Morgunblaðið - 09.09.2021, Side 68
Fyrstu áskriftartónleikar
starfsársins hjá
Sinfóníuhljómsveit
Íslands fara fram í Hörðu
í kvöld kl. 19.30 undir
stjórn Bertrands de
Billys, sem er nýr aðal-
gestastjórnandi sveit-
arinnar. Hann kemur
reglulega fram með
fremstu hljómsveitum
heims, m.a. á Salz-
burgar-hátíðinni, við
Metropolitan-óperuna í New York og með Fílharm-
óníusveitinni í Dresden. Á efnisskrá kvöldsins eru Aka-
demískur hátíðarforleikur og Sinfónía nr. 1 eftir Jo-
hannes Brahms auk Básúnukonserts eftir Henri
Tomasi. Einleikari er Jörgen van Rijen, en hann leiðir
básúnudeild Concertgebouw-hljómsveitarinnar í Amst-
erdam. Á ferlinum hefur hann m.a. hlotið Hollensku
tónlistarverðlaunin, og starfað náið með samtíma-
tónskáldum eins og James MacMillan og Kalevi Aho.
Bertrand de Billy stjórnar Brahms
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Þegar sorprennan fylltist hvað eftir
annað uppi á 12. og efstu hæð í
blokkinni, þar sem Bjarni Sveins-
son býr í Kópavogi, tók hann til
sina ráða og síðan hefur ruslið rat-
að rétta leið án hindrana.
„Drengurinn sem var fenginn til
þess að sjá um þetta kom nánast
bara þegar frí var í skólanum, en ef
vel á að vera þarf að huga að sorp-
inu daglega,“ segir Bjarni, sem
verður níræður á næsta ári. „Ég
bjóst við að þurfa að sinna þessu í
um viku en nú eru liðin yfir 20 ár
og ég get því kallað mig sorp-
tækni.“
Bjarni hefur orðið margs vísari í
sorpgeymslunni. Hann segir að
flokkunin eigi það til að vefjast fyr-
ir sumum og oft þurfi hann að færa
ýmislegt á milli tunna. Eins sé með
ólíkindum hverju fólk hendi. „Ég sé
oft óopnaða matarpakka með verð-
miðunum á og á dögunum, þegar
ég var að taka til í bláa gámnum,
sá ég til dæmis ónotað eldhúshnífa-
sett á statífi. Látum vera að fólk
vilji losa sig við ýmislegt en hnífa-
sett er ekki mjög heppilegt í bláa
gáminn.“
Plássið vel nýtt
Haft hefur verið á orði að sorp-
geymslan í blokkinni sé ekki venju-
leg sorpgeymsla heldur líkari sýn-
ingarsal enda veggirnir þaktir
myndum af listaverkum eftir
þekkta listmálara eins og Leonardo
da Vinci og Picasso.
„Fólk hefur fleygt þessum mynd-
um og í stað þess að láta þær fara
lengra valdi ég nokkrar á veggina
með þeim árangri að veggplássið er
búið.“ Hann bætir við að margir
hafi undrast tiltektina, en hafa beri
í huga að ekkert starf sé svo lítils-
vert að ekki sé ástæða til þess að
sinna því ágætlega. „Ég ólst upp
þar sem var lítið að lesa, aðallega
bíblíusögurnar, og þar stóð „yfir
litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég
setja þig“. Ég hef beðið eftir þess-
um búhnykk í 89 ár og bíð enn.“
Þegar veður leyfir frá apríl og
fram í september fer Bjarni út á
trillu sinni og veiðir í soðið fyrir sig
og eiginkonuna, Sigríði Ásgríms-
dóttur. Á veturna geymir hann
trilluna í 20 feta gámi en á vertíð-
inni býður hann félögum stundum í
siginn fisk í gámnum, sem hefur
því verið nefndur Badda-Bistró.
„Ég læt hann síga á bátnum úti á
sjó, því þá komast flugurnar ekki í
hann, og svo elda ég þennan herra-
mannsmat í gámnum enda er þar
allt til alls, borð og stólar og gas-
tæki, fyrir utan úrvalskokkinn. Sjó-
siginn fiskur er á boðstólum að
minnsta kosti tvisvar á sumri, rauð-
maginn er á borðum á vorin og svo
kæsta skatan þegar hennar tími
kemur.“
Eftir að Bjarni hætti í launaðri
vinnu byrjaði hann að venja komur
sínar í Bakarameistarann í Mjódd,
þar sem nokkrir félagar hittast á
slaginu klukkan níu sex morgna í
viku og fá sér kaffi og kruðerí.
„Eitthvað verður að gera til að
drepa tímann,“ segir hann og bætir
við að heldur hafi kvarnast úr
hópnum. „Við sitjum fyrir utan
veitingastaðinn, því við erum svo
orðljótir. Við erum reyndar í út-
rýmingarhættu, vorum 18 til 20
þegar við byrjuðum fyrir um 20 ár-
um, en sex eða sjö hafa látist á
árinu og nú erum við bara sex eft-
ir.“
Bjarni var til sjós á yngri árum
og vann síðan lengst af sem verk-
taki við ýmsar framkvæmdir. „Ég
hef samt eiginlega aldrei haft meira
að gera síðan ég hætti að vinna.“
Meistararnir í ruslinu
- Bjarni Sveinsson með listsýningu í sorpgeymslunni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í sorpgeymslunni Bjarni Sveinsson með myndir uppi um alla veggi.
Badda-Bistró Bjarni ber stundum fram soðningu fyrir vini í gámnum.
RIA TUNGUSÓFI B148xH78xL222cm
169.900 kr. Nú 135.920 kr.
PETRI ÞRIGGJA SÆTA SÓFI
H78xD105xL242cm
229.900 kr. Nú 137.900 kr.
CODY RUGGUSTÓLL
Grátt tauáklæði, grind úr málmi.
59.900 kr. Nú 47.920 kr.
DALBY HÆGINDASTÓLL
Svart PU leður, skemill fylgir.
64.900 kr. Nú 51.920 kr.
ILVA Korputorgi
Lau. og sun. 12-18
Virkir dagar 11-18:30
ILVA Akureyri
Lau. 10-17 Sun. 13-17
Virkir dagar 11-18
s: 522 4500 - www.ILVA.is
20%
40%
20%
20%
20%
AF SÉRPÖNTUÐUM
SÓFUM
Sparadu-
FAST SENDINGARGJALD MEÐ PÓSTINUM
HVERT Á LAND SEM ER
26. á t - 13. SEPT.
Sófadagar
20%
af öllum púðum og
ábreiðum
Sparadu-
FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 252. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Tveir íslenskir handboltamenn þreyttu frumraun sína í
efstu deildinni í Þýskalandi í gær þegar þýska 1. deildin
fór af stað á nýju keppnistímabili.
Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson fór vel af stað
með Melsungen sem er eins og áður undir stjórn Guð-
mundar Þ. Guðmundssonar landsliðsþjálfara. Alexand-
er Petersson lék einnig sinn fyrsta leik fyrir Íslend-
ingaliðið Melsungen. Daníel Þór Ingason fékk heldur
betur eldskírn. Í sínum fyrsta leik fyrir Balingen mætti
hann stórliði Kielar á útivelli. »58
Tveir Íslendingar léku sinn fyrsta
leik í efstu deild í Þýskalandi
ÍÞRÓTTIR MENNING