Morgunblaðið - 09.09.2021, Page 61
MENNING 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021
F
yrsta Marvel-myndin með
asískri aðalpersónu hefur
litið dagsins ljós. Sú
fyrsta með þeldökkri aðal-
hetju, Black Panther, sló eftirminni-
lega í gegn enda vel heppnuð en það
sama verður því miður ekki sagt um
Shang-Chi og goðsögnina um hring-
ina tíu. Þó hefur myndin hlotið
prýðilegar viðtökur og almennt já-
kvæða dóma en tókst ekki að heilla
ofanritaðan.
Í myndinni segir af Shang-Chi
(Liu) sem kallar sig Shaun og vinnur
í San Francisco við að leggja bílum
með vinkonu sinni, Katy (Awkwa-
fina). Þau kunna vel við þetta ein-
falda líf og í frítíma sínum skemmta
þau sér við drykkju og söng á karí-
ókíbar. Dag einn þegar þau eru í
strætó birtast nokkrir vígalegir
óþokkar og vilja að Shang-Chi af-
hendi þeim hálsmen sem hann er
með og hefur að geyma dularfullan
grænan stein. Eftir tilkomumikið
bardagaatriði (það besta í myndinni
og minnir óneitanlega á strætóatriði
í Nobody) þar sem óþokkarnir fá
það óþvegið, neyðist Shang-Chi til
að segja vinkonu sinni hver hann er í
raun og veru; sonur kínversks valda-
og glæpamanns að nafni Xu Wenwu
(Leung) en sá er aldagamall þar sem
hann ber tíu töfrahringi á hand-
leggjunum sem gera hann bæði eilíf-
an og ósigrandi. Í ljós kemur að sá
gamli vill komast yfir hálsmen son-
arins sem hann þjálfaði allt frá æsku
til manndrápa og sambærilegt háls-
men dóttur sinnar einnig en hvers
vegna vita systkinin ekki. Shang-Chi
heldur til Kína með Katy þar sem
hann hittir fyrir systur sína, Xialing
(Zhang), sem einnig er bardagafim
með endemum. Eftir mikil átök enda
þau á sveitasetri föður síns og í ljós
kemur að faðirinn telur að eiginkona
hans, sem dó fyrir um tuttugu árum,
sé enn á lífi og haldið fanginni í af-
skekktu þorpi sem hún ólst upp í. Er
það einhvers konar töfraþorp sem sá
gamli má ekki heimsækja því þorps-
búar vilja ekki sjá hann. Hyggst
hann drepa alla sem veita honum
mótspyrnu og Shang-Chi og systir
hans reyna að koma í veg fyrir þá
slátrun. Í hóp með systkinunum
slæst kunnugleg persóna úr einni
myndanna um Járnmanninn (hér má
ekki skemma fyrir með því að segja
hver það er) og einhvers konar höf-
uðlaus og loðin furðuvera með litríka
vængi sem er gæludýr þeirrar per-
sónu. Í þorpinu bætast við fleiri
furðukvikindi og ævintýraverur, líkt
og væru þau úr teiknimynd fyrir lítil
börn og allt saman endar þetta svo í
allsherjar tölvuteikningaofgnótt og
-glundroða.
Þótt myndin falli kylliflöt í seinni
hlutanum má þó finna sitthvað já-
kvætt í þeim fyrri. Simu Liu, fyrr-
verandi áhættuleikari, er ákaflega
fimur og flottur í kúngfú-atriðum
myndarinnar sem eru skemmtilega
útfærð og vel heppnuð og hefðu
mátt vera fleiri. Awkwafina er
skondin sem vinkona hans og byrjun
myndarinnar er hressileg og lofar
góðu. En þegar til Kína er komið,
snemma í myndinni, fer að síga á
ógæfuhliðina og sagan verður ein-
kennilega ómarkviss og brotakennd.
Hér er ný hetja kynnt til sögunnar,
Shang-Chi, en allt of miklum tíma er
eytt í stirt samband hans við föður
sinn og for- og ástarsögu föður hans
og móður, í stað þess að beina at-
hyglinni að aðalpersónunni. Minnir
myndin á köflum á kúngfú-
ævintýramyndina Krjúpandi tígur,
dreki í leynum frá árinu 2000 þar
sem bardagahetjur voru ekki
bundnar af þyngdarlögmálinu sem
er vissulega jákvætt en alltof langur
tími fer í að segja frá erfiðum upp-
vexti Shang-Chi sem þjálfaður var
til að berja menn og drepa allt frá
átta ára aldri og varði löngum stund-
um í berja hnefum sínum í staur.
Faðir hans er mikil tilfinningavera,
ýmist ástríkur eða illskan holdi
klædd sem er svo sem ágæt tilbreyt-
ing frá tvívíðum illmennum ofur-
hetjumynda.
Skýringin á því að faðirinn heldur
að eiginkona hans sé á lífi er æði
undarleg og kemur þar við sögu ein-
hvers konar forsöguleg risaskepna
sem nærist á sálum fólks. Þessi
bræðingur á ævintýrasögum um
dreka og forynjur, kúngfú-myndum
og heimi Marvel er skrítinn og engu
líkara en handritshöfundar hafi ekki
alveg vitað hvers konar mynd þeir
væru að skrifa.
Simu Liu gerir sitt besta í þunnu
hlutverki hetjunnar og sem fyrr seg-
ir nýtur hann sín best í hasarnum,
enda fyrrverandi áhættuleikari með
takmarkaða leikhæfileika. Awkwa-
fina er ágæt í hlutverki fyndnu vin-
konunnar, sem fyrr segir og Mic-
helle Yeoh glæsileg að vanda í hlut-
verki móðursystur hetjunnar en hún
var einmitt ein af stjörnum fyrr-
nefndrar Krjúpandi tígur, dreki í
leynum. Tony Leung er að sama
skapi þekktur leikari frá Hong Kong
og hefur leikið í mörgum vönduðum
kvikmyndum, t.d. In the Mood for
Love eftir Wong Kar-Wai. Hlutverk
hans í þessari mynd mun seint telj-
ast einn af hápunktunum á ferli hans
þó hann vinni ágætlega úr því.
Sú einkennilega þróun virðist hafa
orðið hjá kvikmynda- og sjónvarps-
deild Marvel að allt það besta ratar
nú í sjónvarpsveituna Disney+ en
Marvel heyrir undir risafyrirtækið
Disney. Þannig hafa sjónvarpsþætt-
irnir WandaVision og Loki sýnt
hversu miklu máli hugmyndaflugið
skiptir, að finna nýjar og áhugaverð-
ar hliðar og möguleika í sagnaheimi
Marvel sem þarfnast endurnýjunar.
Í Shang-Chi er lítið um hugmynda-
flug og eftir ágæta spyrnu af stökk-
pallinum lendir Shang-Chi með
skelli á maganum. Endurlit hægja
nokkrum sinnum framvindu sög-
unnar og furðuleg ákvörðun að troða
krúttlegum furðudýrum, líkt og þau
komi úr barnaþætti í morgunsjón-
varpi, inn í sögu sem á að heita
dramatísk í grunninn. Bardagaatrið-
in, einkum þá atriðið í strætó fyrr-
nefnt og annað glæsilegt utan á
skýjakljúfi í Maká, eru á endanum
það sem stendur upp úr og skila
myndinni meðaleinkunn.
Hörkutól Shang-Chi lemur óþokka í spað í besta atriði myndarinnar sem gerist í strætisvagni. Katy fylgist furðulostin með.
Magalending hjá Marvel
Sambíóin, Smárabíó, Laugar-
ásbíó, Háskólabíó og Borgarbíó
Shang-Chi and the Legend of the Ten
Rings bbmnn
Leikstjórn: Destin Daniel Cretton.
Handrit: Dave Callaham, Destin Daniel
Cretton og Andrew Laham. Aðalleikar-
ar: Simu Liu, Awkwafina, Tony Leung,
Meng’er Zhang og Michelle Yeoh.
Bandaríkin, Ástralía og Kanada 2021.
132 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR