aðra syni, Arnór og Ívan Kristin; Helga, f. 29.8. 1971, og á hún tvo syni, Alexander Jósef og Róbert Andra; Kristinn Þór, f. 5.2. 1975 og á hann eina dóttur, Sóleyju Birtu; Eva, f. 26.11. 1980, gift Guðmundi Rafni Ás- geirssyni, f. 3.8. 1971 og eiga þau tvö börn, Tinnu Ýri og Egil Örn. Dóttir Kristins er Sigrún, f. 22.8. 1972. Hún á þrjá syni: Sig- urjón Daða og á hann eina dótt- ur, Maren, Gest og Styrmi. Útför Kristins fer fram frá Bú- staðakirkju 9. september 2021 og hefst athöfnin klukkan 13. „Skál á skörinni,“ sagði Kiddi Ped oft þegar hann mætti á viku- legan fund okkar félaganna í Bæj- arrónafélagi Mosfellsbæjar, fé- lagsskap sem á þessu ári fagnar 25 ára afmæli. Röddin var dálítið rám en það örlaði á glettni í henni og með komu Kidda breyttist and- rúmsloftið, því Kiddi var skemmti- legur maður. Hann tók mjög virk- an þátt í samræðum, stundum svo mikinn að sessunauti hans fannst nóg um. Kiddi var mjög góður sögumaður og þegar hann sagði frá fékk hann alltaf gott hljóð. Sögurnar voru skemmtilegar og lýsingin nákvæm. Einhvern tíma á covid-tímanum sátum við nokkrir félagar á ólöglegum fundi þar sem farið var yfir mál líðandi stundar. Þá var létt yfir vini okkar Kidda og runnu sögurnar frá honum í stríðum straumi þannig að við bara hlustuðum. Þetta voru m.a. sögur frá löngum starfsferli hans sem lögreglumanns. Undirrituð- um varð á orði að þetta þyrfti eig- inlega að rata á prent og töluðum við Kiddi um að hefjast handa á næsta ári. Enginn vafi er á því að þetta hefði orðið litrík og skemmtileg bók sem nú verður ekkert af. Kiddi var einlægur aðdáandi íþrótta og fylgdist vel með, sér- staklega fótboltanum. Enski fót- boltinn var þar fyrirferðarmestur og á því sviði kom maður ekki að tómum kofunum hjá Kidda. Við erum nokkrir sem fylgjumst með boltanum á Ásláki og þar féll Kiddi vel inn í hópinn. Gerði sífellt athugasemdir og var snöggur til svars. Kiddi hélt með Nothingham Forest og Tottenham og væri hann ekki að horfa á Ásláki, streymdi hann leikjunum. Kiddi keppti á sínum tíma í handbolta og stóð þá í markinu. Margar sögur sagði hann frá því þegar hann var í markinu á Há- logalandi. Þessi reynsla hans gaf honum rétt á að hafa skoðanir á markvörslu Hannesar sem lands- liðsmarkvarðar. Ég sem stóð með Hannesi fékk oft glettnisleg skot um Hannes þegar verið var að horfa á íslenska landsliðið keppa. Þessu fylgdi alltaf bros frá Kidda. Kiddi var áhangandi Real Ma- drid í spænsku deildinni og fylgd- ist með öllu hjá því liði. Þegar dóttir hans var með íbúð í Madrid á sínum tíma var hann þar oft og fylgdist þá með sínu liði. Það hitt- ist svo á að ég var þarna í júlímán- uði og skoðaði því völlinn. Lét ég m.a. búa til mynd af mér í leik með félaginu og á myndinni með mér er Benzema. Sýndi ég Kidda stolt- ur myndina á næsta fundi okkar sem hann var hæstánægður með. Sagði svo að Benzema væri kom- inn með covid. Það sama átti svo eftir að koma yfir hann tveimur vikum seinna. Því hefði ég aldrei trúað að Kiddi ætti eftir að lúta í lægra haldi fyrir þessum skað- valdi. Var viss um að hann myndi hrista þetta af sér þar sem hann var líkamlega vel á sig kominn og bólusettur. Með Kidda Ped er genginn skemmtilegur maður, húmoristi, velviljaður, næmur og með teng- ingu við annað fólk. Fyrir hönd bæjarrónanna og okkar sem horfðum með honum á fótbolt- ann vil ég þakka fyrir þær stundir sem við áttum saman. Kidda verður sárt saknað. Eig- inkonu, börnum og barnabörn- um vil ég votta samúð mína. Kiddi Ped fór allt of fljótt. Nú verður ekki lengur sagt glettn- islega „skál á skörinni“. Helgi Sigurðsson. Látinn er um aldur fram Krist- inn Pedersen fv. lögregluvarð- stjóri. Það er döpur reynsla hversu margir lögreglumenn/sam- starfsmenn hafa fallið frá á besta aldri. Lögreglustarfið tekur á og raskar heilsu hraustustu manna. Kiddi, eins og Kristinn var kall- aður í daglegu tali, var ávallt létt- ur í lund og skapaði létt andrúms- loft í kringum sig í starfi sem víðar. Hann var einn af D-vakt- arhópnum og var oft fenginn af að- alvarðstjóra vaktarinnar til að stilla upp vaktinni í upphafi henn- ar og fórst það verk vel úr hendi. Kristinn var lipur lögreglumað- ur og ekki refsiglaður ef hægt var að afgreiða mál með samræðum við fólk sem lent hafði í vanda af ýmsum ástæðum, en ef á þurfti að halda var hann snöggur til þeirra aðgerða/verka sem grípa þurfti til við afgreiðslu mála með öðrum hætti. Kiddi var mikill íþróttaáhuga- maður, t.d. í fótbolta, handbolta, golfi sem öðrum íþróttum, og tók þátt í ýmsum mótum á vegum lög- reglunnar og víðar. Hann var félagslyndur maður, alltaf léttur í lund og minnist ég ekki að hafa séð hann í öðru dags- formi. Í fyrri minningargreinum um látna samstarfsfélaga hef ég minnst á samverustundir D-vakt- arinnar við miðnæturkaffi ef tæki- færi gafst til vegna anna og var þar oft glatt á hjalla og margt skrafað um íþróttir, veiðiferðir og fleira. Þar var Kiddi oft lunkinn að koma léttum punktum inn í um- ræðuna, t.d. úr veiðiferðum. Einnig voru þessar miðnætur- stundir notaðar til að ræða málin þegar alvarleg og krefjandi mál höfðu komið upp, þ.e. eins konar áfallahjálp nútímans. Það væri hægt að skrifa langa minningargrein um samstarfið við Kidda á D-vaktinni og í hinum ýmsu deildum/einingum lögregl- unnar, sem tæki langan tíma og pláss að tæma á blað, þ.e. um hina ýmsu atburði í starfi og leik. Með virðingu og þökk fyrir góð- ar og léttar samverustundir kveð ég Kidda. Við fjallavötnin fagurblá er friður, tign og ró. Í flötinn mæna fjöllin há með fannir, klappir, skóg. Þar líða álftir langt í geim með ljúfum söngva klið, og lindir ótal ljóða glatt í ljósrar nætur frið. (Hulda) Guð verndi Kristin og minningu hans. Samúðarkveðjur til eiginkonu hans, barna, fjölskyldu og vina. Ómar G. Jónsson. Kristinn Pedersen Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri Sálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum.Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.