Morgunblaðið - 23.09.2021, Síða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
595 1000
n
fy
rir
vaTenerife
.A
th
.
st
á
29. september í 12 nætur
12 nátta ferð
Flug & hótel frá
83.225
12 nætur
Verð frá kr.
106.950
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Fyrsti snjórinn þakti götur borgarinnar um skeið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Verktakar við útivinnu fengu heldur betur að
finna fyrir haustveðrinu í gær þegar haglél
dundi á íbúum höfuðborgarsvæðisins.
ið á höfuðborgarsvæðinu nýja stefnu þegar hagl-
él féll til jarðar með miklum látum. Þurftu marg-
ir að leita skjóls á meðan élið gekk yfir.
Haustveðrið hefur leikið Íslendinga grátt síð-
ustu daga en gular og appelsínugular viðvaranir
hafa verið í gildi víða um land. Í gær tók þó veðr-
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Fjárhagsstaða fjögurra af fimm
stærstu sveitarfélögum landsins hef-
ur versnað frá í fyrra samkvæmt
fjárhagsuppgjöri sem þau hafa birt
fyrir fyrri hluta þessa árs. Halli á
rekstri þessara sveitarfélaga nær
tvöfaldaðist milli ára og fór úr 5,6
milljörðum kr. í fyrra í tíu milljarða á
fyrri helmingi yfirstandandi árs.
Þetta kemur fram í samantekt
Sambands íslenskra sveitarfélaga á
fjárhagsuppgjöri Reykjavíkurborg-
ar, Kópavogsbæjar, Hafnarfjarðar-
bæjar og Akureyrarbæjar en í þeim
bjuggu rösklega 221 þúsund manns,
eða tæplega 60% landsmanna.
„Halli var á rekstri allra sveitar-
félaganna í heild sem nemur 8,9% af
tekjum, samanborið við 5,6% á sama
tíma í fyrra.
Mestur var hallinn á rekstri
Reykjavíkurborgar, 10,4% af
tekjum,“ segir í samantektinni.
Bent er á að hafa beri í huga að
fyrstu sóttvarnaaðgerðirnar tóku
gildi í mars í fyrra og hafa því ein-
ungis áhrif á hluta af fyrstu sex mán-
uðum síðasta árs en margvíslegar
takmarkanir vegna sóttvarna voru í
gildi á fyrri hluta yfirstandandi árs
sem kölluðu á aukin útgjöld.
Fram kemur að uppgjör þessara
sveitarfélaga séu til marks um erfiða
rekstrarstöðu og aukinn halla sveit-
arfélaga, þrátt fyrir að tekjur þeirra
séu 11,8% hærri en í fyrra.
Útgjöld sveitarfélaganna fjögurra
hækkuðu um 13,7% á fyrri hluta árs-
ins, þar af hækkuðu laun og tengd
gjöld um 16,3%. Í ljós kemur að
launakostnaður hækkaði mest hjá
Hafnarfjarðarbæ, um 18,1%, en
minnst hjá Akureyrarbæ, um 7,5%.
Þá hækkuðu áætlaðar lífeyris-
skuldbindingar um 19,3% milli ára.
Veltufé frá rekstri á fyrri helmingi
ársins var neikvætt um 3,2 milljarða
eða 4,6% af tekjum hjá Reykjavík-
urborg og var neikvætt um 2% af
tekjum í Hafnarfirði en Akureyrar-
bær og Kópavogsbær skiluðu já-
kvæðu veltufé frá rekstri. Saman-
lagðar skuldir og skuldbindingar
sveitarfélaganna voru tæpir 250
milljarðar í lok júní og höfðu þá
hækkað um 13,9 milljarða frá ára-
mótum.
Staða sveitarfélaga hefur versnað
Morgunblaðið/Hari
Reykjavík Á fyrstu sex mánuðum 2019 nam fjárfesting sveitarfélaganna
rösklega 10% af tekjum en tveimur árum síðar aðeins 7,9%.
- Halli fjögurra af stærstu sveitarfélögunum hefur nær tvöfaldast á milli ára - Skuldir hækkuðu um
13,9 milljarða frá áramótum - Mestur var hallinn hjá borginni á fyrri hluta ársins, 10,4% af tekjum
Það færist í vöxt að fólk kvarti vegna
þreytu í augum sem stafar af mikilli
skjánotkun, að sögn Ólafs Más
Björnssonar, augnlæknis hjá Sjón-
lagi. Þetta á ekkert síður við um
yngra fólk en eldra.
„Þetta fylgir mikilli notkun tölva
og snjallsíma,“ sagði Ólafur. Hann
segir að þegar við beinum augunum
að tölvuskjá eða síma sjái augasteinn-
inn um að stilla fókusinn.
„Í auganu eru vöðvar sem toga
augasteininn til. Ef við sitjum lengi
við tölvuskjá eða snjallsíma er ekki
óeðlilegt að þreyta geri vart við sig.
Augasteinninn fer að stirðna strax
upp úr tvítugu þótt við finnum yfir-
leitt ekki fyrir því fyrr en upp úr fer-
tugu. Þá fara flestir að fá það sem við
köllum ellifjarsýni,“ sagði Ólafur.
„Fram að því að við fáum ellifjarsýni
er ekki furða að augasteinninn geti
orðið svolítið
þreyttur vegna
þess að við reyn-
um svo mikið á
hann.“
Þegar fólk situr
lengi við tölvuskjá
hefur það til-
hneigingu til að
blikka sjaldnar
augunum en ella.
Það veldur augn-
þurrki sem líka getur stuðlað að skjá-
þreytu í augum. Ólafur sagði þetta
vera algengt vandamál á Íslandi þar
sem hús eru vel upphituð og rakastig
innandyra fremur lágt. En hvað er til
ráða við skjáþreytu?
„Það er fyrst og fremst að láta
mæla sjónina hjá augnlækni eða sjón-
tækjafræðingi til að vita hvort maður
er ekki örugglega með réttu glerin
miðað við fjarlægð,“ sagði Ólafur.
„Margir sem finna snemma fyrir
skjáþreytu hafa gott af hvíldar-
gleraugum. Þau hjálpa augastein-
inum að halda fókus. Þegar fólk eldist
þarf að fylgjast með styrkleika á gler-
augunum.
Ef maður blikkar sjaldan augunum
við skjáinn þornar tárafilman. Það að
setja gervitár í augun gerir mikið fyr-
ir þau. Eins getur gott rakastig á loft-
inu hjálpað. Það getur verið gott að
hafa rakatæki á skrifstofunni til að
bæta það.“
Ólafur segir að gleraugu eða síur
sem slá á ákveðnar bylgjulengdir lit-
rófsins geti mögulega hjálpað sum-
um. Stóra vandamálið sé hins vegar
að við störum allt of mikið á skjái.
Þess vegna geti verið gott að hvíla
augun reglulega á skjá- og símanotk-
un og ganga t.d. á fjöll. gudni@mbl.is
Skjáþreytan sækir á augun
og þjáir fólk á öllum aldri
- Hvíla þarf augun af og til - Gott ráð að nota gervitár
Ólafur Már
Björnsson
Karlmaður á þrítugsaldri lést á
þriðjudag eftir að hafa misst meðvit-
und í baðlóninu Sky Lagoon á Kárs-
nesi í Kópavogi.
Lögregla og sjúkraflutningamenn
voru kölluð á vettvang á sjöunda
tímanum og hófust endurlífgunar-
tilraunir strax á vettvangi. Mað-
urinn var í kjölfarið fluttur á Land-
spítalann þar sem hann lést skömmu
síðar.
Samkvæmt heimildum Ríkis-
útvarpsins höfðu vitni í baðlóninu
orðið vör við að maðurinn lá hreyf-
ingarlaus á botni lónsins. Málið er
nú til rannsóknar hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu, en ekki leikur
grunur á um að andlátið hafi borið
að með saknæmum hætti.
hmr@mbl.is
Lést eftir
ferð í lónið
Morgunblaðið/Eggert
Sky Lagoon Málið er í rannsókn.
- Lá hreyfingarlaus